Morgunblaðið - 20.07.1976, Side 11

Morgunblaðið - 20.07.1976, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JULI 1976 11 þakið á Ölympíuleikvanginum mátti þó sjá ófullgerðan turn- inn, járnabindingar stóðu í all- ar áttir og kranarnir voru að- gerðarlausir. Þessir miklu hegrar bentu manni á það eitt, að þó Drapeau hafi ekki tekizt að fullgera fyllilega Ólympiu- leikvanginn, þá verða kranarn- ir ekki fjarlægðir fyrr en lokið er við byggingu turnsins. VINSAMLEG FALLBYSSUSKOT Það tók Eiísabetu drottningu ekki nema 22 sekúndur að segja Ólympíuleikana setta þótt hún notaði bæði ensku og frönsku. Þetta stutta augnablik var þó ahrifamikið sem og önn- ur atriði þessarar athafnar, sem hélt áfram. Þjóðdansahópar frá Montreal og Miinchen dönsuðu nú fyrir framan heiðursstúk- una og fólkið söng með þegar hóparnir gengu út af vellinum. Atriði setningarathafnarinn- ar eru meira og minna hefð- bundin og eiga sér rætur í langri og merkri sögu Ólympíu- leikanna. Nú var komið að fall- byssuskotunum og dúfunum. Við fyrsta skotið gengu ungar hvitklæddar stúlkur að dúfna- búrunum. Er fallbyssan drundi i annað skipti voru búrin opnuð og er heyrðist í byssunni í þriðja skiptið flugu dúfurnar, tákn friðar og vináttu, upp og út yfir leikvanginn sjálfan, sveimuðu þær einn hring inn á vellinum áður en þær hurfu út í buskann. í FYRSTA SKIPTI í SÖGUNNI Hlauparar með Ólympíueld- inn, sem fluttur hafði verið i gegnum gervihnött frá Grikk- landi, hlupu nú inn á völlinn. I fyrsta skipti í sögunni voru hlaupararnir tveir, piltur og stúlka, 15—16 ára gömul. Höfðu þau verið valin með tölvu, og vakti koma þeirra mikla athygli. Blaðamennirnir höfðu ekki átt von á þessu og tóku mikinn kipp. Ahorfendur fögnuðu ákaft og íþróttafólkið hvarf úr skipulögðum röðum sinum inni á vellinum og þyrpt- ist að hliðarlinunum. Pilturinn og stúlkan hlupu einn hring kringum völlinn, en síðan upp á pall á miðjum leik- vanginum, þar sem þau tendr- uðu Ólympíueldinn i Montreal eftir að hafa heilsað áhorfend- um. Þannig heilsaði kanadisk æska íþróttafólki heimsins. Tæplega 1200 dansarar svifu inn á hlaupabrautirnar með slæður, vimpla og bolta og dönsuðu í stutta stund. Kana- díski fánaberinn og íþróttamað- urinn, sem sór Ólympíueióinn, heilsuðu nú drottningu, siðan sór Pierre Aint-Jean Ólympiu- eiðinn fyrir hönd allra kepp- enda. Fánaberar allra þjóða höfðu safnazt saman við hliðar- línuna fyrir framan heiðiirsstúk una og hélt Óskar Jakobsson Islenzka fánanum hátt á lofti fyrir aftan Kanadamanninn, sem sór eiðinn. Ólympiukórinn, sem tók virk- an þátt í setningarathöfninni, söng nú að nýju kanadíska þjóósönginn „O Canada“. Setn- ingarathöfnin var á enda, full- trúar þjóðanna 106 gengu nú styztu leið út af vellinum og herþotur sýndu listir sinar fyr- ir ofan leikvanginn. Götur Montreal borgar fylltust aftur af lifi og strax á sunnudags- morgun hófst keppnin sjálf, þar sem fremstu íþróttamenn heimsins munu etja kappi sam- an í bróðerni fram til 1. ágúst. EINN BLAÐAMAÐUR Á HVERN KEPPANDA Það sem sagt hefur verið hér að framan, er að mestu tilfinn- ingalaus lýsing á því, sem fram fór á Ólympíuleikvanginum í Montreal á laugardaginn. Það er þó langt frá því, að tilfinn- ingasemin hafi ekki sagt til sin hjá viðstöddum