Morgunblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JULt 1976 Ekið á kyrr- stæða bifreið Föstudaginn 9. júlí sl. var ekið á bifreiðina G-81 — sem er rauður Audi, þar sem hún stóð á bifreiða- stæði við Hagkaup, Skeifunni, að vestan verðu. Sjónarvottar voru að ákeyrslunni, en þeir náðu ekki númeri eða tegund bifreiðarinn- ar. —Þarna mun hafa verið um gamla stóra fólkshifreið að ræða sem helzt líktist því að vera af Dodge gerð. —Var kvartmílu- merki í vinstri hliðarrúðu að framan. — I bifreiðinni voru pilt- ur og stúlka, og virtist sem þau hefðu orðið vör við ákeyrsluna. Ford lætur Reagan ekki mana sig Washington 23. júlí Reuter. FORD forseti hefur hafnað þeirn áskorun Ronalds Reagan að mæta honum i sjónvarpi og eiga þar við hann kappræður. Blaðafulltrúi forsetans gaf þá skýringu á þess- ari ákvörðun forsetans, að kapp- ræðurnar mundu aðeins auka á sundrungu innan Repúblíkana- flokksins. Afvopnunar- viðræður komnar í strand Washington — 23. júlí AF. BANDAKIKJASTJORN lýsti þvi yfir í dag, að nokkuð hefði miðað áleiðis í afvopnunarviðræðum við Sovétríkin, en frekari árangurs væri ekki að vænta á næstunni, þar sem ágreiningur væri um eft- irlit með framleiðslu og meðferð háþróaðra vopna af nýjustu gerð. Jafnvel kýrnar flýja Hitzaeker, V-Þýzkalandi 23. júlí — Reuter. NAUTGRIFAHJÖRÐ fór yfir landamæri A-Þýzkalands og V- Þýzkalands i gærkvöldi. Lögðust gripirnir til sunds yfir Saxelfi. V-þýzka lögreglan var 18 klukku- tima að smala þeim saman, og sendi síðan a-þýzkum yfirvöldum 165 þús. króna reikning fyrir ómakið. Eldur um borð í Queen Elizabeth Lundúnum — 23. júlí AP. ELDUR kom upp í vélarrúmi Oueen Elizabeth II í dag, en þá var skípið um 80 sjómíiur vestur af Scilly-eyjum. Farþegar um borð i skipinu voru um 1200, og voru þeir flestir í fasta svefni þegar eldur varð laus. Skipið sneri til hafnar i Southampton, en fljótlega tókst að slökkva eid- inn, og sakaði engan. Ein vél skipsins er mikið skemmd, en bú- izt er við að viðgerð Ijúki innan fárra daga. IRA-forsprakk- ar handteknir Dyfllnni— 23. júlí — AP. FATRICK Cooney, dómsmálaráð- herra í írlandi, fyrirskipaði i dag handtöku allmargra foringja irska lýðveldishersins, og hafa að minnsta kosti 25 manns verið handteknir i Dyflinni og Dundalk í dag. 12 hinna handteknu eru í hreyf- ingunni Sinn Fein, og var þeim sleppt að yfirheyrslu lokinni. Ákvörðun um handtökurnar var tekin vegna morðsins á brezka sendiherranum, Ewart-Briggs, s.l. miðvikudag. Irska stjórnin er nú i þann veginn að leggja siðustu hönd á lagafrumvarp, sem miðar að því að halda hryðjuverkaöflum i skefjum, og verður það lagt fyrir írska þingið fljótlega. Varað við róandi lyfjum fyrstu mánuði með- göngutímans Washington — 22. júlí — Reuter. BANDARlSK heilbrigðisyfirvöld hafa gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir, að vanfærar konur taki inn róandi iyf, svo sem ,,valium“ og „líbríum" fyrstu þrjá mánuði meðgöngutímans. Rannsóknir leiddu nýlega i Ijós möguleika á sambandi milli neyzlu þessara lyfja, og annarra skyldra, og því að börn fæðist vansköpuð, t.d. með skarð i vör. Læknar telja ekki ástæðu til að vara við því að konur noti þessi lyf síðar á með- göngutímanum. Djöfulóð stúlka dó úr hungri Aschaffenburg, V-Þýzkalandi — 23. júlí — Reuter. „DJÖFULLINN talaði í gegnum hana, og brá sér jafnvel í gerfi Nerós og Hitlers", sagði kaþólsk- ur prestur i viðtali víð þýzka blað- ið Bild. Sú, sem hann átti við, var 23 ara stúlka sem svelti sig i hel. Hún lézt 1. júlí s.l., en þá hafði presturinn, Arnold Renz, reynt að reka út af henni illa anda um 11 mánaða skeið, og hafði til þess