Morgunblaðið - 11.07.1976, Page 20

Morgunblaðið - 11.07.1976, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULI 1976 CS r> VEROLD ^______________ BRRRRRRRRRRR!!!! Halló, halló! kÆFr einhver ^ TÚNISl Þar sem óréttur heitir ,söguleg nauðsyn” línunni ? SÍMAKERFIÐ í Bangkok. höfuðborg Thailands, hef- ur aldrei þótt til fyrir- myndar Segir sagan, að allflestir vegfarendur i borginni séu á leiðmni með skilaboð hver til ann- ars. búnir að gefa upp alla von um að ná símasam bandi Nýlega versnaði þó enn i simamálinu Númerum allra borgarsima var nefnilega breytt Langt er liðið frá því að simamenn í Thailandi gáfust upp á því að gera við ónýta síma Það var vonlaust verk Ástand símkerfisins gerði mönnum svo þungt í sinni. að þeir fóru að brjóta sima í bræði sinni og varð þetta brátt alsiða Var Póstur og sími nær orðinn gjaldþrota af viðgerðarkostnaðmum og kom þar, að mönnum var gert að greiða sjálfir kostnaðmn af hugarvili sínu og kaupa nýja sima í stað hinna, sem þeir brutu En ekki var það ráð emhlitt til lausrtar símavandanum Hér vantaði þjóðráð Og símamönnum kom það loks í hug — þeir breyttu öllum númerunum Áður voru fimm og sex stafa síma- númer í Bangkok Nú eru þau sjö stafa Þessi breyting kom til framkvæmda 25 apríl siðastliðinn Ég hafði upp á einum ánægðum ..símnotanda" og fékk hann til að segja fáein orð um nýskipan símamálanna „Menn froðu- fella, reyta hár sitt og ausa simastúlkur fúkyrðum Þær fynr sitt leyti eru orðnar svo þunglyndar, að þeim liggur við sjálfsmorði En mér er þessi æsingur óskiljanlegur Hér hefur ekki rikt önnur eins kyrrð og ró um mína daga Ég er orðin snöggtum heilsubetri en áður, bæði til sálar og likama Ég reyki nú miklu minna en áður, vegna þess. að ég þarf ekki lengur að sitja daglangt við simann og reyna að hringja, það er sem sé tilgangslaust Og enginn getur náð tali af mér Ég vona bara, að þetta haldist ” Sú var ætlunin með númerabreyt- ingunni, að hægt yrði að fjölga sima- linum Þær voru ein 200 þúsund, en áttu að geta orðið átta milljónir Slik línuflækja dygði öllum New Yorkbúum og rúmlega það Bankokbúar hafa hins vegar ekkert með þetta að gera Þeir eru ekki nema fjórar milljónir. Þetta var sem sé fullmikil framsýni Ekki tók hún þó til allra þátta simkerf- isms Það gleymdist nefmlega að leggja nýjar símalinur og reisa mið- stöðvar Símnotendur fengu aðeins ný númer. kerfið er óbreytt Og það er orðið fullra 20 ára gamalt Línurnar hafa orðið hart úti í stórkostlegum rigningum og flóðum, sem þarna verða og eru þær orðnar snjáðar og lasnar á köflum Er svo komið, að ýmislegt fleira berst um þær, en ætlað var í upphafi Meðal annars mun algengt. að menn verði að hlýða kinverskum óperusöng. er þeir taka upp simann Á fjöldi manna í Bankok við þennan óperuvanda að striða Hafa margir snú- ið sér til Pósts og síma og farið ófögr- um orðum bæði um síma- og tónlistar hlið málsms En þeir hjá Pósti og sima í Bangkok eru æðrulausir menn ..Kin- versku óperurnar heyrast ekki í svo mörgum simum", sagði einn yfirmaður símans ..