Morgunblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JULI 1976
23
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Verðlistinn, auglýsir
Munið sérverzlunina með
ódýran fatnað. Verðlistinn,
Laugarnesvegi 82, sérverzl-
un ími 31 330.
Rúllukragabolir
5 gerðir, 1 0 litir.
Dragtin, Klapparstig 37.
Olíukyndingartæki
Til sölu nýlegur brennari,
ketill og tilheyrandi að
Markarflöt 23. Verð 35 þús.
Simi 4241 6.
Ódýrt garn
í írskar peysur. Munið
útsöluna á Hjartagarninu.
Hof Þingholtsstræti 1.
Rúllukragabolir
5 gerðir, 1 0 litir.
Dragtin, Klapparstíg 37.
Hjólhýsi
Nýtt hljólhýsi til sölu. Tæki-
færisverð og greiðsla með
bréfum möguleg að hluta.
Fyrirgreiðsluskrifstofan
Simi 16223 og heima
12469.
Verzlunin hættir
Allar vorur seldar með mikl-
um afslætti.
Barnafataverzl. Rauðhetta
Iðnaðarmannahúsinu.
PípulagnirS, 32818.
tilkynningar■
*áA____L-i-Á_«_
Blindraiðn
er að Ingólfsstræti 16, s.
12165.
Sjónvarpseigendur
ath:
Þeir, sem ætla að láta mig
yfirfara tæki sin, í sumar,
ættu að hafa samband við
mig sem fyrst.
Geri við B&0 og flestar aðrar
tegundir sjónvarpstækja. Get
einnig bætt við viðgerðum á
öllum gérðum útvarpstækja
o.fl.
Sjónvarpsviðgerðir Guð-
mundar,
Fifuhvammsvegi 41, simi
42244.
Farlugladelld
Reyk|avlkur
FÖSTUDAGINN 2. júli Þórs-
merkurferð.
LAUGARDAGINN 3. JÚL(
gönguferð á Heklu.
Uppl. i skrifstofunni, simi
24950.
Farfuglar.
ÚTIVISTARFERÐIR
Helgarferðir 2/7
1. EIRÍKSJÖKULL.
2. ÞÓRSMÖRK Verð kr.
3.500.-, vikudvöl aðeins kr.
6.200,-
Útivist, Lækjarg. 6, s.
14606.
ffRflAHUIG
ÍSLANBS
OLDUGOTU3
SÍMAR. 11798 OG 19533.
Fararstjóri: Árni Björnsson.
Mánudagur 5. júlí
Ferð í Fjörðu, Víkur og til
Flateyjar í samvinnu við
Ferðafélag Húsavíkur.
.Nánari upplýsingar á skrif-
stofunni.
Ferðafélag íslands, Öldugötu
3.
Símar: 19533 og 1 1 798.
Föstudagur 2. júlí kl.
20.00
1. Þórsmörk.
2. Gönguferð á Heklu. Farar-
stjóri: Sigurður B. Jóhannes-
son.
Laugardagur 3. júli kl.
08.00
9 daga ferð í Hvannalindir og
Hverkfjöll.
SÍMAR. 11798 OG 19533.
Laugardagur 3. júlí kl.
13.00
Ferð á strönd Flóans. Komið
m.a. að Eyrarbakka, Stokks-
eyri, Knarrarósvita og rjóma-
búinu á Baugstöðum. Farar-
stjóri. Sturla Jónsson. Verð
kl. 1 500 gr. v/bilinn. Lagt af
stað frá Umferðarmiðstöðinni
(að austanverðu).
Ferðafélag íslands.
raðauglýsingar
raðauglýsingar
raðauglýsingar
titkynningar
Frá skrifstofu
borgarstjórans í Reykjavík.
Athygli er vakin á því, að þeir, sem þurfa
að koma gögnum til embættis byggingar-
fulltrúa í Reykjavík, geta afhent þau í
bréfapóststofunni, Pósthússtræti 5,póst-
hólf nr. 30.
Húsbyggjendur athugið:
Eigum fyrirliggjandi steinrör til skolp-
lagna 4ra til 16 tommu. Gangstéttarhell-
ur litaðar og ólitaðar.
Bjalli h. f., steiniðja, Hellu sími 99-5980
tilboö — útboö
Tilboð óskast
í að byggja 20 bílgeymsluundirstöður að Álfa-
skeiði 90—92, Hafnarfirði. Útboðsgögn verða
afhent á skrifstofu okkar, gegn 5000 kr. skila-
tryggingu. Tilboðum sé skilað á sama stað eigi
síðar, en laugardaginn 3. júlí 1976 kl. 14 e.h.
Verkfræðiþjónusta
JóhannsG. Bergþórssonar
Strandgötu 1 1, Hafnarfirði
sími 5331 5.
húsnæöi öskast
iiii
Lögfræðiskrifstofa óskar
að taka á leigu
60—100 fm skrifstofuhúsnæði í mið-
bænum eða inn við Suðurlandsbraut.