leyfi kaþólsku kirkjunnar. Málið er nú í rannsókn hjá dómsmálayf- irvöldum í V-Þýzkalandi. Neto fær höfð- inglegar mót- tökur á Kúbu Miami —'23. júli — AP. AGOSTINHO Neto, forseti Ang- óla, kom til Kúbu í dag i boði Fidel Castros forsætisráðherra að þvi er Kúbu-útvarpið skýrði frá i dag. Neto kom fljúgandi í sov- ézkri þotu frá Aeroflot, og meðal þeirra sem tóku á móti honum á flugvellinum i Havanna ásamt Fidel Castro, voru Raul Castro og forseti landsins Ovaldo Dorticos. Neto verður viðstaddur hátíða- höld, sem fram fara n.k. mánudag i tilefni af þvi, að þá eru liðin 13 ár frá því að Castro komst til valda. — Alviðra Framhald af bls. 32 skilmála þá sem fylgt hefðu gjöf- inni á sinum tíma né um málið að öðru leyti að sinni. Páll Hallgrimsson, sýslumaður i Arnessýslu, staðfesti einnig i sam- tali við Morgunblaðið að embætti hans hefði borizt bréf frá lög- manni Magnúsar Jóhannssonar, en kvaðst að öðru leyti ekkert hafa um málið að segja fyrr en hann hefði borið saman bækur sínar við fulltrúa Landverndar. Magnús gaf á sinum tíma Arnessýslu og Landvernd i félagi Alviðru ásamt þeim hluta Önd- verðarness, sem i hluta Alviðru er, en hluti Sogsins er innan landamerkja þessarar eignar. — Islenzk frímerki Framhald af bls. 9 gefin út fyrir það uppboð, en af örstuttu sýnishorni, sem út hefur verið sent, er ljóst, að þar verður margt gott frímerkjaefni í boði. Þá munu fyrirtækin taka við efni til uppboðs af þeim, sem heim- sækja sýninguna og hafa um leið eitthvað girnilegt til að selja. Verður þetta gert fram á síðustu stund. Síðan verður allt boðið upp og selt „eins og það er“. Að sögn þeirra sjálfra táknar það, að ekki Verður unnt að kvarta undan því, sem keypt er, eða endursenda það. Menn verða þess vegna að kynna sér efnið á staðnum í sölu- deild þeirra. Loks hafa fyrirtækin ákveðið tvöfrimerkjauppboð um miðjan september, og verða skrár þeirra uppboða fáanlegar í söludeild þeirra á Hafnia 76. Um leið geta menn fengið að skoða efni þeirra uppboða. Er enginn vafi á, að margir munu notfæra sér það. J.A.J. — PortúgaJ Framhald af bls. 1 herra er hinn sami og áður — Manuel de Costa Braz. Hann er úr röðum hersins, og sama er að segja um varnarmálaráðherrann, Maro Firmino Miguel. Hann gegndi sama embætti í bráða- birgðastjórninni, sem mynduð var eftir byltinguna vorið 1974. Litlu munaði að hann yrði forsætisráð- herra, en í byltingu vinstri sinna sama ár, var hann sviptur embætti. Þetta er í fyrsta skipti í þau tvö ár, sem liðin eru frá því að bylting var gerð gegn einræðisstjórninni í Portúgal, að kommúnisti er ekki í ríkisstjórn. Síðan byltingin var gerð hafa sex bráðabirgðastjórnir setið við völd i Portúgal. Áður en Soares myndaði stjórn leitaði hann stuðnings miðdemókrata og alþýðudemókrata, sem hafa sam- tals 115 sæti á þingi, og er ljóst að þessir flokkar munu ljá stjórn- inni stuðning, a.m.k. fyrst um sinn. Sósialistar hafa 107 þing- sæti, en alls eiga 263 fulltrúar sæti á þingi. Búizt er við því, að Mario Soares birti stefnuskrá stjórnar sinnar eftir nokkra daga. — Egyptar Framhald af bls. 1 Gaddafhi leiðtoga i Líbíu, þótt hann nefndi hann ekki með nafni. Sadat tók skýrt fram í ræðu sinni, að Egyptar mundu ekki liða slíka framkomu öðru sinni, en bylt- ingartilraunin hafi verið í þeim tilgangi gerð, að „þjóna dutlung- um sumra og hagsmunum ann- arra“, eins og hann orðaði það. Aður en Sadat lét þessi ummæli falia hafði stjórn Libiu lýst því yfir, að hún kynni að slita stjórn- málasambandi við Egyptaland. — Slasaður maður Framhald af bls. 2 skuttogaranum Dagstjörnunni, og hinn er ögmundur Magnússon, sem verið hefur