Morgunblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LÁUGARDAGUR 24. JULl 1976 19 Svölurnar veita námsstyrki SVÖLURNAR félag núver- andi og fyrrverandi flug- freyja, hafa nýlega afhent fjórum kennurum barna með sérþarfir námsstyrki að upphæð 1 milljón króna. Þeir sem styrkinn hlutu eru Sigurjón Ingi Hilaríus- son, Bergljót V. Óladóttir, Ásthildur Bjarney Snorra- dóttir og'Svanhildur Svav- arsdóttir. Styrkþegar munu allir stunda nám í Osló, tveir í talkennslu, einn í iðjuþjálfun og einn í uppeldisfræði fyrir þroska- heft og andlega vanheil börn. Alls hefur félagið gefið á þessu ári kr. 1.650.000 til þessa málefn- is, þar af 1,2 milljónir króna í styrki til námsdvalar vegna kennslu þroskaheftra. Hefur fjé- lagið aflað fjárins með bingói, jólakortasölu, tfzkusýningu ög málverkahappdrætti. Fyrirhugað er að halda flóamarkað í nóvemb- er nk. til styrktar sama málefni.. Stjórn félagsins skipa Lilja Enoksdóttir formaður, Sigríður Gestsdóttir varaformaður, Jóhanna Björnsdóttir gjaldkeri, Edda Guðmundsdóttir ritari og Aðalheiður Sigvaldadóttir með- stjórnandi. Kennarar sem hlutu námsstyrki frá Svölunum til að kynna sér kennslu þroskaheftra barna í Ósló. Á myndinni eru Sigurjón Ingi Iiilaríus- son, Bergljót Olafsdóttir, cn hún veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Bergljótar V. Óladóttur, Ásthildur Bjarney Snorradóttir og Svanhild- ur Svavarsdóttir. Guðrún Pálsdóttir Crosier. r Islenzk kona heiðruð á 200 ára afmæli Bandaríkjanna ÍSLENZK kona, frú Guðrún Páls- dóttir Crosier, sem nú býr i Connecticut í Bandaríkjunum, var heiðruð á 200 ára afmæli Bandaríkjanna með því að henni var veitt heiðursskjal, þar sem hún er nefnd „framúrskarandi innflytjandi". Skjalið er undirrit- að af frú Grosso ríkisstjóra Conneticut og afhent af henni við hátíðlega athöfn. Guðrún hefur alla tíð tekið mik- inn þátt í félagsiífi Norðurlanda- búa í Bandaríkjunum og verið í stjórn American Scandinavian foundation. Þá hefur hún enn- fremur unnið mikið starf fyrir AA-samtökin. Aður en Guðrún fluttist til Connecticut bjó hún í New York og aðstoðaði hún þá margan ís- lendinginn, — ekki sist á stríðsár- unura. Sközkur ungmennakðr í heimsðkn 1 Kópavogi UM ÞESSAR mundir dvelst hér á landi skozkur ungmennakór, Dolphin kórinn, í boöi Tómstunda- ráðs Kópavogs. Heimsókn kórsins er liður í árlegum samskiptum Kópavogs og Glasgow á sviöi æskulýðs- mála og mun hópur ung- menna úr Kópavogi endur- gjalda heimsókn þessa í næsta mánuði. Dolphin kórinn var stofnaður fyrir 5 árum af nemendum tveggja gagnfræðaskóla í Glasgow og fékk kórinn fljótlega aðstöðu í lista- og menningarmiðstöð Glas- gow sem ber sama nafn. Ábyrgð- armaður kórsins er Ewan McGregor, sem jafnframt er far- arstjóri, en sonur hans, Richard. er söngstjóri. Kórinn hefur víða komið við á söngferðum sinum, m.a. á ítaliu og í Þýzkalandi, og mun þetta vera fjórða utanferð þessa unga kórs og hafa allar ferðirnar verið farnar fyrir tilstilii Æskulýðsráðs Glasgow. fCfnisskrá kórsins er mjög fjöl- breytt en mest ber á kirkjulegri tónlist, ættjarðarlögum, negra- sálmum