Þeir eru tæplega milljón Verr'a gaeti það verið " — DAVID A. ANDELMAN AMNESTY International heldur því fram í nýútkominni skýrslu, að 120 manns i Túnis sé haldið föngnum af stjórnmálaástæðum og sæti margir þeirra grimmilegum pyntingum. Hefur Martin Ennals, aðal- ritari Amnesty, þegar skrifað Habib Bourgiba, forseta Túnis, og beðið hann þess lengstra orða að sleppa föngunum. í Túnis er aðeins einn stjórn- mélaflokkur leyfilegur að lögum og það er flokkur forsetans. Þeim, sem eru andvígir honum, er því óhægt að beita sér opinberlega. En margir eru óánægðir í land- inu, og verður ríkisstjórnin að sæta æ meiri gagnrýni er tímar liða. Það likar ekki Bourgiba for- seta. Hann var kjörinn til lífstíðar á sínum tíma, og ver hann allar gerðir sínar með því, að þær séu „söguleg nauðsyn“. Er fljótséð, að erfitt muni að risa gegn slikum stjórnanda. Margir hafa þó orðið til þess upp á síðkastið. Stúdentar ganga manna harðast fram í mótmælun- um og er það skiljanlegt, því að helmingur Túnisbúa er 20 ára eða yngri en atvinnuleysi landlægt og bíður blökk framtíð margra ung- menna. Stúdentar hafa haft i frammi opinber mótmæli frá því 1965. Ríkisstjórnin snerist fljót- lega við þeim vanda. Beitir hún þeim ráðum, sem hafa reynzt henni bezt. Árið 1968 voru 134 menn handteknir af þvi að þeir andmæltu 20 ára fangelsisdómi yfir guðfræðinema nokkrum. Flestir þessara manna voru stúdentar. Þeir voru leiddir fyrir rétt (það þætti nú gott sums staðar) og dæmdir. Sumir voru svo náðaðir árið 1970, en forystu- mennirnir, sem taldir voru, gengu ekki lengi lausir; þeir voru hand- teknir aftur og sitja enn í fangelsi. Það er mál allra starfs- manna alþjóðlegra stofnana, sem voru við réttarhöldin, að þau væru háð af stjórnmálaástæðum einvörðungu. Og það er ekki ætlun stjórn- valda, að menn lifi hægu lífi í fangelsunum. Margir eru pyntað- ir og hafa sumir lýst þrengingum sínum. Einn fangi var svo illa leikinn, að hann gat ekki komið fyrir rétt. þegar átti að dæma hann. Það var í júní í fyrra. í URANIUMI ÚRANÍUM er afar verðmætt efni og notað í kjarnorkueldsneyti. í nýju Mexikó i Bandaríkjunum eru miklar úraniumnámur og í grennd við bæ- inn Grants. þar sem ég bar niður eru einar 20 námur og þrjár vinnslustóð- var. Úraníum hækkar sifellt i verði. Nú vinna 3000 manns hér i Grant að úraníumnámi en liklega verða þeir orðnir tvofalt fleiri innan svo sem fjógurra ára. Er áreiðanlegt, að efna- hagur manna i Nýju Mexikó hefur batnað mjög af úraniumvinnslunni. En þessu skammrifi fylgir böggull, sem ýmsir hafa þungar áhyggjur af. Mikill úrgangur verður af úranium- náminu og vinnslunni, eins og af námagreftri yfirleitt. Og úranium er efni hættulegt mönnum. Miklir úr- gangshaugar hafa risið í kringum námurnar og verksmiðjurnar. Og það kemur ekki svo gola, að hún hrífi ekki upp vænan skammt af örsmáu, geilsuvirku ryki. Getur vindurinn borið rykið langar leiðir. Hefur um- ATÓMSTÖÐ — Þessi er i Hanford, Wahington, og vegna geislunar- hættu er vélunum öllum fjarstýrt. hverfisverndarráð i Bandaríkjunum lýst þvi yfir, að svona ryk búi þeim stórhættu á lungnakrabba, sem anda því að sér. Voru taldir 23 úrgangs- haugar eftir úraniuvinnslu i átta vesturrikjanna og sagt. að vindar bæru frá þeim óhóflega mikiðgeilsa- virkt ryk yfir landið. Gæti það valdið mönnum lungnakrabba, sem færi lágt um 10—15 ára skeið, en kæmi þá i Ijós. i fyrra var gerð athugun á geisla- virkni hér umhverfis Grants. Niður- staðan varð sú, að geislavirkni frá námum og vinnslustóðvum i jörð niður væri svo mikil að