Morgunblaðið - 07.08.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. ÁGUST 1976
7
Föstudagur 6. ágdst 197«.
btgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.)og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltriii: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsíngastjórí:
Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhiks-
inu vib Lindargötu, simar 183*9 — 183**. Skrifstofur f
Aöalstræti 7, simi 265*0 — afgreiBslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. VerB f lausasölu kr. 5*.**. Askriftar-
gjald kr. 1000.00 á mánuBi. BlaBaprent h.f.
Efnahagsmálastefna
Alþýðubandalagsins
Þeir slitu
kaupgjalds-
vísitöluna [Si
úr sambandi
Engir þekkja betur til
þeirra leiða og aðgerða,
sem Alþýðubandalagið fer
þegar það er í stjórnarað-
stöðu, en fyrrum sam-
starfsmenn þess I vinstri
stjóminni. Það er því fróð-
legt að kynna sér eftirfar-
andi leiðara úr Timanum I
gær, sem fjallar um efna-
hagsmélastefnu Alþýðu-
bandalagsins. Þar segir
orðrétt:
„Það er staðreynd, að
viðskiptakjör þjóðarinnar
versnuðu um 10% á árinu
1 974, miðað við næsta ár
á undan, og á árinu 1975
versnuðu þau um 15%
miðað við árið 1974. Hið
stórfellda áfall, sem fylgdi
þessu fyrir þjóðarbúið,
hlaut að leiða til kjara-
skerðingar. Vegna að-
gerða núverandi ríkis-
stjórnar hefur kjaraskerð-
ingin orðið minni en ótt-
ast mátti, eins og sést á
þvf, að kaupmáttur ráð-
stöfunartekna verka-
manna var næstum hinn
sami á árinu 1975 og
19^2, sem var annað
valdaár vinstri stjórnar-
innar. Þetta hefur hins
vegar orsakað viðskipta-
halla og erlenda skulda-
söfnun, sem ráða verður
bót á, þegar viðskiptaár-
ferði fer batnandi.
Þjóðviljinn * reynir oft
með miklu offorsi að ráð-
ast á rfkisstjórnina og
kenna henni um kjara
skerðinguna, sem hlotizt
hefur af rýrnun viðskipta
kjaranna á árinu 1974 og
1975. Þetta er þó býsna
erfitt verk fyrir þá Þjóð-
viljamenn, þvf að núver-
andi rfkisstjórn hefur f
stórum dráttum beitt
sömu ef nahagsaðgerðum
og vinstri stjórnin beitti
og Alþýðubandalagið taldi
þá góð og gild. Vinstri
stjórnin bæði felldi gengið
og sleit kaupgjaldsvfsitöl-
una úr sambandi. Færasti
blaðamaður Alþýðubanda-
lagsins, Magnús Kjartans-
son, varð Ifka að viður-
kenna það á síðastliðnu
sumri, að Alþýðubanda-
lagið legði ekki bann á
neinar sérstakar efna
hagsaðgerðir. Honum fór-
ust þá svo orð f Þjóðvilj-
anum (3. ágúst):"
Alþýðubanda-
lagið útilokar
enga hag-
stjórnarað- l
gerð ef . . . .
„„Ekkert er nýtt undir
sólinni sfzt af öllu hag-
stjórnaraðgerðir. Ekki er
kunnugt um, að neinn
stjórnmálaflokkur á ís-
landi telji einhverja hag-
stjórnaraðferð bannhelga
f sjálfri sér, hitt skiptir
öllu máli f hvaða tilgangi
þeim er beitt".
Efnahagsstefnu Alþýðu-
bandalagsins verður
sennilega ekki betur lýst f
fáum orðum. Samkvæmt
þessu telur Alþýðubanda-
lagið enga sérstaka efna-
hagsaðgerð bannhelga.
Undir þetta falla að sjálf-
sögðu gengisfelling, kaup-
binding og aðrar efna-
hagsaðgerðir. Afstaðan til
aðgerðanna fer eingöngu
eftir þvf „f hvaða tilgangi
þeim er beitt", eða enn
nánara sagt, eftir þvf
hvort Alþýðubandalagið
er f stjórn eða ekki".
Gengislækkun,
kaupbinding,
grunnkaups-
lækkun o.s.frv.
Enn segir 1 leiðara Tlm-
ans — orðrétt:
„í samræmi við þetta
hafa líka vinnubrögð Al
þýðubandalagsins verið.
Meðan það sat I vinstri
stjórninni, tók það þátt I
gengisfellingunni 1972,
og var meðmælt gengis
fellingu um 'sumarið
1974. Það tók þátt I
kaupbindingu og tillögum
um grunnkaupslækkun
vorið 1974. Þetta var
nauðsynlegt þá vegna
efnahagsástandsins og
var það þó ekki orðið eins
erfitt og slðar varð. Nú
telja ritstjórar Þjóðviljans
slikar aðgerðir núverandi
rlkisstjórnar óhæfar, þótt
tilgangurinn með þeim
hafi verið hinn sami og
hjá vinstri stjórninni og
rökin fyrir þeim hafi verið
enn gildari en 1 974.
Það er vissulega rétt,
að Alþýðubandalagið telur
enga efnahagsaðgerð
bannhelga. Afstaðan fer
eingöngu eftir þvl hvort
það er I stjórn eða ekki."
