Morgunblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 24. JÚLÍ 1976 ■ plinrgiMwMalíí Útgefandi Framkvæmdastjóri • Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri ASalstræti 6, simi 10100 Aðalstræti 6. simi 22480. hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 50.00 kr. eintakið. r Aaðalfundi Slipp- stöðvarinnar á Akur- eyri, sem haldinn var snemma vors, varpaði iVIatthias A. Mathiesen fjármálaráóherra fram hugmynd þess efnis, að rík- issjóður gæfi starfsmönn- um Slippstöðvarinnar og öðrum heimamönnum nyðra kost á að kaupa hlut sinn í fyrirtækinu. Þessi hugmynd fjármála- ráðherra vekur fólk óneit- anlega til umhugsunar um réttmæti aðildar ríkisins að atvinnurekstri. Kikið hef- ur eðlilega á hendi marg- þætt félagsleg verkefni, sem ekki er einungis rétt- lætanlegt aö það sinni held- ur beinlínis skylt. Hins vegar þykir mörgum sem það hafi í einstökum tilfell- um þrengt sér inn á vett- vang, sem betur væri i höndum hinnar frjálsu at- vinnustarfsemi í landinu, á vegum einstakiinga, hluta- félaga eða samvinnufélaga. Keynslan hefur fært okkur heim sanninn um, aó opin- berir aðiiar eigi að hafa mikið hóf á afskiptum sín- um af venjulegri atvinnu- starfsemi. Þar komi hvort tveggja til: spurningin um rekstrarform meó hliðsjón af arðsemi atvinnustarf- seminnar og grundvallar- sjónarmið um fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinganna í þjóðfélaginu. Slippstöóin á Akureyri er þó gott dæmi um fyrir- tæki, sem ríkið var beinlín- is að bjarga yfir erfiða rekstrarþröskulda; að koma á fætur í bókstaflegri merkingu, þó á engan hátt skuli lítið gert úr því fram- taki og framsýni, sem var undanfari stofnunar þessa atvinnurekstrar. Þessi — hugsanlega tímabundna — aöild rikisins hefur stuðlað að þvi, með og ásamt end urskipulagningu fyrir- tækisins heima fyrir, að það er í dag stórt og vel rekið fyrirtæki, sem hefur mikið gildi fyrir atvinnulif- ið í höfuðstað Norðurlands. Hugmynd Matthíasar Á. Mathiesen fjármálaráð- herra um eignaraðild starfsmanna fyrirtækisins og hins almenna borgara norður þar að fyrirtækinu, gegn um sölu á eignarhluta ríkisins, er einkar lofsverö og athyglisverð, þó naum- ast sé hún nýlunda í um- ræðu um atvinnurekstur hér á iandi. Hún á og for- dæmi í rekstri ýmissa stærri fyrirtækja á erlend- um vettvangi. í þessu sam- bandi verður ekki komizt hjá aó minna á hugmyndir um almenningshlutafélög, en Eyjólfur Konráð Jóns- son alþingismaður skrifaði um það mál athyglisvert rit fyrir nokkrum árum, sem enn er í fullu gildi. Hugmyndir fjármálaráð- herra, sem hér hafa lítil- lega verið gerðar að um- talsefni, mættu gjarnan verða að veruleika, til efl- ingar frjálsri atvinnustarf- semi og sem fordæmi um fleiri fyrirtæki, er ríkið á aðild að; og raunar verða stefnumarkandi fyrir framtíðina. Þær mættu og minna á þá nauðsyn, sem fyrir hendi er, á nýjungum I hlutafélaga- og skattalög- aö hefur vakið verð- skuldaða athygli að Þjóðviljinn, málgagn svo- kallaðs Alþýðubandalags, hefur forðast eins og heit- an eldinn að taka máiefna- lega afstöðu til meginþátta kosningastefnuskrár ítalska kommúnistaflokks- ins, „hinnar sögulegu málamiðlunar“, sem átti drýgstan þáttinn i því fjöldafylgi sem flokkurinn fékk í nýlega afstöðnum kosningum þar í landi. Þessi kosningastefnuskrá þótti móta sjálfstæðari stefnu gagnvart sovézka kommúnistaflokknum