Morgunblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JULl 1976 35 Tvö glæsileg mörk Vikinga dugðu ekki gegn Frömurum FRAM krækti sér i bæði stigin ffrá Víking í skemmtilegum leik liðanna á Laugardalsvellinum í gærkvöldi, þar sem barist var allt til siðustu minútu. Allt gat skeð i þessum leik og ekki hefði verið ósanngjarnt að liðin hefðu skipt með sér stigunum, en Fram hafði heppnina með sér og þvi fór sem fór. Mörk Vikings í þessum leik voru sérlega glæsileg, þó sér- staklega mark Stefáns Halldórs- TVÖ NÝ BOÐ- SUNDSMET TVÖ íslandsmet i boðsundum voru sett i Laugardalslauginni i gær- kvöldi. í 4x100 metra skriðsundi kvenna setti sveit Ármanns nýtt met, er sveitin synti á 4:39,4 eldra metið var 4:40.3. í sveitinni voru þær Birna Bergsdóttir Olqa Ágústs- dóttir, Guðný Guðjónsdóttir og Bára sonar, en tvö af mörkum Fram voru ódýr. Það var Rúnar Gíslason. sem skoraði fyrsta mark leiksins á 7 minútu eftir aukaspyrnu frá Eggert Diðrik náði ekki til knattarins, sem barst fram í teiginn til Rúnars og var hann ekki seinn á sér að skora með hörkuskoti Fleiri mörk voru ekki skoruð i fyrri hálfleik, en ekki skorti tækifærin, því fyrri hálfleikur Ólafsdóttir. Þessi sama sveit setti einnig met á þessari vegalengd um siðustu helgi, en það fékkst ekki viðurkennt, þar sem stúlkurnar köst- uðu sér út í laugina í fögnuði sínum áður en siðasta sveitin var komin að landi. í 4x200 metra skriðsundi karla setti sveit Ægis íslandsmet og bætti þar með aðeins nokkurra daga gam- alt eigið met. Synti sveitin á 8:42.7 minútum að þessu sinni, en sveitina skipuðu þeir Hafliði Halldórsson, Ax- el Alfreðsson, Bjarni Björnsson og Sigurður Ólafsson. einkenndist af hraða, baráttu og glöt- uðum marktækifærum Ekki voru liðnar nema 5 min. af síðari hálfleik, er knötturinn hafnaði í marki Vikinga öðru sinni Kristinn Jörundsson komst í gott færi og skaut, en Diðrik varði og missti knöttinn frá sér og féll við Kristinn fékk hann aftur og nú stóð hann einn fyrir opnu marki og gat ekki annað en skorað Víkingar svöruðu með góðri sókn og á 63 min lék Óskar Tómasson upp vinstra megin og gaf góða sendingu til Jóhannesar Bárðarsonar. sem skoraði með hörkuskoti óverjandi fyrir Árna Stefánsson Það lá i Ipftinu að Vikingar mundu jafna, en á 72 mín. urðu þeim á varnarmistök, sem kostuðu þá bæði stigin. Helgi Helgason .ætlaði að skalla knöttinn til Diðriks markvarðar, en Rúnar Gislason fylgdi vel á eftir og náði knettinum, lék á Diðrik og skoraði. Víkingar höfðu ekki sagt sitt síðasta orð, því á 76 min skoraði Stefán Halldórsson eitt glæsilegasta mark, sem lengi hefur sést. Fékk hann knöttinn á vallarhelming Fram og lék WALKER HNEKKTIMETIJAZY BJARNI Stefánsson varS annar f 400 metra hlaupi á alþjóðlegu frjáls- íþróttamóti sem hófst á Bislet- leikvanginum í Ósló I fyrrakvöld. Hljóp Bjarni á 49,1 sek. og var þvi nokkuð frá sfnu bezta f ár. Sigurveg- ari í hlaupinu varð Mike Solomon frá Trinidad sem hljóp á 46,4 sek. Fylgdust þeir Bjarni og hann vel að á fyrri helmingi hlaupsins, en á sfðustu 100 metrunum varð Bjarni að gefa verulega eftir. Þriðji f hlaupinu varð Thor Smith frá Noregi sem hljóp á 49,9 sek. í