Morgunblaðið - 14.07.1976, Side 19

Morgunblaðið - 14.07.1976, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. JULI 1976 19 Frá aðalfundi Félags ísl. fiskmjölsframleiðenda 1976: Umræður um við- skiptin við Sovétríkin í nýútkomnu dreifibréfi Félags ísl. fiskmjölsframleið- enda er birt skýrsla um aðalfund félagsins, sem haldinn var hinn 25. júní sl. ásamt tilkynningu frá Verðlagsráði sjávarútvegsins um lágmarksverð á loðnu og reglugerð um loðnuveiðar árið 1976 og fer skýrslan ásamt tilkvnn- ingu og reglugerð hér á eftir: Árið 1976, föstudaginn 25. júní var aðalfundur Félags (sl. fisk- mjölsframleiðenda haldinn að Skúlagötu 4 og hófst hann kl. 10:00 f.h. Formaður setti fund og stýrði honum. Kvaddi hann Sigurð Markússon til þess að rita fundar- gjörð. Þetta gerðist: 1. Formaður lagði fram og skýrði lið fyrir lið „Yfirlit yfir framleiðslu og útflutning mjöls og lýsis o.fl. 1966—1975.“ Þá ræddi formaður verðþróun á mjölmarkaði hinar síðustu vikur með sérstöku tilliti til frétta og fréttaflutnings frá París. Þá fór formaður nokkrum orðum um viðskiptin við Sovétríkin og þýð- ingu þeirra fyrir ísland. Nú hefðu málin skipast svo, að Sovétmenn hefðu látið hjá liða að kaupa í upphafi loðnuvertiðar, þrátt fyrir boð þar um frá íslandi, og þyrfti því nú að kanna, hvaða möguleik- ar væri á því að bjóða þeim nokk- urt magn fiskmjöls áseinna helm- ingi þessa árs. Spunnust miklar umræður um málið og lauk þeim með þvi, að fundurinn samþ. svo- hljóðandi tillögu frá formanni: „Fundurinn samþykkir að fela stjórn FÍF að rannsaka meðal fé- lagsmanna, hvort þeir séu reiðu- búnir til þess að selja ákveðið magn af fiskmjöli til v/o Prodin- torg í Moskvu á ákveðnu verði, til afskipunar fyrir n.k. áramót." 2. Þá mætti á fundinum dr. Björn Dagbjartsson. Ræddi hann fyrst um nýjar kröfur V- Þjóðverja um magn þeirra efna í fiskmjöli, sem rekja má til notk- unar skordýraeiturs. Ekki taldi hann ástæðu til að ætla, að ísl. fiskmjöl stæðist ekki kröfurnar. Hins vegar mætti gera ráð fyrir, að Þjóðverjar óskuðu senn eftir vottorðum, og yrðu þá til að koma mjög dýr mælitæki, sem enn væru ekki til. Þá ræddi dr. Björn um verkefni, sem unnin hafa ver- ið á vegum Raunvisindadeildar Háskóla íslands og varða notkun jarðvarma við framleiðslu fisk- mjöls. Ýmis atriði önnur ræddi dr. Björn. Jónas Jónsson o.fl. tóku til máls i tilefni ummæla dr. Björns. Voru fundarmenn á einu máli um, að æskilegt væri að halda sem fyrst sérstakan fund með Birni, þar sem betri tími gæf- ist til að ræða vísindaleg og tækni- leg efni. 3. Fram lagðir reikningar fé- lagsins fyrir árið 1975. Niðurstaða reksturareiknings kr. 2.320.078, hagnaður kr. 62.016.-. Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 1.827.478, en hrein eign kr. 1.789.566. Voru reikningarnir bornir upp og sam- þykktir samhljóða. 4. Samþykkt að leggja fram kr. 200.000.- vegna risnukostnaðar í tilefni norræna fiskimálaráð- stefnunnar sem haldin verður í Reykjavík 17.—19. ágúst 1976. 5. Kosning stjórnar & endur- skoðenda. Kjörnirvoru: Aðalstjórn: Sveinn Benediktsson, formaður, Jónas Jónsson, varafor- maður, Valdimar Indriðason, ineðstj.. Sigurður Markússon, meðstj., Jóhannes Stefánsson, Varastjórn: Kristján Loftsson, Gunnar Ólafsson, Haraldur Gisla- son, Hjalti Einarsson, Ólafur Jónsson. Endurskoðendur: Jón Sigurðsson, Árni Gislason. 6. Samþ. var á fundinum að strika úr árgjöld sem hér segir sem óinnheimtanleg: Torfnes, ísafirði ...kr. 31.670,- Hlein, Þórshöfn .....kr. 22.488.