Morgunblaðið - 14.07.1976, Side 7

Morgunblaðið - 14.07.1976, Side 7
-------------------*---------------- MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. JULI 1976 7 Stjórnmála- legur trúnaður Ileldur hljótt hefur verið um fyrirbrigðið „Samtök frjálslyndra og vinstri manna“ um nokkurt skeið. Liggur við, að I hugann komi að þessi flokkur hafi van- rækt tilkvnningar- skyldu, svo vitað verði, hvar hann er að velkj- ast á veraldarsjánum. Hann var á sinni tfð stofnaður til sameining- ar allra vinstri afla I landinu, að því er sagt var. Ekki tókst þó betur til við að „sameina" þá, er að flokksstofnuninni stóðu, að þeir tóku brátt að tfnast hvur f sfna átt- ina: Bjarni Guðnason, Björn Jónsson. Hanni- bal Valdimarsson og fleiri forsprakkar á þeirri skútunni. Á sl. þingi bar það stöku sinnum við að þingmenn flokksins. tveir að tölu, voru ekki málefnalega samhentir eða f einingu andans, þó að vel væri með farið. Og þá mátti sjá bolla- leggingar í blöðum um væntanlegt framboð þeirra, einkum Karvels Pálmasonar, á vegum annarra flokka, og voru báðir tilnefndir, Al- þýðuflokkurinn og Al- þýðubandalagið. Engin staðfesting fékkst á þeim fréttaflutningi. Hitt var látið sp.vrjast að Samtökin myndu þinga um mál sfn með haustnóttum og þá taka afstöðu til framtfðar sinnar. Saga samtak- anna er þó þegar orðin ein dæmisagan enn um það, hvurn veg til tekst fvrir þeim sem hyggjast sameina sundrungina. Sumardeyfð Fréttaleysið af Sam- tökunum flokkast e.t.v undir þá sumardeyfð, sem jafnan einkennir islenzkt stjórnmálalíf. í þann tfma flykkjast þingmenn að vísu um landið með fundarhöld og leiðarþing, þar sem þeir gera umbjóðend- um sfnum grein fvrir þingstörfum á persónu- legri hátt en hægt er gegnum fjölmiðla svo- nefnda. Þessir fundir eru misjafnlega sóttir í heyönnum og sólbaðs- tíð. en bera þó greini- legan vott viðleitninnar og viljans til að viðhalda persónulegum tengslum milli þing- manna og kjósenda. Og eitt er vfst, að strjálbýl- isfólk vildi alls ekki vera án þessarar við- leitni og þeirra mögu- leika til persónulegra kvnna og til að bera fram spurningar um einstaka þætti þjóð- mála, sem hún býður upp á. Kjósendur f Revkja- vfk og raunar fleiri þéttbýlisstöðum í ná- grenni hennar fara f stórum dráttum á mis við kosti umræddra leiðarþinga kjörinna þingmanna sinna. Er það mjög miður. Spurn- ing er hvort svokölluð hverfafélög stjórnmála- flokka í höfuðborginni ættu ekki að taka þau upp á ný, a.m.k. sem tilraun, og freista þess að koma á persónuleg- um og málefnalegum kynnum milli kjósenda og þingmanna. Það er æsilegur hlekkur lýð- ræðis að þingmenn hafi slíkt samband við um- bjóðendur sfna og hlusti á raddir þeirra, jafnvel þótt afstaða þeirra til málefna eigi að vera bundin sam- vizku þeirra einna. Samtök frjálslyndra og vinstri manna Skoðanaskipti þing- manna og almennings í því formi, sem leiðar- þing bjóða upp á, hafa tvíþættan tilgang. t fyrsta lagi er það þing- mönnum afar mikils virði að hlusta á raddir hins þögla meirihluta, sem svo er nefndur. I öðru lagi hafa slík per- sónuleg skoðanaskipti og skýringar á málefn- um líðandi stundar þann tilgang, að fvrir- bvggja misskilning, sem ella kynni að óþörfu að skjóta upp kolli. Hér er og um kjörið tækifæri að ræða til að efla áhuga al- mennings á stjórnmál- um, sem f raun eru þau mál ein, og