Morgunblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JULI 1976 17 Tillagna um framtíðar- skipan ávísanamála að vænta í haust Norðurlönd hafa fullkomið kerfi með heimildarkortum og ábyrgð bankanna NVLEGA eru komin út hjá Almenna bókafélaginu sjö ný bindi f ritsafni Gunnars Gunn- arssonar. Áður voru komin út í ritsafninu sjö bindi, svo að safnið er alls orðið 14 bindi. Þær bækur, sem áður voru komnar út 1 ritsafninu eru þessar: Saga Borgarættarinnar, Svartfugl, Fjallkirkjan (3 bindi), Viki- vaki og Heiðaharmur. Nú bæt- ast við þessar bækur: Vargur i véum, Sælir eru einfaldir, Jón Arason, Sálumessa, Fimm fræknisögur, Dimmufjöll og Fjandvinir. Vargur 1 véum (1916) og Sælir eru einfaldir (1920) til- heyra báðar æskuskeiðinu f rit- ferli Gunnars Gunnarssonar. Þær eru báðar Reykjavíkursög- Ritsafn Gunnars Gunnarssonar. Ný bindi í ritsafni Gunnars Gunnarssonar ur, sú fyrri baráttusaga l?lfs Ljótssonar bæði við sjálfan sig og stjórnmálaspillinguna i kringum hann. Siðari sagan er um læknin Grím Elliðagrím, hvernig lífsgrundvöllur hans brestur, þegar mjög reynir á, þótt hann virtist á yfirborðinu óvenjulega traustur. Sælir eru einfaldir er hátindurinn i æskuskáldskap Gunnars Gunn- arssonar. Jón Arason (1930) fjallar um það, hvernig islenzkt réttarriki og þjóðfrelsi glatast. Biskupinn á Hólum er leiddur af sjálfsör- yggi og snilldargáfum og vinn- ur mikla sigra, en eigi að síður endar hann sigurbraut sína á höggstokknum. Sálumessa (1952) er fram- hald Heiðaharms — um fólkið i heiðarbyggðinni, sem er að falla í auðn smátt og smátt. Sálumessa er seiðmögnuð saga um samskipti og baráttu þessa fólks. Fimm fræknisögur hafa allar nema ein birzt áður í sérstökum bókum og farið þannig viða um Gunnar Gunnarsson skáld. lönd, sérstaklega Aðventa (1937), sem virðist hafa dreifzt víðar um heiminn og i fleiri eintökum en nokkur önnur ís- lenzk bók. Hinar fræknisögurn- ar eru Brimhenda (1955), Blindhús (1933) Á botni breðans (um 1918) og Drengurinn (1917). Eru þetta allt hetjusögur, þó að ekki byggi aðalpersónurnar neina hefðartinda i augum heimsins. Dimmufjöll og Fjandvinir eru smásagnasöfn rituð frá 1906—1918, og er þar margt kunnara smásagna að finna, svo sem Feðgana, Hjálmar flæking, Kirkja fyrir finnst engin, Fjandvini o.s.frv. Allar þær 14 bækur sem nú eru komnar út i ritsafninu eru fullfrágengnar af höfundi sjálf- um á islenzku. Flestar þeirra, svo sem allar skáldsögurnar, voru frumritaðar á dönsku, en höfðu verið íslenzkaðar af ýms- um. Eru margar þeirra þýðinga ágætar, en Gunnar Gunnarsson taláði um, að hann kannaðist aldrei almennilega við þær sem sín eigin verk — hann vildi skila þeim á móðurmálinu með sínu eigin tungutaki. Það tókst honum að því er snerti allar þær sögur sem nú eru komnar út, og er óhætt að fullyrða, að það þýðangar- og endursagnar- starf, sem hann innti af hendi síðustu 10 árin sem hann lifði, hefur tekizt frábærlega vel. Veiðibjallan vaxandi vandamál Máfarnir ráðast á fugla, egg, fræ og lömb Veiðibjaila á svölum húss við Kaplaskjólsveg. Þessari veiðibjöllu var bjargað f hús undan þremur veiðbjöllum sem ætluðu að fara að rffa hana 1 sig, en sú staka var vængbrotin. Hún fékk frið til að gróa sára sinna og einn daginn flaug hún til hafs. Ljósmynd Mbl. á.j. 1 HAUST má vænta tillagna um framtfðarskipan ávfsanamála hér á landi, en markmið þeirra verð- ur að koma f veg fyrir