Morgunblaðið - 07.08.1976, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 07.08.1976, Qupperneq 26
26 I MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. AGÚST 1976 EINN AF ÚRSLITALEIKJUNUM ER (A OG VALUR MÆTAST [ DAG SÁ knattspyrnukappleikur sem vafalaust dregur að sér mesta at- hygli þessa helgina verður viður- eign tslandsmeistara tA og Vals- manna f 1. deildar keppni ts- landsmótsins, en liðin mætast á Akranesi kl. 14.30 f dag. Er þarna tvfmælalaust um að ræða einn af úrslitaleikjum deildarinnar, sér- staklega fyrir Skagamenn sem verða að vinna leikinn til þess að eiga möguleika á þvf að halda titli sfnum. Þá er sigur í leiknum jafn- vel enn mikilvægari fyrir Skaga- menn vegna hinnar herfilegu út- reiðar sem þeir fengu f fyrri leik sfnum við Val f mótinu, en sem kunnugt er sigraði Valur f þeim leik 6—1. Sá leikur fór fram á mestu „vel- mektardögum“ Vals í sumar, 5. júní, en um það leyti var Valsliðið tvímælalaust í sérflokki íslenzkra liða. Síðan hefur það gerzt að Valsmönnum hefur heldur betur förlazt og á dögunum töpuðu þeir sínum fyrsta leik í mótinu — er þeir mættu Keflvíkingum í Kefla- vik. Það er því erfitt að spá um úrslit þessa leiks. Bæði liðin munu tefla sínum beztu mönnum fram, með þeirri undantekningú þó að óvíst var hvort markakóng- ur Skagamanna, Teitur Þórðar- son, gæti leikið með vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik landsiiðsins við Southampton á Akureyri á dögunum. Kl. 14.00 í dag hefst svo á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði leikur FH og Fram i 1. deildinni. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Fram 2—1, og búast má við mikl- um barningi f leiknum f dag. Á morgun fer svo fram einn leikur f 1. deild, UBK og ÍBK leika í Kópavogi og verður einkar fróðlegt að sjá hvort sigurganga sú er verið hefur hjá Breiðabliks- liðinu að undanförnu heldur áfram, en liðið á enn góða mögu- leika á að verða í einu af efstu sætunum i 1. deildinni. 14. umferðin í 2. deildar keppn- inni hófst f gærkvöldi er Þór og Völsungur léku á Akureyri, en aðrir 2. deildar leikir um helgina verða: Laugardagur 7. ágúst: IBV — ÍBÍ í Vestmannaeyjum kl. 14.00; KA — Reynir á Akureyri kl. 14.00. Sunnudagur: Haukar — Ármann á Kaplakrikavelli kl. 20.00. Á sunnudaginn lýkur svo úr- slitakeppninni i 5. flokki, en hún hófst á Akureyri á fimmtudag, Rjörgvin jók forystuna ISLANDSMEISTARINN í golfi, Björg- vin Þorsteinsson frá Akureyri, tryggði enn stöðu sína í golfmeistaramótmu í gær, er hann !ék á 71 höggi og náði beztum árangri allra keppenda Eftir þrjá daga er Björgvin með 221 högg. og hefur sex högga forskot á annan mann. sem er Ragnar Ólafsson. úr GR Ragnar lék á 75 höggum i gær og er kommn með samtals 227 högg Þriðji SÁFIMMTI TIL BELGÍU? EINS og skýrt hefur verið frá í Morg unblaðinu hafa tveir knattspyrnu menn nýlega gert atvinnusamning við belgískt 2 deildar félag, þeir Marteinn Geirsson úr Fram og Stef án Halldórsson úr Víkingi Eru því orðnir fjórir fslenzkir atvinnumenn I Belgíu, þar sem þeir Ásgeir Sigur vinsson og Guðgeir Leifsson leika með belgiskum 1. deildar félögum Svo kann að fara að fimmti knatt spyrnumaðurinn bætist fljótlega i hópinn. Sá er Óskar Tómasson, leik- maður með Víkingi, en Morgunblað ið hefur fregnað að honum hafi verið boðinn samningur af belgísku 2. deildar liði. i keppninni er Sigurður Thorarensen, GK, sem lék á 73 höggum í gær og er samtals með 229 högg. en siðan koma Óskar Sæmundsson með 23 7 högg. Magnús Halldórsson með 238 högg og Sigurður Pétursson með 239 högg í fyrsta flokki