Morgunblaðið - 14.07.1976, Side 22

Morgunblaðið - 14.07.1976, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JULÍ 1976 t Hjartkær sonur mmn, bróðir okkar, mágur og frændi GU0JÓN ATLI ÁRNASON sem lést 6 júlí verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudagmn 15 júlíkl 1 30 Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hins látna er bent á Styrktarfélag Lamaðra og fatlaðra Sólveig Ólafsdóttir Ársól M. Árnadóttir Björn Sigurðsson Drífa H. Arnadóttir Roy Seiwell og börn þeirra t Útfor eiginkonu minnar FANNEYJAR FRIÐRIKSDÓTTUR WELDING fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15 júli kl 10 30 fyrir hádegi Jóhannes Þóroddsson t Þökkum sýndan hlýhug við andlát og útför mannsms míns, föður okkar. tengdafoður og afa GUNNARS HANNESSONAR, frkvstj. Miklubraut 7 Margrét Kristjánsdóttir Gunnar Kr. Gunnarsson Rúna Marsveinsdóttir Hannes Gunnarsson Björgvina Magnúsdóttir Kristrún Gunnarsdóttir Egill Ingólfsson og barnaborn t Þökkum mnilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins, foður okkar, afa og bróður VILHJÁLMS ÞORVALDSSONAR Laufásveg 4, Stykkishólmi Emnig þökkum við systrum, læknum og starfsliði sjúkrahússins fyrir þeirra miklu hjálp Anný Þorvaldsson börn, barnaharn og systkini. t Þökkum af heilum hug samúð og vinarhug sem okkur hefur verið sýndur við andlát og útför ESTHER BIERING HELGADÓTTUR Álfhólsvegi 26 Ágúst V. Einarsson og börn foreldrar og systkini t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför BJÖRGÚLFS K. ÁRNASONAR, Ásbúðartröð 9, Hafnarfirði Ester Kláusdóttir Anne Arnason Árni Gislason og synir og systkini hins látna t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð vegna fráfalls stjúpmóður okkar, SESSELJU DAGFINNSDÓTTUR Helga Kristjánsdóttir Balamenti Agnar Kristjánsson t Þakka auðsýnda samúð vrð fráfaíl GUÐNÝJARBERGÞÓRSDÓTTUR, Sölkutóft, Eyrarbakka Sérstakar þakkrr víl ég færa kvenfélagi Eyrarbakka fyrir veitta aðstoð Aðalsteinn Sigurjónsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð við fráfall og útför FREYSTEINS GUNNARSSONAR fyrrverandi skólastjóra Þorbjörg Sigmundsdóttir Guðrún Freysteinsdóttir Garðar Jónsson og dætur Sigmundur Freysteinsson Sigríður Jónsdóttir og synir. Minning og kveðja: ¥ T OlafurM. Gamalíelsson ___ •• frá Ferjubakka, Oxarfirði Fæddur 30. apríl 1890 Dáinn 14. júnf 1976 Hann var fæddur á Kuðá i Þist- ilfirði. Foreldrar hans voru hjón- in Gamalíel Einarsson og Vigdis Kristjánsdóttir, sem bjuggu þar nokkur af fyrstu búskaparárum sinum. Þá var árferði illt og fá- tækt mikil meðal almennings. En þau hjón voru þannig gerð, að þau mættu kjörum sínum með mann- dómi og voru vinsæl. Vigdís, móð- ir Ólafs, var dóttir hins mæta bændahöfðingja Kristjáns Þor- grímssonar, sem síðari ævíár bjó í Leirhöfn á Sléttu, í seinna hjóna- bandi, og eignaðist sex syni með hinni mikilhæfu konu sinni, Helgu Sæmundsdóttur. — Með fyrri konu sinni eignaðist hann 12 börn og var Vigdís, móðar Ólafs, eitt af þeim. Gamalíel var ættaður úr Suður-Þingeyjarsýslu, hæglát- ur greindarmaður og hagmæltur. Ólafur var 5. í röð 8 systkina, og er röðin þessi: 1. Kristdór, hann var kvæntur Hansínu Pálsdóttur frá Hermundarfelli. Sigríður, gift Guðjóni Einarssyni fráGarði, hún varð skammlíf. 3. Dýrleif, ógift, tók við búsforráðum af Sigríði systur sinni og gekk þrem drengj- um hennar í móðurstað. Hún var lengi ljósmóðir í Þistilfirði. 4. Guðrún, fór til vesturheims, var þar nokkur ár, kom svo heim og andaðist nokkru síðar á bezta aldri. 