Morgunblaðið - 20.07.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.07.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JULÍ 1976 17 Banda- ríkja- menn beztirí karla- ■ Austur-Þjóðverjar í kvennagreinum StÐDEGIS I gær ad íslenzkum tlma var keppt I undanúrslitum í ýmsum sundgreinum og náðist eins og vænta mátti mjög góður árangur I öllum greinunum. Seint á gærkvöldi og I nótt áttu að fara fram úrslitakeppni f 100 metra skriðsundi kvenna, 100 metra baksundi karla, 200 metra flugsundi kvenna og 200 metra skriðsundi karla. Taguchi gæti veitt honum harða keppni, en Japaninn sigraði ein- mitt í greininni á Ólympíuleikun- um 1972, en þá sigraði Hencken i 200 metra bringusundi. í undanúrslitum i 200 metra skriðsundi náði Bruce Furniss beztum tíma 1,50,93 en heimsmet hans er 1,50,23. í 1500 metra skriðsundi voru Bandarikjamenn sem fyrr í fararbroddi en allir beztu sundmennirnir i greininni komust áfram í úrslit. Menn tóku ekki mjög á og sá sem náði bezt- um tíma, Paul Hartloff, synti á 15,20,74 minútum, en heimsmet Bandaríkjamannsins Brian Good- ell er 15,06,66 mín. Goodell varð fjórða i undanúrslitum og náði fjórða bezta tímanum i gær. Mestar likur eru á því að Bandarlkjamaðurinn John Naber fái flesta verðlaunapeninga af sundmönnum. Hann er 20 ára Bandarikjamaður og er talinn eiga möguleika á 5 gullpeningum, í 100 og 200 metra baksundi, 200 metra skriðsundi og boðsundum. Bandaríkjamenn virðast lang- sterkastir í sundgreinum karla en i kvennagreinunum eru austur- þýzku stúlkurnar sterkastar. í 200 metra flugsundi austur-þýzku stúlkurnar þremur beztu tímun- um, bezt var Andrea Pollack á 2,11,56 min. í gærdag jafnaði John Hencken Bandarikjunum heimsmet sitt í 100 metra bringusundi karla 1,03,88 og er hann talinn likleg- asti sigurvegarinn, en Japaninn Ender fyrst á nýju meti EINS og flestir bjuggust við sigraði austur þýzka stúlkan Kornelia Ender f 100 metra skrið- sundi á Olympfuleikunum, en úr- slitin fóru fram rétt fyrir mið- nætti s.l. nótt. Tími Ender var 55,65 sekúndur, sem er nýtt heimsmet. 1 öðru sæti varð Petra Premier Austur-Þýzkalandi á 56.49 og þriðja Enith Brigitha, Hollandi á 56,65 sek. Fyrr um kvöldið setti John Henchen, Bandaríkjunum nýtt heimsmet 1 100 metra bringu- sundi I undanúrslitum, synti á 1,03,62 mín og bætti eigið met um 0,26 sekúndur. Það met var tveggja ára gamalt. í URSLITUM 100 m baksunds karla í nótt vann John Naber Bandarfkjunum gullið. Hann synti á nýjum heimsmetstíma 55.49 sekúndum. Sunddrottningin Kornelia Ender, skærasta stjarna kvennasveitar A-Þjóðverja. Engin óvænt úrslit í handboltanum á OL FYRSTU leikirnir í handknatt- leikskeppni Ólympíuleikanna fóru fram á sunnudaginn. Urðu úrslitin þessi: A-RIÐILL: Júgóslavia — Kanada V-Þýzkaland — Danmörk Sovétrikin — Japan 22:18 (15:12) 18:14 ( 7:5 ) 26:16 (11:5 ) B-RIÐILL: Rúmenía — Ungverjaland 23:18 (13:8 ) Pólland — Túnis 26:12 (12:7 ) Tékkóslóvakia — Bandaríkin 28:20 (15:13) Ekki er hægt að segja að þessi úrslit komi mjög á óvart, nema þá helst hversu vel bæði Kanada og Bandarikin stóðu sig gegn erfið- um