og undirritaður er þar ekki undanskilinn. Það er ólýsanleg tilfinning að sitja með,al þúsunda erlendra blaða- manna og fylgjast með athöfn þessari. Er við komum til Montreal á fimmtudaginn var öryggisvarzl- an gifurlega mikil, en á laugar- daginn bar hins vegar mjög lít- ið á henni. Allir lögðust greini- lega á eitt með að gera þessa stund sem hátíðlegasta. Blaðamenn kvörtuðu undan slæmri aðstöóu fyrir helgina, en enginn talar um vandamál lengur. Nú er allt komið i gang og aðstaða fyrir blaðamenn er að flestu leyti til fyrirmyndar. A aðalleikvanginum hafa blaða- menn stóra sali i Ólympiubygg- ingunni til að athafna sig og í blaðamannastúkunni er ekki hægt að hugsa sér betri aðbún- að. Hverjir tveir blaðamenn hafa eitt skrifborð saman og á milli þeirra er litasjónvarp, sem hægt er að stilla á sund- höllina, siglingasvæðin eða fim- leikahöllina, allt eftir því hvað er að gerast á hverjum stað. Fréttamaður Morgunblaðsins var við setningarathöfnina milli blaðamanns frá ísrael og fréttamanns frá Bretlandi. Reyndar hafði Bretinn svindlað sér í þetta sæti, en aðrir starfs- menn BBC sátu ekki langt í burtu. Þarna var Mary Peters, sú er sigraði í fimmtarþraut á ÓL. í Múmchen 1972, og einnig Anita Tinsbrough, sem sigraði i 100 og 200 metra bringusundi á ÓL. 1960, báðar nú starfsmenn BBC. Israelsmaðurinn var dolfall- inn og orðlaus allan timann, sem setningarathöfnin fór fram. Hann leit þó annað slagið á sjónvarpið, en var fljótur að velja aðra stöð, þegar auglýsing kom strax á eftir orðum drottn- ingar. Bretinn tók þessu hins vegar rólega, greinilega öllu vanur. Hann keppti I sundi á Ólympíu- leikunum i Berlin 1936 og hef- ur verió á öllum Ólympíuleik- um síðan. Um 8000 starfsmenn fjölmiðla frá öllum mögulegum og ómögulegum stöðum i heim- inum eru staddir hér í Montreal og lætur því nærri, að einn blaðamaður sé á hvern kepp- anda. Brezki blaðamaðurinn sagði er setningatathöfninni var lok- ið: „Þetta er dagurinn hans Drapeau borgarstjóra. Hann átti heimssýninguna 1967, hann á þessa Ólympíuleika. Ég vona að hann verði jafnánægður að þeim loknum og ég er núna.“ Þetta sagði þessi reyndi brezki fréttamaður. KVEÐJA FRÁ BREZHNEV Blaðamenn hafa sérstakan póstkassa i fjölmiðlastöðinni Talsvert tjón í bruna við Kirkjutorg ELDUR kom upp i húsinu Kirkjutorg 6 um klukkan hálfsjö í fyrradag. Allt slökkvilið borgar- innar var kvatt á vettvang þvf húsið er gamalt timburhús og hætta var talin á að eldurinn kynni að breiðast út til nærliggj- andi húsa. Eldurinn mun hafa komið upp f viðbyggingu við hús- ið að aftanverðu, en slökkviliðið náði fljótt yfirhöndinni f barátt- unni við eldinn og var búið að ráða niðurlögum hans að fullu fyrir klukkan átta. Vakt var þó í húsinu til miðnættis. Taisvert tjón varð í húsinu af eldi, reyk og vatni, en verið er að rannsaka hvað brunanum olli. Á meðan slökkvilið barðist við eldinn í Kirkjutorgi var tilkynnt um eld i Skildinganesi 23, en þar reyndist hafa kviknað i feitipotti og var sá eldur fljótt slökktur. í húsinu Kirkjutorg 6 hefur áð- ur kviknað. Mun það hafa verið árið 1962 og varð eldur þá meiri en nú, en þá kom eldurinn upp i risi hússins. Myndin er tekin er slökkviliðsmenn unnu að slökkvi- starfinu. Magnús Kristinsson, formaður