Morgunblaðið - 10.08.1976, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. AGOST 1976
11
Skeifan kynnir Onasse sófasettið.
Onasse, sófasettió sem faríS hefur sicjurfór um Evrópu. Frábœr hönnun
og fagvinna býöur þá hvíU sem sóst er eftir. Selt gegn póstkröfu.
Onasse sófasettió fæst hjá okkur.
Sháln
SMinJU\ŒGI6 SÍMI 44544^.KJÖRGARÐI SlMI 16975
Hærra verð fyrir
fiskúrgang
YFIRNEFND Verðlagsráðs
sjávarútvegsins hefur nú ákveðið
nýtt lágmarksverð á fiskbeinum,
fiskslðgi og heilum fiski til mjöl-
vinnslu. Hæsta verð, sem greitt
verður fyrir þetta hráefni, verður
nú kr. 8.80 en lægsta kr. 3.15.
Gildir verðið frá 1. ágúst s.l. til
31. desember n.k.
í frétt frá Verðlagsráði sjávar-
útvegsins segir að verðinu sé tví-
skipt, eftir því hvort selt er beint
frá skipum eða frá vinnslustöðv-
um.
Þegar selt er frá fiskvinnslu-
stöðvum til fiskimjölsverksmiðja
greiðist sem hér segir:
Fiskbein og heill fiskur, annar
en sild, loðna, karfi og steinbítur
hvert kg kr. 7.00.
Karfabein og heill karfi, hvert
kg kr. 8.00.
Steinbítsbein og heill steinbit-
ur, hvert kg 4.70 kr. Fiskslóg,
hvert kg kr. 3.15.
Þegar heill fiskur er seldur
beint frá fiskiskipum til fiski-
mjölsverksmiðja:
Fiskur annar en síld, loðna,
karfi og steinbitur, hvert kg kr.
6.37.
Karfi, hvert kg. kr. 8.00. Stein-
bitur, hvert kg. kr. 4.28.
Þá segir að verðið sé uppsegjan-
legt frá og með 1. október og síðan
með viku fyrirvara. Verðið er
miðað við að seljendur skili
framangreindu hráefni i verk-
smiðjuþró. Karfabeinum skal
haldið aðskildum.
Verðið var ákveðið af odda-
manni og fulltrúum seljenda gegn
atkvæðum fulltrúa kaupenda. í
nefndinni áttu sæti: Ólafur
Davíðsson, oddamaður nefndar-
innar, Ágúst Einarsson og
Tryggvi Helgason af hálfu selj-
enda og Gunnar Ólafson og Jónas
Jónsson af hálfu kaupenda.
WS2Þ*
Jón Böðvarsson.
— Ljósmynd: Brynjólfur.
Karl prins á Reykjavíkurflugvelli á sunnudag. Á myndinni er hann
að ræða við Kenneth East sendiherra Breta á tslandi. Að baki
prinsinum er Brian Holt ræðismaður (með gleraugu)
Karl prins fékk
43 laxa í Hofsá
KARL rfkisarfi Breta kom til Reykjavfkur frá Vopnafirði á sunnu-
dag, en þar eystra hafði hann verið að laxveiðum I Hofsá frá þvi á
mánudag. svo sem kunnugt er af fréttum. Samtals veiddi prinsinn
43 laxa, þvf að sfðasta daginn fékk hann 10 laxa. Samkvæmt
upplýsingum Gunnars Valdimarssonar, bónda á Teigi f Vopnafirði,
mun Karl prins ekki hafa farið með mikið af laxi með sér heim, en
ekki kvaðst hann þó viss um nema hann hafi farið með lax til þess
að gefa forseta Islands, en prinsinn heimsótti forsetann að Bessa-
stöðum á sunnudag.
Karl Bretaprins lét mjög vel af
dvölinni í Vopnafirði, en þetta er
annað sumarið, sem hann stundar
laxveiðar i Hofsá. Hann mun hafa
haft á orði við þá veiðimenn, sem
stunduðu veiðar þar með honum,
að hann myndi koma í Hofsá ár
hvert svo lengi sem hann yrði fær
um að fara gangandi í Fossdal
Þangað er ekki bilfært alla leið og
ganga veiðimennirnir i Hofsá
þangað. Allan tímann á meðan
prinsinn dvaldist við Hofsá var
þar hið ágætasta veður og hiti um
og innan við 20 stig.
Leiðrétting vegna kolmunnagreinar:
„Áhugi á kolmunna-
veiðum vaknaði
þegar síldin hvarf’’
Rætt við Svein Sveinbjörnsson , fiskifræðing
Framkvæmdir hefjast
senn við hús FEF
Fjársöfnun stendur yfir
Nýr skóla-
meistari
Menntamálaráðuneytið hefur sett
Jón Böðvarsson, menntaskóla-
kennara, skólameistara við Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja i Kefla-
vík um eins árs skeið frá 1. ágúst
1976 að telja.
FÉLAG einstæðra foreldra hefur
nýverið gengið frá kaupum á hús-
eigninni Skeljanesi 6 f Reykja-
vík, eins og frá hefur verið sagt í
Morgunblaðinu. A næstunni
munu hefjast viðgerðir og endur-
bætur á húsinu og I þvf skyni
hefur FEF leitað til allmargra
fyrirtækja og einstaklinga og
óskað eftir nokkrum fjár-
stuðningi þeirra. Hafa undir-
tektir verið góðar. Húsið verður
afhent FEF þann 15. okt. og er
vonazt til að þá verði hægt að taka
að minnsta kosti hluta hússins f
gagnið fljótlega og sfðan eftir því
hversu viðgerðum og breytingum
miðar áfram.
