Morgunblaðið - 26.06.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JUNI 1976
31
— Gífurlegt
Framhald af bls. 32
„Þarna eru nú eingöngu So-
vétmenn," sagði Jakob, „enda
engir aðrir sem hafa áhuga á
sliku smælki. Ég er ekki að tala
um veiðar, þar sem menn hafa
fengið smákarfa á stórkarfa-
slóð. Það hefur komið fyrir hjá
okkur og öðrum, en menn hafa
ekki stundað veiðar sem þessar.
Þetta er í fyrsta skipti mér vit-
anlega sem smákarfaveiðar eru
beinlínis stundaðar I svo gifur-
legum mæli. öll eru skipin stór,
2000 til 3000 tonn og þaðan af
stærri." Þá sagði Jakob Magn-
ússon að fjöldi skipanna væri
mikill. Sagðist hann gizka á að
togararnir væru um 80 og sagð-
ist hann byggja það á því að
togararnir -voru á 50 til 70
milna svæði. Þar sem þeir á
Runólfi fóru inn í hópinn, sáust
í ratsjá með 8 mílna radius, en
það þýðir um 16 mílur af svæð-
inu, um 40 skip. Höfðu þeir
síðan fréttir frá öðrum skipum
annars staðar á svæðinu. 80
skip hvað hann vera ágizkun og
ef til vill væru þeu fleiri.
Jakob sagði að siikir togarar
sem þeir sovézku gætu veitt
óhemju magn. „Við fylgdumst
með einum og sáum hann taka
um 20 til 30 tonn eftir um
þriggja tíma tog. Við höfðum
séð hann nokkuð áður og þá var
hann með veiðarfæri uppi. Við
toguðum siðan á sama stað og
hann hafði verið og fengum á
50 mínútum 7 tonn. Af því voru
um 100 kg. sem vert var að
hirða (er það 1.43%). Allt ann-
að var ekki nálægt leyfilegum
mörkum og langt fyrir neðan
þau. Meðallengdin var um 23
sentimetrar, en minnsti fiskur,
sem við hirðum er um það bil
33 sentimetrar. Þá bárum við
niður á öðrum stað í togara-
þvögunni og þar var meðal-
lengd fisksins enn minni eða
um 19 sentímetrar.“
Morgunblaðið spurði Jakob,
hvað stofninn þarna þyldi mik-
ið af slikum veiðum. Hann
sagði: „Það veit ég ekki, en eitt
er víst að enginn fiskstofn þolir
slíka veiði til lengdar, enda er
reynsla okkar af rússnesku
veiðunum annars staðar frá
þannig að þar er sviðin jörð að
baki þeim — ef orða má það svo
— þegarþeiryfirgefaslóðirnar.
Þetta er mjög alvarlegt mál, því
að framtíð karfaveiðanna er i
húfi, þar sem hann er svo hæg-
vaxta, t.d. miklum mun meir
hægvaxta en þorskur og aðrar
tegundir, sem við nýtum. Þess
vegna tekur mjög langan tíma
að byggja upp slikan stofn aft-
ur. Þótt talsvert hafi gengið á
kynþroska hluta stofnsins, hef
ég verið töluvert bjartsýnn á
framtíð karfaveiða, reiknað
með því að þetta mikla magn,
sem þarna er, hefði veðið svo til
algjörlega friðað, og kæmist i
gagnið á næsta áratug meir eða
minna. Því væri stofninn sem
slikur ekki í verulegri hættu.
