Morgunblaðið - 20.07.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.07.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JULÍ 1976 27 varö síðar sá stofn sem íslenska sjónvarpið var byggt á. Á þeim fjölmörgu árum sem Sveinn gegndi opinberum störf- um, heyrði ég aldrei ýjað að þvi, að hann hefði persónulega nýtt sér þau tækifæri sem slíkum mönnum sjálfsagt gefast ef vilji er fyrir hendi, enda talinn með vönduðustu . embættismönn- um.þótt skyggt hafi á eigin breyskleiki um tima, sem okkur svo mörgum verður á. Enginn vafi er á, að löggjöfin um að Viðtækjaverslunin skyldi lögð niður, hafði varanleg áhrif á Svein. Sjálfur mælti hann með að þessi leið yrði farin, en þau spor urðu honum þung, enda lífsstarf hans þar falið. Má segja að á næstu árum hafi hann, um leið og þessu starfi hans lauk, gefið upp þau áhugamál sem honum voru hjartfólgnust. Hann hætti allri spilamennsku, en hann var um langt árabil í fremstu röð bridgespilara okkar, bæði innanlands og erlendis, sem þátttakandi og í fararstjórn. Bera fjölmargir verðlaunabikarar hans vitni um það. Þá hætti hann einn- ig því sem var hans annað áhuga- mál, en það var lestur góðra rit- verka. Hann hélt fram á siðustu ár, sérstaklega upp á ævisögur merkra manna og annan sagn- fræðifróðleik. Sveinn kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ástu, 25. október 1930. Hún er fædd 24. ágúst 1909 og er kjördóttir Andrésar Fjeld- sted, augnlæknis í Reykjavik, og konu hans Sigriðar, f. Blöndal (Magnúsar Th.) Hún er dóttir Jochums Þórðarsonar skipstjóra, bróður Björns Þórðarsonar fyrrv. ráðherra, en Jochum fórst i hafi. Hann var kvæntur Dilja Tómas- dóttur, móður Ástu. Börn þeirra hjóna, Ástu og Sveins, eru þessi: 1. Sigríður, f. 1. júli 1931, gift þeim sem þetta rit- ar. Eiga þau fjögur börn, Sigurð, Ástu, Skúla og Margréti. 2. Margrét, f. 15. nóv. 1932, gift John Price enskættuóum frá Durban, en nú búsett í Pietermaritzburg í S-Afriku. Eiga þau þrjár dætur. Má geta þess að Margrét mun vera fyrstur íslendinga, svo sögur fari af, árið 1961, til að klifa fjall- ið Kilimanjaro í Afríku. 3. Andrés Fjeldsted, f. 12. des. 1934, símvirki og nú við nám i Háskóla íslands. Kvæntur Ragn- hildi Þóroddsdóttur, skrifstofu- stúlku hjá Landsíma íslands. 4. Sveinn Ingvar, f. 25. ágúst 1939, viðskiptafræðingur, kvæntur Hallfriði Tryggvadóttur, og starf- ar hjá Landsbanka íslands. 5. Sighvatur, f. 27. jan. 1941, raf- vélavirki, kvæntur Örnu Borg Snorradóttur og eiga þau tvo syni, Svein Snorra og Andrés Birki. 6. Ingvar, f. 15 mai 1943, stýri- maður, kvæntur Kristinu Lárus- dóttur. Þau eiga tvö börn, Hjör- disi Önnu og Svein Erling. Sem tengdasonur Sveins, búandi hjá honum fyrsta búskap- arár okkar hjóna og við frekari kynningu, veit ég að hann var vel kvæntur. Kona hans Ásta er stór- brotin sem húsmóðir og hefur erft og alist upp við þann þekkta myndarskap sem kjörmóður hennar, Sigríði og hennar ætt- ingjum, ætið hefur fylgt. Ásta var ekki ein þau ár, sem Sveinn var rúmliggjandi á heimili sínu. Synir hans og tengdadætur aðstoðuðu, svo að ærin ástæða er fyrir okkur sem fjær stóðu að þakka allt sem á því sviði var gert, þótt Ásta eigi að sjálfsögðu þar stærstan hlut. Þegar ég nú kveð tengdaföður minn, Svein, verður mér að sjálf- sögðu í huga þolinmæði okkar hvor með öðrum um aldarfjórð- ungs skeið, þegar um stjórnmál var að ræða og í ýmsum erfiðleik- um fjölskyldumála. Sveinn var trúr hugsjónum föð- ur síns og þeirra sem á þeim árum fylktu liði undir fána ungmenna- félaganna, sem svo oft voru