Morgunblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JULI 1976 Skipbrotið mikinn farm. En samt heppnaðist honum það um síðir, og tók hann þá að hlaða á hann. Fyrst fyllti hann tvær hásetakistur með skonrokskökum, hrísgrjónum, ost- um, korni og hangikjöti. Því næst lét hann á flekann nokkrar tinnubyssur, tvær skammbyssur, skinnpunga fulla af höglum og kúlum, og nokkrar púður- tunnur. Þar að auki tók hann töluvert með sér af fatnaði. Þegar hann nú auk alls þessa hafði borið hundinn og kettina með sér út á flekann, þá tók hann sér ár í hönd og reri flekanum frá skipinu. Allar horfur voru á því, að honum mundi heppnast að koma sínum dýra farmi að landi með heilu og höldnu, en þó mátti hann vita, að ekki þurfti nema lítið vindkast til að svifta hann aftur öllu þessu, sem honum þótti nú vera sér ómissandi. Hann færðist nær og nær landi, en flekann bar þó lengra norður eftir en hann vildi. Loksins sá hann víkurhvarf inn í ströndina og myndaðist það af árosi nokkrum. Fallið bar hann inn í víkina, og hugsaði Róbínson sér til hreyfings, að Vitið þér ekki að það er hannað að ^ar^neMiest^ni^Hiótelherbergin?^ hér væri hentug landtaka og gott að skipa upp flekafarminum. En er flekann bar upp í ármynnið, þá rakst fremri brúnin á honum upp á klett, svo að hann reistist á rönd, og lá við sjálft, að Róbínson missti hér auðlegð sína. Tók hann þá það fangaráð, að hann hafði ystu kistuna fyrir bakspyrnu og stjakaði af alefli til að koma flekanum af grunni. En áreynsla hans var öll fyrir gíg, og það var ekki fyrr en að svo sem hálfri stundu liðinni, að flekinn komst á flot aftur með aðfallinu. Eftir það reri hann áleiðis með gætni og komst loksins að landi. Þá var Róbínson sárfeginn. Hann fórnaði höndum til himins og lofaði drottinn hárri röddu fyrir þaö, að hann hafði náðarsamlega gefið honum föng í hendur til að draga fram lífið ennþá nokkra stund. Róbínson réð af að láta flekann liggja kyrran, þangað til aftur yrði fjara, en fara á meðan upp á fell nokkurt allhátt, sem var þar í nánd, til þess að skyggnast um. Tók hannmeðsér byssu og gekk upp á fjallsgnípuna, en er þangaó kom, varð honum heldur en ekki felmt við, því að hann sá, að hann var á ey staddur langt úti í hafi og grillti hvergi til meginlands. Hann sá aðeins tvær litlar eyjar langt í burtu. Eftir það sneri hann aftur sorgbitinn og skaut á leiðinni fugl einn, er gaf honum færi á sér. Við skothvellinn þutu upp þúsundir fugla, sem héldu til þar í grendinni. Þeir flugu upp í stórhópum og fylltu loftið með undarlegu garri og gargi. En það réð hann af nefinu og klónum, að fuglinn, sem hann hafði skot- ið, mundi vera hræfugl. Nú var næst fyrir hendi að koma farm- inum á þurrt land. Aö Jfví búnu hlóð hann upp kistum, bjálkum og borðum, svo aö það varð eins og virki, og i því miöju bjó hann sér hvílurúm. Hann borð- aði dálítið af skonroki, drakk sér vatn úr uppsprettulindinni, sem var þar all- nærri, og lagðist siðan fyrir til að hvíla sig eftir hina ströngu dagvinnu sína..... (Héðan af tökum vér frásögnina, eins og vér finnum hana i dagbók Róbínsons, sem hann byrjaði að halda næstu dagana á eftir). Feginn er ég því, að ég hef nú penna, blek og pappír. Nú get ég skrifað margt upp mér til minnis, sem fyrir mig hefur Við biðjum áhorfendur afsök unar á þessu. Mark Twain fðr eitt sinn til nábúa sfns og bað hann um að lána sér ákveðna bók. ,Já, sjálfsagt, hr. Clemens, þér er meira en velkomið að fá bókina," sagði nágranninn. „En ég verð að biðja þig um að lesa hana hér. Þú veizt, að ég hefi þá reglu að lána aldrei neina bók út af bókasafni mínu.