varð sú breyting i gær að Kjartan L Pálsson, NK, sem var i fimmta sæti eftir keppnma i fyrradag er kommn i fyrsta sætið ásamt Knúti Björnssyni, GK, en þeir kappar eru báðir með 251 högg Næstu menn eru Ómar Ö Ragnarsson, GL, með 252 högg og Gisli Sigurðsson, GK, og Jón Þ Ólafsson, sem báðir eru með 258 í 2 flokki hefur George Hannah, GS. forystu eftir þrjár fyrstu keppnis- dagana og hefur leikið á samtals 262 höggum í öðru sæti er Emar Guð- laugsson, GLUX, með 272 högg, þnðji Sigurður Þ Guðmundsson, NK, með 2 76 högg og siðan koma Lárus Arnórsson, GR, með 2 78 högg og Guðmundur Grímsson, GV, með 279 högg íslandsmeistarinn i borðtennis, Gunnar Finnbjörnsson, sem hafði for- ystu i þessum flokki eftir tvo fyrstu keppnisdagana. mætti of seint í keppn- ina i gær og er þar með úr leik í meistaraflokki kvenna var staðan þahnig i gær að Kristín Pálsdóttir, GK, var í forystu með 257 högg, en siðan komu Jakobína Guðlaugsdóttir. GV. með 268 högg og Hanna Aðalsteins- dóttir, GK, með 278 högg Staðan í 1. deild íslandsmótsins I knattspyrnu er þessi: Valur 12 7 4 1 34 12 18 Fram 12 7 3 2 18 14 17 Akranes 11 5 4 2 15 13 14 Vikingur 12 6 1 4 15 14 13 UBK 11 5 2 4 13-13 12 KR 13 3 5 5 19 18 11 ÍBK 12 5 1 6 17 17 11 FH 1 1 1 4 6 6 18 6 Þróttur 12 1 2 9 7 25 4 Markhæstir Eftirtaldir leikmenn eru markhæst- ir i 1. deildar keppninni: Guðmundur Þorbjörnsson, Val 10 Hermann Gunnarsson, Val 9 Ingi Björn Albertsson, Val 9 Jóhann Torfason, KR 6 Teitur Þórðarson, ÍA 6 Kristinn Jörundsson, Fram 5 Sigþór Ómarsson, ÍA 5 Björn Pétursson, KR 4 Guðmundur Þorbjörnsson, mark- hæstur í 1. deild. Hinrik Þórhallsson, UBK 4 Rúnar Georgsson, ÍBK 4 Stefán Halldórsson, Víkingi 4 Stighæstir Eftirtaldir leikmenn eru stighæstir í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Tala leikja viðkomandi I sviga Karl Þórðarson, ÍA 35(11) Ottó Guðmundsson, KR 34(13) Hermann Gunnarsson, Val 33(12) Dýri Guðmundsson, Val 32(12) Magnús Bergs, Val 32(12) Ásgeir Elíason, Fram 31(11) Einar Þórhallsson, UBK 31(11) Guðmundur Þorbjörnsson, Val 31(12) Diðrik Ólafsson, Víkingi 30(12) Einar Gunnarsson, ÍBK 29(12) Eiríkur Þorsteinsson, Víkingi 29(12) Sigurður Indriðason, KR 29(12) 2. deild Staðan I 2. deildar keppni íslands- mótsins I knattspyrnu er nú þessi: IBV 11 9 2 0 34 9 20 Þór 11 6 4 1 22 1 1 16 Ármann 11 5 3 3 21 13 13 Völsungur 12 5 3 4 20 14 13 KA 12 4 2 5 21 25 11 ísafjörður 11 3 4 4 13 14 10 Haukar 11 3 2 6 18 24 8 Selfoss 12 2 3 7 18 32 7 Reynir 11 2 0 9 11 36 4 Markhæstir Eftirtaidir leikmenn eru markhæst- ir í 2. deild: Örn Óskarsson, ÍBV 11 Gunnar Blöndal, KA 9 Jón Lárusson, Þór 9 Tómas Pálsson, ÍBV 9 Hreinn Elliðason, Völsungi 7 Sumarliði Guðbjartsson, Self. 7 Sigurlás Þorleifsson, ÍBV 6 Tryggvi Gunnarsson, Self. 6 Ingi Stefánsson, Ármanni 5 Loftur Eyjólfsson, Haukum 5 — Stonehouse Framhald á bls. 26 ari og hjákona Stonehouse, var sek fundin f fimm af sex ákæruat- riðum og fékk tveggja ára skil- orðsbundinn dóm fyrir þátttöku í samsærinu. Þegar upp komst að Stonehouse hafði setzt að í Melbourne á fösluðu vegabréfi tók það Scot- land Yard 18 mánuði að komast til botns f fjármálum hans. Réttinum var skýrt frá því að Stonehouse hefði flutt fé milli fallvaltra fyrirtækja sinna með leifturhraða til að dylja eigna- hrun sitt. Stonehouse fannst í Melbourne í desember 1974, þar sem hann bjó undir nafninu Joseph Mark- ham, einum mánuði eftir að til- kynnt var að hans væri saknað f Miami og talið væri að hann hefði drukknað. Á árunum fyrir 1970 gegndi Stonehouse nokkrum ráðherra- embættum og var meðal annars