mótherjum. Anders Dahl- Nielsen var markhæstur Dananna í leiknum við Þjóðverja með 8 mörk en i liði Þjóðverja var Deck- arm markhæstur með 6 mörk. Hjá Sovétmönnum lék gamall kunn- ingi, Maximov, aðalhlutverkið, skoraði 6 mörk og lagði fleiri upp en Tchernysov var markhæstur í liðinu með 7 mörk. Engar upplýs- ingar lágu fyrir um hverjir skor- uðu fyrir Júgóslava. Stefan Birtalan var drýgstur í liði heimsmeistaranna frá Rúm- eniu og skoraði 6 mörk, en sterk- ur varnarleikur gerði þó gæfu- muninn i leiknum við Ungverja. Valsmenn heppnir að fá annað stigið ÞAÐ VAR sannkölluð meist- araheppni sem fylgdi Val í gær- kvöldi I leiknum gegn KR, sem fram fór á Laugardalsvellinum. Valsmenn sem hafa sýnt hvað bestu knattspvrnuna í sumar hafa heldur lækkað flugið í undanförnum leikjum og eru nú komnir að þvf að setjast. Það, að þeim skildi takast að krækja sér I annað stigið verð- ur að kallast heppni, svo fjarri voru þeir að þessu sinni að sýna nokkuð það, sem prýtt hef- ur leiki þeirra f sumar. Þá voru mörk þeirra sann- kölluð heppnismörk og bæði skoruð með aðstoð andstæðing- anna. KR-liðið er hins vegar í fram- för og það fór ekki á milli mála, að þeir voru sterkari aðilinn í þessum leik og hefðu því verð- skuldað bæði stigin. Auk þess, að aðstoða Valsmenn við að skora, voru þeir óheppnir með sim markskot og áttu m.a. tvö skot i þverslá. Það var Björn Pétursson sem skoraði fyrsta markið á 12. mín., eftir að hafa leið upp hægra meginn og losað sig við Kristinn Björnsson. Skot hans var fast og hnitmiðað og átti Ólafur Magnússon markvörður Vals ekki minnstu tök á að verja, enda var hann illa stað- settur. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og var litið um marktsékifæri, ef frá er talið skot Hauks Ottesen i þverslá. Á 49. min. jöfnuðu Valsmenn og var þeim fært þaó mark á silfurfati. Bergsveinn Alfons- son skaut að markinu af 20 metra færi og stefndi knöttur- inn í fang Magnúsar markvarð- ar, en þá rak Haukur Ottesen fótinn í knöttinn, sem breytti um stefnu og sigldi í möskvana. En á 70. mín. tókst KR að komast yfir öðru sinni. Sigurð- ur Indriðason gaf góða send- ingu til Guðmundar Jóhannes- sonar, sem að þessu sinni brást ekki bogalistin og skoraði örugglega. Valsmenn tóku nokkuð við sér eftir markið og aftur tókst þeim að skora heppnismark, sem færði þeim dýrmætt stig. Albert Guðmundsson skaut að markinu af löngu færi og aftur fór knötturinn í varnarmann KR og breytti örlítið um stefnu, en nóg til þess að Magnús mark- vörður kom ekki vörnum við og varð að horfa á eftir knettinum í netið. Leikinn dæmdi Þorvarður Björnsson og átti hann slæinan dag. H.Dan. LIÐ VALS: LIÐ KR: Óiafur Magnússon 1 Magnús Guðmundsson 2 Magnús Bergs 2 Guðjón Hilmarsson 2 Kristinn Björnsson 2 Sigurður Indriðason 2 Vilhjáimur Kjartansson 1 Ottó Guðmundsson 3 Dýri Guðmundsson 2 Olafur Olafsson 2 Bergsveinn Alfonsson 3 Haildór Björnsson 2 Ingi Björn Albertsson 2 Hálfdán Örlygsson 2 Atli Eðvaldsson 1 Haukur Ottesen 3 Hermann Gunnarsson 2 Jóhann Torfason 2 Guðmundur Þorbjörnsson 2 Guðmundur Jóhannesson 2 Albert Guðmundsson 3 Björn