Tekið skal fram að velunnarar
FEF geta lagt gjafir inn á Spari-
sjóðsreikning 10265 í Vegamóta-
útibúi Landsbankans eða haft
samband við stjórn félagsins.
Framlögin eru frádráttarbær 'frá
skatti. Framhald á bls. 30
1 GREIN um kolmunna. sem birt-
ist I blaðinu á sunnudaginn sl.
urðu þau leiðu mistök, að hluti af
samtali vað Svein Sveinbjörnsson
fiskifræðing féll niður. Sveinn er,
sem kunnugt er, leiðangursstjóri
á Runólfi og stjórnar hann þeim
athyglisverðu tilraunum sem ver-
ið er að gera með veiðar á kol-
munna hér við land. Mbl. hitti
Svein að máli f Neskaupstað nú
nýlega og spurði hann hvenær
athygli manna hefði fyrst beinzt
að kolmunna sem nytjafisk:
— „Menn fóru ekki að hugsa
um kolmunna sem nytjafisk fyrr
en eftir að sildin yfirgaf okkur
upp úr 1968 og svo lfka eftir að
ljóst varð, að gengið hafði griðar-
lega á fiskistofnana hér við land-
ið. Það sem við erum að gera núna
er aðallega fólgið i því að kanna
hvort kolmunni sé sæmilega veið-
anlegur hér á landgrunninu og
hvaða veiðarfæri séu hentugust
fyrir hann. Sú varpa sem við höf-
um aðallega notað er stór Engels-
sildarvarpa og hún hefur gefið
ágæta raun. Við notuðum fyrst
loðnu-flotvörpuna og fiskuðum
Spærlingstroll
framleidd hér
— VIÐ framleiðum spærlings-
troll og eigum mikið til af efni (
þau, sagði Ingólfur Téódórsson
netagerðarmaður f Vestmanna-
eyjum, er hann hringdi til blaðs-
ins I gær vegna fréttar í blaðinu á
sunnudag. Þar er sagt' að
spærlingstroll séu ekki framleidd
á tslandi, heldur flutt inn frá
Danmörku.
— Við verðum mjög fljótlega
til með nokkur troll, sagði Ingólf-
ur, annars eru þau framleidd eft-
ir pöntun og afgreiðslufrestur er
10 dagar til hálfur mánuður. En
það fer þó að sjálfsögðu nokkuð
eftir þvi hve margar pantanir ber-
ast.
Verðið er nokkuð misjafnt, fer
eftir stærð vörpunnar, en er um
800 þús. kr. fyrir báta með 600
hestafla vél.
vel lika með henni, en aftur á
móti virðist botnvarpa ekki vera
eins hentug í þetta. Annars má
segja að í þessum tilraunum ókk-
ar fari saman könnun á veiði-
Framhald á bls. 30
28611
Tjarnarból
3ja herb. 73 fm. íbúð á 1 hæð
með suðursvölum. Verð 7.5
millj.
Vesturgata
3ja herb. ibúð á 1. hæð í timbur-
húsi. Verð 5.5. milj.
Alfaskeið
4ra herb. 110 fm. jarðhæð.
Mjög falleg ibúð. Verð 8.5 millj.
Hjarðarhagi
4ra herb. 115 fm. íbúð á 3.
hæð Góð oq sérlega vönduð
ibúð með mikilli sameign. t.d.
grænmetisgeymslu, frystiklefa
o.fl. Verð um 1 1 millj.
Hraunbraut
Stórglæsileg neðri sérhæð 130
fm. Fæst einungis i skiptum fyrir
einbýlishús í Kópavogi.
Hraunbær
5 herb. 120 fm. ibúð á 3. hæð,
ásamt einu herbergi í kjallara.
Þessi ibúð er alveg í sérflokki.
Verð 1 1.5 millj.
Kleppsvegur
4ra — 5 herb. 1 20 fm. íbúð á 1.
hæð. Góðar innréttingar. Mikil
sameign. Verð um 1 1 millj.
Brekkutangi
Fokhelt raðhús kjallari og 2 hæð-
ir, samtals 280 fm. Fæst í skipt-
um fyrir 3ja — 4ra herb ibúð.
Fagrabrekka
200 fm. mjög fallegt raðhús,
ásamt bilskúr. Húsið er á tveim
hæðum, og er að mestu leyti
frágengið. Lóð frágengm Verð
1 7 millj.
Fasteignasalan
Bankastræti 6
Hús og eignir
Lúðvík Gizurarson hrl.
kvöldsími 1 767 7.
Diabolus In Musica
syngur sitt síðasta
1 KVÖLD mun Diabolus In
Musica koma fram í siðasta skipti
opinberlega þar sem hljómsveitin
er nú að hætta störfum. Á tónleik-
unum munu Diabolus kynna nýja
breiðskífu sem væntanleg er á
markað innan skamms. Tónleik-
arnir verða haldnir i Norræna
húsinu og hefjast þeir kl. 21.00 og
eru allir velkomnir á meðan hús-
rúm leyfir.