færi i bága við landslóg. Einkum væri hætta á þvi, að vatn mengaðist. Þessar upplýsingar hafa fengið mörgum nokkurs ótta, og vilja þeir náttúrlega. að eitthvað verði við gert. Ekki munu þeir þó vongóðir um það. Nýja Mexikó er ekki auðugt riki. En Ijóst er, að stórkostleg hags- bót verður að úraníuminu. Þess vegna er hætt við þvi, að ekki verði hugsað um heilsufar manna i bráð, heldur grafið sem óðast. Ég varð líka var þeirrar skoðunar hér i Grants. að „erfitt væri að hafa uppi andmæli gegn úraníumvinnslu, þegar fjöldi manna væri atvinnulaus". Og það er mergurinn þessa máls. Vonandi reynist atvinnan við úraníumnámið ekki hafa verið of dýru verði keypt. þegar upp verður staðið. — GRACE LICHTENSTEIN Dauðaduftið frá Nýju Mexíkó BOURGIBA — Stúdentarnir eru óþægastir september fréttist aftur af hon- um; var hann þá enn i sjúkrahúsi. Hann komst svo á fætur í endaðan september og var leiddur fyrir rétt. En það varð honum til litils framdráttar. Dómforsetinn lagði nefnilega blátt bann við því, að ásakanir um pyntingar yrði rædd- ar í réttinum. Það er ekki furða, þótt ein- hverjir fangar verði of seinir i réttarsalinn af heilsufarssökum. Algengasta pyntingaraðferðin í fangelsum í Túnis mun vera svo- felld: Úlnliðir fanga eru reyrðir við ökkla hans. Svo er járnstöng stungið milli handleggja og fót- leggja og fanginn hengdur upp. Brjóstið gengur þá saman en höf- uðið reigist aftur á bak og blóð- rásin teppist. Stundum er talin þörf að hnykkja á og fangar brenndir með sígarettuglóð eða þeir barðir með gúmkylfum. Það hittist nú svo á, að pyntingar eru greinilega bannaðar í stjórnar- skrá Túnis. En það er náttúrulega ekki alltaf hægt að fara eftir bók- stafnum.. . Og ekki er vitað til þess, að stjórnin hafi látið rann- saka þessi pyntingarmál, eða bannað pyntingar. Því miður er varla við þvi að búast, að hún segi sjálfri sér fyrir verkum... —OTTO WILLIAMS Dan Shomron — Maður- inn bak við björgunina LEIFTURÁRÁS ísraelsmanna á Entebbe flugvöll í Uganda var skipulögð af Dan Shom- ron. Dan Shomron er 39 ára gamall, fæddur og uppalinn á Ashdot Ya'akov kíbbútsnum Hann er fámáll, rólegur og dugandi maður 18 ára gam- a11 gekk hann, að eigin ósk í fallhlífahersveit hersins til að sinna herskyldunni. Ég þekki hann ekki persónulega Ég þekki aðeins rödd hans. Ég man eftir henni frá fyrstu dögum Jom Kippur stríðsins í október 1973. Árás Egypta hafði komið ísraelsmönnum í opna skjöldu við Suez- skurðmn. Hersveitir Israels manna með fram skurðinum höfðu verið illa leiknar á þremur fyrstu dögum stríðs- ins. Vegna nýafstaðinnar helgihátiðar Gyðjnga voru margir hermenn i frii. Fá- menn og illa vopnuð her- sveitin reyndi af vanmætti að halda árás Egypta í skefjum þangað til aðstoð bærist. Yf irmaður annarrar hersveitar innar var Dan Shomron. Á þriðja degi bardagans var að- eins fjórðungur skriðdrek anna og þriðjungur liðsins enn uppistandandi. Jerúsal- emborg var skelfingu lostin. Ísraelsstjórn óttaðist, að land og þjóð, yrði fótum troðið af hersveitum Araba. Egyptar voru á leiðinni yfir Suez- skurð. Uppi á Gólanhæðum geystust brynvarðir herir Sýr- lands áfram. Þeir voru dauða- dæmdir, en á fyrstu dögum stríðsins gat genginn séð fyr- ir örlög þeirra. Varalið ísra- elsmanna hraðaði för sinni til framlínunnar. Stjórnin