skipstjóri á Jóni Garðari. Eigendur skipsins buðu hrepps- nefnd Miðnesshrepps, starfsfólki fyrirtækisins og fjölda gesta að’ skoða skipið og þiggja veitingar. Að skoðun lokinni voru allir sam- mála um að skipið væri stórglæsi- legt i aila staði óg stæði sízt að baki erlendri framleiðslu. Guð- mundur Jónsson er annar togar- inn sem hyggst landa afla hér í Sandgerði, en hinn er togarinn Erlingur, sem að mestu hefur landað hér síðan á sl. vetri. Þriðji skuttogarinn bætist við með haustinu og verður hann eign Hf. Miðness og verður þá áskípað við þá einu bryggju, sem hér er, og má ekki dragast öllu lengur að úr því verði bætt. — Jón. — Gríski flotinn Framhald af bls. 1 Umdeildustu svæðin eru um- hverfis eyjuna Limnos, vestur og suðvestur af Lesbos og nálægt Rhodos. Stjórnin í Ankara iætur ekki uppi hvert ferð Sismik I er 1 heitið og segir aðeins að leit skips- ins muni fara fram i tyrkneskri landhelgi og á úthafinu. Átök milli flota Grikkja og Tyrkja fara því eftir þvi hvar skipið stundar rannsóknir sínar að sögn kunnugra. Tyrkir halda þvi fram að land- grunn þeirra nái út á mitt Eyja- haf. En Austur-Eyjahaf er þakið grískum eyjum og Grikkir gera kröfu til landgrunnsins umhverf- is þær. Vestrænir diplómatar telja að báðir aðiiar vilji reyna að forðast að I odda skerist ef unnt er. Þeir búast við miklu orðaskaki en varla stórátökum. Þegar Sismik I fór frá Istanbul kvöddu önnur skip í höfninni rannsóknarskipið með þvi að þeyta flautur sínar. I Aþenu sagði grfska stjórnin að „þjóðareining“ ríkti í Grikklandi. Almenningur virtist rólegur en eitt síðdegis- blaðanna sagði i fyrirsögn: „Við biðum ykkar." — íþróttir Framhald af bls. 31 ÆFINGAR A HESTI: Nelli Kim, Sovétr. 19,800 Ludmila Tourischeva, Sovétr. 19,650 Carola Dombeck, A-Þýzkal. 19.650 NadiaComaneci, Rúmenfu 19,625 Gitta Escher, A-Þýzkal. 19,550 ÍVIarta Egervari, Ungverjal. 19,450 4000 metra hjólreiðar: Cregor Braun, V-Þýzkal. Herman Ponsteen, Hollandi Thomas Huschke, A-Þýzkalandi Skilmingar — korði Victor Krovopovskov, Sovétr. Vladimir Nazlymov, Sovétr. Viktor Sidiak, Sovétr. Ioan Pop, Rúmeníu Mario A. Montano, ftalfu Michele Maffei, Ítalí —Náttfari Framhald af bls. 32 Loks tók jijófurinn lykla. Húsráð- andinn er forstjóri fyrirtækis ná- lægt miðbænum. Lagði „Náttfari" næst leið sína i fyrirtækið og komst inn í skrifstofu þess. Fór hann í tvo peningaskápa og tók þaðan 152 þúsund krónur í pen- ingum og um 400 þúsund krónur í ávísunum. í íbúðinni tók hann um 50 þúsund krónur í peningum. Aðfaranótt s.l. miðvikudags var farið á svipaðan hátt inn i þrjú hús í Smáíbúðahverfi og tilraun var gerð til að fara inn í eitt hús til viðbótar, en það mistókst. Hafði „Náttfari" upp úr krafsinu, nokkur þúsund krónur f pening- um og nokkra minnispeninga Þjóðhátíðarnefndar frá 1974 úr gulli og bronsi. Að sögn Jóns M. Gunnarssonar rannsóknarlögreglumanns er fuli ástæða til að brýna enn einu sinni fyrir fólki að ganga tryggilega frá gluggum og svölum. Sagði hann að mesta öryggið væri í þvi að hafa góða króka, en ekki dygði að hafa bara stormjárn á gluggum, eins og dæmin með „Náttfara" hefðu áþreifanlega sannað. — Veiðibjallan Framhald af bls. 17 aðrar máfategundir, svo og hrafn inn, hafa hið bezta viðurværi vegna þess að of mikið er skilið eftir af úrgangi á þeim tima sem fuglarnir eiga annars erfitt upp- dráttar rétt fyrir varptímann og um leið hænir þessi úrgangur á glámbekk fuglinn að byggðu bóli í stað þess að hann leiti fanga til hafs. Fyrst og fremst vegna þessa verður viðkoman hjá þessum hreinsunarsveitum náttúrunnar of mikil og þeim nægir ekki að hreinsa upp, heldur