Bisletmótinu taka þátt fjolmargir frjálsfþróttamenn víðs vegar að úr heiminum. i keppninni f fyrrakvöld bar hæst 2000 metra hlaup Ný- Sjálendingsins John Walker, sem setti nýtt heimsmet með þvf að hlaupa á 4:51,4 mín. Gamla metið átti Frakkinn Michel Jazy og var það 4:56,2 mfn., sett árið 1 966. í hlaupinu í fyrrakvöld fékk Walk- er dyggilega aðstoð frá nokkrum hlaupurum, sem héldu uppi hæfileg- um hraða fyrir hann. Fjölmargir áhorfendur hvöttu Walker ákaflega er hilla tók undir heimsmetið hjá honum, og að því settu var honum fagnað innilega. Millitfmi Walkers á 1500 metrana í methlaupinu var 3:58,5 mín. Það vantar ekki einbeitnina f svip þeirra Óskars Tómassonar og Jóns Péturssonar á þessari mynd sem RAX tók f leik Fram og Víkings f gærkvöldi. að markinu og skaut af um 30 m færi og hafnaði knötturinn e*st i markhorn- inu. Enn gerðu Vikingar örvæntingbrfulla tilraun til að jafna, en Framarar létu ékki bilbug á sér finna og vörðust öllum sóknarlotum og meira en það, þvi þeir skoruðu rétt fyrir leikslok, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Hdan LIÐ FRAM: Arni Stefánsson 4, Ágúst Guðmundsson 2, Trausti Haraldsson 2, Gunnar Guðmundsson 2, Marteinn Geirsson 3,Jón Pétursson 3, Eggert Steingrimsson 2, Kristinn Jörundsson 2, Asgeir Ellasson 3, Rúnar Gfslason 3, Pétur Ormslev 3. LIÐ VÍKINGS: Diðrik Ólafsson 2, Ragnar Gfslason 2, Magnús Þorvaldsson 3, Róbert Agnarsson 3, Helgi Helgason 1, Adolf Guðmundsson 2, Gunnlaugur Krisfinnsson 2, Stefán Halldórsson 3, Jóhannes Bárðarson 3, Óskar Tómasson 3, Eirfkur Þorsteinsson 2. Dómari: Guðmundur Haraldsson 3. Vinnuvélarslys í Gnúpverjahreppi og í Grímsnesi ALVARLEGT slys varð að Hlfð í Gnúpverjahreppi f gær er 16 ára piltur varð undir dráttarvél. Var hann fluttur á slysavarðstofuna f Reykjavfk, en mun ekki vera tal- inn f Iffshættu. I fyrradag varð vinnuslys að Hæðarenda f Grfms- nesi, er 17 ára piltur varð á milli palls og kjálka á sturtuvagni. Hann var einnig fluttur á slysa- varðstofuna, en mun ekki vera f Iffshættu. LEIÐRETTING ÞAR SEM ekki var alls kostar rétt haft eftir ráðuneytisstjóranum i Félagsmálaráðuneytinu í frétt í blaðinu í gær varðandi greiðslu kostnaðar við viðgerð á skemmd- um þeim sem hlutust af völdum jarðskjálftanna á siðasta vetri á hafnarmannvirkjum og vatnsveit- unni á Kópaskeri skal fréttin hér með leiðrétt. Sagt var í blaðinu að Hafnabótasjóður myndi greiða viðgerðir á höfninni og bjargráða- sjóður á vatnsveitunni. Hið rétta er að ráðuneytisstjórinn skýrði blaðamanni Mbl. frá því, að heim- ild væri i gildandi hafnalögum til að styrkja endurbætur á hafnar- mannvirkjum, sem skemmzt hafa af völdum náttúruhamfara án mótframlags hafnarsjóðs staðar- ins. Þess vegna hefði nefnd sú sem falið var m.a. að kanna um- rætt tjón og gera tillögur um úr- bætur og útvegun fjár til viðgerð- arinnar lagt til að leitað yrði til Hafnabótasjóðs og hann beðinn að veita styrk til þessarar viðgerð- ar. Varðandi viðgerð á vatnsveitu Kópaskers lagði nefndin til að leitað yrði eftir fjárhagsaðstoð vegna viðgerðakostnaðar hjá Bjargráðasjóði og félagsmála- ráðuneytinu með vísun til laga nr. 93, 1947 um aðstoð til vatnsveitna