mál öll, sem varða hag og heill hverrar fjölskvldu í landinu, samtíð hennar og framtfð. Slfkur al- mennur áhugi og þátt- taka þorra manna í mál- efnum samtímans er og bezta og öruggasta vörn- in gegn öfgaöflum og öfgasjónarmiðum sem bezt þrffast f þekkingar- leysi og afskiptaleysi al- mennings á þjóðmálum. Almenningur hefur aldrei brugðist stjórn- málalegum trúnaði. Hins vegar getur brugð- ið til beggja vona um afstöðu hans, ef áslfkan stjórnmálalegan trúnað skortir. Sr. Bernharður Guðmundsson skrffar frá Addis Abeba Víkingur Við stöndum fyrir utan hótel eitt í Nairobi, fransmaður nokkur og ég. Skyndilega segir sá franski: Svona hef ég alltaf ímyndað mér að þessir nor- rænu víkingar hafi litið út. Ég leit þangað sem hann benti. Það fór ekkert á milli mála. Það var íslenzkur víkingur, sem þarna kom skálmandi, mikill vexti, Ijós yfirlitum. Hann þrýsti hönd mína kröftuglega og hló svo hjartanlega, að vandamálið sem við Marc höfð- um verið að ræða, gufaði upp í huga mér. Þarna var kominn ísleifur Jónsson verkfræðingur frá Orkustofnun. Hann st jórnar nú umfangsmikilli jarðhitaleit og borunum hér í Kenya. Hverahiti í hitabelti Kenya verður að flytja inn meginhluta þeirrar raforku sem hún notar. Nágrannalandið Uganda er rikt af fossum og fljótum sem hafa verið vitkjuð, og þannig hefur Amin forseti tangarhald á Kenyamönnum. — Ef þið farið ekki að vilja okkar skrúfum við fyrir raf- magnið. — Þess vegna gæti virkjun gufu til rafframleiðslu orðið Kenyamönnum til mikilla hagsbóta. Það er vitað að jarð- hiti finnst þar i jörðu, og Sam- einuðu þjóðirnar hafa um nokkurra ára skeið stutt við rannsóknir í þá átt. Svo var komið aö þvi að hef ja borun óg þá var ísleifur fengjnn að láni frá Orkustofnun til að stjórna þeim framkvæmdum. Bormenn Það er enginn öfundsverður af slíku starfi sem erlendur sér fræðingur í þróunarríki. Flestir Afrikumenn eiga erfitt með að hugsa i framtið, þeir lifa fyrst og f'remst í augnablikinu og njóta þess til fullnustu. og gæt- um við Vesturlandamenn lært þar af þeini. Hinsvegar reynist þeim erfitt að gera áætlanir fram i timann eða vera viðhú- inn því sem kann að gerast. Bormennirnir hans ísleifs eiga t.d. erfitt með að sjá fyrir hvaða varahluti þurfti að eiga á lager. Þegar eitthvað bilar, er fvrst farið að réyna að útvega vara- hlutinn, og slikt getur tekið all- langan tima í Afríku. Eins eiga menn ekki auðvelt með að sjá gagnið af þessum borunum. Hvernig getur gufa, sem bara hverfur út í loftið, orðið nytsöm. Ef það væri nú vatn, horfði málið öðruvisi við. Borsvæðið er einmitt í þurru gróðurlitlu héraði. Þegar vatn- ið kemur, er það brennandi heitt, og menn eru hræddir við slíkt óeðli í vatni. Vatn er nefnilega kalt, nema það sé hit- að upp. Nýr skilningur Langar stundir hefur ísleifur setið við og útskýrt fyrir satn- starfsmönnum sinum. hvernig má nota gufuorkuna og heita vatnið. Hann hefur dregið upp mynd til að sýna fram á hvernig megi bre.vta umhverfinu í frjósamt land með vatnsmiðlun knúinni með gufuorku. Menn hafa líka séð, hvernig grænar eyjar hafa myndast í eyðimörk- inni, þar sem gufuna hefur lagt yfir. Nú ríkir mikill áhugi meðal bormanna. Allmargár holúr hafa verið boraðar, sumar hafa lognast út af aftur, aðrar eru í fullum gangi. Nú voru komið skilaboð til ísleifs að nýjasta holan væri komin i þá dýpt sem hann