Morgunblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JULI 1976
27
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Björn Guðntundsson.
Fyrir nokkrum árum spurði
einhver Gunnar Hannesson:
„Hverja af myndum þinum telur
þú bezta?" Gunnar svaraði íhug-
ull: „Eg skal segja þér, að ég er
enn ekki búinn að taka hana.“
Svo brosti hann sínu góðlátlega
brosi, en í svipnum örlaði fyrir
þessari skemmtilegu glettni, sem
var svo rik í honum — og kom
öllum nærstöddum til að brosa
líka. Þetta svar var dæmigert fyr-
ir Gunnar og viðhorf hans til þess
viðfangsefnis, sem tók hug hans
allan seinasta áratug ævi hans.
Ekki að hann væri óánægður með
myndir sínar, heldur vildi hann
alltaf gera betur — og góður ár-
angur olli því ekki að hann léti
þar við sitja, heldur hið gagn-
stæða.
Þannig réðst hann í hlutina
hverju nafni sem þeir nefndust:
af kappi, endalausu þreki og ið-
andi af lífsfjöri, sem var smit-
andi. En hann böðlaðist ekki
áfram meira af kappi én forsjá
eins og títt er um mikla átaka-
menn, því Gunnar var íhugull,
hafði næman og vandlátan smekk
og var fíngerður. Hann var mikill
fagurkeri og náttúrubarn, það var
engin tilviljun að garðurinn hans
víð Miklubraut þótti bera af öðr-
um í Reykjavík um árabil. Rósir
voru hans yndi. Hann flutti þær
inn frá öllum heimshornum og
nostraði við þær í garðinum. Síðar
tók hann myndir af þeim eins og
börnunum sinum — í alls konar
litbrigðum, en fallegastar voru
þær í regninu, þegar droparnir
sátu á purpurablöðunum eins og
kvikasilfur. Þá sagði hann að rós-
irnar sinar grétu.
Ég kynntist Gunnari litillega
fyrir rúmum tveimur áratugum,
þegar hann var enn við afgreiðslu
hjá Marteini á Laugaveginum.
Það var ekki fyrr en hann af
slysni eignaðist ljósmyndavél og
fór að fikta við hana — fyrir
einum 12 árum, þá kominn undir
fimmtugt, að náin kynni tókust.
Og fáir hafa orðið mér kærari
samverkamenn og félagar.
Gunnar var ekki búinn að taka
á margar filmur, þegar við birtum
myndir eftir hann í Iceland
Review. Það voru fyrstu myndirn-
ar hans, sem prentaðar voru — og
æ siðan hélt hann sérstakri tryggð
við þá útgáfu. Hann hafði ekki
minni áhuga á þvi en útgefendur
sjálfir að vel tækist og ósérhlifni
nans og dugnaður var með fá-
dæmum. Marga kvöldstundina sat
ég í næði með honum yfir nýjustu
myndunum — og að sjá hvernig
honum tókst siðari árin að fanga
hin margbreytilegu Iitbrigði ís-
lenzkrar náttúru var oft hrein
upplifun.
Þegar Gunnar fór að verða
þekktur fyrir myndir sínar var
hann oft titlaður ljósmyndari.
Hann hafnaði þessum titli jafnan
og sagði: „Ég er bara náttúru-
skoðari með ljósmyndavél, ég er
amatör — og aðeins þessvegna
hef ég ánægju af að ljósmynda. Ef
ég væri fagmaður gæti ég senni-
lega ekki tekið neina nothæfa
rnynd." Hann hafði unun af þessu
viðfangsefni, hæfileikar hans og
listrænt skyn nutu sín hér. Þetta
var honum ákveðin nautn, þessi
ár voru honum ævintýri. Viðhorf
atvinnumannsins var honum víðs
fjarri, enda hefur kostnaðurinn
sjálfsagt verið langtum meiri en
tekjurnar.
Margir góðir ljósmyndarar
gætu verið ánægðir þótt þeir
hefðu ekki náð nema hluta af
þeim frábæru myndum, sem
liggja eftir Gunnar Hannesson.
