Morgunblaðið - 20.07.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.07.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JULÍ 1976 29 félk í JIÍ fréttum Twiggy uppað altarinu + Twiggy, hrífuskaftið mjaðmalausa. sem var ein þekktasta fvrirsæta heimsins á sjöunda áratugnum, hefur nú bætt við sig fjölmörgum kflóum og þvkir nú af sérfróð- um hin þokkalegasta stúlka I vextinum. Hún verður 27 ára í september n.k. og á afmælis- daginn sinn hefur hún ákveðið að ganga upp að altarinu með sfnum heittelskaða, leikaran- um Michael Whitney, sem skildi við fyrri konu sfna fyrir rúmum tveimur árum. Twiggy kvað vera í sjöunda himni þessa dagana og að sögn kunn- ingja hennar er hún fegin að vera laus úr gamla „Twiggy- gervinu" þvf nú geti hún borð- að allt sem hana langar f. Róstusamir íþróttaunnendur + í spennandi keppni er oft ansi heitt f kolunum á áhorf- endapöllunum og áhorfendum hleypur kapp í kinn ekki síður en keppendum. Meðfylgjandi myndir eru þessu til vitnis en á annarri þeirra, sem tekin var á knattspyrnuvelli f Argentfnu, er æsingurinn í áhorfendum svo mikill að girðingin sem skilur á milli leikvangsins og áhorfenda er að gefa sig og fylgdi það sögu myndarinnar, að margir í fremstu röð hefðu orðið fyrir alvarlegum Ifkams- meiðingum þegar hinir, sem fyrir ofan voru, tróðu þá undir. Hin myndin var tekin f hnefa- leikakeppni f Chicago þegar áhorfandi einn lýsti óánægju sinni með frammistöðu kepp- enda með þvf að grýta stól sfn- um upp f hringinn. 11 miUjarðar of mikið... + Hugmyndin um-að Bítlarnir komi saman á ný strandar cnn sem fyrr á Paul McCartney. Honum finnst tilboðið, sem þeir félagar hafa fengið fyrir að koma saman f eitt skipti, upp á 11 milljarða ísl. króna svo fráleitt að hann vill ekki vera með. — „Þetta er brjál- æði,“ segir Paul. — „Svo mik- illa peninga er enginn maður verður. Komi Bítlarnir saman á ný mun ég gera það ókeypis og þá fyrst og fremst vegna tón- listarinnar, ekki peninga," seg- ir hann. + Kvikmvndaleikkonan Gina Lollobrigida, sem nú stendur á fimmtugu hefur slitið sam- bandi við hjartaskurðlækninn Christian Barnard, en sam- dráttur þeirra vakti mikið um- tal á sfnum tíma. En Gina hefur fundið sér nýjan förunaut og sést nú öllum stundum með iðnjöfrinum Giorgio Petruechetti. + Vegfarendur á Strikinu f Kaupmannahöfn ráku upp stór augu sem von er, þegar þessi stúlka birtist f hinum nýstár- lega „botnlausa" klæðnaði. Ef til vill er hér upphafið að nýrri tízku, — hver veit?? ÞESSI mynd var tekin um borð f Árna Friðrikssyni f leiðangri f byrjun júlf þar sem hafrannsóknamenn voru að leita að sfldarhrygningar- svæðum á hafnsbotni en bæði sfld og loðna hrygna við botn. Við leitina voru notaðar botnsköfur eins og sést á myndinni, en hrognin eru föst á steinum. Jakob Jakobsson fiskifræðingur kvað leiðangursmenn hafa fundið nokkuð af sfldarhrognum f botni allt að 12 mflur norðvestur af Garðskaga. Reykjavíkurborg kaupir „Fallandi gengi” BORGARRÁÐ hefur samþykkt að festa kauu á höggmyndinni „Fallandi gengi“ eftir Ingva Hrafn Hauksson myndlistarmann. Lista- verk þetta er nú til sýnis á Lækjartorgi. GISTIHÚS HÉRAÐSSKÓLANS LAUGARVATNI Sumarlevfisþjónusta Gistihús Héraðsskólans að Laugarvatni býð- ur nú sérstök kjör fyrir fjölskyldur og aðra. 7 daga dvöl að Laugarvatni fyrir aðeins 6.000. — með aðgang^að sundlaug og gufubaði. Á neðstu hæð gistihússins er kaffitería, þar sem ferðafólk getur valið um úrval Ijúffengra rétta á sanngjörnu verði Uppl í síma 99-6113. Reynið sumarleyfisþjónustuna — og njótið dvalarinnar að Laugarvatni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.