Morgunblaðið - 11.07.1976, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.07.1976, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1976 Minningarsýning Kópavogskirkju). stundum fremur óskað sér annars hlutskiptis, viljað vinna líkt og hugurinn bauð, frjáls án svipu lífsframfæris og af áhyggjum fyr- ir morgundegi. Barböru fór það aðdáanlega vel úr hendi að gera list sína að lifs- viðurværi, — hún var það einlæg að eðlisfari, list hennar svo nær- færin og mettuð lífrænum kennd- um og ástúð að hún gat aldrei orðið óheil né lítilsgild, — jafnan spruttu fram góðar myndir henn- ar og margar ágætar þótt skylt sé að játa að listakonunni voru mis- lagðar hendur og að í því efni mætti finna lægðir. En mörgu má horfa framhjá þegar um slikar stærðir er að ræða sem Barböru Árnason, og hollt er að minnast Sýningargestur og skermur. Altaristafla (eign ^-Pennateikning. að meginkostir listar Barböru Árnason iágu í hinu smágerva og einfalda. Þeéar þetta tvennt teng- ist ris líst hennar hæst. Það lá jafnan mjög vel við Barböru að vinna á „dekoratívum", skreyti- kenndum grunni þar sem smá gert mynstur í ótal tilbrigðum fléttast um alla myndheildina og prýðir hana frekar en raskar. Þetta kemur fyrst fram í tréstungumyndum hennar og þró- ast svo í ýmsum tilbrigðum í gegn- um listferil hennar allan. At- hyglisverðustu mannamyndir hennar á sýningunni eru einmitt unnar á þennan hátt og á ég hér við myndir svo sem af Rannveigu Tómasdóttur og Valgerði Þorsteinsdóttur Briem, og manni verður á að óska að listakonan hefði einbeitt sér meir á þessu sviði. En slík myndgerð er tíma- frek, útheimtir mikla vinnu og alúð, — þessar myndir eru líka gerðaf á kreppuárunum svo- nefndu og þá voru frjálslegri vinnubrögð vafalítið vænlegri í gerð mannamynda en að jafnmik- ið væri borið í hverja einstaka. En þess má geta, að andlitsmynda- gerð, og þá einkum af börnum, mun öðru frekar hafa fleytt þeim merku hjónum yfir þau erfiðu ár. Barbara Árnason var fjölhæf listakona og það reyndi mikið á þá hæfileika lengstan hluta lífsferils hennar, —óefað hefur hún þó á Mynd af Valgerði Þorsteinsdóttur Briem. og kemur þessi stórmerki þáttur listar Barböru ekki nægilega sterkt fram að minu áliti. í þess- ari tækni notaði listakonan sér- stakan japanskan pappír, er nefn- ist hríspappír, sem er hvorki slétt- ur né hvítur og hin grófkennda áferð hans verður hluti af mynd- inni. Hér kemur fram hin ríka efniskennd sem voru bestu eðlis- kostir listakonunnar, hvað sem hönd hennar snerti, og hér fær hinn tæri einfaldleiki að njóta sín til fulls. Sumar af þessum mynd- um eru hreinar perlur og mér er næst að halda, að sýningin rísi einna hæst í þeim bestu þeirra. Listakonan kom fyrst fram með slíkar myndir árið 1971 eða fjór- um árum áður en hún lézt, og jók hún tæknina með hverju ári þannig að bestu myndirnar virð- ist hún gera siðasta æviár sitt. því að þær eru áritaðar árið 1975. Á þeim sama tíma finnur hún þörf fyrir nýjar forsendur við gerð myndklæða og hafnar þá hinum ferhyrnda og reglubundna mynd- grunni og staðsetur jafnvel ýmsa aðskotahluti líkt og bein inn í myndheildirnar. Hún var að visu löngu áður byrjuð á ójafnhliða veggteppum en róttækni hennar náði lengst síðustu æviárin, og það er freistandi að ætla, að hér hefði hún átt nýja landvinninga