Morgunblaðið - 10.08.1976, Page 30

Morgunblaðið - 10.08.1976, Page 30
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGUST 1976 Áimenningar heppnir gegn klaufekum Haukum ÁRANGUR Haukanna f 2. deild f knattspyrnu að undanförnu er vægast sagt ekki til að hrópa húrra fyrir og hefur liðið ekki unnið leik sfðan skozki þjáifarinn kom til þeirra. Á sunnudagskvöldið töpuðu Haukarnir 0:1 fyrir Armanni og skoraði Þráinn Asmundsson eina mark leiksins f fyrri hálfleiknum eftir mistök f vörn Hauka. Hafnarfjarðarliðið var betra liðið í þessum leik og misnotaði Loftur Eyjólfsson vítaspyrnu f leikn- um. Skaut hann í þverslá, en það var ekki í eina skiptið í leiknum, sem Haukar fóru illa með upp- lögð marktækifæri. Eru Haukarnir þriðja neðsta liðið í 2. deild, með 8 stig. Reynir er á botninum með 5 stig, en Seifyssingar hafa hlotið 7 stig. Armenningar eru komnir með 15 stig í 2. deild og eiga enn nokkra möguleika á öðru sæti í deildinni, en Þór stendur bezt að vígi í þeirri keppni með 18 stig. Þór lét mörkunum riqna í leiknum við Völsung MENN máttu hafa sig alla við að fylgjast með þvf sem var að gerast á vellinum fyrstu þrjá- tfu mínúturnar í leik Þórs og Völsunga á föstudaginn. Eigi sjaldnar en sex sinnum máttu Völsungar hirða knöttinn úr neti sfnu á þessu tímabili og eru að Ifkum langt sfðan slfkt markaregn hefir orðið f deild- arleik hér á landi á svo skömm- um tfma, alla vega f 1. og 2. deild. Þegar á þriðju mín. kom fyrsta markið. Jón Lárusson fékk þá stungu frá Sigurði Lár- ussyni og skoraði auðveldlega. 5. mín. 2:0. Arni Gunnarsson skallar laglega í netið eftir góða sendingu fyrir markið frá Jóni Lárussyni 25, mín. 3:0. Jón Lár- Stórt núll KA — Reynir LEIKUR KA og Reynis, sem fram fór á Akureyri á laugar- dag, gleymist líkast til fljótt þeim sem sáu. Leikurinn var ekkert nema eitt stórt núll og úrslitin eftir þvf, jafntefli, ekkert mark usson skorar eftir misheppnað úthlaup Rúnars markvarðar. 26. mín. 4:0. Enn er Jón á ferð- inni, skorar sitt þriðja mark með fallegum skalla. 31. mín. 5:0 Gamla kempan, Magnús Jónatansson, skallar í netið eft- ir hornspyrnu. 32. min. 6:0 Sig- urður Lárusson skorar með fall- egu skoti rétt utan vítateigs. Eftir þetta dró úr ósköpunum og var þessi staðan í leikhléi. Þegar á 2. mín. síðari hálfleiks juku Þórsarar muninn í sjö mörk gegn engu. Send var laus sending til Rúnars markvarðar, en á einhvern óskiljanlegan hátt glopraði hann knettinum frá sér og Einar Sveinbjörnsson gat gengið með knöttinn yfir ‘marklínu Völsunga. Fleiri urðu mörkin ekki og það sem eftir ættu marktækifæri, þó svo að Reynismenn ættu ef til vill hættulegri færi. Bezta tækifær- ið átti Gunnar Blöndal þegar um 5 mfn. voru til leiksloka. Gunnar komst einn inn fyrir vörn Reynis, en skot hans hafn- lifði leiksins var fremur fátt sem gladdi augu áhorfenda. Lið Völsunga, sem nú saknaði tveggja sinna beztu manna, Hreins Elliðasonar, sem var í leikbanni, og Helga Helgason- ar, sem lék með u-landsliðinu í Reykjavik, var með öllu óþekkj- anlegt frá síðustu leikjum sín- um. Það var vart heil brú i aðgerðum leikmanna og upp- skeran líka eftir því. Ur þessu er ekkert sem getur komið í veg fyrir að Þór hreppi annað sætið í 2. deild og þar með réttinn til að leika við neðsta lið 1. deildar um sæti í 1. deild næsta ár. Liðið á það sæti líka fyllilega skilið, hefir á köfl- um sýnt góða leiki og er sterkt lið í orðsins fyllstu merkingu. Sigb.G. og Reyni aði f þverslá. Staða Reynis á botninum skánaði örlftið við að krækja f þetta stig. Nú er aðeins eitt stig sem skilur Selfoss og Reyni og enn getur allt gerzt þegar þrjár umferðir eru eftir f 2. deild. Sigb.G. Norskur sigur í Nor - íslenzku strákarn NORÐMENN tryggðu sér sigur í Norðurlandakeppni drengja í knattspyrnu með sigri yfir Svíum í æsi- spennandi vítaspyrnu- keppni, en leik liðanna lauk með jafntefli, 0-0, eft- ir framlengdan leik. Svíar höfnuðu í 2. sæti„ Danir urðu þriðju, en sfðan komu Finnar, Vestur-Þjððverjar og fslendingar í neðsta sæti. Á sunnudagskvöldið fóru fram úrslitaleikir keppninnar og voru þá leiknir 3 leikir. í Hafnarfirði léku Islendingar um 5.