Morgunblaðið - 10.08.1976, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÍJST 1976
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulitrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100
Aðalstræti 6, simi 22480
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið.
r
Arangur í berklavörnum
vísar veginn í
annarri heilsugæzlu
Dr Sigurður Sigurðsson,
fyrrum landlæknir og
berklayfirlæknir, ritar í nýlega
útkomið læknablað itarlega og
athyglisverða yfirlitsgrein um
berklaveiki og berklavarnir á
íslandi Morgunblaðið birtir
lokakafla þessarar ritgerðar sl.
laugardag og frásögn dr Sig-
urðar um sama efni. Hér er
sagt frá einum athyglisverðasta
og lærdómsríkasta kaflanum í
islenzkri heilbrigðisþjónustu; af
einstaklingi, sem viðriðinn var
um langan aldur og leiddi um
sinn islenzkar berklavarnir
í Evrópu, einkum norðan- og
vestanverðri, svo og í N-
Ameríku, hefur meira eða
minna skipulögð barátta gegn
berklaveikí í hartnær heila öld
borið mikinn árangur, einkum
á síðustu áratugum. Útbreiðsla
og tíðni berklaveíki er hvergi
minni en i þessum heimshlut-
um ísland er í hópi þeirra
landa, sem náð hafa hvað
mestum árangri á þessum vett-
vangi. Hinsvegar er útbreiðsla
veikinnar enn allnokkur í Suð-
ur- og Austur-Evrópu en þó
langtum mest í Asíu og Afríku-
rikjum Árið 1 974 er þann veg
talið að allt að 20 milljónir
manna væru með smitandi
berkla í heiminum. Á sumum
svæðum svokallaðra þróunar-
landa er árleg tíðni sjúkdóms-
ins, þ.e. nýir sjúklingar, 200 til
350 á hverja 100 þúsund
ibúa, samkvæmt skráðum
heimildum, og heildar fjöldi
smitandi sjúklinga sennílega
tvöfallt meiri, þ.e. um
400—700 miðað við hver
100 þúsund. Berklaveikin er
því enn einn skæðasti smitsjúk-
dómur veraldar
Dr Sigurður Sigurðsson seg-
ir réttilega að mjög mikilsverð-
ur árangur hafi náðst í berkla-
vörnum hér á landi, allt frá þvi
að grundvöllur skipulegs við-
náms var lagður með setningu
berklalaganna 1903 Hann
rekur í itarlegu máli efnisþætti
berklavarnanna og árangur
baráttunnar, skref fyrir skref,
allt fram á okkar daga, þegar
berklaveikin, hinn hvíti dauði,
hefur verið nær sigraður þótt
enn sé varðstöðu þörf Á tutt-
uga ára tímabili, 1931—50,
hafi berkladauðínn lækkað um
liðlega 90%. Er það hraðari
lækkun en skráð hefur verið í
öðrum löndun á þessu fmabili
Þessi árangur kostaði mikið
starf, bæði í opínberri heil-
brigðisþjónustu og almennum
berklavarnarsamtökum, en
einnig mikla fjármuni úr sam-
eiginlegum sjóðum þjóðarinn-
ar Þannig telur dr Sigurður að
á árunum 1928 til 1932 hafi
7 5% af ríkisútgjöldum runnið
til berklavarna — en það sam-
svaraði nálægt fjórum og hálf-
um milljarði í dag, miðað við
fjárlög ársins í ár.
Dr Sigurður fjallar og um
félagslega þátttöku í sýklavörn-
unum og rekur m a. forgöngu
Oddfellow-reglunnar fyrir
stofnun Heilsuhælisfélags, sem
leiddi til byggingar Vífiísstaða-
hælis, sem tók til starfa árið
1910 Einnig þátt Sambands
íslenzkra berklasjúklínga í
heildarbaráttunni, en sá félags-
skapur vann það afrek að koma
upp vinnuhæli fyrir berklasjúkl-
inga að Reykjalundi árið 1 945.
