Morgunblaðið - 20.07.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.07.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JULÍ 1976 EN LÍTIÐ UPPSKORIÐ Aðstæður voru allar eins og bezt verður á kosið og undirrit- aður var aldrei þessu vant orð- inn bjartsýnn á úrslitin eftir að hafa fylgzt með öllum undir- búningnum f.yrir þennan eina leik. Því urðu vonbrigðin með leikinn geysilega mikil. Is- lenzku leikmennirnir náðu sér aldrei á strik gegn þeim finnsku, sem léku þó ekki eins og þeir bezt geta, að sögn heimamanna. En hvað fór úr- skéiðis i leiknum? Veigamesta ástæðan er vafalaust sú, að bar- áttugleðin, sem einkennt hefur lafidslið okkar siðustu 2—3 árin var ekki fyrir hendi, þessi bar- áttugleði, sem hefur öðru frem- ur fært okkur árangur. Enda sögðu leikmennirnir undirrit- uðum eftir leikinn að þrátt fyr- ir góðan undirbúning hefði þeim fundizt baráttuhugurinn fyrir leikinn í minnsta lagi, bæði hjá leikmönnum og Knapp sjálfum. Hefði þetta ver- ið allt öðru vísi fyrir Noregs- leikinn á dögunum. RÖNG LEIKAÐFERÐ Önnur veigamikil ástæða er að mínu mati sú, að leikaðferð- in, sem valin var i upphafí reyndist ekki vel. Leikaðferðin 4—4—2 var valin með 4 sóknar- tengiliðum á miðjunni en eng- um varnartengilið. Veikti þetta vörnina og gerðí hana óörugga. Mátti vörnin ekki við slíku, því Jóhannes Eðvaldsson var aug- sýnilega ekki í sínu bezta formi. Má vera að eina mark leiksins hefði ekki þurft að koma ef varnartengiliður hefði verið í liðinu. En á móti má segja að Finnar hafi fengið nokkur önn- ur tækifæri, sem þeir hefðu getað skorað úr. Það hefur reynzt íslenzka liðinu bezt að Rabb um nvafstaðinn landsleik og landsliðsmálin hafa vörnina sterka og treysta á skyndisóknir og svokallaðar ,,dead-ball“ stöður, þ.e. horn- spyrnur, aukaspyrnur og löng innköst inn í vítateig andstæð- ingsins. Hefði það eflaust verið bezt að leika upp á þetta og láta Halldór Björnsson vera í liðinu frá byrjun í stað Matthíasar Hallgrímssonar. Halldór var reyndar settur inn á en svo seint að það breytti engu. Tengiliðirnir náðu aldrei tök- um á miðjunni og ollu von- brigðum, ef undan er skilinn Guðgeir Leifsson, sem að mínu mati lék bezt I liðinu. Voru tengiliðirnir alls ekki nógu hreyfanlegir, þannig að vörnin var oft óratíma með boltann þegar islenzka liðið var að reyna að hefja sóknarlotur. Fundu varnarmennirnir enga að gefa á. I framlínunni fengu Guðmundur Þorbjörnsson og Teitur Þórðarson úr litlu að moða og komust þeir lítið áleið- is gegn varnarmönnum Finna. Óskar Tómasson tók stöðu Guð- mundar í s.h. og stóð sig allvel. RÉTT AÐ HALDA SIG VIÐ KJARNANN Landsliðsnefndin var mjög gagnrýnd fyrir val sitt á liðinu. Þetta var ekki okkar sterkasta lið, Guðgeir og Jóhannes ekki i fullri æfingu, þótt þeir lékju, Asgeir Sigurvinsson ekki falur i leikinn og GIsli Torfason og Elmar Geirsson æfingalitlir og voru því ekki valdir. Uridirrit- aður getur alveg fallizt á það, að þeir Ingi Björn Albertsson og Karl Þórðarson hafi átt heima í hópnum eins og ýmsir aðrir, sem þar voru, en nærvera þeirra hefði líklega litlu breytt. Það er mitt mat að það sé rétt stefna að byggja upp ákveðinn landsliðskjarna, en ekki tína menn til sinn úr hverri áttinni, eins og gert var i gamla daga. Þetta hefur verið gert og nú eigum við landsliðskjarna, sem hefur sýnt að hann getur náð árangri. En hann getur lika átt sina botnleiki eins og önnur lið. Ahugamenn en EKKI ATVINNUMENN Tony Knapp sagði líka annað i þessu samtali, sem vert er að gefa gaum. Hann sagði að eftir