nýtt til framdráttar einni pólitískri skoðun. Ég og tengdafaðir minn háðum oft harðar en stuttar pólitískar snerrur, enda hann Framsóknar- maður og ég Sjálfstæðismaður í gamaldagsmerkingu þeirra orða. Viss hiti kom þó alltaf upp, þegar kosningar nálguðust og stóðu yfir. Sveinn var ekki aðeins tilfinn- inganæmur, heldur og geðmikill. Hann gat verið mjög ör, sérstak- lega þegar rætt var um stjórnmál. Hann fór á flug og skammaði and- stæðinga, en lét allt slikt gleymt að morgni. Alltaf var hann þó fylgismaóur „sins flokks", ekki sist er farið var af stað með undir- skriftirnar „Varið land". Við- brögð hans þá, þrátt fyrir veik- indi hans, sýndu að hugur hans var enn skýr og hann kunni sem áður að gera skil á góðu og því sem verra er. Þegar Sveinn er kvaddur i dag Guðmunda Guðmunds- dóttir — Mumingarorð Fædd 26.mars 1924. Dáin 13. júlf 1976. Haustið 1923 andaðist að Óspakseyri Guðmundur Guðmundsson bóndi á Melum Árneshreppi, Strandasýslu. Hann lét eftir sig konu og 11 börn og það 12. á leiðinni, sem fæddist nokkrum mánuðum eftir lát föður sins. Það var stúlka sem hlaut nafn föður síns og var skírð Guð- munda, yndislegt og elskulegt barn. Það má öllum vera ljóst að þungur hefur verið róðurinn hjá móðurinni að sjá farborða og framfleyta svo stóru heimili og því stundum ekki verið mikió fyr- ir framan hendurnar til daglegra þarfa. En fjölskyldan var samhent og samtaka í þvi að bugast ekki og vera sjálfri sér nóg. Litla föður- lausa stúlkan naut ástríkis móður sinnar og systkina í ríkum mæli. Hún dafnaði vel og var sannkall- aður sólargeisli heimilisins þegar dimmt var yfir og erfiðleikarnir mestir. Hún var góðum gáfum gædd og mjög fróðleiksfús, varð ung vellesandi og skrifaði fagra rithönd. Snemma bar á þvi að hún var ekki heilsuhraust og þjáðist hún snemma af augnveiki. Átta ára gömul þurfti hún að fara til Reykjavíkur til lækninga. Guðmunda fæddist á Melum 26. mars 1924 og andaðist á Borgar- spítalanum 13. júli sl. eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Mig langar til að minnast henn- ar með fáum fátæklegum línum um leió og ég þakka liðnar sam- verustundir, sem voru mér dýr- mætar og lærdómsríkar. Hún átti i ríkum mæli mikinn fjársjóð sem hún gat miðlaó öðr- um, bæði af lífsreynslu sinni og þekkingu. Hún las alla tíð mikið og var stálminnug á allt sem hún sá og heyrði og hafði mjög skemmtilega frásagnargáfu, þannig að allir hrifust með er á hana hlýddu. Hún var mjög vel að sér um sögu landsins og einnig Fornaldarsögur Norðurlanda. Ekki naut hún mikillar skóla- göngu í æsku en lærði mikið heima. Hún fór í unglingaskólann að Laugarvatni veturinn 1942—1943 og nokkru síðar var hún einn vetur í Húsmæðraskóla Reykjavikur. í báðum þessum skólum naut hún vel sinna góðu gáfna og hæfi- leika, sem reyndust henni mikill styrkur i lifsbaráttunni, sem oft var æði ströng vegna heilsuleysis. Einnig reyndi það mjög á sálar- þrek hennar að stunda Ragnheiði systur sina, sem á besta aldri varð fyrir alvarlegu bílslysi, og varð m.a. að fara tvivegis til Kaup- mannahafnar til höfuðaðgerðar og kom það i hlut Nunnu (en svo var hún kölluð ) að reyna að lina þjáningar hennar. Ragnheiður systir hennar lést 1967 eftir 20 ára veikindastrið. Árið 1953 stofnuðu þær systur heimili ásamt Ásgeiri bróður sin- um að Granaskjóli 8 og siðar á Bræðraborgarstig 4. Ásgeir var einnig mikill sjúklingur hin siðari ár og lést fyrir ári siðan. Það varð því hennar hlutskipti að stunda þessi systkyni sin uns yfir lauk og þau annaðist hún með Sverrir Bjarna- son -Minningarorð Fæddur 2. okt. 1916. Dáinn 11. júlí 1976. Kær vinur og mágur Sverrir Bjarnason hefur kvatt okkur um sinn og er að honum mikil eftir- sjá. Hann lést sunnudaginn 11. júlí á Landakotsspítala eftir langa og erfiða legu sem hjúkrunarliðið minnist á þann veg að þar hafi farið sjúklingur sem inna þurfti eftir hvort hann væri einhvers þurfandi frekar en hitt að eftir aðstoð væri leitað. Slík var tillits- semi hans. Sverrir var einn af sjö sonum hjónanna Ragnhildar Jónsdóttur og Bjarna Einarssonar gullsmiðs, sem lengst af bjuggu á Mímisvegi 6 og eru þau bæði látin. Þá eru og bræður hans tveir, Guðbrandur verzlunarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands og Haraldur, sem lengst af starfaði á skrifstofu Eimskipafélagsins einnig látnir. I júní 1957 kvæntist hann syst- ur minni Gerði Gunnarsdóttur en hún lést eftir skamma sambúð þeirra i júní 1961 og syrgði hann hana mjög. Sverrir hóf störf hjá Afengis- verslun Ríkisins á fermingaraldri og vann þar allan sinn starfsaldur og var þar sem annars staðar hvers manns hugljúfi. í daglegri umgengni var hann allra manna skemmtilegastur og var hnyttni hans viðbrugðið. Var honum einkar létt um að breyta drungalegu umhverfi i bjarta til- veru. Hann var léttleikamaður og stundaði jafnt andlegar sem lík- amlegar iþróttdr.ar hann knatt- spyrnumaður góður og um langt árabil ein af meginstoðum knatt- spyrnufélagsin^ Fram og lét sér alla tíð mjög annt um gengi þess félags. Þá var hann og mjög gjald- gengur skákmaður, enda var sú íþrótt í heiðri höfð á heimili for- eldra hans og árleg taflmót haldin innan fjölskyldunnar. Þótt Sverrir væri léttur í lund og tamt að bregða fyrir sig glensi var hann viðkvæmur maður með sterka réttlætiskennd, sem ölium vildi vel. Umgengni hans við börn lýsir hvað best innræti hans, því þau hændust mjög að honum og kölluðu hann einatt Sverri frænda þótt um skyldleika væri ekki að ræða. Það var aldrei við það komandi að ganga framhjá dyrum „Sverris frænda" á leið til móður minnar í sama húsi þegar við hjónin heimsóttum hana. Minning þessa góða drengs mun endast þeim lengst sem þekktu hann best. Gylfi Gunnarsson. Útför Sverris fór fram frá Foss- vogskirkju í gær. hefi ég sérstakrar skyldu að gæta. Þakklæti er nú borið fram frá skyldum sem óskyldum. 1 dag verður ekki hugsað til þess að hann gat stundum verið hvat- skeytlegur i orðum, heidur að til- finningasemi og' góðvilji til að leysa vandamál annarra, ekki að- eins þeirra sem næstir stóðu, heldur fjölmargra annarra, voru í fyrirrúmi. Ég vil með þessum fátæklegu orðum mínum þakka Sveini okkar samvistir og þá alúð og umönnun sem hann sýndi börnum okkar hjóna og sínum fyrstu barna- börnum. Ég harma að önnur yngri barna-börn hans fengu ekki að njóta þess ástríkis sem hann, heilsu sinnar vegna, gat ekki veitt. Fyrir hönd okkar hjóna, barna og annarra ættingja flyt ég Sveini Ingvarssyni, tengdaföður minum, þakkir fyrir samfylgdina í þessu lifi. Pétur Sigurðsson. mikilli hugprýði og samviskusemi að fá dæmi eru sliks. Eftir að Nunna lauk námi i Hús- mæðraskólanum langaði hana til meira náms en úr því gat ekki orðið vegna fjárhagsörðugleika og á þeim tima voru hvorki náms- styrkir né lán. Hún lagði fyrir sig verzlunarstörf og vann i mörg ár í busáhaldadeild KRON og síðar í skartgripaverslun Guðlaugs A. Magnússonar. Öll sin störf vann hún af stakri samviskusemi og trúmennsku og hún af samstarfsfólki og hús- bændum virt og dáð og hef ég fyrir satt að hennar sé sárt saknað enda kölluð burt á besta