hafði lagt fyrir. Við fáum að fljóta með þegar hann þeysist út að borstaðnum. Vegurinn er þurr og harður þessa 100 km. sem við ókum frá Nairobi. Oft ekur ísleifur þessa leið tvisvar á dag. Vandamál eru sifellt að koma upp við svo margslungið starf sem boranir, og þá I$unna menn það ráð eitt að kallír á Isleif. Nú keyrir ísleifur greitt. það er hugur í honum. Frammá- menn hafa viljað að haút yrði við að bora þessa holu, en hann var sannfærður um að ef borað yrði á ákveðið dýpi, fvndist nægilegt magn og þrýstingur heita vatnsins. Hann hefur fengið því ráðið. Frammistaða þessarar holu kann því að hafa mikil áhrif á áframhaldandi starf þarna. Við ókum inn á borsvæðið. Borinn er mikið ferlíki, um- kringdur allskvns vinnuvélum. Starfsmenn safnast að er Isleif- ur kemur og það er farið að skrúfa frá holunni. Þytur heyr- ist fyrst, siðan dunur miklar og gufustrókar fara að skjótast út um frárennslisrofið. Gufu- rennslið verður siðan jafnara og ekki heyrist mannsins mál. Starfsmennirnir setja á sig eyrnahlífar og horfa hugfangn- ir á jötunkraftinn sem þeysist úr jörðu í formi gufu. Isleifur fylgist með þrýsti- mælinum, sem stígur og stigur jafnframt þvi sem léttir yfir Isleifi. Starfsmennirnir eru léttstigir og hýrir á svip, re.vna að kallast á en tekst ekki, hlæja hinsvegar mikið. Dunurnar eru a>randí. Isleifur kemur inn i bilinn. það er auðséð að tilraun- in hefur heppnast. Þá má ekki milli sjá hvort er ántegðara hann eða Birna kona hans sem tekir lifandi þátt i starfi manns síns. Við ókum frá til þess að geta talað saman. Það er á svona stundum, sem m.aður gleymír öllu baslinu og vonbrigðunum — segir Isleif- ur. Við ókum yfir e.vðimörkinai sem gæti broytzt i gósenland ef orka væri fyrir hendi. Manni finnst jafnvel að nú vanti að- eins herzlumuninn. Það er sungið við raust i bilnum — islenzk a'ttjarðarlög. Nú hef ég hins vegar frétt að líklega verði áframhaldandi boranir lagðar niður vegna fját’- skorts. Hið ntikla starf og kostn- aður verður að engum notum. enn sem komið er. Það er dýrt að vera fátækur. Hat 127árg. 1974 Til sölu. Bifreiðin er hvít að lit. Ekin 1 5000 km. Vel með farinn bíll. Til sýnis í dag að Móaflöt 43 Garðabæ, sími 40273. BÆNDUR Sláttuþyrlur teg. Mentor Hollenzkar breidd 135á 240.000 breidd 165á 270 000 Dráttarvélar Ursus Pólskar 40 og 60 hö. Hvorutveggja til afgreiðslu strax. VÉLABORG, Klettagörðum 1. Símar 86655 og 86680. Fljúgið með VÆNGJUM FLUGAÆTLUN 15. junf - 15. okt. 1976 Frá Reykjavfk Tfðni Brottför/ komutimi Viðkomustaði r Til Bfldudals þri, fím, lau 0930/1020 Til Blönduóss þri, fim, lau sun 0900/0950 2030/2120 Ti 1 Flateyrar ( Holts ) man mi ð, föst sun 1100/1205 0930/1035 1700/1805 Til Gjögurs món, fim 1200/1340 Ti 1 Hólmavfkur man,fim 1200/1340 Ti 1 Hvammstanga man, fim 1200 a} Til Mývatns b) Til Reykhóla món fös 0830/0940 1600/1710 Stykkishólmur Til Rifs mán, fös mið lau,sun 0900/0945 0900/1005 1500/1605 Beint flucj Stykkisholmur TÍ1 Sigluf jarðar þri, fim, lau sun 1130/1245 1730/1845 Ti 1 Stykkishólms man mið fös lau,sun 0830/0910 0900/0940 1600/1640 1500/1540 ! Til Suðureyrar món mið, fös sun 1100/1230 0930/1100 17 00/1830 Holt Athugasemdir: a) Aðeins ef farþegar, annars fellt niður yfir sumarið b) Aðeins leiguflug eftir þörfum. REYKJAVÍKURFLUGVELLI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.