velgengni landsliðsins undan- farin 2—3 ár væru menn farnir að búast við of miklu af lands- liðinu. Það er nú einu sinni svo, að megnið af piltunum eru hreinir áhugamenn. Þeir eyða sumarfríinu sínu í þessar ferðir og fá ekkert fyrir nema ánægj- una af þvi að ferðast, vera í góðum félagsskap og leika knattspyrnu fyrir föðurland sitt. Jafnvel í Finnlandi, þar sem knattspyrna hefur ekki verið sérlega hátt skrifuð fram til þessa, fá landsliðsmenn greiddar 70 þúsund krónur fyr- ir unnin leik. Fyrir sigur í deildarleik fá þeir 15—20 þú»*» und krónur. Okkar menn fá ekki einseyring. Þetta ættu menn að hugleiða. Aður en þessu spjalli lýkur skal minnzt á einn þátt undir- búningsins fyrir þennan leik. Tony Knapp fór til Helsinki og fylgdist með leik Finnlands og Englands, Ennfremur fékk hann upplýsingar frá Don Revie, framkvæmdastjóra enska landsliðsins um finnska liðið. Fyrir keppnisferðina út- bjó Knapp mjög nákvæmt yfir- lit yfir leikmenn finnska liðsins og dró m.a. fram veikleika hvers og eins. islenzku leik- mennirnir sögðu eftir leikinn að þetta ítarlega yfirlit hefði frekar ruglað þá I ríminu en hitt. Ekki skal lagður á það dómur hér hvort halda eigi áfram slikum skýrslugerðum um mótherjana, en benda má á að þennan hátt hafa öll þau Iið á, sem lengst hafa náð í knatt- spyrnunni á undanförnum ár- um. — SS. BARATTUHUGUR VAR SKIUNN EFTIR HBMA ÞAD VAK afar fróðlegt að ferðast með íslenzka landsliðinu til Finnlands á dögunum og fylgjast með undirhúningi þess fvrir M II landsleikinn við Finna á Ólympfuleikvellinum I Ilelsinki. Þarna KíS|ln |||| voru á ferð 16 leikmenn. langflestir áhugamenn í fþróttinni. I IIJUU Ulll Allur undirbúningurinn miðaði að þvf að ná sem beztum árangri g r »■ í 30 mínútna knattspvrnuleik og I undirbúninginn höfðu farið |AtfJJTQiJjrtlflll ófáar klukkustundirnar hjá leikmönnum. þjálfara og fararstjór- 11 y Q IUICIUIIIII um. Og því voru vonhrigðin skiljanlega mikil í íslenzku herbúð- . I I ■■ unum eftir leikinn þegar tapið var staðreynd. Menn gerðu sér |Q|lfi(t|m|/ flfl grein fvrir þvf að þeir höfðu leikið illa og ekki barizt eins vel og f lulluölCllt fvrri leikjum. O MIKID A SIG LAGT... Eg held að menn geri sér ekki almennt grein fyrir því hvað leikmenn þurfa að leggja á sig áður en að landsleik kemur. Þegar liðið hefur verið valið eru haldnar nokkrar strangar æfingar áður en haldið er utan og í þessu tilfelli urðu tveir leikmanna, Jóhannes Eðvalds- son og Guðgeir Leifsson, að vera í 2—3 tíma æfingum hjá Tony Knapp landsliðsþjálfara á hverjum degi i heila viku til að komast í form eftir nokkurra vikna hvíld frá knattspyrnunni. Og þeir félagar sögðu mér að þetta hefðu ekki verið neinar smábarnaæfingar, heldur þvert á móti meira púl en þeir ættu að venjast hjá þeim atvinnulið- um, sem þeir leika með. Haldið var til Helsinki snemma á mánudagsmorgun og komið þangað skömmu fyrir kvöld- mat. Um kvöldið spiluðu menn, tefldu eða fóru í bíó og allir voru komnir i rúmið fyrir hálf tólf. A þriðjudeginum var tveggja tima púlæfing um morguninn, menn fengu að skreppa í búðir síðdegis en um kvöldið var aftur æfing og eftir hana fengu menn sér snæðing og fóru snemma i rúmið. A mið- vikudagsmorguninn var enn æft en síðdegis var slappað af og leikmenn biðu eftir leíkn- um. Greinilegt var að taugarnar voru byrjaðar að titra í þeim flestum. Menn voru stríðaldir allan tímann og víst er að eng- inn fór svangur í leikinn. Ein- staklega góður andi ríkti í hópnum. Og aginn var eins og hjá atvinnuliði, fyrirmælum þjálfara og fararstjóra