“ Nokkrum dögum seinna kom nágranninn heim til Twains og bað hann um að lána sér garð- sláttuvé). „Já, sjálfsagt," svaraði kímniskáldið mjög sannfær- andi. „Það er þér meira en vel- komið. En ég verð að biðja þig um að nota hana hér. Þú veizt, að það er regla hjá mér.“ \ „Pabbi,“ sagði Elsa litla, fimm ára gömul. „Heldurðu að mamma sé vel að sér f barna- uppeldi?" „Hvers vegna spvrðu að því?“ spurði pabbinn. „Nú,“ sagði Elsa litla, „hún lætur mig alltaf fara í rúmið, þegar ég er glaðvakandi, og á fætur þegar ég er steinsof- andi.“ X Faðirinn: „Lofaðir þú mér ekki að vera góður drengur?" Sonurinn: „Jú, pabbi.“ Faðirinn: „Og lofaði ég þér ekki refsingu, ef þú yrðir það ekki?“ Sonurinn: ,Jú, pabbi. En þar sem ég hefi nú brotið mitt lof- orð, þarft þú ekki að halda þitt.“ X „Svo þú ferð með bænirnar þín- ar á hverju kvöldi?“ „Nei, sum kvöldin vil ég ekki neitt.“ X Hann: — Þú ert fvrsta skyn- sama manneskjan, sem ég hitti f dag. Hún: — Þá hefurðu verið heppnari en ég, ég hef enga hitt. v Höskadraumar Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 16 mfnútunni. Aftur á móti bólaði ekkert á Kjörgu sem hafði farið inn til Kila til að verzla. Ekki voru liðnar þrjár mfnútur fram fvrir er Andreas var kominn f versta ham og lét öllum illum látum og Malin hugsaði með sér að þetta væri ekki hægt að nefna annað en æðiskast. Hún var dauð- hrædd um að hann myndi leggja hendur á eiginkonu sfna þegar hún loks hirtist með fangið fullt af pinklum og Ijóst hárið úfið og blautt eftir rigninguna. — nvað í andskotanum á þetta að þýða? Þú veizt að ég þoli ekki óstundvfsi á máltíðum og ég veit ekki til að það sé ufvorkiö þill að reyna að sjá um það. Ilann sagði þetta svo reiðilega og hvasst að það lá við að Malin vildi helzt hverfa niður úr gólfinu að þurfa að verða vitni að þessu. — Svaraðu mér manneskja; Hvar f fjáranum hefurðu verið? Hún leit á hann og sviphrigði voru ekki séð á björtu andliti hennar þegar hún svaraði fast- mælt. — I Vásterás að kaupa inn fyrir kvöldið. Verzlanirnar f Kila eru svo ómögulegar og það veiztu ósköp vel... — Og IIVESÆR lagðir þú eig- inlega af stað? Rósemi hennar gerði hann enn a-stari. Ilann kreppli hnefana svo að hnúarnir hvftnuðu og andlit hans var eldrautt og þrútið af bræði. — Hvers vegna ég spyr? Ilvers vegna ég spyr? ál hann upp eflir henni. — Veiztu að það lokur ekki nema þrjá slundar fjórð- unga að aka til Vásteras. Og þú . .. Og alll f einu fór Bjiirg að hla-ja. Einkennilega glöðum hlálri en kannski einum of hvell- um hlálri. — Hamingjaii saiina; Við a'll- uðum að horða klukkan hálf fimm í dag. Eg var húinn að sloin- gloyma þvf. Andreas Hallinann greip and- ann á lofli og honum féllusl henil- ur vegna viðhragða eiginkonu sinnar. Hann starði á eiginkonu sfna, fagureygða