Morgunblaðið - 20.07.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.07.1976, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 20. JULÍ 1976 ElliAavog. Skipsmenn nota tímann hériendis til a<) dytta að bátnum, m.a. verður borin feiti á húðirnar sem báturinn er gerður úr. A myndinni sést þegar vérið er að draga bátinn á land. Bátsmenn hyggjast halda héðan í vikulokin. Ljósm. Br.H. Hraunhitaveitan í Eyjum: 42% sparnaður miðað við olíuverð Yfirvinnu- bannið fellt niður Dyttað að Brendan í Elliðavogi tRSKI húsbáturinn Brendan er nú á þurru landi í Bátanaustum við Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur heldur hér á steinkol- unni, sem fannst f Kópavogi f gærmorgun. Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, hefur rannsakað koluna og telur að hún sé frá miðöldum. Kola þessi hefur verið með haldi, en það var brotið af og sést sárið á myndinni. Sjá nánar myndir og grein bls. 3. — en þó óánægja með úrskurð Kjaranefndar EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á f jöl- mennum fundi í Starfs- mannafélagi Ríkisútvarps í gær: „Almennur fundur í Starfsmannafélagi Ríkisút- varpsins, haldinn 19. júli 1976, lýsir megnri óánægju sinni með úrskurð Kjara- nefndar frá 16. júlí 1976. Félagið áskilur sér allan rétt til frekari aðgerða til að knýja fram réttmætar kjarabætur. Meðan slíkar aðgerðir eru undirbúnar telur félagið hins vegar rétt eftir atvikum að fella úr gildi yfirvinnubannið, sem verið hefur að undan- förnu frá og með miðnætti í nótt.“ ENSKT leiguflugfélag, Air Hibis- cus, hefur fengið leyfi flugmála- yfirvalda á íslandi og I Kyrra- hafsríkinu Fiji til þess að hefja leiguflug milli landanna tveggja, með viðkomu á Bahamaeyjum. Mun vera um að ræða leyfi sem gildir í eitt ár og í frétt frá Fiji segir að þarlend yfirvöld hafi heimilað tvö flug á viku milli islands og Fiji. Skv. upplýsingum Agnars Kofoed Hansens flug- málastjöra hefur Flugráð veitt leyfi sitt til þessaflugs, en Agnar taldi að málið væri enn á könnun- arstigi og ekki væri vitað hvenær fyrstu ferðirnar yrðu farnar. Sagði Agnar að Air Hibiscus hefði sýnt á því áhuga að koma farþegum sínum frá Fiji áfram til Evrópu og Bandarfkjanna með vélum Flugleiða. Martin Petersen hjá Flugleið- um sagði Mbl. i gær að Air Hibisc- us hefði sent Flugleiðum fyrir- spurn um fargjöld og fleiri atriði varðandi flug með vélum félags- ins og hefði þeirri fyrirspurn ver- ið svarað, en ekkert frekar hefði heyrzt frá Air Hibiscus. Sagði hann að svo virtist sem hugsan- legt væri að Flugleiðir gætu feng- ið þarna aukna flutninga ef af leigufluginu yrði og ef um semd- ist, en annað væri ekki að segja um málið á þessu stigi. Air Hibiscus mun vera tiltölu- lega nýtt flugfélag á Bretlandi og er það í eigu brezks auðmanns, Michael Bartlett. Félagið er fyrsta félag sinnar tegundar sem fengið hefur leyfi Fiji manna til leiguflugs til landsins, en þar- lendir hafa lagzt gegn sliku flugi. Fiji er smáríki i Kyrrahafinu ekki langt undan ströndum Astralíu. Hikið er eyjaklasi með alls um 800 eyjum, en þar af eru um 100 í byggð. Landið laut áður stjórn Breta, en varð sjálfstætt ríki árið 1970. Það er miðstöð samgangna í suðvesturhluta Kyrrahafsins og er í þjóðbraut samgangna milli Ástralíu, Nýja- Sjálands og Norður-Ameríku. Þar býr um hálf milljón manna. Milli Islands og Fiji eru rúmir 20.000 kílómetrar. Drukknun í Akraneshöfn Akranesi 19. júlf. EYLEIFUR Isaksson fyrrverandi skipstjóri, Mánabraut 4, öðru nafni Lögberg, drukknaði i höfn- inni hér i morgun, er hann var að huga að hrognkelsabátum