Morgunblaðið - 10.08.1976, Qupperneq 32
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGUST 1976
á skrið aftur
Valur kominn
BARATTAN um lslandsmeistaratignina ætlar að verða gffurlega hörð.
Það eru Reykjavíkurfélögin Valur og Fram, sem berjast um bikarinn,
en Akurnesingar eru nánast úr leik eftir 1:3 tapið gegn Val á Akranesi
á laugardaginn, Þetta var hörkuleikur og mikið um tækifæri við
mörkin. Hefði þetta vafalaust orðið einn af beztu leikjum sumarsins ef
aðstæður hefðu verið betri, en þær voru vægast sagt ömurlegar. Rok og
rigning var allan leiktfmann og völlurinn gljúpur og háll og fyrir
framan bæði mörkin var forarsvað. Bæði liðin áttu mýmörg tækifæri
en Valsmönnum með Inga Björn Albertsson f broddi fylkingar gékk
betur að nýta þau og það skipti sköpum.
Valsmenn voru betri aðilinn í Þannig var fyrri hálfleikur,
leiknum fyrstu 20 mínúturnar. fjörugur, skemmtilégur og mikið
Strax á 3. mínútu reyndi Albert
Guðmundsson langskot að mark-
inu en boltinn smaug rétt yfir. Á
7. mínútu átti Hermann Gunnars-
son skot af 30 metra færi á markið
en boltinn fór í stöngina. Tveimur
mínútum síðar var Hermann aft-
ur á ferðinni með sannkallað
þrumuskot af 20 metra færi, en
boltinn smaug yfir slána.
Eftir þennan sprett Valsmanna
fóru Skagamenn að verða meira
áberandi á vellinum og á 20. mín-
útu fengu þeir dauðafæri, sem þó
ekki nýttist. Karl Þórðarson gaf
góða sendingu á Pétur Pétursson
hægra megin. Pétur lék upp að
endamörkum og gaf boltann inn í
markteiginn til Árna Sveinssonar
en skot Árna fór í Kristinn
Björnsson og ekkert varð úr. Ekki
er gott að segja hvert boltinn
hefði lent ef ekki hefði verið
svona mikil drulla fyrir framan
mörkin. Skagamenn fengu annað
dauðafæri á 24. mínútu en það
nýttist ekki heldur. Teitur átti þá
mjög góða sendingu inn fyrir
Valsvörnina, Pétur Pétursson
náði boltanum og skaut á markið
úr mjög þröngri aðstöðu. Sig-
urður Dagsson varði skotið en
hélt ekki boltanum. Pétur náði að
skjóta aftur á markið, en í þetta
skipti var Grímur Sæmundsson
mættur á marklínuna og náði að
skjóta boltanum burtu.
Þremur mínútum síðar hafði
fjörið færzt yfir völlann og Þröst-
ur Stefánsson bjargaði á mark-
línu skoti Alberts Guðmundsson-
ar. Á 28. mínútu gaf Ingi Björn
góða sendingu á Guðmund Þor-
björnsson frían á markteig en
hann náði ekki að drepa boltann
niður og ekkert varð úr. Á 32.
mínútu gaf Atli Eðvaldsson góða
sendingu inn i teiginn þar sem
ingi Björn var í mjög góðu færi,
en skallaði boltann rétt framhjá.
um tækifæri, en engin mörk. En
þau komu í seinni hálfleik. Það
fyrsta kom á 5. mínútu s.h. Krist-
inn Björnsson átti mesta heiður-
inn af því. Hann brauzt skemmti-
lega í gegn vinstra megin og sendi
boltann fyrir á Inga Björn þar
sem hann stóð í markteignum.
Ingi leík aðeins til hliðar og sendi
síðan boltann í netió með lausu en
hnitmiðuðu skoti. Á 14. minútu
kom mark númer tvö. Valur fékk
innkast vinstra megin, boltinn
barst til Inga Björns, sem lék
sama leikinn og Kristinn skömmu
áður, brauzt upp að endamörkum
og renndi boltanum, fyrir markið
á Hermann Gunnarsson, sem kom
hlaupandi inn í eyðu og skoraði af
öryggi.
