Morgunblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JULI 1976 Konurnar ráði einar Merkur úrskurður Hæstaréttar Banda- ríkjanna varðandi fóstureyðingar Washington. 1. júlí — AP. Reuter. Hæstiréttur Bandaríkjanna úr- skurðaði í dag að einstök ríki Bandaríkjaanna geti ekki krafizt þess af konu að hún hafi heimild eiginmanns til að láta eyða fóstri sínu, né heldur að stúlkur undir 18 ára aldri þurfi heimild for- eldra til fóstureyðingar. Þessi úrskurður Hæstaréttar fellir úr gildi riksilög i Missouri frá árinu 1974, sem mæla svo fyr- ir að samþykki eiginmanns eða foreldra þurfi til þegar um fóstur- eyðingar er að ræða. Hinsvegar úrskurðaði dómurinn að hver sú kona, sem gengst undir fóstureyð- ingu skuli leggja fram skriflega yfirlýsingu um að hún geri sér fulla grein fyrir mikilvægi ákvörðunar hennar um að láta eyða fóstri sínu. Frá því að Hæstiréttur úrskurð- aði árið 1973 að einstök ríki geti ekki haft afskipti af því ef kona ákveður að láta eyða fóstri sínu á fyrstu þremur mánuðum með- göngutímans, hafa ýmis ríki reynt að setja ný lög til að draga úr sjálfsákvörðunarrétti konunnar. LOFTBELGSFLUCIÐ MISTOKST Flugmanninum bjargað í sovézkt skip Halifax Nova Scotia, 1. júlí — AP, Reuter Bandaríkjamaðurinn Kari Thomas, sem ætlaði að verða fyrstur allra til að fljúga í loftbelg yfir Atlantshafið er nú um borð í sovézku skipi, sem hirti hann upp af fleka á sjónum um 300 mílum frá strönd Kanada. Er skipið á leið til Hollands, og segja björgunarmennirnir að Thomas sé við beztu heilsu. Karl Thomas lagði upp í ferð sína yfir Atlantshafió frá New Jersey á föstudagskvöld. Hann hafði talstöðvarsamband við stöðvar á jörðu niðri þar til á sunnudagskvöld, en þá heyrðist síðast frá honum. Leit var hafin að loftbelgnum, en árangurslaust, BANDARÍSKI ljóða- og lagasmiðurinn Johnny Mercer lézt að heimili sínu í Bel Air, Kaliforníu, fyrir viku. Hann var óvenju afkasta- mikill höfundur texta við vinsæl lög eins og til dæmis „Jeepers, Creepers", „Goody Goody“ eða „GI Jive“, og lagasmiður vin- sælla< dægurlaga eins og og voru margir sem töldu Thomas af. 1 dag barst svo tilkynning frá sovézka skipinu Dekabrisk um að Thomas væri fundinn og heill heilsu, og að hann yrði settur í land i Rotterdam 8. júli. „Atchison, Topeka and Santa fe“, „Moon River“ og Days of Wine and Roses“. Johnny Mercer var 66 ára er hann lézt. Hann var mjög fjölhæfur og starfaði oft með mörgum þekktustu dægurlagasmiðum Banda- ríkjanna eins og Jerome Kern, Hoagy Carmichael, Henry Mancini og fleirum, en einna bezta samvinnu átti hann við Harold Arlen. Þeir sömdu lög eins og „Old Black Magic“, „Blues in the Night“ og „One for my Baby“ auk þess sem þeir sömdu söngva við söngleikina „St. Louis Woman“ og „Saratoga“. Matvæla- skortur Ames, Iowa, 1. júlí — Reuter Á FUNDI Alþjóða matvælaráð- stefnunnar 1976 sem haldin er í borginni Ames í Iowa, Bandaríkjunum, sagði dr. Sylvan Wittwer í dag að eina leiðin til að brauðfæða íbúa heimsins á næstu Öld væri að tvöfalda matvæla- framleiðsluna og stórbæta dreifingu matvæla. Dr. Wittwer sagði