í vör- inni rétt fyrir neðan heimili hans. Þaðan reri hann árum saman á opnum bátum og lenti oft i úfnum sjó og barningi. Hann var einnig farsæll skipstjóri á vélbátum og var fyrstur til að finna fiskimiðin fyrir vestan Akranes, en þá hættu Akurnesingar útgerð frá Sand- gerði á vetrarvertíðum. Eyleifur var 84 ára gamall. —Júlfus 35% afsláttur af gjaldskrá á tilraunahitaveitu B/EJARRÁÐ Vestmannaeyja ræddi á fundi sínum I gær í framhaldi af fyrri fundum um hraunhitaveituuppbygginguna og gjaldskrá fyrir tilraunahraun- hitaveituna. Var þar samþykkt samkvæmt upplýsingum Páls Zóphoniassonar bæjarstjóra, að halda áfram nú þegar við hraun- hitaveitutilraunina og stefna að uppbyggingu fjarhitunar með orku frá hraunveitunni fvrir all- an bæinn, nema þann hluta sem hitaður er með rafmagni. Eftirfarandi er úr bókun bæjar- ráðs Vestmannaeyja á fundinum i gær: „Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að fyrsta ár hraunhitaveitunnar verði veittur 35% afsláttur af gjaldskrá fjarhitunar fyrir hús- eignir sem tengdar eru tilrauna- hitaveitu. (Gjaldskrá fjarhitunar er heldur undir olíukyndingar- verði). Þar sem fyrirsjáanlegt er að ýmsir örðugleikar verða i rekstri tilraunahitaveitunnar fyrst um sinn og ekki öryggi fyrir ákveðnu framrennslishitastigi vatns, er talið rétt að 35% afslátt- ur verði veittur. Fyrir lágu út- Framhald á bls. 34 W ' Islendingar voru 219.0331. des. sl. ÍSLENDINGAR voru 1. desember sl. 219.033, en voru 1. desember 1974 216.628 og nemur fjölgunin á þessu eina ári 1,11%. Karlar voru 1. desember sl. 110.632 en konur 108.401. Ibúar Revkjavíkur voru 84.856, en í öðrum kaupstöð- um bjuggu 71.747 og í sýslum Skin og skúr- ir á dagskrá — segir Veðurstofan „Það má búast við því að það þykkni upp Vestanlands á þriðjudagsmorgun með suð- lægri átt,“ sagði Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur í spjalli við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Sennilega verður rigning af og til vestanlands, en það ætti að verða gott á Austurlandi og Norðurlandi. Líklega verða skin og skúrir á Suðurlandi, þ.e. bjart austan til en súldarlegra vestan til. Og ef við spáum i miðvikudaginn, þá gengur þetta liklega yfir aðfaranótt mikvikudags og á miðvikudag má búast við skúraveðri Vestanlands en björtu á milli en það verður léttara yfir austanverðu land- bjuggu alls 62.430. Fjölmennasti kaupstaðurinn að Reykjavik frá- taldri er Kópavogur með 12.570 íbúa og næstur í röðinni er Akur- eyr með 11.970 fbúa en þriðji er Hafnarf jörður með 11.599 íbúa. Fjölgunin milli áranna 1973 og 1974 var 1,47%, þannig að fjölg- unin á síðasta ári varð nokkru minni, eða 1,11%. Fámennasti kaupstaðurinn á landinu er Seyð- isfjörður með 963 íbúa, en næstfá- rpennastur er Eskifjörður með 994 ibúa. Sveitarfélög á landinu eru nú alls 224 að tölu, þar af 19 kaupstaðir og 205 hreppar. Sýslu- félögin eru 23 að tölu. Fámennastur af hreppum landsins er Múlahreppur i A- Barðastrandasýslu, en íbúar hans eru 20, 11 karlar og 9 konur. Næstir í röðinni koma Fjalla- hreppur i N.-Þingeyjasýslu með 22 ibúa og Selvogshreppur i Ár- nessýslu með 23 íbúa. í yfirliti Hagstofunnar um mannfjölda er nú í fyrsta skipti getið sérstaklega um fjölda íbúa þéttbýlisstaða ut- an kaupstaða eftir kyni og er Sel- foss f jölmennasti þéttbýlisstaður- inn með 2.966 íbúa, 1.517 karla og 1.449 konur. Næst fjölmennasti þéttbýlisstaðurinn er þéttbýlið f Mosfellssveitinni en ibúar þar eru 1.489. Framhald á bls. 35 Leiguflug milli íslands og Fiji?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.