Morgunblaðið - 11.07.1976, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 11.07.1976, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULÍ 1976 3 Vísindamenn frá NASA reyna hér örbylgjutæki í gervihnetti Thomas Willheit við örbylgjumælitæki sitt, sem mælir útgeislun frá yfirborði sjávar. SUÐUR á Keflavfkurflugvelli stendur þessa vikuna flugvélin Galileo II, Coarvairflugvél 990 frá NASA, geimferðastofnun Banda rfkjanna. Með henni eru milli 30 og 40 manns, vfsindamenn, flug- menn, og viðgerðarmenn fyrir flugvél og tæki. Þetta lið er að reyna mælingatæki, sem nota á í ómannaða gervihnetti, sem sendir eru upp til rannsókna, og flogið er norður yfir heimskautsfsinn. Ungur bandarfskur eðlisfræð- ingur, Thomas Willheit, sem starf- ar hjá NASA og vinnur þar að gerð örbylgjumælingatækja, varð fyrir óvæntri ánægju, er hann kom hingað. Hann hitti fyrir foreldra sfna, Thomas Willheit eldri og Jane Eve Willheit, ásamt systur hans Eve. Þau voru á leið til Evrópu, en höfðu stanzað hér f nokkra daga til að hitta fslenzka stúlku, Helgu Pálmadóttur, sem hafði verið hjá þeim, er hún var við nám f Bandarfkjunum, og sjá fjölskyldu hennar. Sjálfur býr hann f Maryland, en foreldrarnir nálægt Atlanta f Georgfufylki. Thomas Willheit hefur starfað hjá geimferðastofnun Bandaríkjanna frá þvi hann lauk námi i MIT háskólan- um í Boston fyrir hálfu sjöunda ári. í fyrra hlaut hann gullverðlaun NASA fyrir vel unnin störf sem þykir mikill heiður. Fréttamaður Mbl. hitti hann að máli suður á Keflavíkurflugvelli, fékk að ganga um vélina þar sem ótal flókin tæki var að sjá. Willheit sagði að auk þess sem leiðangurinn væri að reyna ný mæli- tæki, þá væri hann að gera örbylgju- mælingar, sem taka við náttúruleg- um örbylgju-útgeislunum frá jörð- inni og andrúmsloftinu við hana Með því móti er hægt að finna rekísinn í heimskautshafinu, mæla regn og hve nálægt jörðu það er, greina jökulinn og jarðveginn undir honum, vindhraðann við yfirborð sjávar, hitastig við sjávarmál, vatns- innihald loftsins, hitastigið o.fl. Og það sem er mikilvægast, sagði Will- heit. með örbylgjum er hægt að mæla gegn um öll ský og hvort sem er bjart er eða dimmt Mín tæki taka ekki myndir, heldur mæla þau út- geislun frá jörðinni, og það má eins gera í kolamyrkri, bætti hann við. Tæki sem hann hefur gert eru nú í gervihnettinum Nimbus 5 og í Nimbus 6 , sem báðir eru á ferðinni um 1 100 km uppi í geimnum og fara hringrás yfir pólana. En þar sem jörðin snýst undir þeim, fara þeir yfir allan hnöttinn, sagði hann til útskýringar. Nimbus 5 var settur á loft 1 1 desember 197 5 og Nimbus 6. 11. júní 1975. Tækin í báðum virka Ijómandi vel. T.d. sýndi annar í heimskautaísnum við Suðurpólinn auðan blett í sjónum, sem menn vildu ekki almennilega trúa á, þar til rússneskt skip staðfesti að svo væri. Þeir höfðu fundið það Og kom í Ijós að hvalfangarar höfðu áður fyrri þekkt þessa vök, sem hlýtur að hafa verið mikilvægt fyrir þá, sagði Will- heit, því þangað hafa hvalirnir auð- vitað leitað. Og þá skipti engu hvort þeir lokuðust inni í 3 mánuði, þegar leiðangurinn tók 3 ár. En hvaða tæki er hann nú að útbúa. —Ég er eiginlega að lesa lexíurnar mínar og