5. Ólafur, sem hér er kvadd- ur, kona hans Aðalheiður Björns- dóttir lifir mann sinn 6. Kristin, sem var gift Helga Gunnlaugssyni á Hafursstöðum í Öxarfirði. 7.Arnfríður, gift Andrési Lúð- víkssyni úr Vopnafirði, en var al- inn upp hjá sr. Jóni Halldórssyni á Sauðanesi. 8. Hólmfríður, giftist Magnúsi Kristjánssyni, ættuðum af Vestfjörðum, hún dó eftir skamma sambúð þeirra, frá ung- um dreng, sem nú er læknir. Þegar Ólafur var 5 ára fór hann í fóstur til sæmdarhjónanna á Austara-Landi í Öxarfirði, Guð- rúnar Kristjánsdóttur og Páls Jóhannessonar. Var Guðrún-móð- ursystir Ólafs. Páll var lengi hreppstjóri þeirra Öxfirðinga, kostamaður og góður bóndi. Mun Ölafur þar hafa átt góða og trausta fósturforeldra, og eins gott atlæti og kostur var, á þeirra tíma mælikvarða. Skömmu eftir að Ólafur kom að Austara-Landi, 5 ára gamall, skeði atvik, sem varð honum og fleiri mjög minnisstætt og segir meira en fátækleg orð fá lýst. Skyndilega greip hann óyndi og heimþrá. Datt honum þá í hug að strjúka heim. Lagði hann af stað, en meðfædd greind hans mun hafa kornið f veg fyrir ævintýrið. Hann var ekki viss um stefnuna. Leitaði hann þá skjóls í fjárhúsi, skammt frá bænum, til að hugsa málið og grét sig þar í svefn. Þegar hann vaknaði var hann í faðmi fóstru sinnar, sem farið hafði ásamt öðrum að leita. Sú stund var þrungin tárum, fyrir- bænum og gleði yfir úrlausn þessa máls, og hinn mikli kærleik- ur, sem móðursystir hans og fóstra sýndi honum, hefur náð til skynsemi hans og litla barnshjart- ans, sem var þrungið heimþrá og þyrsti eftir móðurkærleika. Æskan leið í leik og starfi á þessu myndar- og athafnaheimili og brátt gat hann, af eigin ramm- leik, heimsótt foreldra og systk- ini, sem þá voru flutt að Sjóar- landi i Þistilfirði. Þar vaxa til manns systkini Ólafs öll, og þar búa þrjú þeirra til æviloka, þau Sigríður, Dýrleif og Kristdór. Þau systkinin á Sjóarlandi voru ágæt- is fólk, þau voru fríð, hógvær, hjartahlý og greind. Þegar Ólafur er 22 ára birtist honum alveg spánýr sólargeisli. Þá er hann fullmótaður friðleiks- og léttleikamaður, greindur og hagmæltur. En hin nýja uppgötv- un er unglingsstúlka, sem þá kemur á heimilið, leiftrandi af æsku. Hún heitir Aðalheiður Björnsdóttir frá Hallgilsstöðum á Langanesi. Á Austara-Landi er hún svo eitt og hálft ár. Tveimur og hálfu ári síðar kemur þessi unga stúlka aftur, glæsileg, hóg- vær, sanngjörn, hvers manns hug- ljúfi. — Vorið 1916 gengur hún til móts við lífsstarf sitt og ham- ingju, með manninum, sem hún ann. Ólafur og Aðalheiður stað- festa eiða sína 10. júní 1916. Það vor hefja þau búskap á Ferju- bakka f Öxarfirði. — Skógurinn grænkar, ilmur birkisins, sem faðmar þennan litla bæ, svo að segja á þrjá vegu, liggur í loftinu og fyllir þrótti allar lífverur og hvetur unga unnendur til dáða. í 50 ár, hálfa öld, búa þau þarna, sátt við samtíðarmenn, í sann- leika óvenjuvinsæl, greiðviknir og glaðværir nágrannar, sem miðla mannlegum verðmætum, andlega og efnislega. Þannig skapast margt, sem gef- ur lifinu gildi. Hin hljóða rödd mannkosta fær jákvætt svar í vin- sældum. Ólafur hafði lært nokkuð til járnsmíða hjá móðurbróður sin- um, völundinum Kristni Krist- jánssyni i Leirhöfn. Ólafur smíð- ar svo hestajárn og ljábakka fyrir sveitunga sina, og Aðalheiður saumar fyrir nágrannakonurnar. Efalaust hefur hún þá oft hlotið mörg ósvikin jólabros frá æsk- unni, sem hún hefur svo lagt í sjóð sinnar eigin hlýju og góðvild- ar og ávaxtað þar. Ótaldar