að dreifing matvælanna væri ekki síður mikilvæg en fram- leiðslan, því næringarskortur stafaði af hvoru tveggja. Um 700 fulltrúar frá 50 löndum sitja ráðstefnuna, en henni lýkur á morgun, föstudag. Við afgreiðum litmyndir yðar á 3 dögum Þér notið Kodak filmu. við gerum myndir yðar á Kodak Ektaco/or-pappír og myndgæðin verða frábær Umboðsmenn um /and a//t — ávallt feti framar HANS PETERSEN HF Bankastræti - S. 20313 Glæsibæ - S: 82590 l Johnny Mercer látinn Sfmamynd AP JIMMY CARTER, sem væntanlega verður forsetaefni demókrata í kosningunum í nóvember, er hér með vænan silung, sem hann háfaði upp úr tjörn heima í Plains i Georgiu. Carter, fjölskylda hans og nágrannar þurrkuðu upp tjörnina og hirtu fiskinn, sem allur fór á sameiginlegt veizluborð bæjarbúa. Hún er ástfangin... London, 1. júlf — Reuter. SlMASTtJLKAN Valentína Francis elskaði unnusta sinn og hringdi þvf til hans allt að þvf 12 sinnum á viku á kostnað vinnu- veitanda sfns. Gallinn var sá að Valentina býr í London, en unnustinn, Bruno Trimm, f Ontario, Kanada, og sfmareikn- ingurinn er kominn upp í nærri 10 þúsund pund (3,3 milljónir króna) á tfmabilinu frá þvf í apríl í fyrra. Valentina er 26 ára, og í gær kom hún fyrir rétt í London vegna símtalanna. Var hún dæmd í árs skilorðsbundið fangelsi, sem þýðir að hún þarf ekki að sitja inni, ef hún ekki lendir í útistöð- um við lögin næstu tvö árin. Henni var gert að endurgreiða eitt þúsund pund af heildarupp- hæðinni, 200 pund innan viku og afganginn með 10 punda vikuleg- um greiðslum. Eric Crowther dómari sagði við Valentinu þegar hann kvað upp dóminn: „Þú ert heiðvirð stúlka, og ástin hefur leitt þig út í óheiðarleika." Engin von um vætu... London, 1. júní — AP N(J ER brennheitur júnímánuóur í Bretlandi liðinn, en veðurfræöingar sögðu í dag að enn væru heitir dagar framundan. í fyrsta skipti í 135 ár komst hitinn í London upp í 32 gráður fjóra daga í röð frá föstudegi í fyrri viku til mánudags. Venjulega fer hitinn sjaldan yfir 23 gráður seinni hluta júnímánaðar. Spáir enska veðurstofan því að hitabylgjan haldi áfram næstu daga og að júlímánuð- ur í heild verði bjartur og heitur. Hitinn hefur farið illa kæla hann niður, því ísvél með marga. Að sögn Scotland Yard hefur verið óvenju mikið um fjöl- skylduerjur og óspektir í ölkrám, og í sumum kránna seldist allt öl upp. Þrjár snotrar stúlkur afklæddu sig ofan mittis á Tafalgar torgi i London á miðviku- dag til að kæla sig í gos- brunnunum, en voru hand- teknar og færðar í næstu lögreglustöð. Ungur lög- regluþjónn fékk sólsting á varðgöngu í Wales og þurfti að smala ísmolum úr hótelum og ísvélum til að sjúkrahússins annaði ekki eftirspurn. Hitabylgjan hefur haft áhrif á græn- metisverðið, og til dæmis má nefna að verð á tómöt- um hefur sumsstaðar þre- faldast. Vegna mikilla þurrka er eldhættan mikil á engjum og skóglendi, og víða hafa eldar eytt stórum svæðum, lokað þjóðvegum og stöðv- ar járnbrautarsamgöngur. En veðurfræðihgarnir geta ekki gefið neinar vonir um vætu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.