undirbúa tækin mín i gervihnött, sem á að setja á flot 1978 með miklu fullkomnari örbylgjuútbúnaði en hingað til hefur verið til. Við erum að reyoa nýju tækin, og með þvi að fljúga yfir þau svæði, sem þau koma til með að mæla, að læra hvernig eigi að túlka upplýsingarnar frá þeim. Sjálfur er ég nú aðallega með örbylgjutæki, sem skoða sjávarborðið. En aðrir hér eru með tæki, sem taka fyrir jökul- inn og rekisinn. Hér verðum við i viku, förum svo til Þýzkalands Kom- um síðar við hér aftur í næstu viku á leið til Thule Við vildum gjarnan geta fengið tvær slíkar reynsluferðir áður en gervihnötturinn verður sett- ur á loft 1978 En í sumar ætlum við að fara til Miami, til að beita tækjunum o.kkar á hvirfilvind Við höfðum vonað að hægt yrði að fá prófun á þau með mælingum á vindum yfir Norðursjó, en þar hefur veriðalltof kyrrt. — I stöðvum geimferðastofnunar- innar í Maryland reynum viðað þróa tæknina fyrir mælitækin í mann- lausu vísindagervihnettina, og síðan getum við komið þeim fyrir í veður- hnöttum og öðrum mælingahnött- um, ef þær stofnanir vilja og hafa bolmagn til. Spurður að þvi hvort tæknin á þessu sviði hetði ekki breytzt mikið, svaraði Willheit — Alveg gífurlega Þegar ég byrjaði hjá NASA árið 1 9 70 var ekki byrjað að nýta örbylgjur við rannsóknir úr gervihnöttum. Fyrstu mælitækin voru min tæki, sem fóru á loft 1972. í samtalinu kemur fram, að Thom- as Willheit hefur víðar farið vegna rannsóknarstarfa. Hann var t d i Senegal vegna alþjóðlega veður fræðiársins og rannsókna í sam- bandi við það Oft hefur hann komið til Alaska og Grænlands Og fyrir ári var hann við rannsóknir vfir Norður- Willheit fjölskyldan hittist á is- landi. Thomas og Jane Eve Will- heit voru á leið til Evrópu með dóttur sína, með viðkomu hjá vin- um á íslandi, en sonur þeirra, Thomas, í vísindaleiðangri frá NASA. Hér fara þau að borða sam- an á Sögu. pólnum o'g suður-pólnum. Og hann við fór ásamt nokkrum öðrum vís- indamönnum frá geimferðastofnun- inni til Leningrad til að hitta rúss- neska starfsbræður sína Á árinu 1973 komu nokkrir geimvísinda- menn rússneskir til höfuðstöðva NASA í Maryland, og 1974 fóru svo nokkrir ameriskir til Leningrad og skiptust þeir á skoðunum og upplýsingum. Fréttamaður Mbl gekk um flug- vélina, þar sem menn bjástruðu við flókin tæki Eina sem hann botnaði í voru tölvurnar tvær — og raunar ekki — Við reiknum út upplýsing- arnar jafnóðum í tölvu og sannpróf- un svo útreikningana i hinni, út- skýrði Willheit En tækjakosturinn i þessari flugvél er vist nokkuð dýr Það kom líka i jjós i samtalmu, að flugvélin flýgur ekki alltaf eins og slíkar gera að jafnaði —Við höfum sérþarfir, sagði Willheit. Þessi mæli- tæki eru t.d föst og í 10 km hæð verður að halla flugvélmni æði mik ið. svo þau fái rétt sjónarhorn við jörðu Við þurfum lika að fljúga i hringi yfir sjónum i 200 m hæð og fara allt niður að 50 metra hæð við mælingar á vindum við sjávarborð Það er fróðlegt að lita i kring um sig i svona miklu tækniapparati, en ekki treystir blaðamaðurinn sér til að reyna að skilja, hvað þá útskýra tækjaútbúnaðinn — E Pá Rannsóknarflugvélin frá NASA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.