Morgunblaðið - 07.08.1976, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. ÁGUST 1976
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Blaðburðarfólk
óskast
Rauðilækur frá 20 — 52.
JWtrunmMnfoiifo
Hjúkrunarfræðingur
eða Ijósmóðir
óskast til vinnu fyrir hádegi. Upplýsingar í
síma 26222.
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund
Skólastjóra
vantar
við Tónlistarskóla Grundarfjarðar. Laun
samkvæmt 24. launaflokki. Upplýsingar í
síma 93-8647 og 93-8644.
Skólanefndin.
Viljum ráða vanan
veghefilmann
ístak,
íþróttam ið stöð in,
sími 81935.
Þjónustu —
verktakafyrirtæki
í Reykjavík óskar að ráða rekstrarlegan
framkvæmdastjóra, frá 15. sept. Þeir,
sem áhuga hafa á starfinu sendi inn nafn,
ásamt upplýsingum um fyrri störf og
kaupkröfur fyrir 15. ágúst til íslenzka
þjónustufyrirtækisins, Pósthólf 409,
Akureyri.
Framtíðarstarf.
Þrítugur fjölskyldumaður með reynslu í
verkstjórn óskar eftir vinnu úti á landi,
helst norðurlandi. Tilboð sendist Morgun-
blaðinu fyrir 1 5 ágúst merkt: „Framtíðar-
starf — 6349"
Tækniteiknarar
Afgreiðslustúlka
kl. 1—6
Rösk, ábyggileg og stjórnsöm stúlka ósk-
ast í gjafavöruverzlun nú þegar. Aldur ca.
25 — 35 ára. Framtíðaratvinna. Tilboð
sendist Mbl. fyrir mánudagskvöld merkt.
„Gjafavöruverzlun — 6344".
Skrifstofustarf
Óskum eftir að ráða skrifstofumann frá 1.
september n.k. Starfið er einkum fólgið í
skýrslugerð. Vélritunarkunnátta æskileg.
Umsóknir sendist stofnuninni fyrir 14.
ágúst n.k.
Framleiðslueftirlit sjávarafurða,
Hátúni 4a.
Skagaströnd —
íþróttakennari —
tungumálakennari
íþróttakennara vantar að grunnskólanum
á Skagaströnd, næsta vetur. Einnig vant-
ar kennara er einkum gæti annast tungu-
málakennslu. íbúðir fyrir hendi.
Upplýsingar veita Ingvar Jónsson í síma
4638 og Jón Pálsson, skólastjóri í síma
4713.
Hafnamálastofnun ríkisins vill ráða tækni-
teiknara.
Umsóknir séu skriflegar og tilgreini
menntun og starfsferil.
Opinber stofnun
óskar að ráða karl eða konu til afgreiðslu
og skrifstofustarfa. Vélritunarkunnátta
æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum
um menntun og fyrri störf sendist af-
greiðslu blaðsins fyrir 10. þ.m. merkt „V
— 6346".
Útlærður
matreiðslumaður
óskar eftir vinnu í haust. Hefur bæði
unnið sjálfstætt og hjá öðrum. Tilboð
sendist blaðinu merkt: „Matreiðslumaður
— 6396" fyrir 1 5. ágúst.
Tæknistarf —
tæknifræðingur
Hefur þú áhuga á ísl iðnaði?
Ert þú véltæknifræðingur?
Getur þú unnið sjálfstætt og í samstarfi?
Ert þú á aldrinum 25—40 ára?
Vilt þú slá til og hefja störf hjá okkur?
Vinsamlegast skrifaðu þá nokkrar línur
um þig og leggðu inn á Mbl. merkt
„Tæknistarf nr. 6358" fyrir 1 8. ágúst.
Blikksmiðir eða
plötusmiðir
óskast nú þegar. Einnig koma til greina
lagtækir hjálparmenn. Uppl. í Blikksmiðju
Gylfa, Tangarhöfða 1 1. Sími 83121.
Skólarnir á Laugarvatni óska eftir að ráða
hjúkrunarfræðing
til starfa við skólann næsta vetur.
Umsóknir sendist Skólastjóraráði Laugar-
vatns fyrir 25. ágúst.
Framtíðarstarf
Viljum ráða duglegan og áreiðanlegan
mann til starfa í varahlutaverzlun. Ráðn-
ing til stutts tíma kemur ekki til greina.