munu þær stundir, sm Ólafur hefur skroppið i smiöjuna, jafnvel frá slætti eða heyþurrki, eða þá að loknu dagsverki, þegar þörf var hvildar, því að nágrann- arnír treystu jafnan á góðvild hans.og mannleg viðbrögð, þegar mikið lá við. Ekki minnkaði þörfin fyrir greiðvikni þótt vélvæðing kæmi til sögunnar í búskaparháttum. En öllu miðar til farsældar hjá þeim, sem heilshugar vilja greiða götu náungans og setja eigin ávinning ekki alltaf efst á blað. Samfara önn daganna færir ham- ingjan þeim þrjú elskuleg börn. Þau erfa dyggðir og mótast af hógværð og mannkostum foreldr- anna, farsæld i námi og starfi fylgir þeim út á veg æsku og atafna. Þau eru: Birna, maður hennar er Snær Jóhannesson. Guðrún Jóhanna, sem hefur fund- ið sína lífshamingju í nálægð for- eidranna og veitt þeim ást sína og umhyggju. Arnbjörn, sem gengur léttujn skrefum út í lífiö og verð- ur læknir, án allra umbrota og kröfugerðar; kona hans er Fjóla Einarsdóttir. Hann er nú læknir í Keflavík. — Þau fóstruðu dreng, Víking Guðmundsson, frá 8 til 16 ára. Hann missti ungur föður sinn, sem skyndilega var burt kallaður frá stórum barnahópi. Einnig ólu þau upp Steinþóru K. Steinþórsdóttur, frá því móðir hennar veiktist af ólæknandi sjúkdómi, en Steinþóra var þá ársgömu) og var hún hjá þeim til fullorðinsára. Hún hefur verið fósturforeldrunum hlýleg og góð fósturdóttir. Nú skal þess getið, sem varð sterkur þáttur í ævistarfi Ólafs á P’erjubakka, og er það í tilefni þess, þegar rafvæðing kemur á dagskrá. Þegar skólahús var reist að Lundi í Öxarfirði, var einnig gerð þar rafstöð. Var þá hinn þjóðkunni hagleiksmaður, Skarp- héðinn Gíslason frá Vagnsstöðum í Suðursveit, fenginn til að hafa yfirumsjón með því verki. Ólafur hóf þegar vinnu með Skarphéðni og fékk Skarphéðinn góöan liðs- mann þar sem Ólafur var. Allt virtist liggja þar ljóst fyrir hjá þessum hagleiksmanni. Var hann svo viðar við þessi þjóðþrifastörf og eftir nokkur ár hlaut hann réttindi sem héraðsrafvirki. Þegar bifreiðaumferð fór að aukast var oft numið staðar á Ferjubakka, ef eitthvað smávegis gekk úr lagi, enda lá vegurinn við túngiróinguna. Var þá oft guðað á glugga hagleiksmannsins, og ekki var að efast um úrlausn ef hægt var. Oft fylgdu svo góðgerðir frá hugulsamri húsmóður. Fljótlega kom þar bensínsala, og allir vata hvert ónæði er af þeirri þjónustu. í upphafi búskapar þeirra Ferjubakkahjóna var túnið mjög lítið, en hvað það snerti sem ann- að var hönd lögð á plóginn og áfram haldið með ræktun,' ekki í neinni samkeppni, heldur eftir þörfum, og áhöfn sniðin eftir því, og aldrei sett á Guð og gaddinn. Árið 1939 var þægilegt steinhús byggt. Allt sem unnið var á þess- um litla sveitabæ bar því vitni að ábúendur skildu að góð umgengni segir sina sögu, að ætið var þar hugsað í réttu hlutfalli við þörf- ina. Utan húss og innan var þrifn- aður I öndvegi og vingjarnlegur svipur heimilisins verkaði á gest Framhald á bls. 18 t ÓLAFUR ÓSKARJÓNSSON bifreiðarstjóri, Grjótagotu 12. varð bráðkvaddur 10 |úli Ingibjórg Sveinsdóttir, börn, tengdábörn og barnabörn. t Þökkum mnilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför sonar míns, föður, tengdaföður, bróður okkar og afa ELÍASAR ÞORVALDSSONAR, Vesturgötu 56. Sussanna Elíasdóttir Ásgeir Elíasson Soffia Guðmundsdóttir Þorvaldur Ásgeirsson Helgi Þorvaldsson Hrafnhildur Bjarnadóttir Birgir Þorvaldsson Helga Eggertsdóttir Erla Þorvaldsdóttir Bjarni Gislason og börn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.