Það var ekki bara ódrepandi
dugnaður að hlaupa upp um fjöll
og firnindi, eða skyn hans og
næmt auga fyrir því myndræna,
eða áhugi hans á að ná þessu litla
sem stundum skilur i milli góðs
verkmanns og listamanns. Það
var allt þetta í senn, sem olli þvi
að maður á lslandi, sem byrjaði
að handleika myndavél fimmtug-
ur að aldri, var orðinn þekktur
viða um lönd sextugur — fyrir
ljósmyndir, sem margar standast
fyllilega samanburð við það, sem
færustu ljósmyndarar milljóna-
þjóðanna láta frá sér fara.
Eg átti þátt í þvi ásamt öðrum
að velja með Gunnari myndir og
setja saman tvær bækur, sem Ice-
land Review gaf út með myndum
hans eingöngu. Önnur var um
„borgina hans“, Reykjavik — hin
um Vatnajökul, en þangað fór
Gunnar sex sumur og taldi jökul-
inn jafnan mesta ævintýri á Is-
landi. Við höfum allir þrír (Gisli
B. Björnsson var sá þriðji) óskap-
lega mikla ánægju af þessu sam-
starfi. Stundum gleymdum við
stað og stund, þegar Gunnar var
kominn með okkur hina í ferðalag
inn i myndirnar á veggnum, full-
ur af lífskrafti og gáska — og
óþrjótandi í líflegri frásögn. Þá
kom svo oft fram hve mikið hann
lagði stundum á sig til þess að ná
á filmuna „andartakinu eilífa“,
þessari sérkennilegu birtu, gló-
andi eða seiðandi, sem stundum
bregður fyrir — en hverfur og
kemur ekki aftur — nema ein-
hvern tíma, kannski. „Svona
mynd nær maður bara einu sinni
á ævinni, ég var heppinn að vera
þarna," sagði hann stundum.
Fæstir ná „andartakinu eilífa"
þótt þeir séu á staðnum.
Þeim, sem þekktu Gunnar
Hannesson vel og fylgdust með
honum, kom andlát hans ekki á
óvart. Þótt þjáður væri dugði hon-
um meðfædd glaðværð og jákvætt
hugarfar til hinztu stundar. Hann
tók aldrei sína beztu mynd af því
að hann brast aldrei kjark til að
horfa hærra. Við söknum góðs
vinar og drengskaparmanns, sem
skilur eftir Ijúfa minningu. Ég
sendi Margréti konu hans, börn-
um og fjölskyldum þeirra inni-
lega samúðarkveðju.
Haraldur J. Hamar.
Lionsklúbburinn Freyr er ein-
um félaga fátækari. Gunnar
Hannesson var einn af stofnend-
um hans.
Innan Lionsklúbbsins Freys
nutu sín til hins ýtrasta þeir hæfi-
leikar, sem Gunnari heitnum
höfðu verið lánaðir i svo rikum
mæli, en hann þroskað og eflt
með sjaldgæfri eljusemi. Þar
komu einnig að gagni allir beztu
þættir skapgerðar hans. Gagnvart
þeim, sem ekki þekktu Gunnar, er
tilgangslaust að reyna að útskýra
í stuttu máli, hvað í þessu felst.
Hinir fjölmörgu, sem þekktu
hann gjörla, þurfa engra vitna
við. Það eitt er skylt að fram
komi, að við Lionsfélagarnir, sem
nú kveðjum hann með söknuði,
erum þakklátir að eiga í hugum
okkar minninguna um vammlaus-
an félaga, og hana fær ekkert frá
okkur tekið. Vist söknum við fé-
lagarnir hans, en gagnvart þeim
sem nær honum stóðu en við og
hafa þess vegna margfalt meira
misst, en bera samt eigi þær til-
finningar sínar á torg, væri lítil
hæverska af okkur að hafa mörg
orð þar um.
Við erum þakklátir fyrir að
hafa átt hann að félaga og leið-
sögumanni, notið hins alkunna,
græskulausa húmors, sem hann
var gæddur, og fræðzt af honum
um fegurð islenzks landslags. Það
er okkur að kenna en ekki hon-
um, ef við erum ekki nú að leiðar-
Iokum betur í stakk búnir en áður
að kunna að meta töfra islenzkrar
náttúru. Við erum lika, undir
niðri, svolitið stoltir af að geta
með sanni sagt, að honum þótti
vænt um okkur og klúbbinn okk-
ar. Við vonum að sú tryggð og
virðing, sem hann sýndi Lions-
klúbbnum Frey með því að koma
á hvern einasta fund sem haldinn
var í átta ár, sé til merkis um það.
