Morgunblaðið - 10.08.1976, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. AGUST 1976
29
VELA/AKAIMDI
Velvakandi svarar í síma 10-100
kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu-
dags
0 Refsað fyrir
eftirvinnu
,,Kæri Velvakandi.
Ég er einn þeirra sem er mjög
óánægður með skattana og tel að
þeim sé ranglátlega skipt niður.
Eg veit að þetta hefur alltaf verið
svona sama hver stjórnar, en eitt
finnst mér verst, það er það að við
sem erum einhleypir virðumst
vera ofsóttir í skattakerfinu,
hverjum sem það er nú að kenna.
Ég til dæmis borga dýra húsa-
leigu, borða úti o það er rándýrt
og hefur hækkað mikið nú upp á
síðkastiö En þeir sem eru giftir
og eiga 1 eða 2 börn fá barnalif-
eyri og svo frádrátt þannig að
þeir eru sem sagt skattlausir.
Éinnst mér þetta ekki rétt.
Eg vinn mikla aukavinnu, oft
langt fram á nótt og oft um helg-
ar. Nú virðist útkoman sú, að okk-
ur, sem vinnum mikið aukalega
vegna þess að við verðum að klára
verkið, er harðlega refsað fyrir
alla aukavinnuna með óhóflegum
sköttum. Ég vil ekki ætla einum
eða neinum svo illt að þeir vilji að
maður hafi ekki krónu eftir af
fastakaupi en mjög mörg dæmi
veit ég um og verður sá yfirleitt
að auka við sig vinnu til að endar
nái saman, og það var vissulega
rétt sem ferðamaðurinn sagði
þegar hann kom heim til sin frá
íslandi. að hann hefði verið að
koma frá „þrælaeyjunni".
Þetta er ekki á neinn hátt „út-
skít“, heldur heilagur sannleikur.
En það versta af öllu slæmu er að
okkur, sem verðum að vinna mjög
mikla aukavinnu, er refsað en sá
lati verðlaunaður.
Ég ætla ekki að tala um al 11
óréttlætið í skattamálum núna, en
giftur maður með 2 eða 3 börn er
yfirleitt skattlaus, i staðinn borga
einstaklingar megnið af sköttum
þessara ómaga. Ég held að
hátekjumaður með 25—35000
krónur ætti að skammast sin næst
þegar hann mætir undirmönnum
sínum, sem borga skattana hans.
Að lokum vil ég koma með tillög-
ur sem ég vona að fjármálaráð-
herra líti á. Fyrst: Að öll auka-
vinna verði frá 1. jan. ’77 skatt-
frjáls, það yrði til góðs fyrir alla.
Ósjálfrátt myndi draga úr auka-
vinnunni hjá ríki og bæ, en að
sjálfsögðu aldrei hverfa. Báðir
myndu græða, ríki og bær hefðu
minni útgjöld, starfsmaðurinn
fengi að vísu minni aukavinnu, en
hann fengi hana alla. Skattar
myndu lækka smátt og smátt, þvi
rauntekjur væru meiri, og ríki og
bær fengju minni skatta, en
Fyrsta spurning hans var stutt-
orð og kom á óvart:
— Hver sér uni garðinn hér á
þessu heimiii?
Hann beindi máli sinu til
Kjargar, en hún horfði á hann
vandræðalega án þess að geta
komið upp orði og það var Kári
sem varð fvrir svörum:
— Við höfum garðyrkjumann
sem kemur frá Kila og honum
hefur náðarsamlegast verið gefið
leyfi til að koma inn f.vrir múrana
til að slá gras, hlúa að ávaxta-
trjánum og gróðursetja rósir og
sjá uin matjurtagarðínn.
— Notar hann einhvers konar
eitur tii að hafa hemil á skorkvik-
indum?
— Ég hýst við hann noti DDT,
sagði Kári oviss, og var Ijóst að
hann var Iftill sérfræðingur á
þessu sviði.
En Vlva sem var nú ekki lengur
með höndina f gipsi og virtist
aðeins Ifflegri en venjulega skaut
vinsamlega inn f.
— Nei, f vor man ég að hann
notaði eitthvað annað sem hann
sagði að væri miklu áhrifameira.