og gjörbreytt viðhorf tif aðild- ar ríkja V-Evrópu aö Atlantshafsbandalaginu, ekki sízt þeirra, sem sökum hnattstöðu sinnar hafa hernaðalega þýóingu. Hin sögulega málamiðl- un gerði ráð fyrir áfram- haldandi aðild Ítalíu aó Atlantshafsbandalaginu af tveimur meginástæðum. I fyrsta lagi væri öryggi landsins bezt borgið innan varnarbandalags vest- rænna ríkja. í öðru lagi myndi úrsögn ítala úr Nato veikja valdajafnvægið í heiminum. Formaður ítalska kommúnistaflokks- ins sagói skýrt og skorinort að auðveldara væri að gjöf i því skyni aó auóvelda hinum almenna borgarara þátttöku og eignaraóild að atvinnurekstri í landinu. byggja upp „frjálsan sósialisma“ innan en utan hins vestræna kerfis. Hann sagði til viðbótar aó ekki væri nægjanlegt að kommúnistar og jafnaðar- menn fengju nauman meirihluta í ítalska þing- inu, heldur þyrfti til aó koma breitt samstarf þess- ara aðila við Kristilega demókrata, sem er sterkur hægri/mið-flokkur, ef leysa ætti þann efnahags- vanda, sem ítalir ættu við aó stríða. Og enn bætti hann því við að flokkurinn stefndi ekki að frekari þjóðnýtingu i itölskum iðn- aói. Þjóóviljinn hefur ekki úttalað sig um eitt einasta atriði, sem hér hefur verið nefnt í hinni „sögulegu málamiðlun". Hann virðist mun hliðhollari stefnu- mörkun sovézka kommún- istaflokksins en þess ítalska. Sér í lagi væri fróð- legt að fá, skýrt og skorin- ort, málefnalegar skoðanir blaðsins á hinni breyttu af- stöðu gagnvart Atlants- hafsbandalaginu og aðild vestrænna ríkja að því, bæði að því er varðar rök- semdina um öryggi vió- komandi landa og röksemd- ina um valdajafnvægið í okkar heimshluta. Þátttaka almennings í atvinnurekstri Þögnin THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSER Samos. (.rikklandi. FERÐAMENN frá Vestur- Evrópulöndum verða varir vió það i sumar, að það eru margar andstæður i paradis Eyjahafs- ins. Grikkland og Tyrkland eru komin í hár saman vegna rétts- ins til vinnslu á oliu á þessu svæði og hvar sem farið er verða ferðamenn varir við sovézka flotann, sem er orðinn jafnöflugur á þessu svæði og Sjötti flotinn bandaríski. Þrátt fyrir þetta rísa ný hótel á vesturströnd Tyrklands og grískir matsölustaðir halda áfram að selja sjávarrétti sína við undírleik bouzouki- spilaranna. Verðlag hefur ekki hækkað að ráði i ár og fyrirtæki sem leigja út lystisnekkjur stæra sig af því að hafa gert leigusamninga fyrir allan ferðamannatímann. Flestir ferðamennirnir sem dveljast á grísku eyjunum und- an Tyrkiandsströndum hafa þegar sætt sig við nærveru her- manna og vígvéla sem þátt i umhverfinu. A ströndinni í Limnos og Pyþagóriu rölta grísku hermennirnir og glápa úr sér augun á norrænu og þýzku stúlkurnar sem stunda sólböðin á þessum slóðum. En embættismenn NATO, svo ekki sé talað um foringjalið Sjötta flotans bandaríska, eru ekki eins rólegir og ferðamenn- irnir. Tölurnar tala sínu máli. Miðjarðarhafsflofi Bandaríkj- anna telur að jafnaði 55 her- skip, en Miðjarðarhafsfloti Rússa aftur á móti um 70 her- skip. Að vísu hefur rússnesku herskipunum fækkað úr 102 þegar flest var árið 1973. En sovézku flotadeildin er miklu öflugri hvað vopnabúnað snert- ir og er betur skipuiagður til hernaðarihlutunar. Og nú hef- ur rússneska flugmóðurskipið Kiev bætzt í hópinn og ekki Vaxandi spenna áEyjahafi bætir það stöðuna. Bandarikja- menn eru ekki lengur hús- bændur á