Svo sem alkunnugt er var
Gunnar sérfræðingur um óbyggð-
ir jafnt sem byggðir þessa lands.
Fáir, — ef nokkrir, — núlifandi
manna hafa afrekað meira við að
útbreiða þekkingu á dásemdum
þess um lönd og álfur. Hann var
einnig sérfróður um rósarækt og
sýndi það i verki, þvi Gunnar náði
ávallt fullum tökum á þvi, sem
hann tók sér fyrir hendur. Lík-
lega lýsir það Gunnari betur en
unnt væri að gera i löngu máli,
hviliku ástfóstri hann tók við
landið sitt og rósirnar sínar.
Við biðjum Guð að blessa ást-
vinum Gunnars jlannessonar
minninguna um góð'an dreng.
F.h. Lionsklúbbsins Freys
Gunnar Vagnsson.
Madurinn. af konu fæddur, lifir
stutta stund og mettast órósemi:
hann rennur upp og fölnar, eins og
blóm. flýr burt eins og skuggi og
hefir ekkert viðnám. Og vfirslíkum
heldur þú opnum augum þfnum og
dregur mig fyrir dóm hjá þér.
Jobsbók. 14:1-2
ímynd Gunnars Hannessonar
hjá mér í dag er í líkingu einnar
fyrstu ljósmyndar sem ég sá eftir
hann, fallegt blóm sem eins og óx
upp úr grjóti, upplýst birtu sólar i
dökku umhverfi einhverrar gj-ár
Þingvalla.
Þannig er Gunnar islenzkri ljós-
myndun I dag. Hann kom með
þetta nýja og ferska inn i ljós-
myndun hérlendis sem var að
mestu steinrunnin. Hann mætti
oft litlum skilningi en opnaði að
lokum augu fólksins fyrir nýjum
og öðruvisi sjónarhornum til að
skoða landið okkar. Hann mætti
stundum mótbárum og ég man
hann stundum sáran út í skilning
fólks á þessu til að byrja með.
Fólkið vildi ekki viðurkenna það
skáldaleyfi sem Gunnar tók sér í
islenzkri landslagsljósmyndun,
það sagði jafnvel að það mætti
ekki mynda svona á íslandi, lík-
lega af þeirri ástæðu einni að það
hafði ekki verið gert áður. En líkt
og blómið hér að framan festi rót í
grýttum jarðvegi, þá vann stefna
Gunnars í þessum málum og flest-
ir i dag biða með óþreyju eftir
nýju blaði, bók eða almanaki þar
sem von er á myndum Gunnars.
En Gunnar vinur minn er allur,
hann á ekki eftir að heyrast langt
að fyrir háværa rödd og tilheyr-
andi hressleika. Hann hringdi til
mín fyrir stuttu hress þó sjúkur
væri, spjallaði um ástand og við-
horf í máli því sem honum var
hjartfólgnast, ljósmynduninni.
Hann kveikti í mér á sínum tíma
og ég er'honum þakklátur. Hann
kveikti í fieirum og án hans
aðstoðar og hvatningar hefði
félagsskapurinn „LJÓS“ líklega
aldrei orðið til. Því þó við værum
að vissu leyti að troða okkur inn á
hans svið, þá ýtti hann undir
áhuga okkar, hvatti á allan hátt
og var gjarna með nokkrar mynd-
ir i innanávasanum til að sýna
okkur kunningjunum. Þessar
myndir voru alltaf nokkuð ný
listaverk sem hann hafði uppskor-
ið úr íslenzkri náttúru. Síðan út-
skýrði hann myndirnar á sinn sér-
staka hátt, leitaði álits og skoð-
ana, sem voru kannski helzt til
litlar þvi maður gerði litið annað
en gapa yfir fegurðinni, sem hann
fékk á filmuna með næmninni og
sivakandi auga fyrir myndefni.
Þannig var hann fullur ódrepandi
áhuga sem ásamt feikna kjarki og
ótrúlegum krafti plægði nýjan ak-
ur ljósmyndunar á Islandi, falleg-
asta landi í heimi, að hans sögn.
