Morgunblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.07.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JULI 1976 7 Gatnagerðar- gjald Sjálfstæðis- hússins Á fundi borgar-. stjórnar þann 15. júlf s.l. gerði Þorbjörn Broddason, borgar- fulitrúi Alþýðubanda- lagsins, það sérstak- lega að umræðuefni, að vfxill vegna gatna- gerðargjalds lóðarinn- ar nr. 7 við Bolholt (Sjálfstæðishúsið) hefði lent í vanskil- um. Það gaf borgar- fulltrúanum sérstakt tilefni til að gera þetta að umtalsefni, að f skýrslu endurskoðun- ardeildar kom fram athugasemd um það, að vfxill þessi, sem var að fjárhæð 2 millj. 921 þúsund um áramót, ætti frekar að færast á annan reikningslið en gert hafði verið f reikningunum. At- hugasemd endurskoð- unardeildar var því eingöngu formlegs eðlis. Vegna gagnrýni borgarfulltrúans gerði borgarstjóri þetta mál nokkuð að umræðu- efni á borgarstjórnar- fundinum. Hann vakti athygli á þvf, sem fram kom f skýringum borgarritara við skýrslu endurskoðun- ardeildar, að upp f þennan vfxil, sem inn- heimtudeild hefði haft til meðferðar, hefðu á þessu ári verið greiddar 2 millj. og 200 þúsund. Fyrir eft- irstöðvum vfxilsins kr. 721 þús. auk forvaxta frá september 1974 hefði sfðan verið gef- inn út nýr vfxill að fjárhæð 1 millj. 554 þúsund, sem vjeri til innheimtu hjá inn- heimtudeild og yrði væntanlega greiddur mjög fljótlega. Gatnagerðar- gjald Þjóðviljans Borgarstjóri vakti athygli á þvf, að þegar lóðarhafar lentu í van- skilum með greiðslu gatnagerðargjalda væri mjög algengt að þeim væri gefinn kost- ur á að samþykkja vfxla fyrir skuldinni. Hann benti á að svo hefði t.d. verið gert við Þjóðviljann, sem á sfnum tfma fékk út- hlutað lóðinni nr. 6 við Síðumúla. 1 árslok 1975 hefði Þjóðviljinn verið f vanskilum með verulegan hlutagatna- gerðargjalds af þeirri lóð og fengið að greiða með vfxii þann 26. maí s.I. 1.394 þús. kr. Þess- um upplýsingum borgarstjóra svaraði Þorbjörn Broddason ekki á aðra leið en þá að segja, að gatnagerð- argjöld Þjóðviljans væru ekki til umræðu að þessu sinni f borg- arstjórn. Af þessum viðbrögðum borgar- fulltrúans svo og þeim skrifum, sem birzt hafa f Þjóðviljanum að undanförnu um þetta mál, má sjá að hjá þeim Þjóðvilja- mönnum ríkir tvöfalt siðgæði. Þeir átelja harðlega aðra fyrir, það, sem þeir sjálfir ástunda. Enginn ágreiningur í borgarráði Á sama borgar- stjórnarfundi gagn- rýndi borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins það ennfrertiur, að Hús verzlunarinnar skuldaði gatnagerðar- gjald um áramót. Þeg- ar ákvörðun var tekin f borgarráði um út- hlutun á lóð fyrir Hús verzlunarinnar f hin- um nýja miðbæ í Kringlumýri var það samþykkt að gatna- gerðargjaldið skyldi greitt á tveimur árum. Er það í fullu sam- ræmi við þá stefnu borgarráðs, að gatna- ■ gerðargjöld af lóðum undir atvinnurekstur greiðist á þennan hátt. Ástæðan er m.a. sú, að í vaxandi mæii hefur borgin úthlutað lóðum undir atvinnustarf- semi áður en lóðir verði byggingarhæfar, og nýtt á þann veg hluta gatnagerðar- gjalda til að standa undir sjálfum gatna- gerðargj aldafram- kvæmdunum. Hús verzlunarinnar hefur þvf að þessu leyti á engan hátt fengið aðra fyrirgreiðslu en aðrir þeir aðilar, sem að undanförnu hafa feng- ið lóðir undir atvinnu- rekstur. Um þetta fyr- irkomulag á greiðslu gatnagerðargjalda hefur enginn ágrein- ingur verið f borgar- ráði. Sá ágreiningur, sem þar varð á sfnum tíma um gatnagerðar- gjald fyrir Hús verzl- unarinnar, var ein- göngu um upphæð gjaldsins en ekki um greiðslukjör. iílfööur á morgun Guðspjall dagsins: Matt. 5, 20,—26.: Réttlæti fariseanna. Litur dagsins: Grænn. Táknar vöxt, einkum vöxt hins andlega llfs. DÓMKIRKJAN. Messa kl. 11 árd. Séra Jakob Jónsson doktor theol. Ræðuefni: Skriftir og af- lausn. NESKIRKJA. Guðþjónusta kl. 11 árd. Séra Kristján Valur Ing- ólfsson sóknarprestur á Raufar- höfn annast messugerð. