Morgunblaðið - 11.07.1976, Síða 13

Morgunblaðið - 11.07.1976, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULI 1976 13 Lilja Stefánsdóttir og blómarósirnar I Laugardal „SPYRJUM EKKI AÐRA UM KAUP". í Glæsibæ hittum við tvær ungar stúlkur, Ásgerði Sverrisdóttur og Eddu Geirsdóttur. Ásgerður sagði að kvenmenn og karlmenn færu nokkuð í aðskilin störf en ef það væru sömu störfin væri sama kaup- ið Ásgerður sagðist ekki geta sagt um þetta, ,,við spyrjum ekki aðra hvað þeir eru með í kaup, en yfirleitt held ég að hér ríki jafnrétti í launa- málum." „MÓRALLINN BREYTZTÁ BÁÐA VEGU." Edda Svavarsdóttir vinnur í Búnaðarbankanum og hefur látið launamál töluvert til sín taka: „Launamisrétti var geysimikið og er til enn í dag, en þó er ástandið að batna. Það hefur ekki skeð á einu bretti að sé hugarfarsbreyting hjá fólki. Kvenfólk sem vinnur núna t.d. í bönkum hugsar meira um þetta sem framtíðarvinnu en ekki íhlaupa- vinnu og það hefur hjálpað því til að fá hærri laun Þangað til fyrir stuttu voru fáir kvenmenn sem sóttu um hærri stöðurnar, en nú eru konurnar farnar að sækja meira um þær og einnig eru það fleiri konur sem fá þær en áður " Edda gerði m.a. könnun á ýmsum báttum þessa máls árið 1970 og kom þá í Ijós að meðalstarfsaldur kvenna var hærri en karla og er það athyglisvert því oft hefur það verið notað sem rök gegn launabaráttu kvenna að þær væru svo stopull vinnukraftur. STAÐREYND AÐ Á ÍSLANDI RÍKIR LAUNAMISRÉTTI." Þetta sagði Lilja Sörladóttir, sem vinnur hjá gatnamálastjóra, en þó sagði hún að í stofnun eins og hún vinnur við sé meiripartur starfsfólks- ins verkfræðingar eða fólk menntað á annan hátt og sagði hún að það væri náttúrulega miklu sjaldgæfara að konur væru vel menntaðar og því væri oft erfitt að gera samanburð Hins vegar var hún sannfærð um að konum væri haldið niðri í launa- flokkum meira en ástæða væri til „KVENMENN ERU EKKI SÍÐRI VINNU- KRAFTUR.2 í Tryggingastofnun ríkisins hittum við hóp af ungum stúlkum Þær sögðu það ekkert vafamál að þær væru órétti beittar, og spurðum við þá hvort þær hugsuðu sér ekki að reyna að fá bót á sínum málum. „Það þýðir ekkert, maður yrði kominn á ellilífeyri áður en eitthvað fengist upp úr því." Þarna var líka staddur Friðrik Pét- ursson fulltrúi og taldi hann þetta alveg rétt sem stúlkurnar segðu. „Karlmenn sækja hreinlega ekki um þesi lægri launuðu störf, þeir láta ekki bjóða sér það og þeir fáu karlmenn, sem vinna hér, eru allir í efstu stöðunum." — Hvernig stendur á þessu, eru kvenmenn síðri vinnukraftur en karl- menn? „Nei síður en svo, en svona er þetta nú samt " NÚMER EITT — MEIRI MENNTUN FYRIR KONUR Vestur á Granda hittum við Stellu Stefánsdóttur, sem vinnur hjá B.Ú.R. „Eins og þið vitið, er kaup i fisk- vinnu með lægri launum, sem hægt er að hafa, en þó held ég að ekki sé misrétti í launum milli kynja í þess- ari atvinnugrein. Annars vita nátt- úrulega allir að konur eru víða illa settar í launamálum, en það sem ég held að þurfi fyrst og fremst að gerast til að ástandið batni, er að konur mennti sig betur. Það er að vísu erfiðara fyrir konur að mennta sig en karla, af ýmsum ástæðum, en þetta verður að ske " Stella hefur ekki látið sitja við orðin tóm, því sjálf stundar hún nám í öldungadeild menntaskólans í Hamrahlíð, auk þess að vinna allan daginn og oft um helgar líka „Þetta er náttúrulega hálfgerður þrældómur,” sagði Stella, „en ég hefi geysilega gaman af þessu og það hefur sýnt sig, að ef viljinn er með, þá er allt hægt." Frá vinstri: Friðrik Pétursson, Guðrun Bogadóttir, Magda- lena Björgvinsdóttir, Þórhalla Magnúsdóttir oHanna Svavarsdóttir. JGLYSCSGASIMINN ER: 22480 2Bor0w»I»Iafci& Sumarbústaður Til sölu er nýsmíðaður 50 fm sumarbústaður. (Einingahús). Sérlega vandaður nýkannaður af byggingafræðingi. Upplýsingar í sima 99- 5826. CASIO MEMORY-8S (h-si d Verð kr. 6.400 memory-8R (y-sid wr; ÉBI É3| Q * d q W c e ti 'AC ff§| Verð kr. 4.300 'tMlÆUWty® KJARAN C=aiM TRYGGVAGÖTU 8, REYKJAVÍK SflUI 24140 PÖSrKRCIFU A^6JASIN6_ FRÍMERKI í STAÐ FERÐAR í BÆINN LEVÍS GALLABUXUR SNIÐ 522 Vinsamlegast sendið mér Levi's gallabuxur í þeirri stærð sem merkt er við.— MITTIS- MÁL 25 26 . 27 28 29 30 31 32 33 34 36 Q Q CÖ LL LU QC 34 36 W NAFN: HEIMIL1SF: Levis 1 Levis laugavegi 89-37 hafnarstræti 17 10353 12861 13303

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.