og lægi beiðni um þessa aðstoð fyrir hjá þessum aðiljum. LEIÐRÉTTING Mishermt var í blaðinu i gær að Hörður Bjarnason væri formaður Þingvallanefndar. Hið rétta er, að Hörður er framkvæmdastjóri nefndarinnar. — Farþegar Framhald af bls. 36 samlega úreltur og að hann skildi ekki hvernig stjórnvöld ætluðust til að hægt væri að vinna eftir honum nú 12 árum síðar. Varðandi síðustu ráðstöfun gjaldeyrisyfirvalda sagði Steinn, að hún kæmi harðast niður á þeim aðilum, sem verið hefðu að reyna að selja ferðir um Kaupmanna- höfn, og það væri þá fyrst og fremst Ferðaskrifstofan Utsýn, sem verið hefði nánast eini aðil- inn hér á landi sem lagt hefði áherzlu á slíka þjónustu nú um skeið. Steinn sagði hins vegar, að eftir sem áður gæti ferðamaður gengið inn á ferðaskrifstofu eða af- greiðslu flugfélaga og keypt far- seðil hvert sem viðkomandi vildi fara, hvenær sem væri og hversu lengi sem hann vildi vera — og greitt hann í íslenzkum krónum, svo fremi að um áætlunarferðir væri að ræða. Steinn Lárusson sagði enn- fremur, að hafnar væru viðræður milli forráðamanna ferðaskrif- stofanna og gjaldeyrisyfirvalda. Sagði Steinn, að Félag íslenzkra ferðaskrifstofa g'erði sér vonir um — eftir þær byrjunarviðræður sem átt hefðu sér stað að undan- förnu — að um einhverja rýmkun á gjaldeyrisreglum yrði að ræða mjög bráðlega. Steinn vildi ekki tjá sig um það, f hverju þessi rýmkun kynni að vera fólgin, en Morgunblaðið hefur fregnað að forráðamenn ferðaskrifstofanna telji að m.a. eigi að vera unnt að kóma i kring kynnisferðum i sólarlanda- ferðum, sem greiddar verði í íslenzkum krónum, án þess að það hafi í för með sér aukna gjald- eyrisyfirfærslu til ferðaskrif- stofanna, þar eð þær hafi hingað til ekki getað fullnýtt leyfilegan hámarksskammt sinn vegna þessara ferða, eins og fram- kvæmd gjaldeyrisreglanna hefur verið háttað. — Deilur Framhald af bls. 36 mýrar, en hafa nú verið þurrkaðar upp. Enginn þeirra er þarna voru mættir gat frætt fréttamann Morgunblaðsins á því hvort ein- hverjir sögulegir atburðir hefðu gerzt á þessum stað, en flestir hölluðust að því að þarna hefði verið útivistarsvæði munkanna á sinum tima. Ruslahaug gat að lita skammt sunnan kirkjugarðsins og eru þeir staðnum engin prýði. Forsaga þessa máls er sú að nýlega ritaði sóknarnefnd Möðru- vallaprestakalls dóms- og kirkju- málaráðuneytinu og mótmælti væntanlegu malarnámi í landi Möðruvalla á þeim forsendum að það raskaði útliti staðarins. Um svipað leyti ritaði svo sóknar- prestur staðarins, séra Þórhallur Höskuldsson, Náttúruverndar- nefnd Eyjafjarðar og óskaði stuðnings hennar til hindrunar óbætanlegum spjöllum, sem Vegagerðin mundi vinna staðnum með væntanlegri malartöku. Yfirverkfræðingur Vegagerðar- innar, Snæbjörn Jónasson, sagði það m.a. vera sparnaðarsjónarmið að taka fremur möl í landi ríkis- jarðar en kaupa hana af bændum. Þá taldi hann möl í Möðruvalla- melum betra efni til ofaníburðar en völ væri á annars staðar. Laugaland á Þelamörk er i eigu Legatsjóðs og á það hefur verið bent að þar geti Vegagerðin feng- ið möl fyrir lítið eða ekkert verð. Þá má nefna að hundruð malar- hóla er að finna vitt og breitt i