Morgunblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JULl 1976 3 Myndin var tekin f Cheval Mort f Frakklandi af Gerði við listaverk sitt, sem Reykjavfkurborg hefur nú keypt. Reykjavíkurborg kaupir híiggmynd eftir Gerði REVKJAVÍKURBORG ákvað ný- lega að kaupa höggmynd eftir Gerði Helgadðttur myndhöggv- ara. Myndin er úr steinsteypu og var f garðinum við húsið, sem hún einu sinni átti f Cheval Mort, austan við Parfs, en var flutt með ffeiri verkum hennar til islands f fyrrasumar, að Gerði látinni. Var ákveðið við kaupin að Reykjavikurborg léti seypa mynd- ina í kopar svo hún verði varan- leg, og er Innkaupastofnun borg- arinnar að leita tilboða i það verk. Ekki hefur verið ákveðið hvenær eða hvar myndin verður sett upp í borginni. Þróttur vann sinn fyrsta sig- ur í gærkvöldi ÞRÓTTUR vann sinn fyrsta sigur í 1. deildar keppninni i sumar þegar liðið sigraði FH á grasvell- inum i Kaplakrika í gærkvöldi. Lokatölur urðu 2:1, en Þróttur hafði yfir í hálfleik 1:0. Jóhann Hreiðarsson gerði fyrsta mark Þróttar með góðu skoti af mark- teigshorni á 13. mínútu. A 78. mínútu bætti Aðalsteinn Örnólfs- son marki við fyrir Þrótt, með skoti af 30 metra færi, sem Ómar markvörður missti klaufalega yfir sig. Ölafur Danivalsson minnkaði muninn fyrir FH á 84. mínútu. Þetta var baráttuleikur og all- þokkalega leikinn hjá báðum lið- um. Þróttur hefur nú 4 stig, en FH 6 stig. Nánar um leikinn i blaðinu á moreun. Allt að 30 tonn í hali á Halanum ÍSLENZKU togararnir hafá mokfiskað að undan- förnu á Halamiðum og hef- ur Morgunblaðið fregnað að mestur afli hafi verið 30 tonn eftir tveggja tíma hal. Togarasjómenn eru þó ekki bjartsýnir á að þessi góði afli standi lengi, þar sem stór hluti togaraflot- ans mun nú vera kominn á þessi mið. Fiskurinn, sem nú fæst á Halanum, er stór og fallegur þorskur. Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Norð- urtanga á ísafirói, sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að afli ísafjaröartog- ara hefði verið mjög góður síðustu daga. Júlíus Geir- mundsson landaði þar 180 tonnum eöa fullfermi í fyrradag og í gær var verið að landa úr Guðbjörgu yfir 200 tonnum, en það er líka fullfermi. Hiá Útgerðarfélagi Akureyringa fékk Morg- unblaðið þær upplýsingar, að afli Akureyrartogar- anna væri nú mjög góóur og væru þeir við veiðar á Halamiðum. Kaldbakur landaði þann 11. júlí 192 lestum og var skiptaverð- mætiö 11.9 millj. kr. Slétt- bakur landaði þann 13. 156 lestum, skiptaverðmæti 7.7 millj. kr., Sléttbakur land- aði þ.19. 145 lestum og var skiptaverðmætið 7.7 milli. -Æ Eins og frá var greint f blaðinu f gær var annar hluti Mjólkárvirkj- unar f Arnarfirði vígður f fyrra- dag. Vfgsluna framkvæmdi Matt- hfas Bjarnason heiibrigðisráð- herraf f jarveru Gunnars Thorodd- sen orkumálaráðherra, sem ekki gat verið viðstaddur þar sem ekki var hægt að fljúga vestur. Með tilkomu þessa hluta virkj- unarinnar tvöfaldast orkufram- boð á Vestfjörðum og miklir fjár- munir sparast, því ekki þarf nú að keyra disilvélar til orkufram- leiðslu, en á sl. ári nam kostnaður við dísilvélakeyrsluna á Vest- fjörðum um 250 milljónum kr. Kostnaður við þennan annan hluta Mjólkárvirkjunar var 1. maí sl. tæpar 700 milljónir króna en virkjunin framleiðir 5,7 MW. Meðfylgjandi mynd var tekin við vígsluna og sjást á henni Val- garð Thoroddsen rafmagnsveitu- stjóri rikisins (t.v.), Ómar Þórð- arson stöðvarstjóri og Matthias Bjarnason ráðherra. NORDÍTlENDE gæöi nast meö yfir 1000 Æ einstökum athugunum í 5 hlutum. %■mys*. - s *■ VH 4 hluti Heildar móttöku athugun. 21 mismunandi athugun. Sendistöð Nordmende verksmiðjanna gerir kleift að athuga mynd- og hljóð- móttöku, jafnvel við hin verstu skilyrði. 2. hluti 399—704 mismunandi athug- anir 6 öllum heildum tækisins. Framkvæmt eftir fyrsta hluta og óháð honum 3 hluti Loka könnun á framleiðslu inn- volss. 20—50 einstakar athug- anir. Auk milli athuganna á ein- ingum ásamt gæðakönnun við sérstakar aðstæður, svo sem: Fall. titringur og loftslagsbreyt- ing. 1. hluti Hér eru allir hlutar Nordmende tækjanna krufnir til mergjar i rannsóknarstofum verksmiðj- anna. 5. hluti önnur gæðakönnun, sem er endurtekning á framkvæmdar. Erfiðasta prófið: 25 klst stanzlaust gangpróf. a) 1 klst starfspróf með mjög næmum mælum gegnum tölvu við erfiðustu aðstæður. Siðan er flutningsþol tækisins kannað. og að lokum: Æk M riölda athugunum áður sem voru rr) b) 24 klst stanzlaust próf. Nú verður tækið að sanna ágæti sitt við stanzlausa notkun BUÐIRNAR Skipholti 19 vio Nóatún, sfmar 23800 — 23500, Ekkert litsjónvarp frá Nordmende fer frá verksmiðjunni sem ekki stenzt þetta próf, sem nær yfir 1000 atriði. Klapparstig 26, sfmi 19800. MBwMWiisi me-m -mim. , ■'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.