- Bragi, Breiðdalsvík ... kr. 63.675,- 7. Að lokum urðu nokkrar um- ræður um málefni verðjöfnunar- sjóðs. Fleira ekki gert. Fundi slitið. Sveinn Benediktsson Jónas Jónsson Jón Sigurðsson Jóakim Pálsson Aðalsteinn Jónsson Einar Sveinsson f.h. Hvals h/f Sigurður Markússon Gunnar Ólafsson Haraldur Gíslason Hjalti Einarsson Valdimar Indriðason XXX Að aðalfundinum loknum sendi formaður út eftirfarandi fyrir- spurn til fiskmjölsframleiðenda um sölu á fiskmjöli til Sovétríkj- anna: Reýkjavik, 25. júni 1976. Á aðalfundi Félags islenzkra fiskmjölsframleiðenda, sem hald- inn var í Reykjavík i dag, var rætt m.a. um fiskmjölsviðskipti við V/o Prodintorg i Moskvu. I viðskiptasamningi við Sovét- ríkin, sem gerður var s.l. haust til 5 ára, þ.e. fyrir árin 1976 til árs- loka 1980, var tekið fram i rammasamningi, að gert væri ráð fyrir að V/o Prodintorg keypti 10.000—20.000 tonn af fiskmjöli .árlega, ef samkomulag næðist um verð og aðra skilmála. Reynt var að semja um fyrirframsölu innan rammasamningsins fyrir s.l. ára- mót og aftur í Moskvu i janúar. Rússar höfðu þá ekki áhuga á kaupunum. Kváðu þeir að ekki væri fyrir hendi fjárveiting til fiskmjölskaupa. Yrði því að bíða að semja um kaup fiskmjöls þar til slik heimild fengist. Var V/o Prodintorg skýrt frá því, að Islendingar yróu vegna takmarkaðra geymslumöguleika og af fleiri ástæðum að selja og afskipa mjölinu sem allra fyrst. ef viðunandi verð fengist. Sovét- menn heldu fast við sinn keip, að þeir gætu ekki keypt neitt fisk- mjöl að svo stöddu, enda hefðu þeir ekki þörf fyrir mjölið og hefði það verið tekið upp í rammasamninginn að beiðni Is- lendinga. Síðari hluta árs væru möguleikar á því að V/o Prodin- torg kynni að káupa nokkurt magn af fiskmjöli frá íslandi. Eftir itarlegar umræður bar Sveinn Benediktsson, formaður stjórnar F.Í.F. fram eftirfarandi tillögu, sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum: „Fundurinn samþykkir að fela stjórn F.Í.F. að rannsaka meðal félagsmanna, hvort þeir séu reiðubúnir til þess að selja ákveð- ið magn af fiskmjöli til V/o Pro- dintorg í Moskvu á ákveðnu verði, til afskipunar fyrir n.k. áramót." I ljós kom að fundarmenn töldu mikilsvert reyna að beina ákveðnu lágmarksmagni fisk- mjöls tii Sovétríkjanna í ár, vegna þess að V/0 Prodintorg hefur lát- ið í ljós, að þeir þurfi nú mjög á fiskmjöli að halda. Er talið æski- legt vegna framtíðar viðskipta að tryggja þeim ákveðið lágmarks- magn til afgreiðslu fyrir n.k. ára- mót, ef unnt er. Af þeim sökum er þess óskað að þér sendið svar við fyrirspurn þeirra, sem samþykkt var á fund- inum eigi siðar en n.k. föstudag 2. júlí til Félags íslenzkra fiskmjöls- framleiðenda, Pósthólf 916, Reykjavík. F'.h Félags íslenzkra fiskmjöls- framleiðenda Sveinn Benediktsson" XXX Tilkynning frá Verðlagsráði sjávarútvegs Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lág- marksverð á loðnu veiddri til bræðslu frá og með deginum i dag til 31. desember 1976. Verðið er miðað við fituinnihald loðnunnar sem hér segir: Fituinnihald hvert kg Að 4% .......................kr. 4.00 4 % að 6 % ..................kr. 4.40 6 % að 8 % ..................kr. 5.10 8% að 10% ...................kr. 5.70 10% að 12% ..................kr. 64.0 12% og yfir .................kr. 7.20 Fituinnihald hvers loðnufarms skal ákveðið — með töku sýna — af Rannsóknarstofnun fiskiðnað- arins. Verðið miðast við loðnuna komna i löndunartæki verk- smiðju. Ekki er heimilt að nota dælu eða blanda vatni eða sjó i loðnuna við löndun. Verðið er uppsegjanlegt frá og með 1. ágúst og síðan með viku fyrirvara. Reykjavík, 16. júni 1976. Verðlagsráð sjávarútvegssins. XXX 23. Norðurlandamót í þjóðdönsum var haldiö í Þrándheimi 7.