Morgunblaðið - 20.07.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.07.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JULl 1976 23 FRANSKUR læknir, prófessor Dausset, hefur undan farin 15 ár unnið að rannsóknum á merkilegri kenn ingu um að vísir að sjúkdómum sé falinn í litningunum eða litþráðunum i mannslíkamanum, en þessir löngu þræóir af DNA — sameindum í frumukjarnanum eru arfberar. Ætti þá að vera hægt að sjá fyrir og jafnvel koma í veg fyrir sjúkdóminn. Þetta væri þá „byrjunin á einhverju stórkostlegu", eins og segir í fyrirsögn á eftirfarandi grein, sem birtist í visindadálki franska blaðsins l’Express. En til rannsóknanna hefur próf. Dausset fengið þúsundir sjálfboðaliða til blóðgjafa. Sjúkdóma mannslíkamanum: A, B og O. Blóðflutningar, sem í margar aldir höfðu verið reyndir án árangurs, voru nú mögulegir. En vísindamenn fundu brátt að tilflutningur vefja var miklu flóknara mál en þeir höfðu haldið. Fyrstu tilraunirnar fyr- ir 25 árum til að græða líffæri, sýndu að sonur gat hafnað nýra móðurinnar, þar sem nýra úr tvíburabróður hans var alltaf viðtekið. Menn gerðu sér í hug- arlund, að einhvers staðar í líf- kerfi hvers einstaklings væri „heili“, sem skipaði fyrir um móttöku eða höfnun á aðkomu efni hvort sem þar væri um að Próf. Jean Dusset hefur unnið að þvf að finna „ónæmisheil- ann“, sem stjórnar vörnum Ifk- amans. má sjá fyrir í „Ég er mjög ánægður fyrir hönd dr. Daussets." Maðurinn sem þetta er haft eftir í l’Ex- press hefur hvorki próf né titil. Parísarbúinn René Raoux, 66 ára gamall fyrrverandi sjómað- ur, boxari og matvörukaupmað- ur, er einn af tvö þúsund sjálf- boðaliðum, sem gerðu kleift þetta einstaka vísindaævintýri, sem náði hámarki á læknaþing- inu f Ráðstefnuhöllinni við Maillottorg í Parfs i lok júlí- mánaðar. Bylting? Nei, upphafið að einhverju miklu, er allt sem stjórnandi þessa viðfangsefnis, prófessor Jean Dausset, fæst til að láta hafa eftir sér. Þetta „eitthvað” er hvorki meira né minna en það, að geta sagt fyrir um sjúkdóm áður en hans verð- ur vart og geta búið sig undir að bregðast við honum. Fyrir 16 árum eða 1961 hófst samstarf prófessors Daussets, yfirmanns ónæmis- og blóðsjúk- dóma sjúkrahússins Saint Lou- is í Parfs og M. Raouxs. Raoux vildi verða fólki að liði. En hann gat ekki gefið nema það sem hann átti, sitt eigið blóð og merginn úr beinunum meðan hann er á lífi. Líkama sinn og innyfli eftir dauðann. Það sem próf. Dausset fór fyrst fram á við hann, var nokkuð flókið og sárt. Græddur var á vinstri handlegg hans biti, sem tekinn var af húð bróður hans. Igræðslan tókst. Næst var tek- inn úr honum hálfur lítri af blóði. Blóðvatnið var skilið frá og sprautaó í hann því sem eftir var, rauðu og hvítu blóðkornun- um. Næstu tvö ár var þetta endur- tekið einu sinni til tvisvar sinn- um í mánuði. Þar með var hann orðinn „viðmiðurnartæki”. Blóðvatnið úr honum var notað sem viðmiður, til að ákvarða af nákvæmni erfðaeiginleika sjúklinganna, sem komu á spít- alann. Dag nokkurn i marzmánuði 1966 bað próf. Dausset Raoux um að fara til 70 daga dvalar í New York