—6. sætið við Vestur-Þjóðverja en þjóðirnar höfnuðu í neðsta sæti í sínum riðli. Islendingar byrjuðu leikinn vel og áttu a.m.k. þrjú góð færi á fyrstu 10. mínútunum, en þeim tókst ekki að nýta þau. Þjóðverjar náðu smám saman undirtökunum Ellert Schram formaður KSÍ afhendir fyrirliða norska liðsins sigur- launin f Norðurlandamóti drengja... .. . og gleði þeirra er einlæg þegar þeir kyssa bikarinn að verðlaunaaf- hendingunni lokinni. (Ijósm. Friðþjófur). Sigurmark Fram á síðustu stundu í „sundknattleiknum" við FH-inga FRAMARAR halda sínu striki í 1. deildar keppni íslandsmótsins f knattspyrnu og fylgja Valsmönnum fast á eftir Á laugardaginn sóttu Framarar sér tvö stig á Kaplakrika völlinn í Hafnarfirði, þar sem þeir mættu heimaliðinu, FH. Skilur sá leikur ekki mikið annað eftir sig en stigin tvö sem Fram hlaut þar sem sú knattspyrna sem bæði liðin sýndu var ekki upp á marga fiska, enda ef til vill tæplega við slíku að búast I úrhellisrigningunni sem var megin hluta leiksins. Áhorfendur að leikn um voru sára fáir og hlýtur það að vera FH-ingum áhyggjuefni hversu illa heimaleikir þeirra eru sóttir og hve lítinn stuðning þeir fá frá áhorf- endum. Aðstaða fyrir áhorfendur við hinn nýja grasvöll í Kaplakrika er lika heldur bágborin, en völlurinn er sérlega fallegur sv? og vallarsvæð ið Hafa FH-ingar sýnt mikinn og lofsverðan dugnað að koma þessu svæði upp, og er varla við því að búast að allt komi i einu hjá þeim. Og FH ingar hafa sennilega einnig áhyggjur af því hvað lítið kemur út úr knattspyrnuliði þeirra í sumar Liðið Texti: Steinar J. Lúðvfksson. Myndir: Ragnar Axelsson. stóð sig mjög bærilega í 1 deildar keppnmni í fyrra, en í sumar virðist liðið til muna slakara, og það er sjald gæft að sjá létt og skemmtilegt spil hjá þvi, eins og oft brá fyrir í fyrra Hvað veldur er erf+tt um að segja. þar sem liðið er nú að mestu skipað sömu leikmönnum og i fyrra og ættu þeir að vera reynslunni ríkari að þessu sinni Mark í upphafi leiksins: Leikurinn á laugardaginrr var ekki búinn að standa nema í nokkrar nínút- ur er fyrsta markið var staðreynd Framarar léku þá upp hægri kantinn og þar fékk hinn ungi og efnilegi leikmaður Pétur Ormslev knöttinn Fékk hann að leika óáreittur nær FH- markinu og frá vítateignum skaut hann síðan fallegu skoti sem Ómar mark vörður FH-inga átti engfn tök á að ná Óskabyrjun i leiknum fyrir Framara og virtist markið gefa þeim byr undir vængi þar sem þeir sóttu tii muna meira fyrri hluta hálfleiksins og sköp uðu sér alloft góð tækifæri við FH- markið sem ekki tókst að nýta Þannig átti t d Rúnar Gíslason skot í stöng af stuttu og opnu færi á 23 mínútu Sóknarlotur FH-inga á þesSum tíma voru yfirleitt fremur óskipulegar og hættulitlar ákveðinni vörn Framarana Kom það því nokkuð á óvart er FH tókst að jafna skömmu fyrir lok hálf- leiksins Viðar Halldórsson bakvörður var þá kominn upp að endamörkum hægra megin og gaf knöttinn fyrir markið Árni Stefánsson átti möguleika á að ná fyrirgjöfinni en hikaði og barst knötturinn beint á kollinn á Gunnari Bjarnasyni sem átti auðvelt með að skalla í mark Framaranha og jafna leikinn Sigurmark undir lokin: í seinni hálfleiknum setti úrhellis rigning mestan svip á leikinn Leik mennirnir virtust öðru fremur bíða þess að tíminn rynni út, þar sem mest bar á miðjuþófi og ónákvæmni Til að byrja með í hálfleiknum voru FH-ingar öllu sterkari aðilinn, en þegar á leikinn leið tóku Framarar að sækja meira og skapaðist þá oft hætta við mark FH, vegnaö þess hve óöruggir varnarleik- menn liðsins voru Og þar kom að Framarar skoruðu sigurmark sitt i leiknum. Fékkst það fremur ódýrt Pét- ur Ormslev átti fyrirgjöf og henni náði Kristinn Jörundsson og tókst að senda knöttinn framhjá Ómari markverði Gunnar Guðmundsson kom svo og herti á knettinum, en þar sem hann var kominn inn fyrir marklinuna verður markið að bókast á Kristin Framarar fengu annað mjög gott marktækifæri á lokaminútunum, en áttu þá skot i stöng Með sigri í þessum leik heldur Fram stöðu sinni við toppinn i 1 deildinni og finnst mörgum liðið komið með furðumörg stig miðað við getu þess Sannleikurinn er sá, að Framliðið er mjög drjúgt lið og alls ekki auðsigrað, eins og reynslan sannar Hins vegar leikur það ef til vill ekki neitt sérstak- lega skemmtilega knattspyrnu Rúnar Gíslason með knöttinn, en þeir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.