En nú gerbreytast viðhorfin, ef
þessu verður haldið áfram til
lengdar.“
Jakob Magnússon fiskifræð-
ingur sagðist ekki vita það
fremur en aðrir, hvers vegna
Sovétmenn nú svo skyndilega
ásældust þennan fisk. Þarna
væri afla að hafa i miklu magni
og auðvitað væri hægt að nýta
allt, ef menn hugsuðu ekkert
um afleiðingarnar á einn eða
annan hátt — bæði til bræðslu
og manneldis. Það væri ljóst að
þröngt væri hjá Rússum eins og
er með dýrafæðu og reyndar
aðra fæðu líka. Þá kvað hann
ekki mikið annars staðar að
hafa og líklegast grunaði þá að
þessi mið myndu lokast fyrir
þeim, ef grænlenzka fiskveiði-
lögsagan yrði færð út i 200 mil-
ur. „Það er sem sagt verið að
róta upp því, sem hægt er að ná
áður en hurðinni verður lok-
að,“ sagði Jakob, „þvi að þeir
AUGIÁSINGASÍMINN ER:
22480
/ |H«r0unt)I«tbiþ
vita það fullvel eins og við,
hvaða hættu þetta hefur í för
með sér.“
Leiðangurinn sem farinn var
á Runólfi var farinn til fiskileit-
ar, en til þess var skipið leigt i 6
vikur. Þetta var annar leiðang-
urinn og var leitað að fiski öðr-
um en þorski. Beindist leitin
mest að karfa, en einnig var
hugað að langhala og gulllaxi.
Hefur skipið komið i land með
smáslatta til tilrauna, til þess
að freista þess að fá menn til að
gera alvöru úr veiðunum. Tals-
vert magn er af þessum fiski,
en það sem einkum vakir fyrir
mönnum með þessu er að sá
afli, sem slæðist með öðrum
fiski, t.d. karfa, verði nýttur.
Koma þessar tegundir með
karfa einkum ef veitt er á djúp-
slóðum. Með þessu mætti
drýgja afla, en engan veginn er
talið útilokað að unnt sé að gera
út á þetta einnig — ef vel tekst
til. Á það er engin reynsla feng-
in enn.
— Hrísey
Framhald af bls. 32
að eftir þvi sem sér hefði samt
skilizt hefði hún rétt brugðið sér
niður í kjallarann frá kleinugerð-
inni.
„Við misstum allt okkar þarna,
allt innbú og fatnað. Eigum við
nú lítið eitt meira en það sem við
stöndum í,“ sagði örn. „Allt var
að vísu tryggt, en það er erfitt að
meta, hvort tryggingin hafi verið
nógu há. Margt verður aldrei bætt
sem skyldi eins og gengur."
Er Mbl. spurði Örn, hvort hon-
um hrysi ekki hugur við að hefja
búskap að nýju með svo þungt
heimili, sagði hann: „Góð bjart-
sýni hlýtur að draga hálfan drátt-
inn. Ég vil sérstaklega taka það
fram, að slökkviliðið hér stóð sig
með sérstakri prýði. Það var alveg
sérstakt að því skyldi takast að
slökkva eld í svo gömlu timbur-
húsi án þess að það brynni til
kaldra kola. Er það bæði athyglis-
vert og aðdáunarvert."
Húsið var timburhús á steypt-
um grunni. Það var einangrað
með reiðing, þ.e. þurrkuðu torfi
og í slfkri einangrun logar mjög
vel. Veður var gott í Hrísey, er
eldurinn kom upp og aðeins gola.
Húsið mun ónýtt og aðeins til
niðurrifs.
Örn Snorrason hefur búið i
Hrísey í nokkur ár og gert þaðan
út bát, sem hann hefur nú nýlega
selt. Var hús hans til sölu, þar
sem hann var í þann veginn að
flytjast frá Hrísey. Hann sagði að
hið eina, sem bjargaðist af eigum
þeirra hjóna hefði verið ýmislegt
dót, sem þau hefðu verið búin að
pakka niður og var I kjallaranum.
Þau höfðu þó ekki pakkað neinu
af húsgögnum. örn, sem er húsa-
smiður er ættaður frá Blönduósi
og er að flytjast þangað.
örn sagði að það væri i raun
fyrir öllu, að enginn skyldi meið-
ast í þessu óhappi fjölskyldunnar.