— Meginárangurinn hvílir þó á
þeirri viðloðandi almannaskoð-
un, sem náði til allrar þjóðar-
innar, þann veg að hægt var að
einangra smitbera og beita til-
tækum læknisaðgerðum mun
fyrr og með betri árangri en
ella
Athyglisvert er, að dr Sig-
urður varar við þeim misskiln-
ingi að fullnaðarsigur sé unn-
inn á berklaveikinni Smitunar-
og sýkingarhætta sé því miður
enn fyrir hendi, þrátt fyrir allan
hinn góða árangur i berkla-
vörnum þjóðarinnar. Andvara-
leysi geti því haft hinar alvar-
legustu afleiðingar. Berklaveik-
inni sé ekki útrýmt meðan til
séu einstaklingar, sem smitazt
hafa af berklaveiki. Smitunar-
hætta minnki því miður ekki í
sama hlutfalli og fækkun smit-
bera, því jöfnum höndum auk-
izt fjöldi þeirra, sem næmir séu
fyrir veikinni. Samgöngutækni
nútímans tengi saman svo til
hvurn kima jarðar, einnig þá
staði þar sem berklaveiki sé
enn landlæg. Varúðar og varð-
stöðu sé því enn þörf
Sá árangur, sem við blasir í
berklavörnum á íslandi, er I
senn viðamikill og lærdómsrík-
ur Það að fylgjast með heilsu-
farslegu ástandi hvers og eins
þjóðfélagsþegns, í svipaða
veru og gert var af þeim, er
önnuðustu berklavarnir, hlýtur
að hafa ótvírætt gildi, einnig
gagnvart öðrum skæðum
nútímasjúkdómum eins og
krabbameini og hjartasjúkdóm-
um, svo dæmi séu nefnd
Einnig þar hef ur almannaeftirlit
þróazt vel á veg og heildarsam-
tök komið til sögu um heil-
brigðisþjónustu Miklu skiptir
að slíkar heilbrigðisvarnir mæti
skilningi og stuðningi almenn-
ings í landinu, ekki síður en
stjórnvalda, sem raunar taka
jafnan nokkurt mið af sterku
almenningsáliti í afstöðu sinni
Fróðleiks- og varnaðarorð dr
Sigurðar Sigurðssonar, fyrrum
landlæknis og berklayfirlæknis,
eiga því brýnt erindi til þjóðar-
innar enn í dag, í fleirum en
einum skilningi Heilsugæzla
kann að kosta fjármuni, nú ekki
síður en áður, en arðsemi
hennar kemur fram í fleiri vinn-
andi einstaklingum í þjóðfélag-
inu og fegurra og betra mann-
lífi
Fyrstu íbúðir í verkamannabústöðum afhentar á næstunni:
„Hið opinbera á að
efla þessar fram-
kvæmdir eins
og frekast
er hægt”
— segir Magnús L. Sveinsson vara-
form. stjórnar verkamannabústaða
Þann 19. ágúst n.k. mun Birgir tsleifur Gunnarsson borgar-
stjóri afhenda fyrstu fbúðina af 308, sem stjórn verkamannabú-
staða hefur látið byggja f Seljahverfi í Breiðholti 2. Sfðan verða
fbúðirnar afhentar hver á eftir annarri allt þangað til f nóvemb-
er á næsta ári. Um leið hefur stjórn verkamannabústaða hafið
undirbúning að byggingu næstu verkamannabústaða og f fram-
tfðinni er áætlað að úthluta 160—200 fbúðum árlega.
Magnús L. Sveinsson.
1025 SÓTTU UM
308 fBUÐIR
Mjög mikil ásókn var í fbúð-
irnar 308, en alls sóttu 1025
manns um þær. Því fengu 717
manns synjun' um íbúð. Othlut-
unarnefndinni var því mikill
vandi á höndum er til úthlutun-
ar kom, og sátu nefndarmenn
yfir 200 klukkustundir yfir
skýrslum í beinum yfirlestri,
auk þess sem þeir heimsóttu
fólk og áttu persónuleg viðtöl
við það.