og rjóða val- kyrju sem stóða þar með fangið fullt af blómum og bögglum eins og skjöld og hló upp f opið geðið á honum. Það var engu Ifkara en allur þrótlur sogaðisl úr honum. Hann snerisl á hadi án þess að segja neitt frekar og gekk inn í borðstofuna. Meðan setið var að snæðingi var hann fámáll en kurteis. Ylva mælti ekki orð af vörum. en Kári og Björg reyndu bæði að halda uppi samræðum, enda þólt vand- ra-ðalegar \æru. Það var því mjög eðlilegl að Malin velti því fvrir sér þegar hún skipli um föt nokkru síðar hvernig þetta kvöld myndi eiginlega ganga fyrir sig. En þegar hún kom sv« inn í bókaherbergið á lilseltum tfma varð undrun hennar meiri en orð fá lýst. Þykkar gramar flauelis- gardfnurnar og sem höfðu verið dregnar fyrir lokuðu úti dumb- ungslegl og skuggalegt október- veðrið. Eldurinn togaði glatl f arninum og f þessu yfirstétlar andrúmi voru skartkla-ddar lkon- ur og karlmenn í smóking og allt virtisl svo fellt og slétt og allt að því notalegt að hún vissi vart hvaöan á sig stóð veðrið ... Þar sem hún var eini utanaökomandi aðilinn i þessari samkundu gerði hún sér ekki grein fyrir að þær reglur sem sterkur vilji Andreas Hallmann krafðist, beindust einnig að þvi að allir köstuðu af sér hvunndagsleikan- um og kæmu fram eins og siðfág- aðar manneskjur og eins og tíðk- aðist við virðuleg samkva'mi. Og enn sfður renndi hún grun f það hverju ýmsar þeirra persóna sem þarna voru saman komnar áltu erfitt með að láta eins og ekkert væri og hún skynjaði ekki hina þungu ólgu sem undir niðri var. Hún tók hara eftir þvf og var reglulega fegin að allt virlist í bezta lagi aftur. Kári bauð drykki og Ylva hafði sett hárið upp og sveipað fallegu spönsku sjali um herðar sér. Björg sem var kla-dd f Ijósbláan kniplingakjól var að rahba við Jón sem var enn ósköp fölur en virtisl að öðru leyti hress f hragði og afmælisharnið var að lýsa þvf hástiifum hvað gulu rósirnar frá Gregor Isander fa-ru undursam- lega við þröngan gra-nan kjól hennar. — Sinfónfa f grænu og gulu. sagði Andreas og augnaráð hans hvfldi ögn lengur en nauðsynlegt var á Iftt földum barmi tengda- dóttur hans. Cecilfa og Gregor drukku viskí úr virðulegum reyklituðum glös- um og reyndu að keppast við að yfirganga hvort annað f að segja djarfar og fyndnar sögur. Malin fór ósjálfrótt að hugsa um að henni fyndist læknirinn dálftið þvingaður og kæti hans virtist langt frá eðlileg. Þetta kom enn betur f Ijós þegar hún settist við hlið hans til að njðta tónlistar þeirrar sem á boðstólum var. Jón lék rondó eftir Mozart og sfðan verk eftir Beethoven og Andreas Ilallmann hlustaði með lukt augu og Malin horfði á hann og fannst sem af honum hefði skyndilega þurrkazt allur hroka- svipur og við henni blasfi gamall maður og örþreyttur. Annaðhvort hugsaði hún — er hann í öðrum heimi með tónlistinni eða það hefur eitthvað komið fyrir... Björg og Kári sátu einnig eins og uppnumin. Þau tvö sem vírtust ekki njóta tónlistarinnar voru Cecilfa og Gregor. Fingur hennar fitluðu f sffellu við göfugt gull- armbandið sem hún hafði fengið að gjöf frá tengdaföður sfnum og öðru hverju leit hún igrundandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.