— Mikill sigur
Framhald af bls. 1
ákveðinn til eins árs sem hér segir:
sandreyður 132, sem er meðaltal
síðustu 5 ára, en þau voru einhver
þau hagstæðustu hér við land hvað
þær veiðar snertir. Leyft er að veiða
685 búrhveli og eru íslendingar
eina þjóðin innan nefndarinnar, sem
sá kvóti nær til, því að Spánverjar
og Portúgalar, sem einnig veiða búr-
hveli, eru ekki aðilar að hvalveiði-
nefndinni, en fundurinn skoraði á þá
að gerast aðilar. Þá var kvóti fyrir
hrefnuveiðar ákveðinn 320 við ís-
land, A-Grænland og Jan Meyen, en
íslendingar stunda þær veiðar i rik-
ustum mæli og veiddu um 1 00 á sl.
ári. Sagði Þórður að íslenzku fulltrú-
arnir væru mjög ánægðir með þess-
ar niðurstöður. Þess má geta að
Þórður var kjörjnn varaformaður Al-
þjóða hvalveiðinefndarinnar.
j Reutersfréttum frá fundinum
segir að á honum hafi verið sam-
þykktur niðurskurður á hvalveiði
kvótum í heiminum sem nemur
4600 hvölum. Var þetta samþykkt
eftir vikulangan og erfiðan fund
þeirra 1 6 þjóða, sem aðild eiga að
nefndinni. Bandaríkjamenn og
Japanir, sem veiða um 80% allra
hvala í heimshöfunum, lögðust
mjög gegn niðurskurðinum, en urðu
að láta unda. Alls ma veiða í heimin-
um á næsta ári 28.050 hvali, en
veiðin á sl. ári var 32.578 hvalir
Algert bann var lagt við veiðum á
langreyði í Suðurhöfum og á N
Atlantshafi var kvótinn lækkaður úr
363 I 344. Mestar deilurnar urðu
um búrhvalaveiðar, en sovétmenn
veiða mikið þá tegund, vegna olí-
unnar, þótt kjötið sé óætt. Talið
hafði verið að búrhvalastofninum
væri engin hætta búin, en vísinda
menn eru nú komnir á aðra skoðun
Var kvótinn í Suðurhöfum lækkaður
úr 10740 á sl. ári í 4791 þrátt fyrir
hörð mótmæli Rússa og I N
Kyrrahafi var hann lækkaður úr
8300 í 7200 og á N-Atlantshafi þar
sem kvóti var ákveðinn í fyrstá sinn
var hann settur 685.
Kvótinn fyrir sandreyði var einnig
lækkaður úr 2230 f Suðurhöfum i
1863 og á N-Atlantshafi var kvóti
ákveðinn í fyrsta sinn 132. Einu
kvótaaukningarnar voru í hrefnu
veiðum í Suðurhöfum úr 6810 i
8900
— Enn hitnar
Framhald af bls. 1
við að vatnsskömtun sé yfir-
vofandi og erkibiskup Frakk-
lands skipaði prestum landsins
að leiða söfnuði sina í bæn um
rigningu. Bændur I Sviss hafa
orðið að slátra nautgripum,
þar sem ekki var til nægilegt
beitiland handa þeim.
Hitabylgjan var mest í Bret-
landi og Frakklandi og þar
stöðvuðust bifreiðar á götum
vegna ofhitunar, eigendur
verzlana sögðust hafa orðið
fyrir miklu tjóni er sælgæti
bráðnaði i hillum þeirra áður
en hægt var að koma því i
kaldar geymslur. Hitinn í Lon-
don og París sl. nótt var hinn
mesti I 20 ár og fór aldrei und-
ir 21 stig á celcius. Veðurfræð-
ingar í Evrópu eru mjög undr-
andi á því hvers vegna vestan-
vindarnir yfir Atlantshafið
siga niður í hinum heitu haf-
svæðum I SV áður en þeir
koma til NV-Evrópu, en þann-
ig hefur það verið frá því í
maí. Veðurfræðingar visa hins
vegar á bug getgátum heitra
Breta um að loftslag þeirra sé
að taka miklum breytingum. -
— Pólland
Framhald af bls. 1
lokað að sætta sig við. Mikið
hamstur varð í búðum í landinu í
dag eftir að verðhækkunin var
tilkynnt og neytendur bókstaf-
lega hreinsuðu allt úr verzlunum.