flugmálaráðherra og póstmála- ráðherra. Hann fór ekki dult með það að hann ætlaði sér að verða forsætisráðherra en féll í ónáð og einheitti sér að því að verða auð- kýfingur. Síðan Stonehouse var handtek- inn hefur hann neitað að verða við öllum tilmælum um að hann segi af sér þingmennsku. Hann sagði sig úr Verkamannaflokkn- um og gekk f lítt þekktan flokk sem kallast Enski þjóðernisflokk- urinn. Nú verður hægt að svipta hann þingmennsku þar sem hann hefur verið dæmdur fyrir mein- særi. — Færeyingar Framhald af bls. 1 Lögþingið hefur skorað á landstjórnina að semja við dönsk yfirvöld um útfræslu lög- sögunnar og uppsögn fiskveiði- samnings frá 1973 um veiðar erlendra skipa við Færeyjar. Samningurínn er uppsegjanleg- ur með sex fnánaða fyrirvara og meðal aðila að honum eru Bret- ar, Norðmenn, Frakkar og Belgar. Núverandi 12 mílna land- helgi nær yfir 12000 ferkíló- metra svæði en innan 200 mílna markanna verður 160.000 fer- kílómctra svæði. Árið 1974 veiddust 127.000 lestir innan 200 mflna mark- anna og þar af veiddu Færey- ingar 26.000 lestir. Heildarafli Færeyinga 1975 við Færeyjar og á öðrum mið- um nam 286.000 lestum. „EÐLILEGT" Norski sjávarútvegsráðherr- ann, Eivind Bolle, sagði í viðtali við NTB í kvöld að það væVi eólilegt að Færeyingar vildu færa út landhelgi sína þar sem það væri stefna margra landa. Danir hafa lokaorðið í málinu og norsk yfirvöld munu senni- lega semja við Færeyinga um gagnkvæman samning strax í haust segir norska fréttastofan. — Tal Zaatar Framhald af bls. 1 flugvélum til Beirút. Jean Hoefliger, aðalfulltrúi AI- þjóða Rauða krossins, sagði að nýjar viðræður við deiluaðila yrðu að fara fram áður en brott- flutningurinn frá Tal Zaatar gæti hafizt að nýju. — Loðnan Framhald af bls. 28 kominn með svo til fullfermi, 900 tonn, og gert var ráð fyrir að hann héldi til Neskaupstað- ar í morgun. Ennfremur var Jón Finnsson frá Garði kominn með góðan afla. Flestar bræðslurnar hafa nú lokið við að bræða þá loðnu, sem þær tóku á móti á dögun- um, en tilkynnt hefur verið, að verksmiðjurnar muni aðeins taka á móti takmörkuðu magni í einu, þar sem erfiðlega geng- ur að geyma loðnu í þeim hita sem nú er, enda er loðnan mjög feit. Má því gera ráð fyrir, að ef eitthvað veiðist, dreifist skipin á marga staði eða frá Faxaflóa- höfnum til Austfjarða. — Lánasjóður Framhald af bls. 3 ur í ákveðinni prósentu, sem enn hefur ekki verið ákveðin. Sigurjón kvaðst ekki geta gefið upp neina ákveðna tölu um fjár- skort sjóðsins. Hann kvað sjóðinn skorta upp undir 200 milljónir til þess að standa við það sem lofað hafi verið nú þegar og til þess að standa undir rekstri sjóðsins, af- borgunum af lánum og ýmislegu fleira. Síðan er áætlun um fjár- þörf vegna haustlána um 300 til 350 milljónir króna. Gæti því komið til með að vanta allt að 500 milljónum króna. Hafa ráðuneyt- in gert sjóðsstjórninni að reikna út fjárþörf til haustlána og ætla þau síðan að útvega þá fjármuni, sem skortir, en Sigurjón sagði að enn væri ekki fullljóst, hver þessi upphæð yrði, m.a. vegna þess að allar lánsumsóknir eru enn ekki komnar inn. Er því þessi 500 mill- jón krónu tala dálftið fljótandi og eins konar ágizkunartala eða áætlunartala. Vonazt er til að úthlutun haust- lána geti farið fram í október eða nóvember. I vor var veitt bráða- birgðalán með 17% vöxtum. Er nú verið að ganga frá þeim lánum og verða þau nú vísitölutryggð. Skuldabréf vegna bráðabirgða- lánanna verða afhent gegn nýjum skuldabréfum, sem verða að upp- hæð nafnverð bráðabirgðalán- anna að viðbættum áföllnum vöxtum. — Náttúran