Morgunblaðið - 10.08.1976, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. AGUST 1976
15
Sovézku stúlkurnar sau um
10. sigur Sovétríkjanna í
landskeppni við Bandaríkin
t.d. kominn með þrjú högg á Knút
þegar kom að 9. holu. Þá lék hann
á 7 höggum, en Knútur á 4, þann-
ig að aftur voru þeir orðnir jafnir.
Ómar ö. Jónsson ungur kylfingur
frá Akranesi blandaði sér einnig í
þá baráttu og var hann t.d. kom-
inn með forystu á 13. holu, en
Kjartan kominn í þriðja sæti.
Aldrei varð þó munurinn mikill
og er kapparnir byrjuðu á 18.
brautinni var Kjartan með eitt
högg á Knút og þrjú högg á Ómar.
Er hér var komið sögu var
spennan orðin mikil og hafði það
greinilega sln áhrif á spila-
mennsku þeirra þremenning-
anna. Léku þeir 18. holu vægast
sagt illa. Knútur lauk sinni
keppni og lék brautina á 6 högg-
um. Kjartan lék „upp á öryggið"
og hefði hæglega átt að geta leikið
holuna á 5 höggum, en hann
missti nokkurra sentimetra
,,pútt“ eins og Knútur og fór því
líka á 6 höggum. Ómar átti nú
möguleika á að para holuna og fá
þannig bráðabana við Knút um
annað sætið, en einnig hann fór á
taugum og lék á 6 höggum.
Kjartan sigraði í flokknum á
336 höggum, Knútur varð annar á
337 höggum og Ómar þriðji á 339
höggum. 1 fjórða sæti varð Jón Þ.
Ulafsson á 341 höggi, Þórhallur
Pálsson fimmti á 343 höggum og i
sjötta sæti varð Gísli Sigurðsson á
348 höggum, en hann hafði foryst-
una framan af keppninni.
Jafnt í 2. flokki
I 2. flokki var mikil spenna eft-
ir að Gunnari Finnbjörnssyni var
visað úr keppninni vegna óstund-
visi. Georg V. Hannah og Sigurð-
ur Þ. Guðmundsson luku báðir 72
holum á 366 höggum, en Georg
hafði vinninginn á 1. braut í
bráðabana. Einar Guðlaugsson og
Garðar Halldórsson urðu siðan
jafnir í þriðja sæti á 367 höggum.
Einar vann I bráðabana, sömu-
leiðis á 1. braut. Fimmti varð síð-
an Lárus Anórsson á 372 höggum-.
Öruggur,
óvæntur sigur
Kristínar
Kristin Pálsdóttir vann öruggan
sigur í meistaraflokki kvenna.
Notaði hún 8 höggum minna en
Jafcobina Guðlaugsdóttir, sem
varð i öðru sæti. Var fyrirfram
búizt við að Jakobína myndi sigra
og ekki minnkuðu líkurnar á sigri
hennar eftir að Jakobina hafði
leikið á 84 höggum i sveitakeppn-
inni og hefði margur karlmaður-
inn mátt vera stoltur af því skori.
En í keppninni ímeistaraflokki
náði Jakobina sér ekki á strik fyrr
en síðasta daginn, en þá var mun-
urinn orðinn of mikill til að ná
fyrsta sætinu.
Kristin var vel að sigri sínum
komin, hún lék alla keppnisdag-
ana af öryggi og varði þvi Islands-
meistaratitil sinn frá því í fyrra
með sóma, en þá var Jakobina
ekki meðal þátttakenda. Kristín
lék samtals á 352 höggum, en hún
keppir fyrir GK. Jakobína Guð-
laugsdóttir GV lék á 360 höggum
og í þriðja sæti varð Hanna Aðal-
steinsdóttir GK á 373 höggum.
Stalla hennar úr GK, Jóhanna
Ingólfsdóttir, varð síðan fjórða á
373 höggum og fimmta varð Krist-
ín Þorvaldsdóttir NK á 388 högg-
um.
í 1. flokki kvenna sigraði
Agústa Dúa Jónsdóttir GR á 404
höggum, Karolína Guðmundsdótt-
ir, sú kunna skíðakona frá Akur-
eyri, varð í 2. sæti á 414 höggum
og í þriðja sæti varð Lilja Eiríks-
dóttir úr GR á 420 höggum.
Kappar úr
öðrum
íþróttagreinum
í þriðja flokki karla var 31
keppandi skráður til leiks, en að-
eins 25 þeirra luku keppni. Sex
hættu af ýmsum ástæðum, aðal-
lega vegna þess að þeir voru
óánægðir með árangur sinn.