Pétursson 3 Alexander Jóhannesson (vm) 2 Dómari: Þorvaldur Björnsson 1. Lið Fram: Lið IBK: Arni Stefánsson 3 Þorsteinn Ólafsson 2 Ágúst Guðmundsson 2 Gunnar Jónsson 1 Trausti Haraldsson 2 Einar Ólafsson 2 Gunnar Guðmundsson 2 Einar Gunnarsson 3 Marteinn Geirsson 3 Guðni Kjartansson 2 Sigurbergur Sigsteinsson 2 Gisli Torfason 2 Eggert Steingrímsson 1 Sigurður Björgvinsson 1 Kristinn Jörundsson 2 Ólafur Júlfusson 2 Rúnar Gfslason 2 Steinar Jóhannsson 2 Ásgeir Elfasson 2 Karl Hermannsson 1 Pétur Ormslev 2 Þórir Sigfússon 3 Steinn Jónsson (v.) 1 Ástráður Gunnarsson (v.) 1 Dómari: Guðjón Finnbogason 2 DREGIÐIBIKARNUM ÞAÐ RÍKIR jafnan spenna þegar dregið er I 16 liða úrslit Bikarkeppni KSÍ, enda leggja félögin mun meira uppúr þess- ari keppni, en áður var. Kemur það einkum tvennt til og má þá fyrst nefna, að sigur í keppn- inni veitir rétt til þátttöku i Evrópukeppni bikarmeistara og f öðru lagi, að siðustu ár hefur úrslitaleikurinn gefið af sér drjúgar tekjur. Fyrsta liðið, sem kom upp úr pottinum hjá Hilmari Svavars- syni formanni Mótanefndar KSl í gærkvöldi var Þróttur N. Á móti þeim dróst Víðir frá Garði. ísfirðingar fá Fram i heimsókn og Haukar fá Val i Hafnarfjörð. KRingar, sem léku gegn Þór frá Akureyri í fyrra fara aftur til Akureyrar og leika nú gegn KA. Völsungar á Húsavík drógust á móti Breiðablik úr Kópavogi og Akurnesingar gegn Viking. Bikarmeistarar ÍBK fá Vest- mannaeyinga til Keflavíkur og ReykjavikurÞróttur leikur gegn FH. 16 liða úrslitin verða því þannig og á það lið, sem talið er á undan, heimaleik. 28. júlí: Þróttur N — Viðir 27. júlí: ÍBI — Fram 27. júli: Haukar — Valur 27. júli: K.A. — K.R. 27. júli: Völsungar — Breiða- blik 27. júli: Í.A. — Vikingur 27. júli: I.B.K. —.IB.V. 27. júli: Þróttur R — F.H. ASGEIR A SKOTSKON- UM í TOTO-KEPPNINNI STANDARD Liege, lið Ásgeirs Sigurvinssonar, hefur að und- anförnu tekið þátt 1 Toto- keppninni svonefndu og staðið sig vel. Hefur liðið leikið þrjá leiki, unnið tvo og gert eitt jafntefli og er markatala liðs- ins 9:2. — Þetta hefur gengið ágæt- lega hjá okkur og mér sjálfum hefur gengið vel, hef skorað tvö mörk i þessum leikjum," sagði Ásgeir Sigurvinsson, þegar Mbl. ræddi við hann úti í Bel- gíu i gær. Fyrst lék Standard I Israel við lið sem heitir Hapoel Beer-Sheba og varð jafntefli 0:0. Næst lék Standard heima við danska liðið Köge og sigraði 6:1 og skoraði Ásgeir þar eitt mark. Á laugardaginn var svo leikið við israelska liðið á heimavelli Standard og sigraði heimaliðið 3:1. Var Asgeir þar aftur á skotskónum. Að sögn Ásgeirs er Standard nú að búá sig af fullum krafti undir keppnistimabilið. Mun liðið leika 18 leiki áður en keppnistimabilið hefst. Næst leikur Standard við Herta Ber- lín í Berlín annað kvöld. Þegar Toto-keppninni lýkur fer Standard til Belgiu, þar sem liðið leikur i tveimur mótum. m.a. við Derby og Feyennord. Ásgeir kvaðst bjartsýnn á veturinn. Nýir menn væru komnir til liðsins og hefðu þeir staðið sig vei. Ásgeir kemur heim i haust í landsleikina við Belga og Hollendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.