—12. júli s.l. Þangað fór hópur frá Þjóðdansafélagi Reykjavík- ur undir stjórn Sigríðar Valgeirsdóttur og Sölva Sigurðssonar til þátttöku á mótinu. Þetta er sennilega fjölmennasta Norðurlanda- mót i þjóðdönsum, sem haldið hefur verið. Vænzt var að þátttakendur yrðu 5.500 talsins og hefur samstarf Norðurlandanefndanna verið mjög gott. Þetta er í 5. sinn. sem isiand tekur þátt i Norðurlandamótinu og hefur þátttaka okkar orðið til þess að tengslin við hin Norðurlöndin verða alltaf sterkari og betri eftir þvi sem lengra er haldið. (Frétt frá Þjóðdansafélagi Revkjavikur) Norðurlandamót í þjóðdönsum... Reglugerð um loðnuveiðar árið 1976 1. gr. Á timabilinu 1. mars til 15. mai 1976 eru loðnuveiðar bannaðar fyrir Norður- og Austurlandi frá linu réttvisandi norður frá Horni að linu réttvisandi suðaustur frá Eystra-Horni, utan linu, sem dregin er 12 sjómilur utan grunn- linu, samkvæmt reglugerð 299/1975 Á timabilinu 15. maí til 15. júlí 1976 eru allar loðnuveiðar bann- aðar. 2. gr. Bannað er að veiða smáloðnu minni en 12 cm að lengd, sé hún verulegur hluti loðnuafla fiski- skips. Lágmarksstærð loðnu, er mæld frá trjónuodda að sporðsenda. 3. gr. Sé skipstjóri fiskiskips í vafa um hlutfall smáloðnu í aflanum, þá ber honum, áður en verulega hefur verið þrengt að loðnunni i nótinni, að taka sýnishorn af afl- anum í smáriðinn háf og mæla 100 loðnur valdar af handahófi. Reynist fleiri en 50 loðnur vera undir 12 cm að lengd, ber honum að sleppa loðnunni þegar i stað. 4. gr. Nú kemur loðnuveiðiskip með loönufarm til hafnar blandaðan smáloðnu og er þá loðnumóttak- anda skylt að ganga úr skugga um, hvert sé hlutfall smáloðnu i aflanum, á þann hátt að tekin skulu þrjú sýnishorn valin af handahófi með 100 loónum í hverju. Sé hlutur smáloðnu sbr. 2. gr.. að meðaltali úr þessum þrem- ur sýnishornum meiri en 55%, skal loðnumóttakandi gera Fram- leiðslueftirliti sjávarafurða að- vart, sem gengur úr skugga um stærðarhlutföllin á sama hátt og að framan greinir og kærir hlut- aðeigandi skípstjóra veiðiskips til sekta, sé hlutur smáloðnu yfir 55%. 5. gr. Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. gr. er sjávarútvegsráðuneytinu heimilt að veita, að fengnu áliti Hafrann- sóknastofnunarinnar, leyfi tal loðnuveiða i tilfauna- og rann- sóknaskyni á svæðum, sem loðnu- veiðar eru bannaóar samkvæmt 1. gr. og á loðnu, sem er minni en 12 cm að lengd. 6. gr. Framleiðslueftirlit sjávaraf- urða skal hafa eftirlit með þvi, að ákvæðum þessarar reglugerðar sé f.vlgt. 7. gr. Brot gegn ákvæðum reglugerð- ar þessarar varða sektum sam- kvæmt lögum nr. 44 5. april 1948 með síðari breytingum. og skal með mál út af brotum farið að hætti opinberra mála. 8. gr. Reglugerð þessi er sett sam- kvæmt 1. gr. laga nr. 44 5. april 1948. um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins, til þess að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Sjávarútvegsráðuneytið 20. febrúar 1976. Matthias Bjarnason Jón B. Jónsson Veiðiaðstaða fyrir fatlaða Við Ellíðavatn hefur verið gerð steypt braut fyrir hjólastóla og veittar verða leiðbeiningar og kennsla við veiðar. Aðstoðarfólk verður til staðar. Kiwanisklúbburinn Esja hefur gefið 2 verðlaunabikara, annan fyrir ástundun, en hinn fyrir mesta veiði yfir sumarið. Þeir félagar sem hafa áhuga á að stunda fiskveiðar meó stöng geta fengið veiðile.vfi keypt hjá Iþróttafélagi fatlaðra. Upplýsingar eru veittar hjá for- manni félagsins Arnóri Péturs- syni í síma 19300 eða 71367. (Fréttatilkynning frá stjórn Sjálfsbj'argar félags fatlaðra i Reykjavík.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.