Morgunblaðið - 20.07.1976, Síða 34

Morgunblaðið - 20.07.1976, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JULÍ 1976 Vinstri sinnaðir skæru- liðar sprengja á Spáni Madrid — 19. júli — Reuter — AP 27 SPRENGJUR sprungu á Spáni um helgina. FMestar sprungu við opinberar byggingar í stærstu borgum landsins. Samtök vinstri sinnaóra skæruliða hafa lýst ábyrgð sinni á þessum sprengjutilræðum, en ástæðan fyrir þeim sé sú, að nú séu liðin 40 ár frá upphafi borgarastyrjaldarinnar á Spáni. Sjö manns særðust í sprengingum þessum. Skæruliðasamtökin, sem segjast bera ábyrgð á sprengingunum, kenna sig við 1. október, og segjast þau einnig hafa staðið á bak við morð fjögurra lög- reglumanna hinn 1. októ- ber í fyrra. Yfirvöld á Spáni telja, að aðskilnaðarsamtök Baska og skæruliðahreyfingin P'RAP standi að sprengju- tilræðunum. k’RAP er skammstöfun byltingar- hers andfasískra föður- landsvina, en það er skæru- liðahreyfing, sem hefur bækistöð í Barcelona. Ford er sigurviss Washington, 1 9 júli AP FORD forseti sayði i dag að iiann væri að þvi kommn að sig.ra Ronald Reagan i keppnmm um útnefnmguna i forseta framboðið fyrir repúblikana og kvaðst þess fullviss að hann mundi sigra Jimmy Carter í kosnmgunum i rióvem ber Ford kvaðst þess fullviss að hann mundi sigra Reagan i fytstu atkvæða greiðslu á flokksþmgi repúbhkana Vegna ummæla varaforsetaefms demó krata. Walter Mondale, á þingi flokks- ins sagði Ford að hann sæi ekki eftir þvi að hafa náðað Richard Nixon og mundi gera það aftur Frank Sinatra og Barbara Marx skera brúðkaups- tertuna sfna, og er ekki annað að sjá en að hjónin séu samhent. Þau gengu í hjónaband 11. júlí s.l. — Glundroði Framhald af bls. 1 hringinn til þess eins að vera krýndur sigurvegari þar sem and- stæðingurinn mætti ekki og reið- ur áhorfandi hrópaði: „Hvað er orðið af Ólympíuandanum.'* Hringirnir fimm sem eru tákn Ólympíuleikanna, einn fyrir hverja heimsálfu, eru aðeins orðnir þrír og giundroðinn er al- ger. Kínverjar taka ekki þátt í leik- unum i Montreal þar sem Ólym- píunefndin hefur enn ekki tekið afstöðu til þess hvort ganga skuli að því skilyrði Peking- stjórnarinnar fyrir þátttöku í Ólympíuhreyfingunni að Taiwan verði rekin úr henni og nú hafa langflest Afríkuriki hætt við þátt- töku sína í leikunum. Starfsmennirnir í Montreal hafa neyðzt til að endurskipu- leggja fjölda leika og aflýsa öðr- um sem selt hafði verið inn á fyrir hundruð þúsunda dollara. Vmis Afrikuríki höfðu ekki einu sinni fyrir því að tilkynna að þau hefðu hætt við þátttöku. Sautján riki hafa opinberlega hætt þátttöku auk Taiwans sem neitaði að ganga að því skilyrði Kanadastjórnar að keppa ekki i nafni lýðveldisins Kína. Þau eru: Alsír, Kamerún, Chad, Kongó, Eþíópía, Ghana, Guyana, írak, Llbýa, Kenya, Niger, Nigeria, Ug- anda, Swaziland, Togo, Efri-Volta og Zambía. Egyptar tóku ekki þátt í setn- ingunni á laugardag í samúðar- skyni við afstöðu Afriku- og Ar- abaþjóða en leikmenn þeirra hafa keppt á leikunum þrátt fyrir fréttir frá Kairó um