Hvað hét það nú aflur?
— Æ, það var þetta parathion,
sem Andreas var svo á móti.
mundu spara hundruð milljóna í
útgjöldum i aukavinnu. Ég er
sannfærður um að þetta eða eitt-
hvað þessu likt va>ri betra en 10
eða 20% kauphækkun. Þvi segi
ég: öll aukavinna á að vera skatt-
frjáls. Betri kauphækkun er ekki
til, ekki ætti það að fara út í
verðlagið.
Þvi eru tillögur mínar þessar:
1) Afnemið barnalífeyri til þeirra
sem hafa yfir 1,5 milljón í laun.
2) Hækkið cllilaun um helming,
annað er hneisa..
3) Öll aukavinna verði skattfrjáls
frá 1. jan. ’77.
Kær kveðja,
Jón Sigurðsson vkm.“
Skattamálin eru óþrjótandi um-
ræðuefni og ber þau hæst nú þeg-
ar skattskrár koma út. Það þekkja
margir þennan hring að vinna
meira og meira til að hafa rúm-
lega fyrir sköttunum, sem krefst
þess að vinna verður ennþá meira
á næsta ári til að hafa fyrir ennþá
meiri sköttum. Sumum getur
reynzt býsna erfitt að komast út
úr þessum vítahring, eins og hann
er oft nefndur, því hann vindur
alltaf meira og meira upp á sig.
0 Saga úr
föstudags-
umferdinni
Langflestir Reykvíkingar
kannast við það að á föstudögum
kemst umferðin í bænum i algjört
hámark. Annar hver maður þarf
að rápa í búðir fyrir helgina og
gera sín innkaup, enda oft gott
tækifæri til þess síðdegis á föstu-
degi þar sem svo margir hætta
vinnu sinni fyrr á þeim dögum én
aðra daga. Það er því mjög árið-
andi að umferðin gangi sem greið-
ast fyrir sig og menn séu liðlegir
og kurteisir. Ökumáður í föstu-
dagsumferðinni kom að máli við
Velvakanda og sagði litla sögu:
„íslendingum hefur löngum
verið legið á hálsi fyrir ólipurð í
umferðinni og er það e.t.v. ekki að
tilefnislausu. Hins vegar gat ég
ekki orða bundizt eftir að hafa
mætt JO-bil hér i borginni akandi
móti einstefnu út af „hallæris-
planinu” á mesta umferðartíman-
um á föstudaginn. Ökumaður
hans steytti hnefann og flautaði.
Þekkja þeir ekki islenzk um-
ferðarmerki, ökumenn JO-
bílanna? Það virðist a.m.k. ekki
raunin í þessu tilviki. Held ég að
vituriegra væri fyrir þá sem ekki
eru betur að sér í íslenzkum um-
ferðarlögum að halda sig innan
hliða Vallarins meðan svo er
ástatt.
ökumaður í föstudagsumferð."
Sennilega stafar þetta af
ókunnugleika viðkomandi á ein-
stefnuakstursleið’um i borginni
en það er honum lítil afsökun.
Ökumönnum ber að líta vei eftir
merkjum, ekki sízt hvort þessi
eða hin gatan sé einstefnu-
akstursgata eða ekki þvi annars
getur hætta stafað af.
HÖGNI HREKKVÍSI
„Ja, mér virtis't það vera ungbarnið í vagninum,
sem hvolfdi úr tunnunni!“
Bjami Kristmannsson,
Akranesi — Minning
Fæddur 26. maf 1901. --MSjjflpfc-'
Dáinn 4. ágúst 1976.
Ekki grunaði mig, að er ég hitti
þennan góða vin minn hressan og
kátan að vanda, að þetta yrðu
okkar síðustu samfundir. Það var
þrem dögum fyrir andlát hans að
ég hittí hann sem oftar á af-
greiðslustöð B. P. hér i bæ. Hjá
því fyrirtæki hafði Bjarni starfað
sem framkvæmdarstjóri frá 1944,
en áðúr vann Bjarni hjá útgerðar-
fyrirtækinu Bjarna Ólafssyni og
Co., ennfremur ók hann sinni eig-
in vörubifreið.