Miðjarðarhafinu. Undanfarna mánuði hefur rússneski flotinn beint umsvif- um sínum fyrst og fremst að Eyjahafinu og virðist tilgangur- inn sá, að geta lokað sundunum milli grísku og tyrknesku eyj- anna. Jafnframt þessu hafa Rússar tryggt sér herskipalægi á fjarlægum stöðum eins og á Hammamet-flóa undan Túnis, undan Kýpur og i grennd við strendur Sýrlands. Þótt Anwar Sadat, forseti Egyptalands, hafi svipt sovézka flotann bækistöðvum í egypzk- um höfnum hefur það ekki valdið Rússum teljaridi vand- ræðum. Rússar hafa fengið að- stöóu fyrir birgðaskip flota sins í sýrlenzku hafnarborginni Tartous og þeir hafa einnig fengið skipalægi undan Soll- oum, sem er rétt hjá landamær- um Líbíu og Egyptalands. '1 hafnarborginni Tivat, sem er á Adriahafsströnd Júgóslavíu má segja að tvö rússnesk herskip hafi fengið fastan samastað og önnur rússnesk herskip koma þangað i heímsóknir sem taka allt að vikutíma. A síðastliðnu vori komu Rúss- Sovétskt herskip á siglingu eftir JULIET PEARCE ar sér upp aó heita má föstu herskipulagi undan Limnos og eynni Krit og baujur með rúss- neskum áletrunum eru stað- settar skammt utan við land- helgi Túnis i grennd við Hamm- amet. I byrjun júnímánaðar efndu Rússar til flotaæfinga undan stföndum Krítar og beindust þær fyrst og fremst að þjálfun flotans í kafbátahernaði og vörnum gegn flugvélaárásum. Bandaríkjamenn voru búnir að spá þvi, að rússneskt flugmóð- urskip myndi koma á þessar slóðir þegar liði á sumarið. Um miðjan júlí kom svo flugmóður- skipið Kiev og hafði rússneska stjórnin fengið leyfi rikis- stjórnar Tyrklands til að leyfa því að sigla um Bosphorus og Dardanellasund. Leyfi tyrk- nesku stjórnarinnar var nauð- synlegt samkvæmt Méntreux- sáttmálanum sem bannar um- ferð um stundin skipum sem eingöngu eru ætluð til árása, eins og flugmóðurskip t.d. Sátt- málinn féll úr gildi 20. júlí. Hann var gerður árið 1936 og gilti til 20 ára. Hann var fram- lengdur sjálfkrafa árið 1956 til 20 ára. Ennþá er óljóst, hvað tekur við af Montreux- sáttmálanum eða hvort hann verður framlengdur einu sinn enn. Gerist það ekki þarf að endurskoða yfirráð Tyrkja yfir sundunum og stjórn þeirra á siglingum um þau. Samkvæmt Monteux- sáttmálanum þurfa öll riki við Svartahaf að tilkynna með átta daga fyrirvara um siglingar herskipa um sundin. Öll önnur lönd þurfa að tilkynna siglingar herskipa sinna með 15 daga fyr- irvara. Kafbátum er aðeins heimilað að fara um sundin á yfirborðinu. Öflugustu skipin í Sjötta flota Bandarikjanna eru flug- móðurskipin Saratoga og America. Til viðbótar þeim eru í flotanum fjögur beitiskip og 14 tundurspillar og hraðskreið- ar freigátur. i flotanum eru til viðbótar birgðaskip og smærri herskip sem ætluð eru til kaf- bátahernaðar. Bandaríski flotinn er fyrst og fremst staðsettur á Miðjaróar- hafi en hann hefur einnig að- gang að Svartahafi, en aóeins skamman tima í einu. Bæói bandaríski og sovézki flotinn fylgjast náið með at- höfnum hvor annars. Á flotaæf- ingum senda þeir á vettvang skip hlaðin rafeindaútþúnaði til að fylgjast með því sem fram fer og flugvélar sveima yfir svæðinu í sama skyni. Þessi miklu flotaumsvif virð- ast engin áhrif hafa á ferða- mennina á þessum slóóum eða draga úr siglingum lystibáta. Þvert á móti virðist sumum þykja það sport að sigla innan um bryndrekana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.