hin tfðu og margháttaða ávfsanamisferli, sem viðgengizt hefur hér á landi um árabil. Má nefna að Seðla- banki Islands hefur nú að jafnaði um og yfir 2000 innstæðulausar ávfsanir f innheimtu, að upphæð um 70 milljónir króna. Starfandi er sérstök samstarfsnefnd, sem vinnur að samningu tillagna f þessum efnum, og eins og áður kemur fram er stefnt að þvf að hún skili tillögum sfnum f haust. Tveir nefndarmanna, þeir Björn Tryggvason og Sigurbjörn Siggeirsson, hafa t.d. farið til Danmerkur og Noregs, og kynnt sér sérstaklega ávfsanakerfin f þessum löndum, en þau hafa orð- ið til þess að tekizt hefur að miklu leyti að koma f veg fyrir ávfsanamisferli af þvf tagi, sem mest ber á hérlendis. Gert er ráð fyrir að nýskipan í ávfsanamálum hér á landi geti orðíð að veruleika um næstu áramót. I samtali við Morgunblaðið i gær sagði Björn Tryggvason, for- maður samstarfsnefndarinnar, að á Norðurlöndum væri að verulegu leyti búið að leysa ávísanavanda- mál það, sem verið væri að glíma við hér. 1 stærstu dráttum væri þetta kerfi á þá leið, að bankinn sem stofnaði ávísanareikninginn væri ábyrgur fyrir viðskipta- manni sínum upp að vissri fjár- hæð. Þannig vissu þéir sem tækju við ávísun t.d. að fjárhæð 500 kr. danskar að hún er í ábyrgð reikn- ingsbankans. Bankinn staðfestir þessa ábyrgð með því að láta þennan viðskiptamann fá heimildarkort, sem er með mynd af viðskipta- manni og ýmsum öðrum upplýs- ingum. Þjónustuaðilinn, sem skiptir við viðkomandi ávísana- hafa veit að ávísun upp á kr. 500 verður innleyst og er örugg, og þar með er bankinn, sem afhenti ávísanaheftið, gerður ábyrgur fyrir persónulegum ávísunum reikningshafa á hans vegum. Á þennan hátt verða þjónustuaðilar — kaupmenn og gjaldkerar ým- issa stofnana — eins konar útibú bankanna og samvinnuaðilar þeirra, því að þeir eiga að ganga úr skugga um að sá er afhendir ávísunina er réttur maður með þvi að láta hann framvísa heim- ildarkortinu. Þar með veit þjón- ustuaðilinn að ávisunin er góð og gild, því að enda þótt ekki sé til innistæða fyrir henni, þá ber reikningsbankinn ábyrgð á hon- um og síðan er það mál bankans og reikningshafa að innleysa ávís- unina. Þetta kerfi nær hins vegar aðeins til hins almenna neytenda en ekki til fyrirtækja. Björn kvað bankana á Norður- löndum hafa farið inn á þessa braut á sinum tima, til að ýta undir launaávisanafyrirkomulag- ið, sem einnig er komið hér á landi fyrir um 15 árum. Forráða- menn bankanna þar hafi hins veg- ar séð í hendi sér, að ef þeir stæðu að því að breiða út fyrirkomulag af þessu taki og gera það svo almennt yrðu bankarnir að taka á því ábyrgð á einhverju leyti. Ábyrgð bankans á hverri ávísun sem gefín er út, er hins vegar miðuð við það sem telja má venju- legt kaup — er t.d. um 1000 kr. i Sviþjóð. Kaupi reikningshafi hins vegar dýrari hluti, svo sem heim- ilistæki eða húsgögn, eru þeir ekki sendir til viðkomandi kaup- anda fyrr en þjónustuaðilinn hef- ur gengið úr skugga um það hjá reikningsbankanum, að ávísunin er gild. Björn sagði, að þetta kerfi hefði reynzt mjög vel á Norðurlöndum og misferli væri sáralítið. Björn sagði, að algengasta misferlið i meðferð ávísana væri ekki fölsun heldur óreiða, þar sem menn yfir- drægju i von um að geta jafnað reikninginn litlu seinna eða hefðu ekki yfirlit um stöðu reikn- ingsins. Reynslan í þessu hefur sýnt að fyrstu 2—3 árin gætir áfram nokkurar