ævi- skeiði. Það virðist sem ævistarfinu hafi lokið við lát bróður hennar, sem hún syrgði mjög mikið og nú er hún kölluð til æðri starfa. Hún fórnaði ævi sinni við að létta af öðrum þungum þjáning- um og nú nýtur hún ávaxtanna, því eins og maðurinn sáir svo mun hann uppskera og við hana hefur verið sagt við heimkomuna: Þú trúi og dyggi þjónn þú varst trúr yfir litlu og yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuó herra þíns. Það er sárt að sjá á eftir sinum nánustu en Guð leggur ávallt likn með þraut. Við sem eftir lifum og horfum á eftir henni inni ókunna landið, eigum fagrar minningar um liðin ár og í von um sæla endurfundi getum við sætt okkur við það sem orðið er, þjáningun- um er lokið, þrótturinn þrotinn en sálin leitar til hæða þar sem ástvinir fagna þreyttu barni og englar drottins vefja það kær- leiksörmum. Ég Votta systkinum og frænd- fólki mína innilegustu samúð. Far — Observer Framhald af bls. 14 Júgóslavíu, þar sem þess mun vart langt að biða, að Tító for- seti hverfi af sjónarsviðinu. Þær fregnir hafa borizt frá Albaníu, að vinátta stjórnanna f Tirana og Peking sé ef til vill tekin að kólna, og þvf ekki f jarri lagi að álykta, að Álbanir muni innan tíðar hafna á áhrifasvæði Rússa eins og fyrr. Ef sú yrði raunin, myndi Kosovo-vandamálið vaxa og margfaldast og gæti jafnve! orðið óviðiáðaniegt. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig vefð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu 'fnubili. þú i friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir liðnar stundir. Ragnheiður Jónsdóttir. Löng þá sjúkdómsleiðin verður. Iffid hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er. honum trevstu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar. — Drottinn vakir. daga og nætur vfir þér. (S.Kr. Pétursson.) Nú er hún Guðmunda min horf- in. Sorg og söknuður fyllir huga minn, en má eigingirnin vera svo mikil að geta ekki unnt henni hvildar og friðar eftir svo harða baráttu og veikingastríð. Ég kynntist Guðmundu fyrir tæpum niu árum er ég fékk vinnu þar sem hún vann. Ég hafði ekki verið i návist hennar í marga daga þegar ég komst að því hverja mannkosti og gæsku hún hafði að geyma, og gat alltaf miðlað af sinni góðvild og gáfum. Um- hyggja hennar í minn garð var svo að slik vinátta skapar vega- nesti sem aldrei þrýtur. Mín kæra vinkona er nú komin yfir móðuna miklu í ástvinahóp- inn, sem á undan er farinn. Ég bið algóðan Guð að geyma hana og hennar. Ég votta Guðmundi bróóur hennar sem ól hana upp, svo og öðrum systkinum og ástvinum sem eftir lifa með sorg i hjarta mina innilegustu samúð. Marfa Þorláksdóttir. — Alhliða Framhald af bls. 25 æinhvern stað, þar sem fólk get- ur hvilt sig, slakað á, flúið hringiðu daglegs lífs og streitu þess, fundið jafnvægi og nýjan lífstakt, þar sem gætir sam- ræmis og jafnvægis, þar sem menn fá nýtt mat gæðanna, þar sem sönn lífshamingja er talin æðri veraldlegum hlutum og menn taka að sækjast eftir allt öðrum verðmætum en áður. Við vitum að vísu ekki, hvort okkur tekst þetta, en fólk fer héðan mjög ánægt, lætur af þvi að hafa notið hér rækilegrar hvild- ar og hressingar, og eftir þeim bréfum að dæma, sem við höf- um fengið frá ýmsum gestanna, eru þeir glaðir og þakklátír. Við skulum vona, aó þeir muni hafa sömu sögu að segja, sem eiga eftir að dveljast hjá okkur til 13. ágúst, en þá verður starf- semi hér hætt á þessu sumri. sagði Ulfur Ragnarsson að lok- um. Sv.P. Hreint1 (É&lanr’ fagur: land

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.