Möðruvallasókn, Kræklingahlíð ög Hörgárdal. Vegagerðinni er margt betur til lista lagt en snyrtimennska þar sem þeir taka möl og annað efni, og þeirra hiuta vegna er afstaða Möðruvallamanna vel skiljanleg þegar Vegagerðin er komin upp undir kirkjuvegg hjá þeim. Náttúruverndarnefnd sat á fundi er blaðið fór i prentun í gærkvöldi og afstaða hennar lá því ekki fyrir. —St. Eir. — Hækkanir Framhald af bls. 36 brauð hækkar úr 96 kr. í 110 kr., eða um 14% og vínarbrauð hækka úr 18 krónum I 20, eða um 11%. Vínarpylsur hækka úr 590 krónum kg. í 702 krónur og er það 19% hækkun. Kindabjúgu úr 652 krónum í 756 krónur, eða um 16%. Eins og áður sagði eru regl- ur frá 1. júní um merkingu og pökkun drjúgur þáttur í hækkun þessara vörutegunda. Kjötfars hækkar úr 357 krónum kg i 396 krónur (11%) og kindakæfa úr 915 kr. í 1015 kr. (11%). Að sögn Georgs Ölafssonar verðlagsstjóra liggja fyrir beiðnir um hækkanir á fleiri vörutegund- um og verður ákvörðun um verð þeirra væntanlega tekin á þriðju- daginn. — Prestastefna Framhald af bls. 2 2. Nefndin vill opna leikmönn- um möguleika á vaxandi þátttöku í starfi kirkjunnar og ákvörðunar- tekt um málefni hennar. í því sambandi er t.d. gert ráð fyrir að stofna sérstaka leikmannastefnu hliðstæða prestastefnu. 3. Nefndin hefur i tillögum sin- um tekið tillit til núverandi efna- hagsástands íslenzku þjóðarinnar og reynt að gæta þess að breyting- ar, sem lagt er til að géra^verði ekki til útgjaldaauka. í tillögum nefndarinnar er einnig að finna drög að nýjum lögum um prestsembættið, prófastsembættið og biskups- embættið. Miðað er við sóknina sem grundvallarstærð innan kirkjunnar og gengið að mestu út frá núverandi sóknarskipan. Prófastsdæmið verði hins vegar meginstarfsheildin, þar sem kom- ið verði á auknu samstarfi presta og annarra starfsmanna prófasts- dæmisins um lausn sameiginlegra máiefna þess. Þetta starf verði skipulagt af kirkjunni sjálfri. Þá er lagt til að vígslubiskupum verði fengin aukin störf innan kirkjunnar og umsjón eigin biskupsdæma. Skipun nefndarinnar sýnir að kirkjan gerir ljósa grein fyrir nauðsyn þess að laga starfshætt- ina að nýjum aðstæðum og breytt- um þörfum samtimans, svipað og raun hefur á orðið í ýmsum öðr- um sviðum þjóðlifsins, svo sem í mennta- og heilbrigðismálum. Það er von nefndarinnar að starf hennar megi hjálpa kirkjunni til að mæta þörfum íslenzku þjóðar- innar og inna af hendi þjónustu- hlutverk sitt í þágu fagnaðarer- indisins. — Vinsamlegar Framhald af bls. 36 hinar vinsamlegustu og fuiltrúar Mikla norræna hefðu virzt opnir fyrir sjónarmiðum islenzku nefndarinnar. Að öðru leyti væri of snemmt að segja nokkuð um niðurstöður af'viðræðunum. — Næg loðna Framhald af bls. 2 góðum loðnutorfum en þær stæðu nokkuð djúpt, fæstar fyrir ofan 50 metra. I sýnishornum sem tekin hafa verið hafa bæði komið fram 3ja ára loðna, — um 13 sm. að meðallengd, og 4ra ára loðna, um 15 sm. að meðallengt, og kvað Hjálmar þar vera mjög fallega loðnu. Eins og fyrr segir hefur fram til þessa gengið erfiðlega að ná loðnunni, en Hjálmar taldi ekki ólíklegt að það færi að batna nú á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.