Morgunblaðið - 20.07.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.07.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JULI 1976 Litið við í Þorlákshöfn á 25 ára afmælinu Þorlákshöfn árið 1 950. Úr sveitabýli í sjávarþorp Unnið við karfa og þorsk í frystihúsi Meitilsins hf. Friðrik Friðriksson var einn þeirra fjögurra sem skráðir voru i Þorlákshöfn árið 1950. Q t DAG er Þorláksmessa á sumri og þennan dag hafa fbúar f Þorlákshöfn valið til að minnast 25 ára afmælis þorpsins. Ekki miða Þorlákshafnarbúar afmæli sitt við neinn einstakan atburð nema að fyrir u.þ.b. 25 árum tók byggð þar að vaxa og á örfáum árum breyttist Þorlákshöfn úr litilli húsaþyrpingu f blómlegt þorp með fjörugu athafnalffi. íbúar á Þorlákshöfn eru nú um 850 talsins en til gamans má geta þess, að árið 1950 voru þar skráðir aðeins 4 fbúar. I tilefni afmælis- ins lagði Mbl. leið sfna til Þorlákshafnar f þvf skyni að bregða upp mynd af staðnum og Iffi fólksins sem þar býr. SVEITABÝLIÐ OG SJAVARÞORPIÐ Gunnar Markússon, skólastjóri, er formaður hátíðarnefndar og hefur undirbúningur hátíðarhald- anna að miklu leyti hvílt á hans herðum og aðstoðarfólks hans i nefndinni. Sagði Gunnar, að ákveðið hefði verið að setja upp sögu- og heimilisiðnaðarsýningu í tilefni afmælisins en sýningin var opnuð á laugardaginn sl. Verður sýningin opin alla þessa viku i tengslum við hátiðarhöldin sem lýkur n.k. sunnudag. Auk sýningarinnar er afmælisins minnst með samkomum fyrir börn og fullorðna svo og íþrótta- kappleikjum. I tilefni afmælisins hefur Gunnar tekið saman ágrip af sögu Þorlákshafnar og kemur þar fram að henni má skipta í tvo höfuð- kafla, — sögu sveitabýlisins og sögu sjávarþorpsins. Upphafið að sögu sveitabýlisins er svo algjör- lega hulið móðu fjarskans, að ekki er ljóst hvert var nafn staðarins í öndverðu. Munnmæli herma þó að bærinn hafi i upp- hafi heitið Elliðahöfn og verið kenndur við skip það, er Ketil- björn gamli kom S frá Noregi. Þau sömu munnmæli geta þess og, að bóndi nokkur hafi í hafs- nauð heitið á heilagan Þorlák sér og félögum sinum til fulltingis og heimkominn hafi hann breytt nafni á bæ sínum og kallað Þor- lákshöfn. En hvað sem bærinn hét, er ljóst að i Þorlákshöfn var búið og oftast stórt. Kynslóðir komu og kynslóðir fóru þar til komið var fram um 1950, — þá hvarf síðasta bændafólkið frá Þorlákshöfn með amboð sín, áhöld, fénað og fögg- ur. Lauk þá sögu sveitabýlisins. Arið 1949 var Meitillinn h.f. stofnaður að frumkvæði Egils Thorarensen ög má segja að það hafi verið upphafið að sögu sjávarþorpsins sem nú minnist 25 ára afmælis síns. Félagið hóf út- gerð á vertíðinni 1950 með fimm bátum sem allir hétu nöfnum Skálholtsbiskupa. Flaggskip þess flota var Þorlákur, sem var 27 tonn að stærð. A manntalinu 1950 voru skráðir í Þorlákshöfn 4 karl- menn en engin kona. Arið eftir, þegar fyrstu húsin voru reist voru komnar þangað tvær fjölskyldur og 7 einhleypingar, alls 14 manns. Nú eru íbúar með lögheimili um 850 talsins og er meðalaldur þeirra 24 ár. UNNIÐ AFKRAFTI í FRYSTIHÚSINU Höfnin í Þorlákshöfn er lifæð staðaríns eins og svo margra annarra sjávarplássa hér á landi. Er stöðugt unnið að endurbótum við höfnina en í september 1974 hóf ístak framkvæmdir við