Eiginhandarumsókn með upplýsingum
um aldur og fyrri störf sendist Mbl.
merkt: „Atvinna — 6340".
Oskum
að ráða
ungan mann
til afgreiðslustarfa á skrifstofu vorri. Skrif-
legum umsóknum, með upplýsingum um
menntun og fyrri störf, sé skilað fyrir 1 1.
ágúst.
H.F. Eimskipafélag íslands.
Lausar stöður
Áður auglýstur umsóknarfrestur um þrjár
kennarastöður við Flensborgarskólann í
Hafnarfirði, fjölbrautaskóla, er hér með
framlengdur til 17. ágúst 1976. Kennslu-
greinar: Stærðfræði, efnafræði, líffræði,
viðskiptagreinar, (bókfærsla, hagfræði og
skyldar greinar). Æskilegt er að umsækj-
endur geti kennt fleiri en eina námsgrein
og að umsækjendur um kennarastöðu í
stærðfræði hafi, auk stærðfræðimenntun-
ar, menntun og reynslu í tölvuvinnu. —
Kennarar skulu fullnægja þeim kröfum,
sem gerðar eru til kennara í hliðstæðum
námsgreinum við menntaskóla.
Laun samkv. launakerfi starfsmanna ríkis-
ins..
Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum
um námsferil og störf, skulu sendar
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
Reykjavík. — Umsóknareyðublöð fást í
ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
3. ágúst 1976.
— Skák
Framhald af bls. 15
Re2 — f5, 17. exf5 — gxf5, 18.
fxe5 — dxe5, 19. Bh6 — exd4,
20. Bxf8 — Hxf8, 21. Rxd4 —
Bc5, 22. b4 — Bxd4, 23. Dxd4 —
Rxg3, 24. Hfel — Rf6, 25. De5
— Dg7, 26. Hcdl — Kh8, 27.
De7 — Rge4, 28. Dxg7 — Kxg7,
29. Hfl — Rc3, 30. Hd2 — Kg6,
31. Bf3 — Kg5, 32. Hg2+ —
Kh4, 33. Hg7 — Hg8, 34. Hxg8
— Rxg8, 35. Bg2 — Rxa2, 36.
IIxf5 — Rh6, 37. Ha5 — Rxb4,
38. hxa7 — b5, 39. Hxh7 — Kg5,
40. Hb7 — Rd3, 41. cxb5 —
cxb5, 42. Hxb5+ — Kf4, 43. Bf 1
— Re5, 44. Kf2 — Rf5, 45.
Hb4+ — Kg5, 46. Ha4 — Rg6 og
gafst upp Hm leið.
Að loknum 4 umferðum var
staða efstu manna þessi: 1.—4.
Hiibner, Larsen, Portisch og
Smyslov 3 v. 5.—10. Byrne
Csom, Gulko, Liberzon, Petrosj-
an og Smejkal 2,5 v. o.sv.frv.
— Minningagjöf
Framhald af bls. 12
mynd af Bústöðum í Safnaðar-
heimili Bústaðarkirkju. En auk
þess hefur Bústaðakirkju nú bor-
izt stórhöfðingleg gjöf, kr. eitt
hundrað þúsund, til minningar
um sfðasta bóndann á Bústöðum,
Ragnar Þorkel Jónsson. Ekki vill
gefandi láta nafns síns getið, en
gjöfin er vel þegin og ekki siður
sá hugur, sem hún lýsir.
Um le-ið og gjöfin er þökkuð
með þessum lfnum, er hugur lát-
inn líða til horfinna daga og
þeirra samferðamanna, sem dag-
ana hafa gert góða, og ber nú þar
efst á þessum tímamótum Ragnar
á Bústöðum.
Ólafur Skúlason.
— Hann var
vandlátur
Framhald af bls. 15
þá búið að þýða hana alla eða
hluta úr henni á mörg önnur
mál. Við íslendingar vorum
sannarlega ekki fljótir á okkur
að sýna Gunnar Gunnarssyni
áhuga.
Gunnar var einstaklega heil-
steyptur maður og samkvæmur
sjálfum sér og gerði miklar
kröfur til sjálfs sín. Hann var
hreinn og beinn og laus við
hálfvelgju og tilgerð og ætlaðist
til hins sama af öðrum. Það er
ekki lítils vert að kynnast
slíkum mönnum," sagði Eiríkur
Hreinn að lokum.