i Bandaríkjunum. Á Kennedyflugvelli tók á móti honum dr. Felix Rappaport frá háskólasjúkrahúsinu í N.Y. Á tveggja daga fresfci var Raoux látinn mæta á sjúkrahúsinu. Og í hverri heimsókn tók dr. Rappaport úr honum 800 gr. af blóði. Þannig gekk hann á dval- artimanum i New York í gegn um 69 plasmameðferðir. Við- fangsefni próf. Daussets er nu orðið alþjóðlegt. Fleiri taka þátt í þessu en Raoux. Fimm hundruð aðrir sjálfboðaliðar og 300 fjölskyld- ur — með minnst 5 börn — eru líka á skrá hjá próf. Dausset. Allt upp í 17 meðlimir úr einni og sömu fjölskyldu hafa orðið varnarkerfi litninganna Rene Raoux er einn af f jölda sjálfboðaliða, sem hafa gefið blóð sitt og merg, til tilrauna (læknisfræði. við beiðni læknisins. Feður, mæður, bræður og systur hafa fallist á að gefa eða taka við blóði og láta færa húð af einu á annað. Enn sem komið var var mark- miðið með töku þessa blóðs, blóðvatns, hvítra blóðkorna og ræktunarbita miklu fremur að sýna með nákvæmni fram á rökin fyrir þessari nýju vís- indakenningu heldur en endi- lega að bjarga mannslifum. Allt frá upphafi hafa töfra- menn, galdramenn og síðar læknar staðfest það, að allir menn hafi ekki sömu mótstöðu gegn sjúkdómum. Guðs náð eða forlögunum er um kennt. Þá var því veitt athygli, að ákveðn- ir sjúkdómar eru algengari í vissum samfélögum en öðrum eða innan ákveðínna fjöl- skyldu. Allt frá tima Hippokratesar hefur því verið slegið föstu að hagstæðar aðstæður geti verið fyrir hendi i þessu fólki fyrir sjúkdóminn að brjótast út. Að ákveðnum fjölskyldum sé hætt við að fá berkla, sykursýki, húð- sjúkdóma eða geðveiki. I sálar- fræðinni komu læknar fram með kenningar, sem áttu að sanna að fórnarlömb sjúklegs þunglyndis væru t.d allir með sömu formfræðilegu likamsein- kenni: rúnnað höfuðlag, stutt mitti, blá augu...Það er búið að fylla fólk nóg með sliku hjali,“ segir próf. Dausset. Eftir 20 ára rannsóknir hefur hann sínar eigin hugmyndir um það, af hverju sjúkdómar herja frekar á sumt fólk en annað. 1 byrjun þessarar aldar var uppgötvað, að til voru þrjár aðal tegundir af blóðflokkum í ræða gagnlegt liffæri eða hættulegan sýkil. Þennan „ónæmisheila” tókst próf. Dausset að finna á árinu 1965, og staðsetjá hann. Frá sama stað sinum á sjötta litn- ingaparinu af 23, sem mannver- urnar eru samansettar með stjórnar hann öllum mótefna- vökvum í líkamanum. Þetta er mikið liffræðilegt varnarkerfi, sem nefnt er H.l-a. (human leucocite antigen). Loksins var fengin skýringin á þvi fyrirbrigði að aðskotaefni er hafnað. Ef barn fær bein- merg, sem ekki samræmist erfðafræðilegri forskrift, þá taka líffærin ekki við honum. Nú orðið lætur því enginn sér detta í hug að hef ja ígræðslu af neinu tagi nema fullvissa sig um að H.l.a. kerfi gefandans og þess, sem við tekur, séu eins náin og mögulegt er, þ.e. sam- ræmanleg. Próf. Dausset var brátt á kafi í rannsókninni á þessu. 