Eftir að hafa þann veg
flett ofan af þeim efna-
hagsaðgerðum, sem Al
þýðubandalagið ýmist
beitti eða vildi beita á
vinstristjórnar árum, gerir
Tlminn þvl skóna, að Al
þýðubandalagið sé óðfúst
I „sögulega málamiðlun",
þ.e. að þýðest aðild að
Nato að fyrirmynd Italskra
kommúnista, sem og sam-
starf til hægri, án mál-
efnalegra skilyrða, aðeins
ef stjórnaraðstaða sé I
boði. Þeir tala e.t.v. af
gamalli reynslu sem hér
er vitnað til. A.m.k. undi
Alþýðubandalagið sér
dável I tveimur vinstri
stjórnum, innan Nato,
með varnarstöð á Miðnes-
heiði I hnappagati stjórn-
arsamvinnunnar!
S. STEFÁNSSON & CO. HF
i t'
-J fc
Krii
iii
nT.. ! . ■ ■ — ■
\ Æ Ær
S-27544
ATHAFNAMENN
Válstjórar, vélvirkjar og bifvélavirkjar
vegna fyrirhugaðrar námsdvalar erlendis til
nokkurra ára, er ákveðið að fyrirtæki mitt verði
til leigu eða sölu frá og með mánaðamótum
ágúst — september.
Fyrirtækið annast viðgerðir og stillingar á olíu-
kerfum í dieselvélar og möguleikar eru á mörgu
fleira, svo sem viðgerðum á vélum. Innan tíðar
flyzt reksturinn í nýtt og rúmgott húsnæði við
Fjölnisgötu 2, Akureyri, sem er ca. 225 fm
pláss á einni og hálfri hæð. Tilboðum og
upplýsingum er svarað í fyrirtækinu til 20. þ.m.
Dieselverkstæði Kristjáns Jóhannssonar,
Kaldbaksgötu.9, Akureyri,
símar 21814 og 22328. Box 556.
VANTAR ÞIG VINNU (n
VANTAR ÞIG FÓLK {
ÞL' AUGI.YSIH UM ALLT
LAND ÞEGAR ÞÚ AUG-
LÝSIR 1 MORGUNBLAÐINU
BilAfAUtn
iWeóáur
á morgun
GuðspjaU dagsins: Matt.
7:15—23.
Gætið yður fyrir falsspá-
mönnum, er koma til yðar f
sauðaklæðum, en eru hið innra
glefsandi vargar.
[Litur dagsins: Grænn.
Táknar vöxt, einkum vöxt hins
andlega lífs.
Laugarneskirkja. Messa kl. 11
árdegis. Sr. Garðar Svavarsson.
Neskirkja. Guðsþjónusta kl.
11 árdegis. Sr. Guðmundur Ósk-
ar Ólafsson.
Dómkirkjan. Messa kl. 11 ár-
degis. Sr. Óskar J. Þorláksson
dómprófastur.
Hallgrfmsprestakall. Messa
kl. 11 árdegis, altarisganga Sr.
Karl Sigurbjörnsson.
Háteigskirkja. Messa kl. 11
árdegis. Sr. Jónas Gíslason lekt-
or messar. Sr. Arngrímur Jóns-
son.
Dómkirkja Krists konungs
Landakoti. Lágmessa kl. 8 ár-
degis. Hámessa kl. 10.30 árdeg-
is. Lágmessa kl. 2 siódegis.
Kópavogskirkja. Guðsþjón-
usta kl. 11 árdegis. Þorbergur
Kristjánsson.
Frfkirkjan Hafnarfiðri.
Guðsþjónusta kl. 2 síðdegis.
Safnaðarprestur.
FUadelffukirkja. Safnaðar-
guðsþjónusta kl. 14.00. Almenn
guðsþjónusta kl. 20.00. Einar J.
Gislason.
Landspftalinn. Messa kl. 10
árdegis. Sr. Karl Sigurbjörns-
son.
Elliheimilið Grund. Messa kl.
10 árdegis. Sr. Ragnar Fjalar
Lárusson.
Bústaðakirkja. Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Ólafur Skúlason.
Grensáskirkja. Guðsþjónusta
kl. 11 árdegis. Sr. Halldór S.
Gröndal.
Asprestakall. Guðsþjónusta
kl. 11 árdegis að Norðurbrún 1.
Dr. theol. sr. Jakob Jónsson
messar. Sóknarnefnd.
Fella- og Hólasókn. Guðs-
þjónusta í Fellaskóla kl. 11 ár-
degis. Sr. Hreinn Hjartarson.
Bergþórshvolsprestakall.
Messa i Akureyrarkirkju kl.
14.00. Sr. Páil Pálsson.
Selfosskirkja. Messa kl. 10.30
árdegis. Sóknarprestur.
Akraneskirkja. Messa kl.
10.30 árdegis. Sr. Björn Jóns-
son.
Keflavfkurprestakall. Guðs-
þjónusta í Keflavikurkirkju kl.
2 e.h. Páll Þórðarson.
Skálholtsprestakall. Messa á
Torfastöðum kl. 2 e.h. og í Skál-
holti kl. 5 e.h. Sóknarprestur.
Lágfellskirkja. Guðsþjónusta
kl. 2 síðdegis. Bjarni Sigurðs-
son.
Stórólfshvolskirkja. Guðs-
þjónusta kl. 11 árdegis. Ath.
breyttan messutima. Stefán
Lárusson.
f keifunni 11
Simar 81502 81510
EF ÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU
ATGLYSINfíA-
SÍMINN KR:
22480