Frekari upplýsingar í símum 16482 og
82626.
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
¥0
ÞL" ALGLYSIR L'M ALLT LAND ÞEG AR
ÞU ALGLYSIR I MORGUNBLAÐINU
Ingiríður Jónsdóttir
Ljótshólum - Minning
Fædd 15. júní, 1888.
Dðin 23. júnf, 1976.
Hver ævi og saga. hver. aldabil
fer eina samleið. sem hrapandi slraumur.
EilffAin sjálf. hún er alein til.
Vor eigin tfmi er víllaog draumur.
(Einar Ben.)
Ingiríður í Ljótshólum er horf-
in okkar sjónum, löngu jarðvistar-
lífi er lokið en annað tekur við
sem hvorki er bundið við tíma eða
rúm. Þegar brestur hlekkur í
þeirri keðju sem samferðafólkið
myndar, er hollt að nema staðar,
staldra við og líta yfir f arinn veg.
Eg horfi til baka hljóður, og
minningarnar streyma fram og
birtast fyrir hugskotssjónum mín-
um, líkt pins og mynd á tjaldi. Á
þessum tímamótum er það minn-
ingin um • Ingiríði í Ljótshólum
sem mér verður efst í huga, og á
þá minningu slær engum skugga.
Umhyggja hennar í minn garð
og minnar fjölskyldu var svo ótví-
ræð, að slík vinátta skapar vega-
nesti sem aldrei þrýtur og veitir
birtu og yl yfir farinn veg, sem
jafnframt lýsir langt fram á veg-
inn til ókominna ára.
Ingiríður var fædd í Ljótshól-
um 15. júnf, 1888, dóttir hjónanna
Jóns Jónssonar og Guðrúnar
Erlendsdóttur, en þau voru þá
nýflutt aó Ljótshólum frá Hamri i
sömu sveit.
Faðir hennar var af skagfirsk-
um ættum, en móðir hennar Hún-
vetningur og af þeirri ætt eru
komnir margir stórmerkir Hún-
vetningar.
Snemma var höggvið skarð í
ástvinahópinn, en þau skörð urðu
mörg á fyrrihluta ævi hennar. Sjö
ára gömul missti hún föður sinn,
en hún var yngst í systrahópnum.
Móðir hennar giftist aftur Guð-
mundi Tómassyni úr sömu sveit,
og hélt búskap áfram í Ljótshól-
um.
Ingiriður dvaldi hjá þeim til
tvitugs aldurs, en það ár, 1908,
giftist hún Eiríki Grímssyni frá
Syðri-Reykjum í Biskupstungum.
Þau hófu búskap á Hrafnabjörg-
um og bjuggu þar i eitt ár, en
seint á því ári dó Guðmundur
stjúpi hennar og fluttu þau þá að
Ljótshólum aftur og bjuggu þar
alla sina búskapartíð.
Guðrún móðir Ingiríðar var
áfram í Ljótshólum, og andaðist
hún 1917, 67 ára að aldri.
Ljótshólahjónin eignuðust þrjá
syni, elsta soninn Jónmund
misstu þau af slysförum kornung-
an og enginn þarf að efast um að
þessi sorglegi sonarmissir hefur
haft djúpstæð áhrif á líf Ingi-
riðar, sem bjó yfir stóru og við-
kvæmu geði.
En aftur skein sól f heiði yfir
Ljótshólaheimilinu, þau hjónin
eignuðust tvo syni, sem báðir lifa
móður sína og reyndust henni frá-
bærlega góðir og umhyggjusamir,
Jónmundur áðuf bóndi i Ljótshól-
um en síðar á Áuðkúlu, nú skrif-
stofumaður hjá Fasteignamati
ríkisins hér í borg, kvæntur Þor-
björgu systur minni frá Geit-
hömrum og eiga þau þrju börn,
tvö búsett á Auðkúlu, en eitt í
Reykjavík. Grímur áður bóndi í
Ljótshólum, nú vaktmaður í
Stjórnarráðinu við Lækjartorg
kvæntur Ástríði Sigurjónsdóttur
frá Rútsstöðum og ejga þau tvö
börn sem bæði eru'-búsett hér f
Reykjavík.
Arið 1928 tóku þau hjónin að
sér Guðrúnu, uppeldisdóttur
þeirra Valdísar systur Ingiríðar
og Lárusar Stefánssonar frá Auð-
kúlu. Valdís gekk þá ekki heil til
skógar og andaðist árið eftir,
1929.
Guðrún dvaldi svo í Ljótshólum
öll sin uppvaxtarár og gengu
Ljótshólahjónin henni i foreldra-
stað. Guðrún er gift Þórði bónda á
Grund og hafa þau hjónin bæði
reynst Ingiríði góð og umhyggju-
söm.