FYRSTU IBUÐIRNAR
EFTIR AÐ LÖGUM
UM VERKAMANNA-
BUSTAÐI
VAR BREYTT
„Þetta eru fyrstu íbúðirnar,
sem úthlutað er, eftir að lögum
um verkamannabústaði var
breytt árið 1970. 1 nýju lögun-
um felst, að ríkinu er skylt að
borga jafn háa upphæð og
sveitafélaginu og á þessu ári
greiðir Reykjavíkurborg um
120 millj. til framkvæmda
vegna verkamannabústaða í
Breiðholti 2,“ sagði Magnús L.
Sveinsson formaður úthlutun-
arnefndarinnar, þegar Mbl.
ræddi við hann. I upphafi sam-
talsins var Magnús spurður að
hverjir það væru, sem hefðu
rétt til að sækja um íbúðir f
verkamannabústöðunum.
Það kom fram, að þeir einir
hafa rétt til þess, sem 1. Eíga
lögheimili í Reykjavík. 2. Búa
við ófullnægjandi húsnæðisað-
stöðu og 3. Fara eigi yfir ákveð-
ið tekju- og eignamark, sem
breytist eftir vfsitölu hverju
sinni.
Að því er Magnús sagði, var f
upphafi ákveðið að byggja 32
einstaklingsíbúðir (1.5 herb.)
32 tveggja herb. fbúðir, 138
þriggja herb. íbúðir og 106 fjög-
urra herbergja íbúðir.
41% UMSÆKJENDA
UNDIR 25 ÁRA ALDRI
„Um 1.5 herb. fbúðirnar sóttu
157, eða 15.3% þeirra er sóttu
um, um 2ja herb. sóttu 270 eða
26.4% umsækjenda, um 3ja
herb. sóttu 359 eða 35.0% um-
sækjenda og um 4ra herb. sóttu
alls 239 eða 23.3% þeirra er
sóttu um,“ sagði Magnús.
Við athugun kom fram, að
41% allra umsækjenda voru
undir 24 ára aldri og 37.5%
voru á aldrinum 25—40 ára.
Þá kom fram, að 217 eða
21.4% af umsækjendum voru
einstæðir foreldrar, svo til allt
einstæðar mæður, með frá einu
til fimm börn eða samtals 383
börn.
28.6% umsækjenda reyndust
búa inni á öðrum fjölskyldum,
en 64.4% af þessu fólki er und-
ir 25 ár aldri. Þetta reyndust
vera allt frá því að vera barn-
laus hjón og upp í að vera með 4
börn.
Að því er Magnús sagði, þá
voru alls 16.2% umsækjenda
einstaklingar. Hins vegar var
einstaklingsíbúðunum fyrst og
fremst úthlutað til eldra fólks,
eða um 70% til fólks sem er
yfir 50 ára.
Tveggja herb. fbúðum var á
hinn bóginn mest úthlutað til
einstærða foreldra með eitt
barn og ungra hjóna með eitt
barn, — en þrjár íbúðir fóru að
vfsu til eldri barnlausra hjóna,
sem hafa verið leigendur alla
ævi.
Hjón með eitt og tvö börn
fengu þriggja herbergja íbúð-
irnar og eins einstæðir foreldr-
ar með 3 börn. Fjögurra her-
bergja íbúðirnar fengu hjón
með 2—4 börn og einstæðar
mæður með 3 til 5 börn. Það
kom lika f ljós, að 17.2% þeirra,
er úthlutað var búa inni á öðr-
um fjölskyldum og 26% íbúð-
anna fóru til einstæðra for-
eldra.
717 FENGU SYNJUN
„Af þessu má sjá,“ sagði
Magnús, „að tæplega 1/3 um-
sækjenda fékk íbúð en 717
fengu synjun. Ég vil taka það
skýrt fram, að stór hluti þeirra
er í verulegri þörf fyrir úrlausn
og um 200 þeirra sem ekki fá
íbúð að þessu sinni eru f svip-
aðri og ekki minni þörf, en þeir
sem fengu úthlutað.
Við höfðum alltof fáar fbúðir