Sigurvegari varð Hrólfur Hjalta-
son úr GR á 369 höggum. Annar
varð síðan Jón Carlsson, einnig úr
GR, á 376 höggum og þriðji, á
aðeins einu höggi meira, varð
þriðji - GR-maðurinn, Sigurður
Agúst Jensson. Bæði Sigurður og
Jón hafa mikið verið í öðrum
íþróttum, Sigurður i badminton
hjá TBR og Jón í handbolta hjá
Val. Þeir félagarnir voru þó ekki
þeir einu í landsmótinu að þessu
sinni sem komnir eru í golfið úr
öðrum íþróttagreinum. Nefna má
t.d. Berg Guðnason og Karl Jó-
hannsson, en mjög mikið er um
það að menn hefji golfæfingar til
að halda sér í einhverri æfingu
þegar þeir verða „of gamlir" til að
keppa í öðrum greinum.
I 4. sæti I 1. flokki varð Björn
Karlsson úr GK á 386 höggum og
Jóhann Einarsson úr NK varð
fimmti á 387 höggum.
Einn dagur
hjá öldungunum
Öldungakeppni landsmótsins
fór fram siðasta miðvikudag og
sigurvegari þar varð Ólafur Ágúst
Ölafsson GR með 76 högg. Pétur
Auðunsson, einnig úr GR, varð
annar á 81 höggi og þriðji varð
Ragnar Magnússon NK á 83 högg-
um. í flokki öldunga var einnig
keppt með forgjöf og sigraði þar
Astráður Þórðarson GR á 65 högg-
um nettó, eða 84—12. Annar varð
Ölafur Ágúst Ólafsson á 65 högg-
um og þriðji sá mikli trimmari,
Hjalti Þórarinsson læknir. Lék
hann á 90 höggum, en hefur 24 i
forgjöf, þannig að nettóárangur
hans var 66 högg.
GR vann
sveitakeppnina
Eins og frá hefur verið skýrt
sigraði sveit GR i sveitakeppn-
inni, sem fór fram fyrsta dag
landsmótsins að venju. Sveit GR
kom inn á 305 höggum, GK var á
319, GA á 320, GS á 323, NK á 332
og lestina rak sveit Vestmanney-
inga á 347 höggum.
SOVÉZKU stúlkurnar settu tvö
ný heimsmet f landskeppni
Bandarfkjanna og Sovétríkjanna
í frjálsum íþróttum um helgina.
Sigruðu Sovétmenn samanlagt í
keppninni 211—157 og byggðist
sá sigur eingöngu á þvf aðsovézku
stúlkurnar unnu tvöfalt f öllum
greinunum nema f langstökki,
enda sigruðu Sovétrfkin f
stúlknakeppninni með 104 stig-
um gegn aðeins 42. 1 karlakeppn-
inni var um jafnari baráttu að
ræða en Bandarfkin sigruðu,
115—107.
Heimsmetin voru sett í 3000
metra hlaupi þar sem Ludmilla
Bragina hljóp vegalengdina á
8:27,12. Tók hún metið frá norsku
stúlkunni Grétu Waits, sem hljóp
vegalengdinga á 8:45,4 fyrr í ár,
en ekki er oft keppt í þessari
grein. 1 4x400 metra boðhlaupi
settu Sovétstúlkurnar einnig
heimsmet, hlupu á 3:29,06. I sveit-
EFTIR fjögurra daga keppní á
Ólympfuleikum fatlaðra f Tor-
onto f Kanada höfðu Hollending-
ar hlotið flest gullverðlaun, eða
samtals 21, en Bandarfkjamenn
voru f öðru sæti, höfðu hlotið 20
gullverðlaun. Bandarfkjamenn
höfðu hlotið flest verðlaun f
keppninni, eða samtals 48.
Stjórnmál eru ekki látin af-
LAUDAÁ
BATAVEGI
KAPPAKSTURSKAPP-
INN Niki Lauda er nú úr
allri lífshættu og farinn að
gera æfingar til endurhæf-
inni voru Svetlana Styrkina, Inta
Kilmovicha, Natalia Sokolova og
Nadezhda Ilyina.
Keppnin fór að þessu sinni
fram í Maryland í Bandaríkjun-
um og var þetta 10. sigur Sovét-
ríkjanna í 14 ára sögu þessarar
keppni. Einu sinni hefur orðið
jafntefli og þrívegis hefur Banda-
ríkjamönnum tekizt að sigra.
Af helztu úrslitum má nefna að
gullverðlaunahafarnir frá
Montreal, Mac Wilkins og Edwin
Moses, náðu báðir mjög góðum
árangri i sínum greinum í þessari
keppni. Wilkins kastaði kringl-
unni 66.20 og Moses hljóp 400
metra grindahlaup á 48.55 sek.
