Morgunblaðið - 26.06.1976, Síða 29

Morgunblaðið - 26.06.1976, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JUNÍ 1976 29 VEU/AKANDI 0 Yfirvinnu- bannið Sigrídur Árnadóttir skrifar: „Það er nú meira úrræðaleysið hjá Rikisútvarpinu. Þetta er þriðji sunnudagurinn í röð sem ekki eru messur í útvarpi. Þeir hafa ekki ráð undir rifi hverju þar, eins og sagt var um forfeður okkar. Þeir, sem búa úti á lands- byggðinni svo og sjúklingar og gamalt fólk, una því illa að fá ekki sínar messur á sunnudögum. Það er máske þeirra ‘eina gleðistund yfir alla vikuna. Prestarnir kvarta yfir lélegri kirkjusókn, en vita þeir hvað messurnar ná til margra sem ekki eru sjáanlegir i kirkjunum? Það eru margir sem eru öðrum háðir og komast ekki í kirkju eða annað þó þá langi til þess, því fótur vor er fastur þó fljúga vilji önd. Ég veit um marga sem hafa sínar messur heima gegnum út- varp og taka þátt i þeim og syngja sálmana með. Það er unaðslegt að geta haft sínar friðarstundir. Þó væri æskilegra að geta haft mess- urnar eftir matinn. Það er ekki nóg að hlusta og því finnst mér miður þegar þulirnir hirða ekki um að tilkynna í hvaða sálmabók sálmarnir eru svo maður þurfi ekki að hafa báðar bækurnar við höndina og leita i hvorri bókinni þeir eru. Nú vii ég stinga upp á því að útvarpið eigi á segulbandi messur yfir árið, sem væri hægt að gripa til við svona kringumstæður, sem nú eru, svo ekki þurfi að fella niður messurnar. Því messur i tönlist geta aldrei komið í stað- inn. Einnig vil ég stinga upp á þvi að útvarpið verði lokað í einn mánuð eins og sjónvarpið t.d. júní eða ágúst svo útvarpsfólkið geti feng- ið sumarfrisitlíka. Þáfáum við allar fréttir í sjónvarpi og blöð- um. Annars væri það skaðlaust þó fækkað væri hryllingsfréttunum sem misþyrma allri hugarró og sem hamrað er á fimm til sex sinnum á dag. Eða þetta músik- garg, sem gerir alla heyrnardaufa og sljóa fyrir almennilegri músik. Það mætti aö skaðlausu láta út- varpið hvíla sig milli kl. 2 og 4, þá fengu þulirnir kaffihlé eins og þingmennirnir. Maður hefur næstum ofnæmi fyrir að vera mataður á þessu allan daginn, þó maður loki fyrir þá eru aðrir allt- af með þennan glymjanda. Mér finnst ekki hægt að hækka alltaf gjöld á fólkið með eftir- vinnu fyrir svona þjónustu. Það er alveg nóg sem hækkar samt stiginu — sem ég er fyrir iöngu kominn af með þessa bók. Þegar bókin eða þráðurinn er að byrja að taka á sig fyrstu mynd og býr í hugskoti minu einu. Ná... nú er það ekkert nema vinna og aftur vinna sem gildir. En væri vinnuhraði hans stöðugur og óumbreytaniegur varð hið sama ekki sagt um skap- iyndí hans. Þeir tfmar komu að hann var eirðariaus, argur og ógerlegt var að gera honum til hæfis og þá ásakaði hann Malin fyrir að hafa viijandi misskíiið sig og breytt texta hans af fujl- kominni illkvittni. En stundum var hann aftur á móti léttur f lund, giaður og reifur. Þegar sá gállinn var á honum, lofaði hann einkaritara sinn hástöfum, spaug- aði við fjölskyldu sfna og efndi til tSnlistarkvölda f bókaherberginu. Þá léku Jón og Kári saman verk eftir ýmsa snillinga og stundum léku þeir smáverk sem Kári hafði samið. En hversu Ijúf sem stund- in var brást það ekki að klukkan ellefu ákvað Andreas að ganga til náða og vænti þess af öllum við- stöddum að þeir gerðu slfkt hið