Framhald af bls. 3 vera stórhrifin af landi og þjóð, en helzt væri það veðrið sem hægt væri að setja út á. Veðr- áttan væri Penn-Overland þó ekki til trafala því fólkið væri viðbúið öllu f þvf efni og hefði góðan útbúnað fyrir hvers kon- ar veður. Varðandi verðlag á því sem ferðalangar girnast mest fannst Aileen hlutirnir vea helzt til dýrir, miðað við hennar heima- land. Þá sagði hún matvæli dýr, en allir i hópnum hefðu þó haft nasasjónir af verðlagi hérlendis og þvf búið sig undir það. Ekki var að heyra að neinnar óánægju gætti fþeim málum. Loks tókum við tali hressilegt tríó frá Normandí á Frakk- landi. Fyrir svörum varð helzt Janine Besson þar sem ensku- kunnátta hinna var af skornum skammti, eða ,,petit“ eins og til var svarað er spurt var um. Auk Janine eru í hópnum Chantal Touret og Christian Lebeauf, en hann starfar sem blaðamaður við Paris- Normandie. Eins og áður segir var þetta ákaflega hress hópur sem ætlar sér að dvelja hér- lendis í 3 vikur. Þau komu með eigin farartæki með Smyrli, eft- ir að þau höfðu ekið um endi- langt Bretland. Það sem þau höfðu séð af landinu, en þau höfðu ekið að austan um Suðurland, fannst þeim sérlega tilkomumikið og hyggja þau gott til ferðar norð- ur um en ætlun þeirra er að fara hringveginn. Fyrst verður þó staldrað við á höfuðborgar- svæðinu í nokkra daga. Þrátt fyrir hið leiðinlega veður hér að undanförnu voru þau ákveð- in í að láta það ekkert ergja sig eða trufla á neinn hátt. Við hinni sígildu verðlags- spurningu svöruðu þremenn- ingarnir, að víst væru hlutirnir hér dýrari en þau væru vön, en þau stórkostlegu kynni sem þau höfðu haft af landi og þjóð yrðu til að niðurgreiða það og þau sjá því ekkert eftir tilkostnað- inum. I viðtali við Kristján Sigfús- son er sér um vörzlu á tjald- stæðunum í Laugardal kom fram að fjöldi ferðamanna er notfærir sér þá þjónustu sem þar er boðið upp á, hefur farið vaxandi frá því er föst gæzla hófst á árinu 1973. Svæðið er vaktað júni, júlí og ágúst en þó ópið fram í miðjan september. Gizkaði Kristján á að aukningin væri um 10% á ári. Sú þjónusta seín boðið er upp á á svæðinu er, auk fullkominnar snyrtiað- stöðu, alls konar upplýsinga- þjónusta og ábendingar í sam- bandi við ferðaplön gestanna. Hver nótt á svæðinu kostar 400 krónur, en sé d'valið margar næturi einu kosta næstu nætur á eftir þeirri fyrstu 300 krónur. Kristján sagði að ferðamenn- irnir væru af ýmsum þjóðern- um og að flestir þeirra væru hér í júlí, eða um 50%. Meðal- fjölda tjalda á dag taldi hann vera á milli 50—60, en gætu um helgar i júlí farið upp i 130—160. Um ferðamáta fólks- ins sagði Kristján að þetta fólk sparaði ekki til peningana, því yfirleitt leigði það bifreiðir hér- lendis til lengri tíma, en lang- flestir ferðalanganna dveljast Slæmt tap hjá íslenzku fót- boltastrákunum TVEIR leikir fóru fram í Norður- landamóti drengja í gærkvöldi og voru það siðustu leikirnir í riðla keppninni. Tapaði íslenzka liðið 1:4 fyrir Norðmönnum og varð íslenzka liðið því í síðasta sæti i sínum riðli, en Norðmennirnir munu leika til úrslita í keppninni gegn Svíum á Laugardalsvelli á sunnudaginn klukkan 18.30. Sænska liðið vann það vestur- þýzka í gærkvöldi með sömu markatölu, 4:1, i Hafnarfirði einnig, og tryggðu Svíarnir sér sigur í riðlinum með þessum sigri á hagstæðari markatölu en Danir. Danska liðið mun leika um 3. sæt- ið gegn Finnum í Keflavík á morgun klukkan 14, en íslenzku piltarnir leika þá á sama tíma gegn V-Þjóðverjum í Kaplakrika um 5. sætið í mótinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.