hlýtt í einu og öllu og leikmenn smökkuðu ekki svo mikið sem eitt bjórglas. Þegar Tony Knapp hafði hlýtt mönnum sín- um enn einu sinni yfir þær upplýsingar, sem fyrir lágu um finnsku leikmennina var haldið út á hinn stórglæsilega Ölympíuleikvang, þar sem gras- völlurinn beið sjéttur og finn. tslenzka landsliðið f ferðinni til Finnlands. Liðið lék i fyrsta skipti I nýjum búningum frá Admiral, en í slíkum búningum leikur m.a. enska landsliðið. Fyrirtækið gaf KSl búningana og æfingaföt, og hafði Tony Knapp landsliðsþjálfari milligöngu í málinu. Ljósm. Sigtr. Athugasemd frá Jens Sumarliðasyni: „ Jens skellti á” JENS Sumarliðason formaður lands liðsnefndar KSÍ hefur beðið Mbl. að birta eftirfarandi athugasemd Ég varð orðlaus af undrun, er ég las grem Sigurdórs Stgurdórssonar fréttamanns Þjóðviljans og Sigmundar Stemarssonar íþróttafréttamanns Tím- ans, á heimleið. í lok ferðar íslenzka landsliðsms í knattspyrnu til Finnlands Þar er sagt, að ég hafi ekki viljað ræða við viðkomandi fréttamenn eftir lands- leik Finnlands og islands í Helsinki Málsatvik eru þau að áður en ferðm hóst, óskaði fréttamaður hljóðvarps, Bjarm Felixson eftir því, að fá að ræða við mig strax eftir landsleikmn og tjáði ég honum að það væri sjálfsagt i hálfleik er okkur tilkynnt að ísland óskaði eftir talsambandi Árni Þor- grímsson varð fynr svörum og var fréttamaður hljódvarps í símanum og spurði um gang letksms og fékk greið svör Jafnframt óskaði hann eftir að ná sambandi við mtg eða Árna strax eftir leik, í þessum sama síma, því erfitt væri að ná sambandi og mörg talsam- bönd í gangi Strax að leik loknum fór Árm Þorgrímsson til þess að vera við- búmn talsambandi frá fréttamanni hljóðvarp's á þann sama stað og hann hafði áður hringt í Sem aðalfararstjóri í þessari ferð hafði ég þeim skyldum að gegna, að þakka og kveðja forystumenn finnska knattspyrnusambandsins og , gesti þeirra, sem þeir höfðu boðið til heið- ursstúku á þessum glæsilega leikvangi ásamt íslensku fararstjórninni, en því hafði ég ekki lokið, er finnskur starfs- maður kom hlaupandi og tjáði mér að ísland væri með talsamband Þetta talsamband var á allt öðrum stað á leikvangmum, en það fyrra við frétta- mann hljóðvarps Aðrir fréttamenn frá íslandi höfðu ekki orðað við mig að vera viðbúinn talsambandi strax eftir leikinn og hafði ég því enga hugmynd um hver á línunni væri, en brá við strax, yfirgaf gestgjafa okkar og hljóp niður stúkuna og í símann, sem var langt frá þeim stað er ég var á, meðan á leiknum stóð Fréttamaður Morgunblaðsins var í símanum, þegar ég kom þar að, og tjáði mér að fréttamaður hljóðvarps, Bjarni Felixson, vildi tala við mig Er ég tók við símanum, var Bjarni þegar á línunni og spurði hann mig um gang leiksins og svaraði ég ölfum spurningum Bjarna Þá tjáði Bjérni mér, að frétt þessi þyrfti að fara frá sér strax, vegna fréttaflutnings hljóðvarps, þakkaði mér fyrir og kvaddi, sem ég og gerði, og lagði á. Finnski starfsmaður- inn orðaði ekki við mig hver eða hverjir væru að reyna að ná talsambandi við mig, fréttamaður Morgunblaðsins ekki heldur, þá ekki fréttamaður hljóðvarps og ég minnist þess ekki að stúlka af talsfmasambandinu hafi komið inní samtal okkar Bjarna Felixsonar Frétta- maður Morgunblaðsins getur staðfest þetta og hefur tjáð mér, að hann hafi rætt við Bjarna Felixson örstutta stund og engin skilaboð verið frá símastúlku og eru því ummæli fréttamanns hljóð- varps í Þjóðviljanum ósönn og furðu- leg, Varðandi bið fréttamanns Tímans eftir samtali við íslenzka