1 sam- vinnu við 15 starfshópa mót- efnafræðinga hóf hann viðtæk- ar kannanir meðal 15 samfé- lagshópa á mismunandi stöð- um. Hann sýndi fram á að H.l.a. varnarkerfið gildir alls staðar. Burt séð frá landamærum eða litarhætti hafa allir menn erfðafræðileg einkenni, sem víxlast I svo ríkum mæli fram og aftur, að ekki er lengur hægt að tala um sérstaka þjóðflokka. Próf. Dausset gat því ráðist í leit þá, sem honum fannst mestu máli skipta af því, sem honum bauð i grun þegar H.l.a. varnakerfið var fundið. Um 30 rannsóknastofur I 15 löndum taka þátt i þessari leit. Sameig- inlega tókst þeim að staðfesta að „ónæmisheilinn" vakir yfir líkamanum, ekki aóeins til að verja hann gegn utanaðkom- andi innrás, heldur einnig gegn eigin mistökum. „Hann vakir yfir því að hver geri skyldur sínar” segir próf. Dausset. Ur þvi var ekki nema eitt skref að því að láta sér detta i hug að fyrir hendi væri fylgni milli f jarveru og viðveru vissra mótefnavaka annars vegar og þess að sjúkdómur sýni sig. Lif- fræðingarnir og erfðafræðing- arnir, sem starfa með próf. Dausset eru nýbúnir að stað- festa þetta. Þeir eru þegar bún- ir að sannreyna að um 20 sjúk- dómar eru bundnir þvi, að til séu i líffærum sjúklings sér- stakir mótefnavakar. Sem dæmi má taka, að ef B 27 mótefnavaki finnst í blóði ein- hvers, þá táknar það að 20 sinn- um meiri líkur eru á að hann fái vissa tegund af gigt en ann- ar, sem ekki hefur þetta efni. Sá sem hefur mótefnavakann BW 17 er í fimm sinnum meiri hættu en annar að fá húðsjúk- dóminn Psoriasis. DW 2 finnst fimm sinnum oftar i þeim, sem þjást af scléroses. Aðrir erfða- eiginleikar sýndu andstöðu við notkun „pillunnar". Áður en lengra yrði haldið, staldraði próf. Dausset við. 1 seinustu viku júnímánaðar kallaði hann saman þriggja daga alþjóðlega ráðstefnu i Par- is, þá fyrstu sem ætlað er að gegnumlýsa sambandið miili H.l.a. varnarkerfissins og sjúk- dóma. Líffræðingar og erfða- fræðingar hafa þar setið við sama borð með læknum, sem umgangast sjúklingana sjálfa Þeir síðastnefndu hafa stað- fest, að uppgötvun „ónæmis- heilans” hafi opnað læknis- fræðinni alveg nýtt svið. Eink- um á sviði félagslegrar heilsu- verndar. Á unga aldri væri hægt að beina barni, sem hætt er við að fái gigt, inn á lífsstarf sem samræmist væntanlegum sjúkdómi. Gera megi læknis- fræðilegar ráðstafanir gegn vissum innvortis sjúkdómum, eins og óreglulegri starfsemi kirtlanna. Og hægt sé að hefja aðgerðir gegn sykursýki, jafn- vel áður en hægt er að greina hana. Uppgötvun H.l.a. — kerfisins opnar læknisfræðinni nýjar leiðir. Leiðin sem menn hafa verið að leita frá upphafi, þar sem ekki síður er komið i veg fyrir sjúkdóma en að lækna þá. Þar er um að ræða að sjá fyrir komu sjúkdóms og gera á rétt- um tíma ráðstafanir til að koma i veg fyrir hann eða að gera hann sem bærilegastan. Þessar vonir geta próf. Dausset og samstarfsmenn hans um víða veröld ekki upp- fyllt, nema með aðstoð og sám- vinnu þúsunda ósérhlífinna sjálfboðaliða, eins og til dæmis M. Raoux. Kvenna og karla sem hafa gefið sjálf sig visindunum. Próf. Dausset hafði lika í hyggju að bjóða þeim á rað- stefnuna i Paris, til að sitja við hliðina á frægustu vísinda- mönnum á sviði rannsókna og læknisfræði. (Jean V. Maneyy).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.