Morgunblaðið - 11.07.1976, Side 7

Morgunblaðið - 11.07.1976, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULÍ 1976 7 Á sunnudegi, sem ber yfirskrift- ina: Verið miskunnsamir, finnst mér ekki úr vegi, að minna á þann mann, sem einna öruggast hefur fetað í fótspor hins miskunnsama Samverja okkar á meðal á þessari öld. Ég á þar við Albert Schweitzer. Líknarstarf hans, tón- listartúlkun hans og friðarverð- laun Nóbels hafa gert hann kunn- an. Hitt er almenningi ekki eins kunnugt, en það er meginstefna hans í Iffinu. Hún er þó þess eðlis, að það er fyllilega ómaksins vert að kynna sér hana. Schweitzer var uppalinn á þeim árum, er menn höfðu hvað mesta trú á manninum og framtíð hans. Þá voru flestir sannfærðir um, að mannkynið væri á öruggri og al- hliða framfarbraut. Sjálfur var hann ekki reiðubúinn að samsinna þessu. Þegar aðrir töldu upp ágæti mannkynsins, ekki aðeins hvað snerti visindalegar uppgötvanir, heldur einnig í andlegum og sið- ferðilegum efnum, að þar væru mennirnir komnir á hærra stig en nokkru sinni fyrr og mundu ekki þar af víkja, þá leit hann öðru visi á. Honum fannst flest benda til, að samtíðin væri þá siðri um margt og i engu fremri fyrri tim- um. Hún hefði sest i rikt andlegt bú, tekið við miklum arfi eftir margar kynslóðir, en nú virtist hún líkleg til að sóa arfleifð sinni. Gagnrýni Schweitzers fékk daufar undirtektir, en þegar heimsstyrjöldin braust út 1914, taldi hann hana staðfesta orð hans. Þar sem Schweitzer hafði gagn- rýnt, fann hann sig knúinn til að reyna sitt til að byggja upp betri heim. Hann fann, að það var mikil- vægara að hugsa um endurreisn menningaren hrun hennar. Öll menning vex af rótum lífs- skoðunar mannanna. Því sprettur allt. sem gerist í sögu mannanna, af andlegum orsökum. Ef menn- inngu hnignar, er það af hnign- un í skoðunum, afturför i lifs- skoðun. En hvað er þá menning? Þvi svaraði Schweitzer þannig. Sönn menning er það sem miðar að þvi að efla siðgæðisþroska ein- staklinga og mannfélags. En jafn- framt skila allar efnislegar og and- legar framfarir menningunni áleiðis. Sú viljastefna, sem ber uppi sanna menningu stuðlar því að hverskonar framför, en metur mest framför i góðleika. Þekking og kunnátta eru mikils virði, en þvi aðeins verða efnislegar framfarir mannkyninu til blessunar, að það ástundi siðgæðislegan þroska. Annars verða þær hermdargjöf. Sú Iffsskoðun ein, sem getur fléttað saman á æskilegan hátt almennar framfarir og framför og þroska i góðleik, hún skapar sanna menningu. Það er slík lífs- skoðun, sem Jesús Kristur boðar. Kærleikskenning hans er sú uppi- staða, sem almenn lífsskoðun þarf að styðjast við. En Schweitzer sagði að sú sorgarsaga hefði gerst, að framfaraviljinn hafi orðið viðskila við siðgæðishugsjónina. — Umbætur þurfa að haldast i hendur við mannbætur. Það varð ekki, og afleiðingin varð sú, að allt óx nema manneskjan sjálf, og margt henni yfir höfuð. Orsökina telur Schweitzer þá, að trú og skynsemi hafi ekki orðið nógu samhentar í lifinu. Og lausn sina finnur Schweitzer i einni stuttri setningu, þremur orðum: Lotning- in fyrir lífinu. Sú hugsun, sem i þessari setn- ingu felst, rúmar allt í senn, fram- sækna Iffs- og heimshyggju og siðgæði. Maðurinn er lif, sem vill lifa, og hann er hér i heimi meðal lifs, sem einnig vill lifa. Allt umhverfis mig er knúið sama lifsvilja og ég sjálf- ur. Allt ber sömu þrá til lifs og ég og börnin mín. Hið eina rétta, sem maðurinn gerir gagnvart lifsvilja sínum er að játast honum. En það er ekki sama, hvernig það er gert. Að játast lifi sinu umhugsunarlaust, lifa þvi einhvern veginn, hefur alla tíð staðið þroskuðum mönnum fjærst. En hitt, aðjátast lifi sinu sem hugsandi maður og leitandi, það er að bera lotningu fyrir þvi. Hugsandi maður hlýtur að bera sömu lotninguna fyrir lifi annarra, fyrir öllu lifi. í sinu eigin lifi sér hann annarra lif, ef hann er hrein- skilinn. Og þar sér hann það mið, sem hann getur stuðst við i breytni sinni: Að vernda líf, styrkja lif, styðja þroskahæft líf til að njóta sin sem best, — þetta er hið góða. Hið illa er að eyða lífi eða vinna þvi tjón, hamla þroska- hæfu lifi. Hér setur Schweitzer fram meg- inreglu siðfræði sinnar, regluna um gott og illt, sem er undirstaða allra siðfræðikerfa. Siðfræði hafði fram að þessu fengist nánast við manninn einan og afstöðu hans til annarra manna. En Schweitzer taldi það of takmarkað viðhorf. Allt lif að að vera manninum heil- agt, líf jurtar og dýrs alveg eins og manns. Öllu lifi á hann að hjálpa og allt á það að vekja ábyrgðartil- finningu hans. En hitt er þó einnig óumflýjan legt lögmál, að ein lífveran lifir á annarri. Hjá því verður ekki kom- ist. En i manninum einum er vit- und um lífsvilja annarra vera þannig, að hann getur fundið til með þeim. Því verður hann að takmarka eftir getu að tortima öðrum lifverum, gera þaðein- göngu til lifsnauðsynja og til að útrýma hættum. Hann á annars að auðsýna öllu kviku miskunn, forð- ast að valda þjáningu, reyna að hjálpa öllu, sem finnur til. Sú lífsafstaða, sem byggist á lotningu fyrir lifinú, hún hlýtur að vera jákvæð, Hún hlýtur að fagna öllum framförum og stuðla að þeim, en æðsta hugsjón hennar er, að maðurinn þroskist i góðleik. Schweitzer fannst hugsunarlaus og siðgæðislega veigalaus fram sækni einkenna siðari tima. Dýpri hugsun og heilshugar áhersla á framför góðleikans er hið eina, sem leitt getur mannkynið frá ómenningu til sannrar menningar. Og hann sagði: Fyrr eða síðar hlýtur hin sanna endurfæðing að verða á hugsun mannanna, sem færir heiminum friðinn. Lesandi minn. Þessar hugsanir hljóta að höfða til okkar beggja. Þær eru sjálfsagt ekki hafnar yfir gagnrýni, en kjarni þeirra er slík ur, að við hljótum að biðja Guð um styrk til að þoka framkvæmd þeirra áleiðis, svo í eigin Iffi sem annarra. Ef við gerum það f ein- lægni, þá Ifður þessi dagur ekki til einskis. ■W vy.» Ein glæsilegasta ísbúð landsins. Jafnan 21 bragðtegund. Úrvalið er hjá okkur. KjSrís 2I Til viðskiptavina Blikksmiðjunnar Grettis Vegna sumarleyfa verður lokað frá og með 19. júlí til 3. ágúst. Blikksmiðjan Grettir h.f. Ármúla 19.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.