Menn hédu að þetta mark
myndi slá Akurnesinga alveg út
af laginu, en svo var ekki, og það
liðu ekki nema tvær mínútur þar
tíl þeir höfðu minnkað muninn í
2:1. Magnús Bergs tók mark-
spyrnu, en mistókst illilega og
sendi boltann beint til Teits Þórð-
arsonar. Teitur gaf boltann út á
hægri vænginn til Karls Þórðar-
sonar. Hann gaf knöttinn áfram
inn í vftateig þar sem Pétur Pét-
ursson var í dauðafæri. Pétur
skaut á markið, Sigurður varði
meistaralega, en hélt ekki boltan-
um og Karl Þórðarson kom aðvíf-
andi og skoraði.
Á 19. minútu voru Valsmenn í
sókn og endaði lotan með skoti frá
Atla Eðvaldssyni i þverslá. Bolt-
inn datt niður á línuna og stöðvað-
ist i drullunni. Þar sluppu Skaga-
menn við skrekkinn. En þeir
máttu sjá á eftir boltanum í netið
á 33. minútu. Hermann fékk þá
boltann inn í vítateig (ýmsir
töldu hann rangstæðan) og skaut
að markinu. Hörður Helgason
markvörður hélt ekki boltanum,
sem barst út i teiginn til Inga
STAÐAN
STAÐAN I 1. DEILD:
Staðan f 2. deild:
Valur 13 8 4 1 37:13 20 IBV 11 9 2 0 34:9 20
Fram 13 8 3 2 ?0:15 19 Þór 12 7 4 1 29:11 18
Breiðab 12 6 2 4 16:14 14 Armann 12 6 3 3 22:13 15
Akranes 12 5 4 3 16:16 14 Völs. 13 5 3 5 20:21 13
Vfk. 12 6 1 4 15:14 13 KA 13 4 3 5 21:25 12
KR 13 3 5 5 19:18 11 Isafj. 11 3 4 4 13:14 10
lBK 13 5 1 7 18:20 11 Haukar 12 3 2 7' 18:25 8
FH 12 1 4 7 7:20 6 Selfoss 12 2 3 7 18:32 7
Þróttur 12 1 2 9 7:25 4 Reynir 12 2 1 9 11:36 5
MARKIIÆSTIR I
1. DEILDINNI:
Ingi Björn Albertsson Val 11
Guðmundur Þorbjörnsson
Val 10
Hermann Gunnarsson Val 10
Jóhann Torfason KR 6
Teitur Þórðarson lA 6
Hinrik Þórhallsson UBK 5
Markahæstir f 2. deild:
Jón Lárusson, Þór, 12
Örn Óskarsson, lBV, 11
Gunnar Blöndal, KA, 9
Tómas Pálsson, IBV, 9
Hreinn Elliðason, Völsungi, 7
Sumarliði Guðbjartsson, Sel-
fossi, 7
Ingi Björn á auðum sjó og rétt
Guðmundsson er lengst til vinstri,
eftir að þessi mynd var tekin hafði hann skorað fyrir Val. Albert
Guðmundur Þorbjörnsson nr. 10 og Jóhannes Guðjónsson nr. 6.
Texti:
Sigtryggur Sigtryggsson
Myndir:
Friðþjófur Helgason
Björns. Ingi snéri sér í hálfhring
og skaut síðan hnitmiðuðu skoti
rakleitt í markið. Var Ingi rétt
innan vítateigsins.
Nokkru siðar munaði ekki
miklu að Ingi skoraði sitt þriðja
mark, í þetta skipti öfugu megin.
Eftir upphlaup Skagamanna ætl-
aði Ingi að senda boltann út fyrir
endamörk en skotið var óná-
kvæmt og fór i stöngina. Þá skall
hurð nærri hælum þegar Jón Al-
freðsson átti skot í stöng seint í
leiknum og margir vildu meina að
Eysteinn Guðmundsson hefði
sleppt augljósri vítaspyrnu á
Akranes, þegar Guðmunda Þor-
björnssyni var brugðið innan vita-
teigs.
