Morgunblaðið - 10.08.1976, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGUST 1976
Sigurður Björns-
son framkvæmda-
stjóri Sinfóníunnar
SIGURÐUR Björnsson óperu-
söngvari hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjðri Sinfönfuhljóm-
sveitar tslands, en hann hefur nú
verið erlendis I undanfarin 20 ár
en flyzt nú heim til þess að taka
við þessu starfi.
Siguröur Björnsson, sem enn er
á samningi við óperuna i
MUnchen, sagði I viðtali við Mbl. í
gær að það hefði lengi verið
draumur sinn að geta komizt
heim, en hins vegar hefði ekki
verið um mörg tækifæri til at-
vinnu hér heima, nema þá söng-
kennslu. A íslandi væri engin
ópera. Hann kvaðst mundu fá sig
lausan bráðlega og myndi hann
þá koma heima.
Sigurður sagðist vilja gera ein-
Sigurður Björnsson.
hverjar breytingar, en kvað of
snemmt að opinbera nokkuð —
fyrst vildi hann kynnast rekstri
hljómsveitarinnar. Hann kvaðst
verða laus frá Munchen um ára-
mótin og flyttist þá heim.
Lézt af slys-
förumí NewYork
ISLENZKUR maður, Fleming
Thorbcrg beið bana I
umferðarslysi I New York s.l.
föstudagskvöld. Var Fleming á
leið úr vinnu, þegar hann varð
fyrir bil. Hlaut hann mikla
áverka og lézt á sjúkrahúsi á
laugardagsmorguninn án þess að
komast til meðvitundar. Fleming
Thorberg ðlst upp á tslandi en
hann hafði um árabil búið f New
York, þar sem hann starfaði sem
matsveinn. Hann lætur eftir sig
eiginkonu og tvö börn.
skammt frá
tjaldvagni og
RÉTT fyrir helgina varð það óhapp
Kirkjubæjarklaustri að eldur kom upp í
brann hann til kaldra kola, svo að tæplega er nokkuð úr
honum nýtilegt. Myndin er af tjaldvagninum eftir
brunann. — ljósm.: Sigurður Pálsson.
„Meira
tómstunda-
gaman
en atvinna”
Akureyringar fengu nýj-
ar ísl. kartöfiur í gær
Misjafnar uppskeruhorfur
FYRSTU fslenzku
kartöflurnar, sem koma á
markað hérlendis á þessu
sumri komu f verzlanir á Akur-
eyri f gær. Er þar um að ræða
uppskeru frá kartöfluræktend-
um á Svalbarðseyri. Kflðið af
þessum nýju fslenzku kartöfl-
um kostar út úr búð 121 krðnu
en samkvæmt upplýsingum frá
Framleiðsluráði landbúnaðar-
ins verður verð á íslenzkum
kartöflum frjálst fram eftir
mánuðinum. Erlendar
kartöflur hækka f dag um 7,5%
vegna hækkunar á verði þeirra
á Italfu og kostar kílðið af þeim
f 5 kg pokum í smásölu eftir
hækkunina 111,70. Ekki er von
á nýjum fslenzkum kartöflum á
markað í Reykjavfk fyrr en
upp úr miðjum þessum
mánuði.
Framhald á bls. 31
— Ég setti niður 10
poka í vor, en þetta eru
fljótsprottnar
kartöflur. Tegundin,
sem ég nota, nefnist
Helga og er sambland
af Eyvindi og rauðum
íslenzkum kartöflum.
Útlitið með uppsker-
una hér í Eyjafirði er
gott en það hefur sums
staðar verið heldur
þurrt og það hefði
gjarnan mátt láta
okkur fá eitthvað af
vætunni fyrir sunnan,
sagði Hallfríður að
lokum.
Kolmunni:
Mikið magn milli Jan
Mayen og Svalbarða
RANNSÓKN ASKIPIÐ G.
O. Sars kom til Seyðisfjarð-
ar í gær til þess að taka
vatn, en skipið hefur að
undanförnu verið að fiski-
og haffræðirannsóknum á
svæðinu milli Svalbarða og
Jan Mayen. Er skipið nú á
leið til Noregs.
Kaþólsk messa
sungin að Hólum
FELAG kaþólskra leikmanna efn-
ir til sumarferðalags að Hólum í
Hjaltadal dagana 28.—30. ágúst.
Áformaö er að koma við á Þing-
eyrum á norðurleið laugardaginn
28. ágúst. Á sunnudagsmorgun
syngur biskup kaþólskra á ís
landi, dr. Hinrik Frehen, há-
messu í Hólakirkju og mun það
vera í fyrsta sinn síðan fyrir siða-
skipti sem kaþólsk messa er sung-
in þar. Síðdegis verður staðurinn
skoðaður og rifjuð upp atriði úr
sögu hans. A mánudagsmorgun
verður svo haldið heimleiðis.
Árekstur milli
tveggja jarðýtna
Samkvæmt upplýsingum Sveins
Guðmundssonar, fréttaritara
Morgunblaðsins á Seyðísfirði,
sögðu vísindamenn um borð í
skipinu, að vart hefði orðið mikils
kolmunna á þessum slóðum, en
hann var mjög dreifður og stygg-
ur sem ljón. Í þessum leiðangri
varðekki vart neinnarsíldar.
Um borð í G.O. Sars eru tæki til
þess að eima drykkjarvatn úr sjó,
en að sumri til verður slíkt vatn
svo bragðvont að sögn skipverja,
að nauðsynlegt reyndist að koma
við á Seyðisfirði til þess að fylla
vatnsgeyma skipsins.