Arni Robinson sigraði örugglega í
langstökkinu á 7.80 m. Dwight
Stones sem I siðustu viku setti
heimsmet i hástökki, er hann
stökk 2.32 metra, var langt frá
sínu bezta að þessu sinni og varð
aðeins i fjórða sæti á 2.18 m. Sig-
skiptalaus á þessum Ólympíuleik-
um fremur en aðal-
ólympíuleikunum og nú hafa sex
ríki hætt þátttöku í Toronto í mót-
mælaskyni við það að íþróttafólk
frá Suður-Afríku er þar meðal
keppenda. Ríkin sex sem hættu
við þátttöku eru: Kenya, Uganda,
Jamaica, Indland, Kúba og Súd-
an. Þá hafa Polverjar einnig hót-
ingar eftir meiðslin sem
hann hlaut í slysinu á hin-
um hadtulegu kappakst-
ursbrautum fyrir viku síð-
an.
Er búizt við að Lauda
verði fluttur frá sjúkrahús-
inu í Mannheim á annað
sjúkrahús í Ludvigshafen í
vikunni, en þar þarf hann
m.a. að gangast undir plast-
íska aðgerö á andliti.
urvegari i greininni varð Seniuko
og í öðru sæti varð Budalov, en
báðir stukku þeir 2.21 m.
Natalya Lebedeca hljóp 100
metra grindahlaupið á 13.09 og er
það bezti árangur sem náðst hefur
í þessari grein í landskeppni
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.
I 200 metra hlaupi sigraði Tatn-
ana Prorochenko á 23.00 sek. í
kúluvarpi karla hafði enginn við
heimsmethafanum Baryshnikov,
sem varð þriðji í Montreal, hann
varpaði kúlunni 21.15 m. I 800
metra hlaupi kvenna sigraði Tat-
yana Providokhina á 1:57,00.
1 langstökki kvenna sigruðu
Sovétstúlkurnar ekki tvöfalt.
Lydia Alfeeva frá Sovétríkjunum
sigraði með því að stökkva 6.48
metra, en Kathy Macmillan var
eina bandariska stúlkan sem fékk
silfurverðlaun, er hún stökk 6.42
metra. Kathy Macmillan fékk
einnig silfur í þessari grein í
Montreal.
að því að hætta þátttöku í leikun-
um, ef iþróttafólkið frá Suður-
Afríku heldur áfram keppni.
í liði Suður-Afríku sem keppir
á leikunum eru samtals 38
íþróttamenn, og af þeim eru átta
blökkumenn. Verður ekki annað
séð en að vel hafi farið á með
hvíta og blakka íþróttafólkinu frá
þessu landi, og að jafn vel sé búið
að blökkumönnunum og hinum
hvitu.
Alls taka 39 þjóðir þátt i þess-
um Ólympíuleikum fatlaðra og
eru keppendui rösklega 1.400
talsins. Munu leikarnir standa
fram i vikuna. Á sunnudagskvöld-
ið höfðu keppendur frá 31 þjóð
unnið til verðlauna. Sem fyrr seg-
ir voru Hollendingar í fyrsta sæti,
en siðan komu Bandarikjamenn
og þá Bretar, Vestur-Þjóðverjar,
Pólverjar, Astralíubúar, Svíar,
Kanadamenn, Austurríkismenn
og Israelsmenn.
TURISHCEVA
HÆTT KEPPNI
LUDMILA Turischeva, ein af ska'rustu finileika-
stjörnum síðustu ára, lýsti því yfir á sunnudaginn
að hún va'ri nú ha-tt keppni í fimleikum, en ætiaði
sér að helga tíma sinn kennslu í feimleikum í
framtíðinni. — Ólympiuleikarnir voru síðasta
keppni niín, sagði Turishceva. í viðtali við sovézka
fréttastofu á sunnudaginn. —Eg a'tla í framtíðinni
að reyna að sameina háskólanám mitt þjálfun ungs
fimleikafólks.
Turisheeva er íþróttasálfra'ðingur að menut.
Ilún varð þriðja í einstaklingskeppni í Montreal á
eftir Nelli Kim og Nadiu Comaneci. 1 fiokkakeppni
fékk hún gullverðlaun og í gólfa'fingum og á svifrá
fékk hún silfurverðlaun í einstaklingskeppninni.
ÚLYMPÍULEIKAR FATLAÐRA EKKI
LAUSIR VIÐ MÓTMÆLAAÐGERÐIR
-áij.