Ég man eftir Ingiríði í hálfa öld
þó fyrstu árin séu mér í barns-
minni. Síðustu 29 árin eftir að ég
flutti til Reykjavikur hittumst við
sjaldnar en alltaf urðu fagnaðar-
fundir þegar leiðir okkar lágu
saman.
Siðustu misserin var hún á
sjúkradeild Héraðshælisins á
Blönduósi og má með sanni segja
að þann tíma hafi sálin verið jarð-
bundin i veikburða llkama, sem
nú hefur fengið hvild.
Fyrstu kynni mín af Ljótshóla-
heimilinu sem mér eru i fersku
minni, eru frá því ég var 10 ára
gamall, þá var barnaskólinn á
Rútsstöðum, en mér var komið
fyrir í Ljótshólum og gekk ég á
milli bæjanna. Stutt er á milli
bæja, en Svinadalsáin skilur á
milli.
Ég man vel fyrsta morguninn
sem ég fór i skólann. Eirikur
bóndi fylgdi mér austur yfir ána.
Við gengum niður mýrina og ég
trítlaði við hliðina á honum, nám-
um staðar á árbakkanum að vest-
anverðu beint undan Dagmála-
hylnum, því hann var ísilagður.
Við gengum yfir ána á vissum
stað sem Eiríkur valdi og hann
lagði á það rika áherslu, hvar ég
ætti að fara yfir ána þegar ég
kæmi til baka, seinnipart dagsins.
Þetta var seint á útmánuðum,
og vorísinn getur verið varasamur
sérstaklega að kveldi, þótt hann
geti verið öruggur eftir kaldsama
nótt. Ég hljóp sfðan f einum
spretti fram götuslóðana fyrir
austan ána og beint heim að Rúts-
stöðum, þar sem mér var vel tekið
af skólasystkinum, Bjarna
kennara og húsbændum þeim
Guðrúnu og Sigurjóni.
Þegar ég fór til baka gætti ég
þess að fara eftir fyrirmælum
húsbóndans, því að ég vissi að
vökul augu heima i Ljótshólum
fylgdust með því að ég færi nú
yfir ána á réttum stað. Þegar ég
kom heim á hlaðið tók húsfreyjan
á móti mér, fór með mig inn i bæ
og gaf mér góðan mat að borða.
Oftar var mér komið fyrir í
Ljótshólum og gekk ég í skólann
þaðan, og alltaf var aðbúðin sú
sama eins og ég væri í foreldra-
húsum.
Ljótshólaheimilið var orðlagt
fyrir snyrtimennsku og þrifnað,
og áttu þar báðir húsbændur hlut
að máli. Gestrisni var í hávegum
höfð og nutu hennar allir er
þangað komu.
Búskapur þeirra var farsæll en
jörðin kostarýr að öðru leyti en
þvi að landgæði voru ágæt þegar
þeirra naut.
Efni voru ekki mikil frekar en
hjá mörgum öðrum á þeim tima,
en þau bjuggu vel að sínu og
nýtni og hagsýni lögðu hornstein
að góðu gengi.
Það er ekki mikið útsýni af
Ljótshólahlaðinu, þvi bærinn
stendur i skjóli hárra hóla. Ljóts-
hóllinn að norðan, brattur og gró-
inn að sunnanverðu en með kald-
an og harðan yfirsvip og byrgir
útsýni til norðurs. Langhóllinn að
vestan sem nafnið lýsif, mildur á
svip grænn og gróinn. Að austan
er hálsinn allur grasi vafinn, víð-
áttumikið og gott beitiland.
Fremst í dalnum eru heiðarbýlin
Hrafnabjörg og Gafl (Gafl er nú í
eyði) og framar taka við hálsar og
heiðalönd en hið efra gnæfir
Svínadalsfjallið svipmikið og
tignarlegt.
1 september 1932 verða þátta-
skil á Ljótshólaheimilinu og enn
vegur sigð dauðans í sama kné-
runn og nú er það húsbóndinn
sjálfur sem er lagður til hinstu
hvílu. Ekki kom þó fráf all hans að
óvörum, því hann gekk með sjúk-
dóm sem talinn var ólæknanleg-
ur.
Eftir fráfall Eiriks hélt Ingiríð-
ur áfram búskap með sonum sín-
um sem enn voru á unglingsaldri.
Árið 1952 fluttu þau Jónmúnd-
ur og Þorbjörg frá Ljótshólum að
Auðkúlu. Landnámið hafði þá
fengið Auðkúlu til yfirráða og
skipt höfuðbólinu í þrjú býli. Þau
hjónin fengu eitt býlið til ábúðar
og nú tók Ingiríóur þann kostinn
að flytjast þangað með þeim. Eftir
að systir min og mágur fluttu til
Reykjavikur fyrir 9 árum siðan
varð Ingiríður eftir hjá sonardótt-
ur sinni, Halldóru, og manni
hennar, Ásbirni Jóhannessyni, en
þau höfðu hafið búskap á einu af
Auðkúlubýlunum.
Framhald á bls. 20