ónákvæmni reikningshafa en aó allir þeir sem búnir væru að vera með reikning í fáein ár legðu síðan metnað sinn í að standa sig. Björn sagði, að hérlendis væri um 90% innistæðulausra ávísana undir 5 þúsund krónum, þannig að misferlið hér stafaði af miklu leyti af ónákvæmni og kæruleysi. Með tilkomu Reiknisstofu bank- anna lægi það nú orðið fyrir á hverju kvöldi hverjir hefðu gefið út innistæðulausa ávísanir sem komu til bankanna þann daginn. Þess vegna væri það orðið ákaf- lega áhættusamt að syndga upp á náðina þó ekki væri nema um fáeinar klukkustundir — bókun- in á ávísunum hjá reiknisstofn- unni væri svo ör að nær sam- stundis kæmi í ljós hverjir hinir seku væru, ávísunin færi í inn- heimtu og reikningshafi verður að greiða 11% sekt auk þess sem hann fer á svartan lista, sem fer til allra banka. Þar geta allir bankastjórar lesið listann og óreióan getur siðan komið mönn- um í koll þegar þeir þurfa að leita til bankans eftir fyrirgreiðslu. ENGAR samræmdar aðgeróir eru gerðar á vegum hins opinbera til þess að stemma stigu við stöð- ugri aukningu máfa og hrafns, sérstaklega þó máfa, viða um iand, en hin mikla viðkoma þess- arar fuglategundar er vfða orðin mikið vandamál og hefur raskað miklu f náttúru ýmissa lands- hluta. Morgunblaðið ræddi um þessi mál við Baldur Johnsen yf- irlækni: „Varpbændur og reyndar aórir bændur,“ sagði Baldur, „kvarta æ meir undan ágengni veiðibjöll- unnar og annarra máfategunda, sem gera mikinn usla víða um land. Það kom m.a. fram á síðasta náttúruverndarþingi að varp- bændur eru mjög sárir yfir þvi hvernig veiðibjallan fær að valsa án þess að nokkuð sér reynt að stemma stigu við útbreiðslu henn- ar og sumir kvarta einnig yfir hrafninum sem auk þess að vera hræfugl, bregður fyrir sig ráni ef svo ber undir. Hettumáfnum hefur einnig fjölgað ískyggilega mikið, en hann fælir miskunnarlaust aðra fugla frá varpstöðvum sínum og er þar nærtækast að nefna hvern- ig komið var i einum Tjarnar- hólmanum á Reykjavikurtjörn þar sem krian varð að víkja þar til gripið var til ráðstafana. Hins vegar koma svo náttúru- fræðingar og telja mjög varhuga- vert að fara út i eitrun, þvi veiói- bjallan og aðrir máfar tilheyri islenzkri náttúru. Þess vegna sé mjög varhugavert að ganga nærri henni með eitrun og ekki aðeins með tilliti til máfanna, heldur þes& að mögulegt er að eitrió drepi aðra fugla sem meiri eftir- sjá er i, svo.sem fálka og erni. Þrátt fyrir þetta umtal með og á móti, mun þó hafa verið fallizt á að nota væga eiturtegund i bárátt- unni gegn máfnum, en leyfi fyrir þvi er háð mjög ströngum skilyrð- um og fyrst og fremst er það skilyrði að leyfishafi hafi æðar- varp sem atvinnugrein. Málið er þó miklu viðtækara og stærra þeg- ar horft er á einstakar fuglateg- undir og miðað er við þann skaóa sem máfurinn gerir öðrum fugla- tegundum, því hér er um að ræða hræfugl sem hiróir sorpið og úr- ganginn sem mennirnir skilja eft- iráfjörum og opnum sorphaugum um al_lt land. Hins vegar verður maður aó telja að eðlilegu jafn- vægi hafi verið raskaö i þessum málum þar sem veiðibjallan og Framhald á bls. 18 Þessi mynd var tekin f fjörunni fyrir sunnan olfutankana við Skerja- fjörð. en þar liggur'mikið klóak út 1 fjöruna. Oft er fjaran þar ötuð sauri og óþverra og fuglinn sækir 1 þetta. Haugar af óþverra eru þarna 1 fjörunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.