leggjast þeir á aðra fugla, egg, fræ og jafnvel lömb. Það er einnig sorgleg stað- reynd að það er ekki nóg með að skilinn sé eftir úrgangur á víða- vangi og klóök renni út um f jörur, heldur eru geymslur loðnu- og fiskimjölsverksmiðja I mörgum tilvikum opnar fyrir fuglum him- insins og þar fá þeir yfirfljótandi æti. Loks má ekki gleyma þvi að máfurinn sem lifir á sorpi og skolpi ber með sér smit, bæði saurbakteriur og jafnvel tauga- veikibakteriur eins og hefur sannazt viða um lönd og þessu dritar hann síðan yfir hýbýli manna og dvalarstaði og jafnvel vatnsbói. Það er vandfundið það jafn- vægi sem hefur raskazt, en mað- urinn þarf að vanda betur sorp og skolphirðingu, hreinsun og hrein- læti í umhverfinu og þrifnað yfir- leitt. Þetta er háð framkvæmda- vilja einstaklinga, félaga og byggðarlaga, en fólk verður að horfast i augu við þetta vandamál og taka á þvi, það er ekki svo erfitt að nokkrum ætti að vera kefli“. — 39 leiðangrar Framhald af bls. 2 ir komizt að honum fyrir sóða- skap. Skálinn á Grimsfjalli er ávallt^ opinn og til taks, ef slys verða á jökli. En ætlazt er til að þeir sem vilja nota hann, fái til þess leyfi og spyrjist fyrir hvort rúm er þar, áður en þeir fara í skálann. Skál- inn var gerður upp i hitteðfyrra i sjálfboðavinnu og í fyrra var farið með nýja einangrun upp á jökul- inn og komið fyrir milli veggja, til að ekki slagaði og til að gera hann snyrtilegri. Er því ætlazt til að menn gangi þar vel um, þrifi er þeir fara og skilji ekki eftir mat- arleifar, sem rotna i pottum, eins og gert er. — Óhugnanleg Framhald af bls. 32 þannig að útgönguleiðin væri greið og þar héfur hann síðan gengið út þegar hann fór án þess að skemma neitt. Þjófur- inn hafði greinilega aðeins áhuga á peningum, þvf hann skildi eftir ýmis önnur verð- mæti, eins og frfmerki og minnispeninga. Við erum vön að hafa opna glugga hjá okkur á nóttinni til að fá ferskt loft inn f íbúðina og höfum aldrei verið hrædd um að atvik eins og þetta gæti gerzt,“ sagði húsráðandi að lok- um. Athugasemd vegna ummæla forsvars- manns Fiskveiðasjóðs SNORRI Snorrason, útgerðarmað- ur á Dalvík, hefur beðið Morgun- biaðið að koma á framfæri at- hugasemdum við ummæli for- svarsmanns Fiskveiðasjóðs Is- iands, Guðjóns Halldórssonar, í Morgunblaðinu 22. júlí sl. vegna synjunar á lánsumsókn til smíði á sérbyggóum rækjubát: „í fyrsta lagi: Guðjón segir að aðalástæðan fyrir synjuninni sé hve fjárhagsstaða sjóðsins sé slæm. Ekki hefur neinum dulizt að svo sé, enda var af minni hálfu tekið mjög mið af því og þannig um hnúta búið, að ekki hefði kom- ið til greiðslu úr sjóðnum fyrr en um mitt næsta ár og nýtt fjár- magn úr sjóðnum hefði orðið 58 milljónir kr. til loka byggingar- tímans. I öðru lagi: Dreginn er í efa möguleiki minn til að standa við greiðslu á eigin framlagi. Slíka athugasemd hef ég ekki fengið frá viðskiptabanka mínum, þó að það sé sá aðili, sem það metur og veit ég ekki betur en bankastjóri þess banka hafi staðfest á fundin- um, að framlag mitt væri fyrir hendi miðað við þær áætlanir sem frammi lágu. í þriðja lagi: Guðjón lýsir i við- talinu ótta fiskveiðisjóðs, aó ef þetta skip hefði komið, þá h'efði fylgt i kjölfarið fjöldi slíkra skipa. Þann ótta verður að telja á nokkrum rökum reistan, því að allar spár sem gerðar hafa verið sýna góðan rekstrárgrundvöll fyr- ir slíkt skip, en hvort eina leiðin til að losa sjóðinn við óþægindi við skipakaupum til rækjuveiða sé að það sannist aldrei að rekstr- argrundvöllurinn sé góður, það þykir mér i meira lagi broslegt. Snorri Snorrason".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.