þann áfanga hafnargerðarinnar, sem nú er unnið að og áætlað er að ljúki á þessu ári. Mun það vera stærsta átak, sem gert hefur verið í einu vió hafnarbyggingu hér á landi. Skammt upp af höfninni er hraðfrystihús Meitilsins h.f. og var vinna þar í fullum gangi er Mbl. bar að garði, enda hafði togarinn Jón Vídalín landað um 150 tonnum af karfa og þorski daginn áður. I hraðfrystihúsinu vinna nú um 100 manns og sagði Sigurður Helgason yfirverkstjóri, að mannaflinn væri svipaður allt árið ^nda litlar sveiflur í afla- magni eftir árstíðum. Meitillinn h.f. er langstærsta atvinnufyrir- tækið i Þorlákshöfn en auk hrað- frystihússins rekur það saltfisk- verkun, innanlandsframleiðslu, s.s. ýsuborgara og ýsuflaka; út- gerðarstöð, rafmagnsverkstæði, loðnubræðslu og vélaverkstæði. „VIÐ HUGSUM EKKI BARAUM FISK “ Á leið okkar um þorpið rákumst við á sjaldgæfa sjón, — fresco (þ.e. málverk sem málað er beint á vegg) á einum vegg ibúðar- hússins að Oddabraut 20. Við knúðum dyra og húsfreyjan, Hulda Guðmundsdóttir, tjáði okkur að málverkið væri eftir Herbert Gránz, málara á Selfossi og væri það af Ófærufossi. Þegar Hulda vissi erindi okkar á Þor- lákshöfn kvaðst hún vona að við yrðum þess vísari að ibúar staðarins hugsuðu ekki eingöngu um fisk þótt hann væri þeim vissulega mikilvægur. Við bent- um henni á að verkið á veggnum væri a.m.k. eitt dæmi um að fiskurinn væri ekki eina umhugsunarefnið á Þorlákshöfn. Hulda harðneitaði að standa við vegginn á meðan myndatakan fór fram, en hún varaði sig ekki á ljósmyndatækninni og breiðlinsu Friðþjófs ljósmyndara og lenti því engu að síður með á mynd- inni. AÐ ÞVÆLAST UMOG TALA VIÐ FÓLK Sigurður Þorleifsson er eini íbúi Þorlákshafnar, sem er uppal- inn á gamla sveitabýlinu og hefur hann átt heíma í Þorlákshöfn allt frá fæóingu árið 1911. Okkur fannst því tilheyra, að reyna að hafa upp á Sigurði og hófum því leit um þorpið. Á vegi okkar varð þá Friðrik Friðriksson sem var einn þeirra fjögurra sem skráðir voru á Þorlákshöfn árið 1950. Friðrik stundaði sjómennsku og var skipstjóri lengst af eða þar til heilsan tók að bila fyrir u.þ.b. tíu árum síðan. Friðrik kvaðst vera þeirrar skoðunar að byggðin í Þorlákshöfn hefði vaxið of ört á þessum árum og þróunin væri of hröð. Sjórinn væri það eina sem fólk byggði afkomu sina á, og ef hann brygðist stæði ekkert eftir. Að loknum þessum yfirlýsingum horfði Friðrik tortryggnislega á okkur og spurði siðan: „Og þið þvælist bara svona um og talið við fólk og takið myndir?" — og síðan bætti hann við eins og við sjálfan sig: „Það er svo sem ekki verra en hvað annað ef menn geta lifað á þvi,“ — Við spurðum Friðrik hvort hann vissi nokkuð um Sigurð Þorleifsson. — „Ef hann er ekki heima hjá sér eða i fisk- húsinu sínu þá er hann áreiðan- lega að slá. Ef þió sjáið mann með orf hérna einhvers staðar þá er það áreiðanlega Siggi Þorleifs." — Og með það klifraði Friðrik Friðriksson upp i stiga og tók að dytta að húsinu sínu. Við hófum nú leit að manni með orf og ljá en sú leit bar ekki árangur og yfirgáfum við því Þor- lákshöfn án þess að hitta Sigurð Þorleifsson enda hafði þá tíminn hlaupið frá okkur og sól var tekin að hníga til vióar. sv.g.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.