Talsmaður rikisstjórnarinnar
Wladimir Janiurerek, sagði á
fundi með fréttamönnum í morg-
un, að ríkisstjórnin vænti skiln-
ings á ráðstöfununum, sem væru
nauðsynlegar til að örva framþró-
un í efnahagslífi landsins. Hann
sagði að hærra verð myndi koma i
veg fyrir svartamarkaðsbrask og
biðraðir við verzlanir, auk þess
sem fólk myndi kaupa minni mat
og meira af iðnaðarvörum. Laun i
landinu hafa hækkað um 40% á
sl. 5 árum, en þrátt fyrir það
hefur verið erfitt fyrir fólk að fá
matvæli, einkum kjöt keypt í
verzlunum, því að það hefur verið
selt á svörtum markaði.
Vestrænir fréttamenn í Varsjá
gátu í kvöld ekki náð tali af nein-
um talsmanni stjðrnarinnar til að
fá nánari skýringar á málinu.
— Portúgal
Framhald af bls. 1
unarvél að halda. Einnig segir í
fréttum að hann þekki nú orðið
fólk í kringum sig og geti talað, en
með nokkrum erfiðismunum þó.
Læknar töldu hann þó ekki úr
allri hættu, en sögðu með ólíkind-
um hversu hann hefði hresstst
siðan i gær.
Kosningabaráttunni i Portúgal
lauk á miðnætti og er mál manna
að fylgi Antonio Ramalho Eanes
muni verða enn meira en spáð
hafði verið, þar sem ýmsir af
þeim sem ætluðu að styðja
Azevedo muni nú álita það svo
fráleitt eftir þvi hvernig komið
er. Fæstir stuðningsmanna
Azevedos muni ekki vilja ljá
brautargengi Pato, frambjóðanda
kommúnista, eða Carvalho sem
nýtur stuðnings ýmissa öfga-
manna til vinstri og óánægðra
sósialista. Carvalho spáði þvi í
dag að veikindi Azevedos myndu
verða til að gera sigur Eanesar
meiri. Síðasti fundurinn sem
haldinn var vegna kosninganna
var rétt fyrir miðnætti hjá
Carvalho. Aðrir frambjóðendur
höfðu lokið sínum fundi. Eins og
tekið hefur verið fram nýtur
Eanes stuðnings þriggja stærstu
flokkanna i landinu og hann hef-
ur heitið því að tilnefna Mario
Soares forsætisráðherra og fela
honum myndun minnihluta-
stjórnar Sósíalistaflokksins, verði
hann kjörinn.
— Framlög
Framhald af bls. 3
Gunnar Guðbjartsson, formað-
ur Framleiðsluráðs landbúnaðar-
ins, var að því spurður hvaða
áhrif breytingar á útflutningsbót-
um hefðu á afkomu bænda. Gunn-
ar tók fram að við afgreiðslu síð-
ustu fjárlaga hefði verið borin
fram fyrirspurn um, hvort þessi
upphæð i fjárlögunum táknaði
breytingu á þeirri reglu að allt að
10% af heildarverðmæti búvöru-
framleiðslunnar yrði greitt í út-
flutningsbætur en svar landbún-
aðarráðherra þá hefði verið á þá
leið að hér væri aðeins um áætl-
aða tölu að ræða og greitt yrði
eftir þörfum allt að 10% markinu.
„Ef til þess kemur að útflutnings-
uppbæturnar verða skornar niður
nú, gæti það þýtt fast að 180 til
200 þúsund króna kjaraskerðingu
á hvern bónda og það verra væri
að þetta gæti komið mjög hart
niður á einstökum héruðum eða
þeim, sem þyrftu að flytja á ár-
inu,“ sagði Gunnar að lokum.