hópinn í 2Vi klst sem hann segist ekki hafa fengið, vil ég taka fram eftirfarandi: r íslenski landsliðshópurinn kom á hótel það er við bjuggum á, um kl 20 (ísl.t) og var þar snæddur kvöldverður Nokkru eftir kvöldverð, um kl 21, var REYNIR KRÆKTI SÉR í TVÖ DÝRMÆT STIG SPENNAN jókst heldur betur f botnbaráttunni I 2. deild á laugar- dag, þegar Reynir, Arskógsströnd, sigraði ísfirðinga með einu marki gegn engu. Við þennan sigur Reynis deila þeir botnsætinu með Selfvssingum og er ekki að efa að í uppsiglingu er hatrömm barátta þessara tveggja liða til að forða sér frá fallinu. Leikur Reynis og IBI var annars nokkuð knálega leikinn og helzt að sjá sem aukinn hugur sé í Reynis- mönnum, en á timabili virtist liðið öllum heillum horfið. Það var Jón Gunnlaugsson sem skoraði eina mark leiksins þegar um hálftimi var af leik. Jón skallaði þá knött- inn fallega i netið eftir horn- spyrnu. Leikinn út áttu Reynis- menn annars nokkur dágóð færi en tókst ekki að nýta þau utan þetta eina sinn. Isfirðingarnir sköpuðu sér hins vegar ekki teljandi færi og verður þvi sigur Reynis að teljast sanngjarn. ís- firðingunum gengur fremur illa að leika á grasvöllum, enda vanir sin- um lausa og slæma velli á Isafirði. Sævar Frímannsson skilaði dómarahlutverki sínu með ágæt- um, þrátt fyrir að leikurinn hafi á köflum verið nokkuð harkalega leikinn. Sigb.G. SIGLRRÐING- AR í ÍIRSLIT SIGLFIRÐINGAR hafa þegar tryggt sér sigur í Norðurlands- riðli 3. deildar islandsmótsins i knattspyrnu. A laugardaginn lék KS við USAH á Blönduósi og sigr- aði KS 3:0. Hafa Siglfirðingar unnið alla sína leiki og hafa tryggt sér sigur i riðlinum jafnvel þótt ólokið sé þremur umferðum. Nánar verður fjallað um keppni í Norðurlandsriðli seinna. Þróttur - ÍA í kvöld ÞRÖTTUR og Akranes mætast i 1. deildarkeppninni á Laugardals- vellinum klukkan 2Ó i kvöld. Fyrri leik liðanna lyktaði með sigri IA, 1:0, og fór sá leikur fram á Akranesi. ég kvaddur ! símann islensk lalsima- stúlka tjáði mér að fréttamaður Timans óskaði eftir samtali við mig Eftir nokkra bið kom á línuna sjálfvirkur simsvari, en síðan Stúlkan aftur og tjáði mér að númerið, sem fréttamaður Timans átti að vera í, svaraði ekki, bað mig enn að bíða, leitaði hún að heima? síma fréttamannsins, en sagði siðan a’ð nafn fréttamannsins væri ekki i sima- skrá og gæti hún þvi ekki gert meira i þessu máli og sagðist mundu reyna aftur, Eínn af fararstjórum' okkar, Gylfi Þórðarson, var víð hlið mina er þetta samtal fór fram Ég var á hótelinu í nær 1 klst eftir þetta samtal en i burtu um þ b 1 Vi klst Á fyrrnefndum tíma ræddu tveir fréttamenn frá íslandi við landsliðs- þjálfarann Tony Knapp, og i þriðja sinn var óskað eftir samtali frá islenskum fréttamanni og þeið Knapp i simanum í um 3 min , en ekkert samtal kom Þá hringdu islenskir fréttamenn og í leik- menn ísl liðsins og ræddu við þá Kl 7 að morgni að isl tima, hringdi fréttamaður Dagblaðsins til min og leitaði frétta sem hann fékk Það sem að framan kemur, sýnir Ijóslega að ekki var erfiðleikum bundið að ná sambandi við isl hópinn á Hotel Haaga Þetta veit og fréttamaður Morg- unblaðsins, sem með okkur var allan timann Þetta er nokkuð langt mál, en nauð- synlegt er að öll málsatvik komi fram. Það er skylda hvers fréttamanns að segja sannleikann, Viðkomandi iþróttafréttamenn S,ig- mundur Steinarsson, Sigurdór Sigur- dórsson, Bjarni Felixson, eiga þess nú kost að þiðjast afsökunar, eða reynast minni menn ella. . Jens Sumarliðason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.