Það er byrjað að sá í þennan
akur, ný viðhorf til efnisins hafa
skapast, fólk sér landið öðrum
augum, sem hlýtur að leiða til
fegrunar umhverfisins og viðhald
þeirrar fegurðar sem fyrir er.
Þarna liggja spor til fegurra
mannlífs mörkuð af Gunnari
Hannessyni.
Mér er skylt að þakka fyrir mig.
Þú sáðir i mig frækorni þessa alls,
urtin er komin upp en hún verður
aldrei jafn stór og fögur og
skrautblóm ljósmyndunarinnar,
sem þú hlúðir að. Slikt er forrétt-
indi allra brauðryðjenda. Hafðu
þökk.
Konu hans og afkomendum öll-
um óska ég styrks og blessunar
Guðs við mikinn missi.
Pjetur Þ. Maack.
Mér kom á óvart sú fregn, að
vinur minn Gunnar Hannesson
væri látinn. Að vísu vissi ég, að
Gunnar gekk ekki heill til skógar,
en þegar ég hitti hann siðast, ekki
fyrir alllöngu, var kjarkurinn og
framkvæmdaviljinn svo mikill, að
ég bjóst allt eins við að honum
mundi endast aldur enn um sinn.
Leiðir okkar Gunnars lágu fyrst
saman fyrir um fimmtán árum
vegna sameiginlegs áhuga á
öræfaferðum. Gunnar var þá
nýbúinn að fá sér einfalda ljós-
myndavél og sízt grunaði mig það,
að þetta tómstundagaman hans
ætti eftir að mótast og þroskast
þannig að nú lætur hann eftir sig
eitt fallegasta litmyndasafn af
íslenzkum fjalla- og jöklamyndum
sem til er. Gúnnar sýndi þessar
myndir sínar allvíða, bæði hér-
lendis og erlendis, öðrum til
óblandinnar ánægju. Mér verður
alltaf minnisstæður sá feikna-
dugnaður og þrautseigja, sem
Gunnar lagði á sig til að ná sem
beztum árangri, og hann gat beðið
klukkustundum saman eftir þeim
aðstæðum litar og ljóss, sem
þurfti til að ná fallegri mynd. En
það þarf meir en dugnað til að
verða góður ljósmyndari. Þýð-
ingarmeiri er sá listræni næm-
leiki fyrir „mótífi" sem Gunnar
var gæddur og kom fram í svo
mörgu, sem hann tók sér fyrir
hendur, svo sem rósagarðinum
við hús hans, sem var árum
saman augnayndi Reykvíkinga.
Gunnar var einn af stofnendum
Lionsklúbbsins Freys og var hann
strax með áhugasömustu félög-
um, enda maðurinn félagslyndur
og átti auðvelt með að blanda geði
við aðra. I Frey var hann kannski
bezt þekktur fyrir gamansemi og
hnitni, og við félagar hans eigum
margra ánægjulegra samveru-
stunda að minnast.
Eg vil að lokum færa eiginkonu
Gunnars, Margréti Kristjánsdótt-
ur, og börnum þeirra innilegar
samúðarkveðjur.
Hinrik Thorarensen.
Kveðja frá Knattspyrnufélaginu
Vfkingi:
Gunnar Hannesson fékk
snemma áhuga fyrir fþróttum.
Eins og títt er um unga menn var
það fyrst knattspyrnan er heillaði
hugann, síðar kom skíðaíþróttin
og hinar þekktu ferðir hans með
myndavélina um jökla og óbyggð-
ir okkar fagra lands. Ahugi hans á
knattspyrnu entist til leiðarloka
og fáir eru þeir Islendingar er
fylgzt hafa jafnvel sem hann með
liðum og mönnum í enskri fyrstu
deildar knattspyrnu.
Gunnar gekk ungur í Víking og
lék þar í öllum flokkum drengja
og ungra manna við góðan orðstir,
þótti fljótur og kappsamur og gaf
hvergi sinn hlut er á hólminn var
komið. Þegar hann hafði aldur og
þroska hóf hann einnig störf að
stjórnar og félagsmálum fyrir
Víking og sannarlega munaði þar
einnig um hann, er hann lagði þar
huga og hönd að verki, því Gunn-
ar var hinn mesta hamhleypa og
áhugamaður í leik og starfi. Hann
var eldhugi sem dreif aðra með
sér og vildi að áhugamálin fengju
skjótan og góðan framgang. Það
var því lán félagsins er hann tók
við formennsku þess er það var í
nokkrum öldudal árið 1938, en
ástæðan tll þeirrar lægðar var sú
að margir eldri félagar höfðu þá
of snögglega horfið frá störfum
fyrir félagið. Tókst , Gunnari
ásamt öðrum góðum félögum að
hefja Víking á ný til góðra starfa
og afreka.