Hjónalán
SÍRlufirói 9. úrú.sI
UM HELGINA var Ragnar Bjarna-
son hér á ferð meö hljömsveit sína
og var haldin svokölluð sumar-
gleði. Troöfullt var á skemmtun-
inni og var stomning góð og allir
skemmtu sér hið bezta. Það bar til
tíðinda þegar dregnir voru út tveir
bingóvinningar, feröalög til sðlar-
landa, að ung hjón hrepptu báða
vinningana. Fyrst fékk eiginmað-
urinn sólarlandaferð og síðan
eiginkonan strax á eftir. m.j.
Grjótjötunsmálið
Sendir fyrstu kart-
öflurnar á markað
Akureyri. 9. úrús! —
TVÆR jarðýtur rákust á á
Öxnadalsheiði á laugardaginn.
Þær voru báðar við vinnu á
vegum Vegagerðar ríkisins,
önnur í eigu Ræktunarsam-
bands Öxndæla, en hin í einka-
eign í Skagafirði. Plógur var
aftan í Öxnadalsýtunni og þeg-
ar báðar ýturnar óku aftur á
bak vissi Skagfirðingurinn
ekki fyrri til en plógurinn
gekk inn í stýrishúsið hjá hon-
um. Skemmdir urðu allmiklar
á skagfirzku ýtunni, en stjórn-
andi hennar varð ekki fyrir
meiðslum. — Sv. P.
Hallfrfður Svavarsdóttir með fyrstu uppskeru kartaflna, sem
koma á markaö á Akureyri I gær. Myndin er tekin á
Svalbarðsströnd, þar sem Hallfrfður býr. — Ljósm.: Sv.P.
ÞESSI kartöflurækt er
eiginlega meira tóm-
stundagaman en at-
vinna, sagði Hallfriður
Svavarsdóttir á Sæ-
borg á Svalbjarðseyri í
samtali við blm. Mbl. í
gær en hún varð fyrst
kartöfluframleiðenda í
landinu til að taka upp
kartöflur til að senda á
almennan markað í ár.
til ríkissaksóknara
RANNSÖKN Grjótjötunsmálsins
svonefnda er lokið hjá sakadómi
Reykjavíkur. Hefur málið verið
sent ríkissaksóknara og mun
hann væntanlega taka ákvörðun
um framhald málsins innan
skamms.
Héraðsmót Sjálfstæðisflokksins
um næstu helgi á Patreksfirði,
Bolungarvík og Flateyri
UM NÆSTU helgi verða haldin 3
héraðsmót Sjálfstæðisflokksins:
Patreksfirði, föstudaginn 13.
ágúst kl. 21 stundvislega. Ávörp
flytja Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson alþingismaður og Jóhann-
es Árnason sýslumaður.
Bolungarvík, laugardaginn 14.
ágúst ki. 21 stundvislega. Ávörp
flytja Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson alþingismaður og Sigur-
laug Bjarnadóttir alþingísmaður.
Flateyri, sunnudaginn 15. ágúst
kl. 21 stundvislega. Ávörp flytja
alþingismennirnir Þorvaldur
Garðar Kristjánsson og Sigurlaug
Bjarnadóttir.
Skemmtiatriði á héraðsmótun-
um annast hljómsveitin Nætur-
galar ásamt óperusöngvurunum
Kristni Hallssyni og Magnúsi
Jónssyni, Jörundi og Ágúst Atla-
syni. Hljómsveitina skipa Skúli K.
Gíslason, Einar Hólm, Birgir
Karlsson og Ágúst Atlason.
Efnt verður til ókeypis happ-
drættis og eru vinningar tvær sól-
arlandaferðir til Kanarfeyja með
Flugleiðum. Verður dregið í
happdrættinu að héraðsmótunum
loknum, þ.e. 18. ágúst n.k.
Að loknu hverju héraðsmóti
verður haldinn dansleikur til kl. 2
eftir miðnætti, þar sem Næturgal-
ar og Ágúst Atlason syngja og
leika fyrir dansi.
Eru
þeir að
fá 'ann
SOGIÐ
Um helgina var undirritaður
á férð við annan mann austur
við Sog og var meiningin að
nýta pantaðan veiðidag i
Þrastalundi. Eftirfarandi upp-
lýsingar um veiðina í Aiviðru
og Þrastalundi fengust aðallega
við lestur veiðibókarinnar sem
geymd er í veitingaskálanum að
Þrastalundi.
ALVIÐRA.
Á laugardaginn voru sam-
kvæmt veiðibókinni komnir 92
laxar á land fyrir landi Alviðru.
en Alviðra hefur löngum verið
með beztu veiðisvæðum
árinnar ef ekki það bezta. Sogið
er síðsumarsvatn og veiðist
sjaldan lax í þvi fyrr en um
miðjan júli. Svo var og i sumar,
fyrsti laxinn veiddist 11. júlí.
U.þ.b. V4 af aflanum til þessa
hefur verið 10 pund eða meira
og hafa stærstu laxarnir verið
21 punda lax sem veiddist 20.
júlí á Klöppinni og 19 punda
fiskur dreginn 6. ágúst á öld-
unni. Þá voru og þrír 18 punda
laxar komnir á land. Töluvert
mikið hefur einnig veiðzt af
smálaxi, allt niður í 3,5 pund og
er athyglisvert hve lítið hefur
fengizt af millifiski, þ.e. 7—9
punda. Mest hefur veiðzt á
flugu og spón, en frekar lítið á
maðk. Langvinsælasta flugan
virðist vera Blue charm og
Framhald á bls. 31