að stjórnin þar hafi skipað egypzka liðinu að koma tafarlaust heim. Fyrirliðar egypzka liðsins segja hins vegar að egypzki forsætisráðherrann, Mamdouh Salam hafi heimilað Egyptum að keppa. — Fresta brott- flutningunum Framhald af bls. 1 lega brezka sendiráðið, hafi samið við þá um öryggisvernd svipaða þeirri og þeir veittu þegar 270 Bandaríkjamenn og aðrir útlend- ingar voru fluttir sjóleiðis frá Líbanon 20. júní. Sýrlendingar sendu liðsauka til fjallaskarðs um 18 km austur af Beirút í dag og útvarpsstöð krist- inna manna segir að þeir undir- búi sókn inn í Suður-Libanon til hjálpar kristnum mönnum sem verjast í þorpum sem eru á yfir- ráðasvæði Palestinumanna og vinstrisinna. Bæði Palestinu- menn og falangistar spá hörðum bardögum á næstunni í fjöllunum austur af Beirút. Palestinumenn hrundu í dag 61. árásinni á 29 dögum á flótta- mannabúðirnar Tal Zaatar og harðir bardagar geisuðu í Beirút og nágrenni. ísraelski landvarnaráðherrann, Shimon Peres, gaf í skyn i dag að ísraelsmenn kynnu að halda að sér höndum og grípa ekki til íhlutunar ef Líbanon yrði skipt — gagnstætt því sem ísraelskir ráða- menn hafa sagt til þessa. Hann sagði að hálfgert „Kýpur- ástand" virtist rikja í landinu og hann héldi að Sýrlendingar vildu innlima Bekaa-dal. Hann sagði að þetta væri ekki mál sem ísraels- menn bæru ábyrgð á, þeir skiptu sér ekki af innanlandsmálum Libanons og mundu ekkert aðhaf- ast meðan öryggi þeirra væri ekki ógnað. ______«■ « -t - Hraunhitaveita Framhald af bls. 36 reikningar og samanburður á kostnaði við upphitun húsa með hreinni oliuhitun og kostnaði við hitun með fjarhitun miðað við 35% afslátt. Til dæmis má taka hús sem er 430 rúmmetra (Um 140 ferm.). Þar er oliunotkun samkvæmt út- reikningum 13 lítrar á rúmmetra á ári og hitunarkostnaður því 430 x 13 x 25,35 eða alls kr. 141706. Við það er að auki áætlaður 20 þús. kr. rekstrarkostnaður á kynditækjum, þannig að útkoman er 161706 kr. Sama húshitað með fjarhitun miðað við 65% af gjaldskrá, notar 1,8 rúmmetra vatns á hvern rúm- metra hússins á ári. Kostnaðurinn er því 1,8 x 430 x 175 x 0,65 eða alls 88042 kr. (175 er rúmmetra gjald fjarhitunar og 0,65 er %). Mælaleiga er 530 x 12 og verður heildarkostnaður þá 94402 kr. Mismunurinn er 67304 kr. eða 41.7% sparnaður. Þá er W hluti af tengigjaldi kr. 52175 kr. en tengigjaldið allt má * greiða á þremur árum. Þá segir í bókun bæjarráðs: í framhaldi af áætlunargerð fram- kvæmda og rekstrarkostnaðar verður stefnt að þvi að hitunar- kostnaður húsa fari ekki yfir 70% af núverandi gjaldskrá. Drög að fyrrnefndri áætlunargerð sýna að fáist sæmilega hagstæð lán til virkjunarframkvæmda, þá stenzt sú áætlun. Eftir ársreksturstima- bil verður gjaldskrá fjarhitunar samræmd enda verði þá lokið við tengingu hraunvarmans vestur i nýju byggðina og jafnvel víðar. Bæjarráð leggur áherzlu á að fullnaðarhönnun og áætlun þar að lútandi fyrir fjarhitun um all- an bæinn verði hraðað svo sem kostur er.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.