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. HALLGRÍMSKIRKJA. Messa kl. 11 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. FILADELFÍUKIRKJAN. Al- menn guðþjónusta kl. 8 siðd. Einar J. Gíslason. GRUND, elli og hjúkrunar- heimili. Messa kl. 10 árd. Séra Magnús Guðmundsson. HÁTEIQSKIRKJA. Messa kl. 11 árd. Séra Arngrimur Jóns- son. DÓMKIRKJA Krists Konungs. Lágmessa kl. 8 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. BÚSTAÐAKIRKJA. Guð- þjónusta kl. 11 árd. Séra Olafur Skúlason BÆNASTAÐURINN FALKA- GÖTU 10. Samkoma kl. 4 síðd. Þórður M. Jóhannesson. KÓPAVOGSKIRKJA. Guðþjón- usta kl. 11 árd. Séra Þorbergur Kristjánsson. KIRKJUVOGSKIRKJA. Messa kl. 2 síðd. Sóknarpresturinn. INNRA-HÓLMSKIRKJA. Guð- þjónusta kl. 2 siðd. Séra Jón Einarsson. Frá Tafl- og bridge- klúbbnum. SPILAÐ var f f jórum riðlum sl. fimmtudag en alls mættu 52 pör til keppni. Er það mjög góð þátttaka yfir sumartfmann. Röð efstu para varð þessi: Á-riðill Albert Þorsteinsson — Rafn Kristjánsson 273 Magnús Halldórsson — Magnús Oddsson 260 Halla Bergþórsdóttir — Kristjana Steingrímsdóttir 259 B-riðill: Bragi Erlendsson — Ríkharður Steinbergsson 272 Hörður Blöndal — Þórir Sig- urðsson 271 Ólafur Gíslason — Rósmundur Guðmundsson 247 C-riðill: Jón Pálsson — Krístin Þórðar- dóttir 131 Kristmann Þórðarson — Þorð- ur Sigurðsson 124 Bernharður Guðmundsson — Júlíus Guðmundsson 116 D-riðill: Hjalti Elíasson — Páll Hjalta- son 139 Erla Sigurjónsdóttir — Dröfn Guðmundsdóttir 121 Jón Hilmarsson — Þorfinnur Karlsson 116 Meðalskor í A- og B-riðli 210 en 108 í C- og D-riðli. Næsta spilakvöld verður á fimmtudaginm kemur og eru væntanlegir þátttakendur beðnir að mæta tímanlega svo hægt sé að byrja klukkan 20. xxxx Frá Ásunum: Úrslit sfðasta kvölds, urðu þessi: 1. Ester Jakobsdóttir — Guð- mundur Pétursson 243 stig. 2. Jón Stefánsson — Þorsteinn Laufdal 242 stig. 3. Sigtryggur Sigurðsson — Kristján Blöndal 234 stig. 4. Magnús Aspelund — Stein- grímur Jónasson 228 stig. 5. Júlíus Snorrason — Finnur Magnússon 222 stig. 6. Birgir Isleifsson — Karl Stefánsson 218 stig. Þátttaka var góð, 16 pör. Með- alskor 210 stig. Gárungarnir eru farnir að tala um keppni þeirra hjóna Esterar Jakobsdóttur og Þor- finns Karlssonar, en þau eru i forystu f stigakeppni B.Á.K. Sumarbridge 1976. Verst er þó, að ekki skuli fyrirfinnast hér kvennalandslið, þvi þá gæti Þorfinnur þó alltaf mætt frúnni á jafnréttisgrundvelli. Staðan f stigakeppni B.Á.K., er þessi: 1. Þorfinnur Karlsson 10 stig. 2. Ester Jakobsdóttir 9 stig. 3. Gísli Steingrímsson 6 stig. 4—5. Ármann J. Lárusson 5 stig. 4. —5. Vigfús Pálsson 5 stig. Næst verður spilað mánudag- inn kemur, i Félagsheim. Kópa- vogs, efri sal og hefst keppni kl. 20.00 Mætum öll. A.G.R. Reykjavík liðinna daga Óskar Gíslason opnar í dag, laugardag, Ijós- myndasýningu að Kjarvalsstöðum. Á sýning- unni eru myndir frá Reykjavík allt frá alda- mótum til vorra daga. Sýningin verður opin um helgina frá kl. 1 4 — 22 og alla virka daga frá kl. 16— 22 Óskar Gislason Snarfarafélagar Hópsigling verður n.k. sunnudag. Mætið með bátana kl. 2.00 við Viðeyjar- bryggju. Takið með ykkur gesti. Stjórnin. Nýja T-bleyjan MEÐ PLASTUNDIRLAGI FRÁ MÖLNLYCKE ER SÉRLEGA HENTUG í FERÐALAGIÐ. SPARIÐ BLEYJUÞVOTTINN OG KAUPIÐ PAKKA Fæst í öllum apótekum og flestum stærri matvöruverzlunum. Gulur, rauður, grænn&blár gerðuraf ^ meistarans höndum Kráinisbúð VIÐ HLEMMTORG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.