Bjarni Kristmannsson var
fæddur 26. nóv. 1901 í Lambhús-
um hér á Akranesi og bjó síðan
allaan sinn búskap hér í bæ. Hann
var yngstur af sinum systkinum,
en þau eru nú öll látin.
Þann 10. mai 1928 kvæntist
Bjarni Ásthildi Guðmundsdóttur,
hinni ágætustu konu, en hún lézt
árið 1964. Þau eignuðust 2 börn
sem bæði eru búsett hér I bæ.
Guðmund, trésmiðameistara, sem
kvæntur er Rósu Vilhjálmsdóttur,
og Helgu sem gift er Snorra
Hjartarsyni rafvirkjameistara.
Margar ánægjustundir streyma
nú fram i huga minn er ég minn-
ist þessara elskulegu hjóna, og þó
fyrst og fremst er ég hugsa til
þeirrar vináttu og kunningsskap-
ar er var á milli þeirra og foreldra
minna. Bjarni og faðir minn voru
æskuvinir og hélzt sú tryggð og
vinátta meðan báðir lifðu. Minn-
ist ég vel þeirra samfunda hvort
heldur á heimili foreldra minna
eða þá er við fórum til þeirra
niður á Minni-Borg, en svo hét
hús þeirra Astu og Bjarna. Enda
fylgdi þeim ætið mikil glaðværð
og kátína. Margra atvika minnist
ég, eins og t.d. þegar móðir mín
bakaði smákökur fyrir jólin. Kom
þá fyrir að nokkrar þeirra voru
brenndar. Spurðum við börnin þá
hvað hún ætlaði að gera við þær
brenndu. Þá sagði hún ætið, að
við skyldum engar áhyggjur fiafa
af þeim, því að hann Bjarni kæmi
bráðum, og þær brenndu væru
þær beztu sem hann fengi. Ekki
voru heldur fáar skákirnar sem
við Bjarni tefldum í þessum heim-
sóknum. Ætið mátaði hann mig,
en kæmi það fyrir að ég hefði
betur var gleði hans og uppörvun
slík að ekki gleymdist. Þannig var
Bjarni, gladdist ætíð með þeim
sem vel farnaðist.
Eftir að foreldrar mínir fluttu
til Reykjavíkur, fækkuðu sam-
fundum þeirra, en miklar voru
' .'V'
þær ánægjustundir er þeir hittust
faðir minn og Bjarni og ræddu
um landsins gagn og nauðsynjar
og rifjuðu upp það liðna frá æsku-
árunum. Bjarni var að eðlisfari
félagslyndur maður, átti gott með
að umgangast fólk, tók meðal ann-
ars mikin þátt í starfsemi Bridge-
félags Akraness. Hann var þéttur
á velli og þéttur i lund og þar sem
Bjarni kom fylgdi honum ætíð
hressilegt viðmót og mikil glað-
værð.
Ég vil svo að lokum kveðja
þennan vin minn og þakka honum
allar þær ánægjustundir er hann
veitti mér og mínum.
Blessuð sé minning hans.
G. Þ.
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á því,
að afmælis- og minningar-
greinar verða að berast blað-
inu með góðum fyrirvara.
Þannig verður grein, sem
birtast á í miðvikudagsblaði,
að berast i síðasta lagi fyrir
hádegi á mánudag og hlið-
stætt meðgreinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í
sendibréfsformi eða bundnu
máli. Þær þurfa að vera vél-
ritaðar og með góðu linubili.
Hesthús
Vil taka 5 — 8 hesta hús í Víðidal á leigu
næsta vetur. Upplýsingar í síma 74140 í
Reykjavík.
jQZZBQLLeCCSkÓLÍ BCTU,
Dömur
athugid
N
if uy.jum auur eftir stvmar-Q)
frí mánudagmn 16. ágúst. CT
œ
★ Likamsrækt og megrun fynr dömur á 7V
öllum aldri. Q'
it Morgun- dag og kvö/dtimar. L
★ Tímar tvisvar eöa fjórum sinnum í
viku.
★ Sturtur — Ljós-sauna — Tæki.
★ Upplýsingar og innritun í síma 83 730,
frá k/. 1—6
cq
\j líkam/rcekt
§
a
N
N
XizzBQLLeccakóLi Bóru