Morgunblaðið - 11.07.1976, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.07.1976, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULÍ 1976 Jimmy Carter ■ 4 t degi, 14. júlí, er forsetaefnið verður kjörið og síðan vara- forsetaefnið daginn eftir og þann dag munu báðir flytja ræður, þar sem þeir taka formlega við útnefningu. Þar með lýkur forkosningarbar- áttunni og flokkurinn gengur sameinaður í aðalkosninga- baráttuna, að sigra andstæð- inginn. í grundvallaratriðum er stefnuskrá demókrata lýst sem hún boði ró, styrk, þolin- mæði og vilja til samvinnu um lausn mála milli hinna fjölþættu og ólíku hópa inn- an flokksins. Lagt er til að samþykkt verði lög, sem miði að því að minnka atvinnu- leysi í landinu niður í 3% innan 4 ára. Að skattakerfið verði endurskoðað frá grunni og komið i veg fyrir að ýmsir aðilar geti komið sér undan skattgreiðslum. Að þeim sem minna mega sín verði tryggð- ar lágmarkstekjur og gert verði nýtt almannatrygginga- kerfi, sem alríkisstjórnin fjár- magni að miklu leyti Á sviði utanrikismála er hvatt til samvinnu við Sovétríkin á sama tíma og Bandarikin haldi sterkum herafla. Að dregið verði úr framlögum til varnarmála um 5—7 millj- arða dollara á ári og að fallið verði frá aðstoð við einræðis- ríki Lýst er yfir stuðningi við ísrael, Japan og S-Kóreu og þvi að haldið verði áfram að vinna að bættum samskipt- um við Kína. Þá er þvi lýst yfir að hernaðaröryggi Evrópu sé grundvallarskilyrði i vörnum Bandarikjanna og NATO lífsnauðsynlegur hlekkur og að Bandaríkin eigi áfram að hafa bandarisk her- lið á vegum NATO í Evrópu til að tryggja nægilegan styrk til að koma i veg fyrir hugs- anlegar árásaraðgerðir. Þó er hvatt til nákvæmrar endur- skoðunar og endurskipulagn- ingar NATO og að hinir evrópsku bandamenn verði hvattir til að auka sína hlut- deild í bandalaginu. Allt útlit er því fyrir að þetta flokksþing demókrata verði hið friðsamlegasta um árabil og eining ríki um for- setaefnið, varaforsetaefnið, stefnuskrána og höfuðmark- miðið, að koma demókrata til valda í Hvíta húsinu næstu 4 ár Aðeins fbrmsatriði að útnef na Carter GERT er rá8 fyrir að um 20 þúsund manns muni sækja flokksþing bandaríska demókrataflokksins, sem hefst F Madison Square Guarden ráðstefnumiðstöð- inni á morgun, mánudag- inn 12. júlí. Af öllum þess- um fjölda er gert ráð fyrir að um helmingur, eð rúm- lega 10 þúsund manns verði starfsmenn fjölmiðla, en þessi fjöldi hefur allur fengið úthlutað blaða- mannaskírteinum. Hér er um að ræða fréttamenn, Ijósmyndara, kvikmynda- tökumenn og aðra tækni menn, en sjónvarpað verð- ur beint fá þinginu í öllum stærstu sjónvarpsstöðvum Bandaríkjanna, auk út- varpssendinga um allan heim. Um 5000 fulltrúar frá öll- um fylkjum Bandaríkjanna, Puerto Rico, Guam, Jóm- frúareyjum, Panamasvæðinu og víðar sitja þingið og ráða yfir alls 3008 atkvæðum. Sendinefndirnar eru misjafn- lega stórar, eftir fólksfjölda og fjölda skráðra demókrata í hverju fylki Stærstu sendi- nefndirnar eru frá New York og Kaliforníu, hin fyrrnefnda telur 400 fulltrúa og Kali- fornia 392 Þá sitja þingið einnig um 5000 fulltrúar án atkvæðisréttar þeirra á meðal helztu forystumenn demó- krata í öllum fylkjum landsins og leiðandí stjórnmálamenn flokksins, svo sem þing- menn, fylkisstjórar aðstoðar- fylkisstjórar o.s.frv Þetta er þriðja skiptið í sögu flokksins, að hann held- ur þing sitt i New York Síð- asta þingið var haldið 1 924 og tók 14 daga áður en full- trúar komu sér saman um forsetaefni sitt, sem var John W Davis, sem tapaði fyrir Calvin Coolidge þáverandi forseta Fyrsta þingið var haldið 1868, þegar Horatio Saymour varð fyrir valinu sem forsetaefni, en hann tap- aði fyrir Ulysses S. Grant Gert er ráð fyrir að miklu meiri eining ríki á þessu flokksþingi en var á þingun- um i Chicago 1968 og Miami Beach 1972, einkum vegna þess að flokkurinn er ekki lengur klofinn vegna Vietnamstríðsins og einnig að Jimmy Carter hefur á sl 6 mánuðum tryggt sér útnefn- íngu flokksins svo að það er aðeins formsatriði að hann verði samþykktur Þrátt fyrir tilraunir ýmissa til að stöðva hann var sigur hans aldrei i hættu þó svo að hann tapaði undir lokin nokkrum sinnum fyrir Morris Udall, Jerry Brown og Frank Church. Carter þarf 1 505 atkvæði til að hljóta útnefningu við fyrstu atkvæðagreiðslu og það mun hann fá nema ör- lögin grípí á einhvern stór- brotinn hátt fram í Eina mál- ið, sem leysa þarf á þinginu, er raunverulfega að velja varaforsetaefnið, en að því hefur Carter einbeitt sér und- anfarnar þrjár vikur og 3. júlí byrjaði hann viðræður við hugsanleg varaforsetaefni með því að eiga langan fund með Edmond Muskie. Val forsetaefnis og varafor- setaefnis er hins vegar að- eins hluti af starfi flokks- þingsins Auk þess samþykk- ir þingið stefnuskrá flokksins fyrir næstu 4 ár, sem birt er bandarísku þjóðinni sem ábending um hverju eiga megi von á næstu 4 ár, ef demókrati verður kjörinn for- seti Stefnuskrárnefnd flokksins hefur þegar sam- þykkt einróma uppkast að 20 þúsund orða skjali, sem lagt verður fyrir þingheim og er ekki gert ráð fyrir neinum verulegum breytingum á því, því að það túlkar i megin- dráttum stefnu og markmið Jimmy Carters. Auk þess er í yfirlýsingunni farið mjög bil beggja og engar róttækar breytingar boðaðar. Mið- punktur þingsins er á þriðja Unnið að undirbúningi í Madison Square Garden í New York. Flokksþing demókrata hefst á morgun í New York

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.