féllst á að biðja Bandaríkin að semja um vopnahlé við Egyptaland og Sovétrfkin. Varnamálaráðherrann Moshe Dayan, stakk upp á undan- haldi að varnariínan yrði færð vestar Golda Meir forsætis- ráðherra neitaði og krafðist þess f staðinn, að barizt yrði áfram til að halda Ifnunni, þar sem hún var. Ekkert varð úr vopnahléi. Sovétrfkin og Egyptaland höfðu engan hug á slíku, nú þegar þeim gekk svona vel. Nokkrum dögum seinna sneri lánið við þeim bakinu, ísraelsmenn sneru vörn f sókn og héldu innreið sfna f sjálft Egyptaland. En það er önnur saga Sagnfræð- ur yfir Suez-skurðinn ingar segja þá sögu á greinar- góðan og kaldlyndan hátt. Ég kynntist henni f bækistöðv- um liðsforingjanna, þar sem ringulreiðin ræður ríkjum. Þar er stríðið f röddum manna, skothljóðum, óskilj- anlegum tilfærslum hersveit anna, fyrirskipunum og skýrslugerðum. Einkum þó f röddum manna. Eg heyrði f rakara frá Jerúsalem hrópa á hjálp. Hann var sáeinieftirf loftvarnarbyrgi við Suez- skurðinn, umltringdur Egypt- um og hann var enn að kasta f þá handsprengjum. Við viss- um allir, að hjálpin myndi ekki berast í tæka tíð, á und- anhaldinu var ekki hægt að leggja mikið f sölurnar til að bjarga einu mannslffi á bak við vfglfnu Egypta. Ég heyrði samtal milli ungs liðsforingja og foringjatjaldsins. Liðsfor- inginn og menn hans voru innan viðfimm km frá okkur. En skriðdrekarnir voru ben- sínlausir og skotfærin bú- in. „Get ég nokkuð gert fyrir ykkur?" var spurt í talstöð- ina. „Já," svaraði liðsforing- inn og það var glettni f rödd- inni, „Okkur langar heim." Sfðan sagði hann „sof". Það þýðir „skilaboð enda" á her- mannamáli, en á herbresku þýðir það aðeins „endir". Ein raddanna, sem ég heyrði f talstöðinni, var Shamrons. Hann var að gefa undirmönn- um sínum fyrirskipanir og yf- irmönnunum skýrslur. Hvort tveggja var yfirvegað, stutt og greinargott og skar sig eins og hnífsegg gegnum öll áköllin um hjálp. Brynsveit Shamrons fékk aðstoðarsveit og hélt áfram baráttunni. Henni tókst að stöðva fram- sókn Egypta meðfram Suez- flóanum til hafnarbæjanna Sharm-el-Sheik. Sveit hans varð önnur af hersveitunum sem brauzt gegnum vfglfnu Egypta 15. október. Hann lokaði hringnum um þriðju hersveit Egypta, þann hluta, sem Bandarfkin og Sovétrfk- in forðuðu undan útrýmingu með samningum. Stjórnin f Moskvu gekk svo langt að hóta Bandarfkjunum með beinni þátttöku sinni f stríð- inu til þessaðfá ísraelsmenn til að hætta bardögum. Eftir strfðið var Shamron gerður að yfirhershöfðingja og yfir- manni falíhlffa- og fótgöngu- liðs ísraelshers. Hann er eini núverandi hershöf ðinginn sem er of ungur til að hafa getað tekið þátt í fyrsta strfð- inu milli Gyðinga og Araba 1948—49. Hann hefur tekið þátt í ollum öðrum styrjöld unum sem fallhlífahermaður. Hann stjórnaði liðinu, sem fyrst komst að Suez skurðinum eftir bardagana árið 1967. Hann er fulltrúi nýrrar kynslóðar í vörnum Israels. Fáir þekkja nafn hans, sem er annað en sagt verður um eldri kollega hans. Slfkur frami er honum ekki eftirsóknarverður og eftir at- burðina á Entebbe flugvellin- um hvarf hann úr sviðsljósinu jafnskyndilega og hann birt- ist. Margir álíta, að hann verði orðinn yfirmaður alls hersins árið 1981. — HERBERT PUNDIK VANGASVIPUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.