og sigildum verkum. Kórinn söng í Kópavogskirkju við messu sunnudaginn 18. júlí og hélt söngskemmtun að Flúðum sl. föstudag. Mánudagskvöldið 26. júlí mun kórinn syngja i Félags- heimilinu i Vestmannaeyjum og miðvikudagskvöldið 28. júlí í Fé- lagsheimili Kópavogs. Mun Leik- félag Kópavogs annast þá skemmtun og verður þar jafn- framt bryddað upp á öðru efni. Heimleiðis heldur kórinn föstu- daginn 30. júli. Skozki ungmennakórinn framan við Kópavogskirkju. — Um GULAG .... Framhald af bls. 12 sjálfboðaliSar til fulltingis þýzka hernum. Meirihluti þeirra, sem gengu i herinn, vonaðist til þess a5 geta — eftir að hafa fengið mat og klæði og vopn i hendur, — gengið i lið með sovézkum hersveitum eða skæruliðum. Þeir uppgötv- uðu þó fljótlega, að vonir þeirra höfðu dregið þá á tálar, tækifærin til að söðla um voru alltof sjaldgæf. Solzhenitsyn hvorki afsakar né upphefur þessa örvilnuðu menn. Hann biður þó samt sem áður sjálfskipaða kviðdóma eftirkomandi kynslóða að taka tillit til þeirra kringum- stæðna, sem hljóta að milda sök þeirra; þessir ungu menn voru margir hverjir alls ekki of vel upplýstir menn, þorps- búar frá afskekktum og vanræktum héruðum og andlega bugaðir eftir ósigrana; meðan þeir voru I fangabúðunum var þeim sí og æ sagt „Stalin hefur afneitað ykkur", „Stalin er andskotans sama um ykkur", og þeir gátu séð það sjálfir, að þannig var þvi einmitt farið, þess vegna beið þeirra einungis hungurdauði i þýzkum fangabúðum. Auðvitað er ekki allt jafn geðfellt, sem Solzhenitsyn greinir frá. Mér er t.d. ómögulegt aðfinna til samúðarmeð lurii E., sovézka liðsforingjanum, sem samkvæmt frásögn Solzhenitsyn valdi þann kostinn að ganga i lið með Hitler i stað þess að svelta til dauða. Hann gerðist þýzkur liðsfor- ingi og veitti forstöðu skóla, sem menntaði liðsforingjaefni til njósnastarfa. Það kemur skýrt fram i frásögn Solzhenit- syns, að lurii E. þessi sneri sér þá fyrst að her Sovétmanna, þegar honum var Ijóst að Þjóðverjar myndu gjörsigraðir, og hann gerði það ekki vegna þess að fósturjörðin heillaði hann með björtum vonum, heldur með það i huga að Ijóstra upp ,,þýzkum njósna- og hernaðarleyndarmálum" i eyru njósnaþjónustu okkar í von um að verða í staðinn ráðinn til starfa i M.G.B. (öryggis- og leyniþjónustu sovézka hersins). lurii E. þessi var ennfremur sannfærður um að ný styrjöld myndi brjótast út milli Sovétrikjanna annars vegar og annarra bandamanna þeirra hins vegar strax eftir sigur yfir Þjóðverjum og i þeirri styrjöld myndi rauði herinn fljótlega verða sigraður. Hvað varðar (frásögn Solzhenitsyns um) harðar orrustur milli nokkurra stórra herdeilda Vlasóvíta og hluta hins þýzka hers undir stjóm SS-hershöfðingjans Steiner. þá eru þær óneitanlegar sögulegar staðreyndir. Það sem gerðist það gerðist. Nær allir Vlasóvitar voru dæmdir i tuttugu og fimm ára þrælkunarvinnu, og nær allir dóu þeir i fangelsum eða útlegð i nyrztu héruðum landsins; hinar ýmsu sakarupp- gjafar óliku tilefni náðu aldrei til þeirra. Ég er einnig þeirrar skoðunar að flestir þeirra hafi þannig hlotið alltof stranga