— Ævintýri
Framhald af bls. 3
grennd við Skóga á þriðjudags-
kvöld og siðan vestur undir Eyja-
fjöllum daginn eftir. En þegar
auglýsing eftir stúlkunni hafði
verið lesin í útvarpið streymdu til
lögreglunnar frekari upplýsingar
um ferðir hennar og m.a. hafði
sézt til hennar i Þorlákshöfn, þar
sem hún var. i slagtogi með
frönskum ferðalöngum. Kom í
ljós að stúlkan hafði farið með
þeim til Eyja og var nú á leiðinni
aftur með Herjólfi til Þorláks-
hafnar.
— Hella
Framhald af bls. 2
dóttur. 1 þessum sama flokki
keppir einnig Flugsvinn frá
Bræðratungu en hún var nokkuð
reynd á skeiði í sumar sem leið.
Klukkan 18 í kvöld hefjast und-
anrásir kappreiða. Þó Fannar
mæti ekki til keppni i skeiðinu
má nefna að í hópi skeiðhross-
anna, sem keppa á mótinu verða
m.a. Öðinn, Þorgeirs t Gufunesi,
Vafi, Erlings Sigurðssonar, og
Selur, Sigurbergs Magnússonar i
Steinum. 1 1500 metra brokkinu
keppir Þytur, Ragnars Tómasson-
ar, en hann sigraði I brokkkeppn-
inni á Hvítasunnukappreiðum
Fáks.
1 250 metra unghrossahlaupinu
mætir margt kunnra kappreiða-
hrossa til leiks s.s. Hreinn,
Gazelia og Sleipnir, öll eign Harð-
ar G. Albertssonar og Blesa, Sig-
urðar Bjarnasonar, Loka, Þórdis-
ar H. Albertsdóttur, hefur hingað
til reynzt erfiður keppinautur i
350 metra stökkinu, en hún er í
hópi þeirra hrossa, sem keppa i
þeirri grein á mótinu. i hópi
stökkhestanna í 800 metrunum
eru Þjálfi, Sveins K. Sveinssonar,
Frúarjarpur, Unnar Eiríksdóttur,
og fleiri kunnir hlaupahestar. A
mótinu verður einnig keppt í 1500
metra stökki og keppir þar m.a.
Kolur, Gests Vigfússonar frá
Skálmarbæ, en Kolur kom
skemmtilega á óvart í fyrra og
sigraði í 1500 metrunum á Hellu i
fyrra.
Dagskrá mótsins verður fram-
haldið á morgun, sunnudag og
hefst hún kl. 10 með verðlaunaaf-
hendingu til stóðhryssa og lýkur
með úrslitum kappreiða.
— S-Afríka
Framhald af bls. 1
dag kom fram að 176 létu lífið í
átökunum í síðustu viku og þar af
voru aðeins tveir hvítir menn.
Særðir eru 1139 og handteknir
voru 1298. Kruger var harðorður í
garð svertingja, sagði að aðgerð-
irnar hefðu verið skipulagðar fyr-
irfram og svertingjar hefðu reynt
að slá ryki í augu almenningsálits-
ins i heiminum „enda er hvergi í
öllum heimi gert eins mikið fyrir
svertingja og hér,“ sagði Kruger.
Sagði Kruger að fyrir fyrstu mót-
mælagöngunni hefði ekki farið
skólapiltur eins og sagt var held-
ur fullorðinn maður tæplega
þritugur.
Á fundi Einingarsamtaka
Afrikuríkja sem hafin er í Port
Louis í Mauritius hefur verið sett
fram mjög eindregin gagnrýni á
framkomu Suður-Afrikustjórnar i
nýafstöðnum átökum og fordæmd
hin forneskjulega stefna hennar í
kynþáttamálum.
John Vorster forsætisráðherra
er i Bonn i Vestur-Þýzkalandi og
sagði hann í dag að málið hefði
verið blásið upp i útlöndum og
það svo að ekki hefði verið gætt
að hafa það sem sannara reyndist.