fyrir stafni. Hin teiknandi hönd listakon- unnar væri hér tilefni sérstaks Blýantsriss. Undanfarið og fram til 20. júlí stendur yfir að Kjarvalsstöðum yfirlitssýning á verkum Barböru Árnason, er lést á sl. ári er hún stóð mitt i nýsköpun þeirra þátta listar sinnar er sneri að grafík- og vefjarlist. Við örlögin fær enginn ráðið hverju sem fer, og í þessu tilviki er sem þessi listakona hafi verið numin brott í miðju verki, —nýsköpun er kom mörgum á óvart, en staðfesti að hún var enn í fremstu röð og góður landnemi i ríki listar sinnar. Svo sem kunnugt er var Barbara Árnason ensk að upp- runa, fædd Moray Williams, og að hún kynntist hér í stuttri sumar- heimsókn listamanninum Magnúsi Á. Arnasyni og þar með voru örlög hennar ráðin jafn- framt því að íslandi bættist efni- legur liðsmaður á sviði myndlist- ar, auk þess að hér fór örvandi og aðlaðandi persónuleiki. I nær fjörtíu ár lifði hún hér og starfaði, sýndi atorku við hvert verk er hún tók sér fyrir hendur, bjó manni sínum og syni þeirra fagurt og menningarlegt heimili, ferðaðist um landið. og þekkti það vafalítið flestum íslendingum bet- ur, jafnframt því aö liún íerðaðist víða um heiminn og voru þau hjónin með víðförlustu listamönn- um íslenzkum er yfir lauk. Það er einangruðu eylandi mik- ill ávinningur er slíkir heimsborg- arar ílendast þar og auðga menn- ingarlegan vettvang þess heil- brigðum straumum víðsýnna við- horfa og vísa til vegar. —Þrátt fyrir að Barbara Árnason ferðaðist víða í leit að myndefni, og eldsneyti til endur- nýaðra átaka, þá leitaðist hún ekki við að höndla það sem sjá má í hillingum og bláma fjarskans, — híð stórbrotna eða hrikalega höfð- aði ekki endilega til hennar, hvorki úti í náttúrunni né á nær- lægara sviði. Frekar var sem hún vildi gera hið smáa stærra I snið- um, og hún komst i sinn ham sem listakona er hún leitaði myndefn- ís i næsta nágrenni sínu eða næsta sjónmáli hverju sinni, mál- aði gróður jarðar frekar en fjall- ið, —börn að leik frekar en gust- mikla fornkappa. Þannig fann hún innri kenndum eðlilega útrás og komst í einlægt samfélag við náttúruná og umhverfið, — hinn íifandi jarðarblóma. Hér minnist ég orða Rilke’s: „Híð smáa er jafnlítið smátt og hið stóra er stórt. Það gengur mikil og eilíf fegurð gegnum veröld alla og henni er réttlátlega dfeift yfir stóra og smáa hluti.” Sýningin að Kjarvalsstöðum vottar svo ekki verður um villgt. þess, að margt okkar bestu krafta á sviði myndlistar hafa orðið að sæta því hlutskipti að kveðja heimaland sitt til að finna list sinni hljómgrunn, og að aðrir biðu þess aldrei bætur að þeir fluttust heim i miðri rífandi fram- þróun listar þeirra. Þannig var, og er jafnvel enn I dag, aðstaða á þessu sviði og skal þó engum þeim vorkennt að vera þar innan- garðs sem þar á heima, svo sem þeim er hér á í hlut.— Barbara Árnason fékkst við grafík, bókaskreytingar, vatnsliti, gouache, myndklæði og skerma, auk þess sem hún teiknaði mikið, en við olíuliti átti hún litið nema þá á sérstakan hátt á tré. Allt þetta kemur vel fram á sýning- unni og hefur þætti sýningar- innar í gerð veggteppa og skerma verið afmarkaður sérstakur bás, en að öðru leyti virðist sýningin ekki lúta ströngu skipulagi. Vatnslitaþrykk eru t.d. of dreifð, Barbara Arnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.