refsingu. Stalin á sök á þessum hörmungum öllum öðrum fremur. UM „FRJÁLSLYNDI" HITLERSSINNA OG RÚSSNESKA KEISARAVELDISINS Solzhenitsyn er ennfremur borið á brýn að gera litið úr ódæðum Hitlers og harðýðgi rússneska keisaraveldisins. Það var aldrei viðfangsefni Soizhenitsyns að rannsaka hina þýzku hliðstæðu „ Gulag-eyjaklasans", þótt hann minnist oft á pyntingar þýzku leynilögreglunnar og ómann- úðlega meðferð fasista á sovézkum striðsföngum. En það er aftur á móti staðreynd að Solzhenitsyn víkur hvergi frá þröngum vegi sannleikans, þegar hann bendir á að Stalín hafi byrjað fjöldaofsóknir, flutt milljónir nauðungarflutn- ingum og stundað pyntingar og sýndarréttarhöid löngu áður en Hitler kom til valda. Og allt þetta var enn þá ástundað af kappi mörgum árum eftir að þýzkur fasismi haf ði verið lagður að velli. Það er jafnvel enn þá erfiðara að bera rússnesku keisar- ana saman við Stalin i þessu samhengi. Solzhenitsyn hefur áreiðanlega mikið til sins máls er hann lýsir fangavist og nauðungarvinnu á keisaratimanum; það var algengt um- ræðuefni meðal fanga, einkum ef meðal þeirra voru ein- hverjir úr hópi hinna gömlu félaga úr meirihlutaflokknum (bolsévikaflokknum, fangar úr öðrum af gömlu jafnaðar- mannaflokkunum höfðu allflestir þegar týnt lifinu fyrir heimsstyrjöldina). Þeim, sem handteknir voru á fimmta áratugnum, kom vistin í fangelsum og i útlegðá keisaratimanum — eins og henni var lýst i þessum samtölum — fyrir sjónir sem eins konar sumarbúðavist. Snúum okkur þá að samanburðinum á þvi, hversu umfangsmikil kúgunin var. . . Á byltingarár- unum 1905—7 og á gagnbyltingarárunum næstu á eftir tóku aftökusveitir keisarans jafn marga bændur, verka- menn og iðnaðarmenn af Iffi á heilu ári og voru skotnir eða dóu I þrælkunarbúðum á sérhverjum degi i Sovétrikjunum 1937—8. Hvernig er unnt að bera slika atburði saman? BEZTI KAFLI BÓKARINNAR. Eg held að ólíkum einstaklingum muni þykja mismun- andi kaflar i bók Solzhenitsyn tilkomumestir. Mér þótti mestur fengur i köflunum, sem bera heitin „ Bláu ein- kennishúfurnar" og „Um hástig dómsorða". i þeim tekst höfundinum einstaklega gagnger sálfræðileg könnun á breytni fangavarðanna og fórnarlamba þeirra. Hann er i þeim jafnvel dúpúðugri en sjálfur Dostojevskf. Með þessu er ég alls ekki að halda fram, að listræn snilligáfa Solzhenitsyns sé meiri en Dostojevskis. Ég er enginn sérfræðingur i bókmenntum. En það er Ijóst að fangelsi og þrælkunarbúðir Stalins, nauðungarflutningar og útlegðin, sem Solzhenitsyn varð að þola hundrað árum eftir að Dostójevski var handtekinn og dæmdur til hegn- ingarvinnu, gáfu höfundi Gulag-eyjaklasans tiu sinnum betra tækifæri en höfundur bókarinnar „Boð frá húsi hins dauða" hafði haft til að kanna duldar meinsemdir i sál mannsins og i stofnunum mannlegs samfélags. Solzhenit- syn hefur tekizt á við þetta verkefni með þeim hætti. sem einungis ritjöfri er fært. K'l 'J) SK0GARH0LAM0T1976 Munið hestamannamótið í Skógarhólum á Þingvöllum um helgina Gæðingakeppni — Hindrunarstökk — Kappreiðar VÍL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.