Eins og sjá má á upptalning-
unni var mikið um tækifæri á
báða bóga. Bæði liðin léku hina
sæmilegustu knattspyrnu úti á
vellinum og vafalaust hefði þetta
orðið mjög góður leikur, ef að-
stæður hefðu verið betri. Þessi
sigur er Valsmönnum vafalaust
mjög dýrmætur eftir hinn slæma
kafla hjá liðinu að undanförnu og
hann ætti að efla liðsandann. Bar-
áttan við Fram verður vafalaust
hörð.
1 stuttu máli:
Akranesvöllur laugardaginn 8.
ágúst, 1. deild, ÍA—Valur 1:3
(0:0).
Mörk Vals: Ingi Björn Albertsson
á 50. og 78. mínútu, Hermann
Gunnarsson á 59. mínútu.
Mark ÍA: Karl Þórðarson á 61.
mínútu.
Áhorfendur: 1150.
Áminningar: Teitur Þórðarson
IA og Grímur Sæmundsen bókað-
ir.
\
* ^
Uð vikunnar
'*2
Einkunnagjöfln
tA:
Hörður Helgason 2
Andrés Ólafsson 2
Guðjón Þórðarson 3
Þröstur Stefánsson 2
Jón Gunnlaugsson 3
Jóhannes Guðjónsson 2
Karl Þórðarson 2
Pétur Pétursson 3
TeitUr Þórðarson 3
Jón Alfreðsson 2
Arni Sveinsson 3
DÖMARI:
Eysteinn Guðmundsson
VALUR:
Sigurður Dagsson
Kristinn Björnsson
Grfmur Sæmundsen
Vilhjálmur Kjartansson
Dýri Guðmundsson
Magnús Bergs
Ingi Björn Albertsson
Atli Eðvaldsson
Hermann Gunnarsson
Guðmundur Þorbjörnsson
Albert Guðmundsson
LIÐ FH
Omar Karlsson
Viðar Halldórsson
Magnús Brynjólfsson
Gunnar Bjarnason
Jón Hinriksson
Pálmi Sveinbjiirnsson
Ólafur Ilanivalsson
Ásgeir Arnbjörnsson
Logi Ólafsson
Leifur Helgason
Helgi Ragnarsson
Sigurður Kristinsson (vm.)
DÓMARI:
Valur Benediktsson
BREIÐABLIK:
Ólafur Hákonarson
Gunnlaugur Helgason
Bjarni Bjarnason
Einar Þórhallsson
llaraldur Erlendsson
Gísli Sigurðsson
Vignir Baldursson
Hinrik Þórhallsson
Þór Hreiðarsson
Ileiðar Breiðfjörð
Kormákur Bragason (vm.)
Magnús Steinþórsson (vm.)
Ólafur Friðriksson
DÓMARI:
Valur Benediktsson
LIÐ FRAM
Árni Stefánsson
Agúst Guðmundsson
Trausti Haraldsson
Gunnar Guðmundsson
Jón Pétursson
Sigurbergur Sigsteinsson
Eggert Steingrímsson
Kristinn Jiirundsson
Rúnar Gíslason
Ásgeir Elíasson
Pétur Ormslev
Símon Kristjánsson (vm.)
ÍBK:
Þorsteinn Olafsson
Lúðvík Gunnarsson
Einar Óiafsson
Einar Gunnarsson
Guðni Kjartansson
Ölafur Júlíusson
Þörir Sigfússon
Þórður Karlsson
Ástráður Gunnarsson (vm.)
Jón Ölafur Jónsson
Guðjón Guðjónsson (vm.)
Gunnar Jónsson
Steinar Jóhannsson
Sigurður Dagsson, Val
Jón Gunnlaugsson, IA Einar Þórhallsson, UBK
Viðar Halldórsson, FH Bjarni Bjarnason, UBK
Asgeir Elfasson, Fram
Ingi Björn Álbertsson, Val
Jóhann Torfason, KR
Hinrik Þórhallsson, UBK
Arni Sveinsson, lA
Olafur Danivalsson, FH.
Körfuknattleiks-
þjálfari
Ungmennafélag Grindavíkur óskar eftir þjálfara
fyrir 2. deildar lið sitt og ef til vill fleiri flokka.
Aðeins reyndur maður kemur til greina.
Uppl. í símum 92-8090 og 92-8390.