sama. I tvær vikur fór Malin Skog meðan matvaran hækkar viku- lega, alltaf þrjár tegundir af mat- vöru i hverri viku. Það eru ekki allir sem hafa kaup eins og stjórn- málamenn eða þingmenn. Sigríður Arnadóttir" Skólavegi 32, Keflavík." Það er rétt að messur ná til margra, sem heíma eru bundnir og því eru þeir sviptir miklu þegar útvarpsmcssur falla niður. í þessu ástandi sem nú ríkir verða þeir þvi að reyna að hafa sínar helgi- stundir sjálfir, sem það geta heima við. Það er að sumu leyti góð hugmynd að eiga messur á segulbandi tilbúnar til flutnings, en vmsir annmarkar eru senni- lega á því þar sem það er öllu meira fyrirtæki að taka upp mess- ur en senda þær beint út. Það væri frekar möguleiki á að fá einhverja til að hafa einfalda helgistund í beinni útsendingu, ef það brýtur ekki í bága við marg- nefnt yfirvinnubann. Sennilega væri ha-gt að spara einhverja fjármuni með því að loka útvarpinu í mánuð eins og gert er með sjónvarpið. Varlayrði þó um stórar upphæðir að ræða því ekki er mjög margt sumarfólk ráðið til útvarpsins. Sjónvarpið er þvi líka meira afþreyíngartæki en útvarpið. Utvarpið veitir ýmiss konar þjónustu sem tr nauðsyn- leg og má ekki falla niður. Hin hugmyndin, sem fram kom í bréf- inu, um að stytta útsendingartim- ann, fengi e.t.v. frekari hljóm- grunn hjá sumum. Annars eru aðrir að tala um að lengja útsend- ingartimann t.d. hafa næturút- varp eða hafa alveg aðra stöð með sér dagskrá. Það má teija hluta að þjónustu þeirri, sem útvarpið ætti að veita t.d. þeim, sem vinna um nætur, og fleirum. Veðurfregnir eru líka dæmi um hlut sem marg- ir geta ekki verið án. En hér má eflaust lengi deila eins og í svo mörgu öðru. Nýlega birtist hér í dálkunum bréf þar sem hvatt er til góðrar meðferðar á dýrunum og að ung- börn eða óvitar meðhöndli ekki dýr eftirlitslaust. Fleiri slík bréf hafa borizt m.a. frá konum sem hafa orðið vitni að illri meðferð lítilla barna á kettlingum. Það er sjálfsagt að minna fólk á að kenna börnum að umgangast dýrin. Það er nauðsynlegt fyrir börnin að kynnast dýrunnm en það verður beinlínis að kenna þeim það, ann- ars er ékki víst að það sé gott fyrir dýrin. HÖGNI HREKKVÍSI c 'W4 ..,J MeNoughr ' Syndieote, Ine „Hér hafið þirt þaö“ Fíat viðgerðarverkstæðið verður lokað.frá 10. júlí til 10. ágúst vegna sumarleyfa, þó verður reynt að annast skyndi- viðgerðir. Davíð Sigurðsson h.f. Fíat einkaumboð á Islandi. Veiðileyfi í Geitabergsvatni eru komin Hótel Akranes, Veitingaskálinn Ferstiklu við Hvalfjarðarströnd Nv|a T-bleyjan MEÐ PLASTUNDIRLAGI FRÁ MÖLNLYCKE ER SÉR LEGA HENTUG í FERÐALAGIÐ. SPARIÐ BLEYJUÞVOTTINN OG KAUPIÐ PAKKA HEILDSÖLUBIRGÐIR: KAUPSEL S.F., Laugavegi 25. SÍMI27770. í dag frumsýnum við verðlaunamyndina Chinatown Myndin sem beðið hefur verið eftir Jjfnatowíi" JOHN HILLERMAN PERRY LOPEZ BURT Y0UN6, pioðudion ðesigner issociaie pioðucei - mus,c scoi«d by RICHARO SYLBERT COERICKSON JERRY GOLOSMIIH " lí'OWICfö D, Ql'rUTO uy 3WC«1loJ)oríBh5T{píM?oIan8}íi TECHNICOLOR* PANAVISION* A PARAMOUNT PRESENTATION RESTRICTEO _. UW ' ■ 'fdU'tS p4'tn> 0' M.H GuJ'ð'J' Heimsfræg amerísk litmynd, tekin í Panavision. Leikstjóri: Roman Polanski Aðalhlutverk: Jack Nicholson. Fay Dunaway Sýnd kl. 5 og 9. Islenzkur texti Bönnuð börnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.