Morgunblaðið - 20.07.1976, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 20.07.1976, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JULI 1976 33 VELA/AKAIMIDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags 0 Daufheyrzt viö tilmælum Vegagerð Ríkisins hefur sent Velvakanda bréf í tilefni af ábendingu Ingólfs Astmarssonar, sem birtist hér fyrir skömmu: „Það er vissulega þörf áltend- ing, sem fram kemur í Velvak- anda 15. júlí 1976, frá sr. Ingólfi Astmarssyni undir yfirskriftinni lífshætta á Vegarbrún. Það er rétt hjá sr. Ingólfi, að í gildi eru ákvæði um vissa lág- marksvegalengd ntannvirkja frá þjóðvegum. Þessi ákvæði er að finna í 69. gr. vegalaga nr. 66/1975 en þar segir m.a.: „Byggingar, leiðslur eða önnur mannvirki, föst eða laus má ekki staðsetja, nema leyfi vegamála- stjóra komi til, nær vegi en 15 m frá miðlinu landsbraut. 20 m frá miðlínu þjóðbrauta og 30 m frá miðlinu hraðbrauta." Það er því miður allt of algengt að ýmsir aðilar, einkum stofnanir ríkisins og aðilar á vegum sveitar- félaga, reisi mannvirki eða stofni til jarðrasks inn á vegsvæðunt án nokkurs samráðs eða leyfis frá Vegagerð rlkisins, sem oft fær ekki um að vita fyrr en mannvirk- ið er risið eða komið vel á veg. Er þá erfiðleikum bundið og kostn- aðarsamt að breyta til, enda dauf- heyrast framkvæmdaaðilar þá gjarnan við öllum tilmælum Vegagerðarinnar um úrbætur. Til þessa hefur framangr. laga- ákvæðum ekki verið fylgt fram af þeirri festu, sem nauðsynlegt er, en Vegagerð ríkisins mun efla þá viðleitni að losa vegsvæði við mannvirki, sem hætta getur staf- að af og koma í veg fyrir, að slik mannvirki rísi. GunnarGunnarsson lögfr.“ Það ntá merkilegt teljast að ekki skuli hafa verið fylgt eftir þessum lögum af festu þar sem oft getur hætta stafað af því, eins og fram hefur komið. Of oft hafa ýmis svipuð dæmi komið fyrir að ekki eru hlutir lagfærðir fyrr en eitthvað hefur komið fyrir og er slikt auðvitað fráleitt. Fagna ber því þeirri viðleitni Vegagerðar- innar að nú skuli eiga að losa vegsvæði við mannvirki sem hæúta getur stafað af. 0 Hvar er uppeldið? Bjartur skrifar nýlega og tekur til nteðferðar margrædd afbrota- mál, og rekur ýmsa nýliðna at- burði sem Velvakandi sér ekki ástæðu til að niinna á hér. Kaflar úr bréfinu verða þó birtir þar sem fjallað er unt það sem að baki afbrotum gæti legið: „Nú skulum við athuga hvað liggur að baki þessum siðustu at- burðum í þjóðfélagi okkar. Það er myrt með köldu blóði, svona i rælni. Hvað gerunt við fullorðna fólkið til þess að beina ungviðinu inn á vegu heilbrigðs lífs og hvað gerum við til þess að vara ungvið- ið í landinu við því að glæpum fylgir glatað líf? Við getum ekki stillt okkur urn að horfa á glæpamyndir inni í stofunni okkar á hverju kvöldi, við getum ekki komið i veg fyrir að börnin og unglingarnir sjái þessar óþverramyndir sem svo til daglega tröllriða hverju heimili. Svo erunt við hissa þegar óhugn- anlegir atburðir gerast á meðal okkar. Atburðir sem eru í sama dúr og sýndir eru inni i stofunni okkar daglega og öll fjölskvldan situr og glápir á. Kennsla i glæp- um ætti ekki að vera á vegum rikisins, hún ætti ekki að vera rekin i landi okkar. Ef við viljunt bæta ástandið ætti að vinda bráð- an bug að því að banna allar glæpa- og morðmyndir i sjónvarp- inu, meðan það er ekki gert er það tilgangslaust að slá á lærin þegar næsti verður myrtur, og lýsa furðu okkar á því hvað hér sé eiginlega að gerast. Það verður að taka málin upp að nýju og byrja á því að skera burt meinið, fyrr verður ekki hægt að lifa í von unt bata. Að lokum, alveg eins og maður- inn sem tók unglinginn upp i bil sinn og var myrtur, gæti dóttir mín kynnzt síbrotamanni. en ekki haft hugboð um hverjum hún væri að kynnast. Við eigum heimtingu á því að fá birtar myndir og nöfn afbrotamanna. Aðeins það gæti hrætt einstaka ungling frá því að stiga fvrsta skrefið inn á ógæfubrautina. Til hamingju með sjónvarps- lausan júlí, mætti hann verða langur, mjög langur, helzt fram að næ-sta júlí. B jartur.“ getur leyft þér að draga mín dán- arvottorð í efa: Morðdeildin ... og gröfin verður opnuð ... þú hlýtur að vera viti þinu f jær. Malin dró sig í flýti i hlé og gekk upp til herbergis sfns. Þegar hún kom niður aftur um sexleytið gekk hún inn í eldhúsið þar sem Ylva og Cecilía voru önnum kafn- ar að útbúa kvöldverðinn. — Ég vona þú sért ekki alltof svöng, hrópaði Ylva til hennar innan úr búrinu. — Pabba lenti svona ægilega saman við Gregor, en nú eru þeir orðnir sáttir aftur ... og þá svo um munar og þar sem Gregor er náttúrlega aðili að málinu verður að halda upp á þetta með aðskiljanlegum matar- og drykkjarföngum. Við eigum að koma saman i bókaherberginu og miðdegisverðinum á að flýta. Nei, þakka þér fyrir. Cecci hjálpar mér. Farðu bara inn til hinna á meðan. Malin vissi ekki hvort hún ætti að hafa fataskipti, en við nánari umhugsun komst hún að þeirri niðurstöðu að þessi hvfti ullar- kjóll hæfði betur andrúminu í þessu sorgarinnar húsi og hún gat ekki kastað honum endanlega fyr- ir róða bara vegna þess hún hafði HÖGNI HREKKVÍSI 6 'P „Hann bað m,ig að spyrja hver heimanmundur- inn myndi verða?“ Byggt við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli EINS og skýrt hefur verið frá i Mbl. er nú unnið að stækkun flug- stöðvarbyggingarinnar i Keflavík. Búið er að taka í notkun nýtt svæði þar sem farþegar eru af- greiddir ogtekiðámóti farangri og hefur verið fjölgað þar af- greiðsluborðum frá þvi sem áður var. Einnig er búið að byggja við flugstöðina að aftanverðu og verð- ur hið nýja húspláss þar tekið undir toliafgreiðslu farþega sem eru áleiðinnilandiðen húsnæð ið sem nú er til þess notað hefur lengi verið of litið. Myndirnar sýna hinn nýja afgreiðslusal, þar sem farþegar eru afgreiddir og viðbygginguna sem tollgæzlan fær til afnota. UNNIÐ er nú af fullum krafti við að leggja veginn á milli Bakkanna og Hólanna i neðra og efra Breiðholti, en reiknað er með að búið verði að malbika þennan veg í septemberbyrjun. Mun hann stytta mjög leióina í bæinn fyrir ibúa í Fellunum og Hólunum. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.