Styrktarfélags vangefinna, tekur við gjafabréfi Lionshreyfingarinnar á tslandi. Lionsfélögin gefa Á ÞESSU ári er Lionshreyfingin á tslandi aldarf jórðungsgömul, en fyrsti klúbburinn, Lionsklúbb- ur Reykjavíkur, var stofnaður 14. ágúst 1951. Alls eru nú starfandi 74 klúbbar á landinu með yfir 2600 félögum. I tilefni afmælisins efndu allir klúbbarnir til sameiginlegrar fjáröflunar til styrktar vangefn- um. Söfnunin var nefnd Rauða fjöðrin og fór fram i april s.l. Alls var safnað rúmum sextán milljón- um króna. Á 21. umdæmisþingi 1 viðtali sem Ingimar Erlendur Sigurðsson rithöfundur átti við norska skáldið og þýðandann Ivar Orgland i Mbl. sl. sunnudag urðu þau mistök aó I upphafi samtals- ins féllu niður nokkrar linur. Vantaði samhengi i upphaf sam- talsins fyrir vikið. Upphaf sam- talsins verður hér endurprentað eins og það átti að vera og eru bæði Ingimar Erlendur og Ivar Orgland beðnir velvirðingar á þessum mistökum. — í upphafi, spurði ég ívar hvers vegna hann hefði ekki valið þá leið að gefa út þröngt sýnis- horn íslenzkrar ljóðlistar þessar- ar aldar, Islandske dikt frá várt hundre ár, sem hefði verið lík- gjof Lionshreyfingarinnar, sem haldið var 28. maí s.l., veitti formaður Styrktarfélags vangefinna, Magn- ús Kristinsson, viðtöku gjafabréfi frá lionsfélögum, þess efnis að þeir hefðu ákveðið að gefa Styrkt- arfélaginu tannlækningatæki til að sinna þörfum vangefinna á tannlækningum. Tækjunum skal komið fyrir i Reykjavik, á Akur- eyri, Egilsstöðum og að Skálatúni í Mosfellssveit. Þessi tæki hafa þegar verió pöntuð og verða af- hent til eignar og rekstrar um leið og þau koma til landsins. legra til að ná til yfirskilvita bók- menntafræðinga íslenzkra. Hvort því hefði ráóið eins konar lýðræð- isást. — Nei, svaraði ívar, þvi olli miklu fremur ljóðást, ef ég mætti komast svo hátíðlega að orði. Ég er handgenginn íslenzkri ljóólist frá upphafi til þessa dags, ekki sízt ljóðlist nítjándu og tuttugustu aldar. Ég veit af eigin raun hvað hún hefur fjölþætta strengi, þar sem blandast saman gamalt og nýtt, jafnvel í éinu og sama skáldi. íslenzk ljóðlist hefur trefjarót sem breiðir úr sér í allar áttir — i frjóum jarðvegi. Ég er ekki einstefnumaður í ljóðlist hvorki sem þýðandi né skáld. 28644 AFNbP Laugaveg 33, Skrifstofan verður lokuð frá 14. júlítil 21. júlí vegna flutnings. Heimasími eftir kl. 17 81259 Magnús Þórðarson, lögfr. | s MirhHfetl FLÓKAGÖTU 1 SÍMI 24647 Einbýlishús í Smáibúðahverfi 8 herb i góðu standi. Ræktuð lóð. Bilskúrsrétt- ur. Við Reynimel 3ja herb. rúmgóð vönduð ibúð á 3. hæð. Svalir. Á Melunum 5 herb. vönduð ibúð é 2. hæð i fjórbýlishúsi. Tvennar svalir. Sér hiti. Bilskúr. Á Melunum 4ra herb. rúmgóð og vönduð íbúð á 3. hæð i fjórbýlishúsi. Tvennar svalir. Sér hiti. Við Kársnesbraut 3ja herb. nýleg og vönduð ibúð í fjórbýlishúsi. Sér hiti. Sér þvotta- hús. Laus strax. 2ja herb. Rúmgóð risibúð við Háagerði. Laus strax. Hafnarfjörður 3ja herb. falleg og vönduð ibúð á 3. hæð við Miðvang. Suður- svalir. Sér þvottahús. Gott út- sýni. Selfoss Einbýlishús 140 fm. 5—tUherb. Bilskúr. Laust strax.'Skiptanleg útb. Helgi Ólafsson loggiltur fasteignasali kvöldsimi 21155. Þegn tveggja þjóða — Leiðrétting

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.