Hann varði almennt aðgerðir
stjórnar sinnar gagnvart svert-
ingjum fyrr og síðar og viður-
kenndi einnig að vestur-þýzka
stjórnin hefði látið í ljós andstöðu
við aðskilnaðarstefnu Suður-
Afríkustjórnar.
— Lítil fjölgun
Framhald af bls. 18
er veruleg. Á Norðurlandi fjölgar
sauðfé mun minna 1955 til '65 en
á landinu sem heild en aftur á móti
meira áratuginn 1965 til 1975.
Nautgripum fjölgar meira á Norður-
landi en á landinu í heild og vex
hlutdeild Norðlendinga i nautpen-
ingi úr 32,1% 1955 í 36,0%
1975 Hrossum fjölgar minna á
Norðurlandi en á öllu landinu Hlut-
deild Norðlendinga er 42,3% 1955
en er komin niður i 36,7% 1975og
sagði Jóhannes að mönnum þætti
þó nóg um hrossafjöldann á Norður-
landi.
En hvað sem liði öllum tölum um
fjölda búfjár sagði Jóhannes að
keppikeflið yrði þó alltaf að vera að
búin væru sem arðsömust Tók i þvi
sambandi dæmi af þremur bænd-
um, sem allir voru með 20 kýr en
fengu misháa nyt eftir hverja kú og
sýndi fram á hver yrðu áhrif þess á
tekjur bændanna. Dæmi þetta er
sýnt á mynd II. í framhaldi af þessu
sýndi Jóhannes hverjar væru afurðir
eftir hverja mólkurkú hjá hinum
ýmsu mjólkursamlögum á Norður-
landi. Innleggið á hverja kú er
reiknað í lítrum á kú:
Hvammstangi 3.100
Blönduós 3.190
Sauðárkrókur 3 253
Ólafsfjörður 3 240
Akureyri 3 550
Húsavik 3.290
Þórshöfn 3.200
Að síðustu tók Jóhannes fram að
þó að hefði mjólkurframleiðsla verið
tekin sem dæmi, þá ætti þetta jafnt
við um sauðfé og aðrar búgreinar
Stefnan hlyti að vera sú að hækka
tölur um nyt og auka þannig afrakst-
urinn. Þess má að lokum geta að
mest hefur ein kýr á íslandi mjólkað
á einu ári 8190 kg en það gerði
Grána 9, Reykjarhóli í Fljótum árið
1971. T.g.
— Hraðbrautir
Framhald af bls. 18
þetta mjög niður á vegaframkvæmd-
um þar I sýslu
I yfirliti um fjarlægð til verzlunar-
staðar kom fram, að alls þurfa Ibúar
32 hreppa á Norðurlandi að fara
innan við 25 km til aðalverzlunar-
staðar, Ibúar 1 7 þurfa að fara milli
26 og 50 km, á bilinu 51 til 75 km
og íbúar I einum hreppi N-
Þingeyjarsýslu þurfa aðfara milli 76
og 100 km leið til verzlunarstaðar.
Hvað snertir fjarlægð til læknis
þurfa Ibúar 30 hreppa á Norður-
landi að fara að meðaltali 25 km eða
minna, úr 1 6 hreppum er meðalfjar-
lægðin 26—50 km, úr 6 hreppum
þarf að fara 51 til 75 km til læknis
og úr 3 hreppum er leiðin milli 76
km og 100 km
Að siðustu gerðí Egill að umtals-
efni rafmagnsmál I sveitum og sagði
að illa horfði I rafmagnsmálum
bænda ef ekki yrði undinn að því
bráður bugur að koma þriggja fasa
rafmagni á sem flesta bæi en nú er
þriggja fasa rafmagn aðeins á um
50 bæjum á Norðurlandi. Hvað
snertir simamálin kom fram að að-
eins 1 6 9% simnotenda I sveitum á
Norðurlandi hafa aðgang að sjálf-
virkum sima en nánari upplýsingar
um slmamál á Norðurlandi koma
fram I mynd lll hérá siðunni
— <9