Gunnar var einn aðalhvatamað-
ur að stofnun skíðadeildar innan
félagsins og var hann formaður
þeirrar nefndar er sá um bygg-
ingu fyrri skíðaskála Víkings i
Sleggjubeinsskarði við Kolviðar-
hól. Var þetta gifurlegt átak á
þeim tima og tókst aðeins vegna
dugnaðar og áhuga Gunnars og
nokkurra góðra samherja, er
hann hreif með sér i bjartsýni og
trú á málefni, er væri þess sann-
arlega virði að fórna þvi tíma og
kröftum. Áhugi Gunnars fyrir
málefnum Víkings var jafnan
mikill og seinni árin starfaði
hann í fulltrúaráði félagsins.
Ekki skal því gleymt, að Gunnar
var einstaklega vinsæll meðal
vina og félaga, hinn mesti gleði-
gjafi, öllum léttari i lund og kát-
ari, er það átti við og græskulaust
gaman hans og orðheppni á góðri
stund vakti oft slíka kæti og
hlátur að minnisstætt mun lengi
góðum félögum, er sakna nú vinar
i stað.
Nú er sem tóm og tregi fylli
hugi okkar, er þessi ágæti dreng-
ur og forystumaður félags okkar
er kvaddur, en þökk sé Gunnari
Hannessyni fyrir samferðina á
þessari lífsins göngu. Um hann
eigum við aðeins góðar minning-
ar. Hans nánustu ástvinum send-
um við okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Minning:
Jóhannes Ólafsson
Þrúðvangi Seltjarnarnesi
Fæddur 17. maí 1902
Dáinn 25. júnf 1976
Kveðja frá Myndlistar-
klúbb Seltjarnarness.
Okkur setti hljóð, er við heyrð-
um um hið snögga andlát aldurs-
forseta okkar í Myndlistarklúbbn-
um. Það var svo stutt siðan við
tókum niður sýningu okkar, og
vorum einmitt að hvetja Jóhann-
es heitinn til að efna til einkasýn-
ingar. Svo fjarri var okkur það, að
að leiðarlokum væri komið.
Jóhannes Ólafsson var einn af
stofnendum Myndlistarklúbbs
Seltjarnarness og átti sæti í stjórn
hans frá upphafi. Hann unni
mjög myndlist og kunni vel til
verka, enda hafði myndlistin
verið hugðarefni hans gegnum
árin. Málverk hans voru einlæg
og gætt miklum persónulegum
blæ. Snyrtimenni var hann eins
og myndir hans bera með sér og
er ómetanlegt að hafa slíkan
félaga, þvi alltaf hefur slíkt góð
áhrif á aðra. Það var félögunum í
klúbbnum aðdáunarefni og
hvatning að 74 ára gamall maður
skyldi koma fótgangandi og berj-
ast við vetrarstorma og illviðri,
með verkefni sín undir hand-
leggnum til að mæta í vikulegar
kennslustundir. Einnig var
Jóhannes alltaf með þau skipti er
klúbbfélagar fóru út fyrir bæinn
til að mála. Gaf hann hinum ekk-
ert eftir, þótt landið væri erfitt
yfirferðar. Er Jóhannes fór til út-
landa varði hann miklum tima til
að skoða listasöfn og var hann
með afbrigðum fróður i þeim efn-
um, eins og um myndlist yfirleitt.
Hann hafði yndi af að miðla okk-
ur af þeim fróðleik. Ekki var Jó-
hannes síður unnandi sigildrar
tónlistar, sem oft fylgist að með
listhneigða menn.
Við klúbbfélagar munuin >
Jóhannesar Ólafssonar, o1
aldursforseta, góða félaga
sterka persónuleika. Það ve<
sannarlega sjónarsviptir aó
hann ekki lengur meðal okkai
Við vottum eiginkonu hans
vandamönnum öllum dýpstu hl
tekningu víð fráfall hans.