Morgunblaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. AGUST 1976
31
KGB myrðir and-
ófsmenn í stað þess
að handtaka þá
segir Amalrik í viðtali við Dagens Nyheter
Stokkhólmi — 9. ágúst — Reuter.
ANDREI Amalrik segir í vid-
taii, sem birtist í dag f sænska
blaðinu Dagens Nyheter, að
sovézka leyniþjónustan KGB
hafi breytt um aðferðir gegn
sovézkum andófsmönnum að
undanförnu. Greinilegt sé, að
KGB fari nú orðið varlega þeg-
ar um sé að ræða andófsmenn,
sem þekktir eru á Vesturlönd-
um KGB beiti ekki lengur
fjöldahandtökum gegn venju-
legum andófsmönnum, heldur
færist í vöxt að þeir séu hrein-
lega myrtir, ýmist með því að
þeim sé byrlað eitur, ekið á þá
og látið Ifta svo út að um um-
ferðarslys hafi verið að ræða,
eða kveikt í hfbýlum þeirra.
í viðtalinu ásakar Amalrik
rfkisstjórnir á Vesturlöndum
um að láta sér afdrif sovézkra
andófsmanna í léttu rúmi
liggja, og láti þau undir höfuð
leggjast að rækta tengsl við þá.
,,Vesturlandabúár samþykkja
leikreglur Sovétmanna og láta
þá ráða ferðinni mótþróalaust.
Þeir líta á meðlimi sovézku
mannréttindahreyfingarinnar
sem varasama samsærismenn
sem í mesta lagi sé hægt að
hafa samúð með úr fjarlægð, en
forðast beri að blanda sér beint
í mál þeirra."
SAYED Fahmi, innanrfkisráð-
herra Egyptalands, segir, að
Lfbýumenn hafi hugsanlega stað-
ið að baki sprengjutilræði f vega-
bréfaskrifstofu f Kafró á sunnu-
daginn. Þar sprungu tvær
sprengjur og særðust 14 manns.
Nokkrir menn hafa verið hand-
teknir vegna sprengjutilræðisins,
og var einn þeirra staddur f skrif-
stofunni þegar fyrri sprengjan
sprakk.
Þá hefur maður verið handtek-
inn í Kaíró og er honum gefið að
sök að hafa sýnt Mohammed Ali
Haiham, fyrrverandi forsætisráð-
herra Suður-Yemens, banatilræði
s.l. föstudag. Fahmi segir, að til-
ræðismaðurinn sé starfsmaður
suður-yemensks flugfélags í
Kaíró, en auk þess muni nokkrir
Veikin dularfulla:
27 eru látnir
— enn óvíst
um orsökina
Flladelfíu —9. ágúst —Reuter.
UMFANGSMIKIL rannsókn fer
nú fram á þvf hvað allir þátttak-
endur f móti fyrrverandi her-
manna, sem haldið var f Ffladel-
ffu á dögunum hafa f sig látið
meðan á mótinu stóð, hvar þeir
hafi komið og hverja þeir hafí
hitt á umræddum tfma.
Þátttakendur voru um 10 þús-
und. Alls hafa 155 manns tekið
veikina dularfullu, og hafa 27 lát-
izt af völdum hennar.
Heilbrigðisyfirvöld telja víst, að
sóttkveikjur eða veirur hafi ekki
valdið sjúkdómnum, en grunur
beinist nú einkum að náttúruleg-
um eiturefnum og ólifrænum eit-
urefnum.
„Það, sem andspyrnu-
hreyfingin er að gera í Sovét-
ríkjunum, er ekki aðeins lög-
legt og i samræmi við sovézku
stjórnarskrána, heldur er það
einnig til þess fallið að bæta
sambúð austurs og vesturs",
segir Amalrik. Hann neitar því
að samband vestrænna fjöl-
miðla og óbreyttra borgara í
Sovétríkjunum hafi aukizt
verulega á þvi ári, sem liðið er
frá því að Helsinki-yfirlýsingin
var samþykkt. Hann skorar á
vestræna stjórnmálamenn og
sendiráðsmenn að blanda ekki
einungis geði við fulltrúa
stjórnvalda í Sovétríkjunum,
heldur einnig fulltrúa al-
mennings.
Hann segir: „Tökum 14. júlí
— Bastilludaginn, sem er þjóð-
hátíðardagur Frakka, sem
dæmi: Þá ætti franska sendi-
ráðið að bjóða nokkrum andófs-
mönnum ásamt fulltrúum hins
opinbera, sem skipta hundruð-
um. Nærvera andófsmannanna
væri eflaust meira í anda
frönsku byltingarinnar en nær-
vera hinna fjölmörgu KGB-
njósnara, þekktra og óþekktra,
sem venjulega flykkjast i slíkar
möttökur."
starfsmenn sendiráðs Suður-
Yemens verða yfirheyrðir vegna
málsins. Bifreiðarstjóri Haihams
lét lífið þegar skotið var á bifreið-
ina, og ráðherrann fyrrverandi
særðist á armi og í andliti.
Glæpa-
maður í
olíutunnu
Miami, Flórfda — 9. ágúst —
Reuter — AP.
S.L. LAUGARDAG
fannst lík í oliutunnu við
strönd Miami, og hefur
lögreglan staðfest að lík-
ið sé af John Rosselli,
airæmdum glæpafor-
ingja. Rosselli hvarf 28.
júlí s.l.
I fyrra bar hann vitni
fyrir þingnefnd, sem
rannsakaði njósnastarf-
semi, og viðurkenndi þá
að CIA hefði falið hon-
um og Sam Giancana að
aðstoða við að ráða Fidel
Castro, forsætisráðherra
á Kúbu, af dögum.
Giancana var myrtur i
fyrra, en það mál hefur
ekki upplýstst.
Lögreglan í Miami segir, að
fagmenn hafi greinilega myrt
Rosselli, þvf að svo var um
hnútana búið að ótrúlegt var
að líkið fyndist nokkurn tfma.
Göt höfðu verið stungin á
tunnuna og hún var vafin
þungum keðjum, pn sjómenn
rákust á hana skammt undan
ströndinni.
Nordli kemur
27. ágúst
EINS og Mbl. hefur áður skýrt frá
hefur rikisstjórn íslands boðið
Odvar Nordli, forsætisráðherra
Norðmanna, í opinbera heimsókn
til tslands. Mun hann koma til
íslands ásamt konu sinni hinn 27.
ágúst næstkomandi. Frá þessu
var skýrt opinberlega í gær með
fréttatilkynningu frá forsætis-
ráðuneytinu.
Kofinn brennur
YFIRVÖLD á Seltjarnarnesi
héldu á laugardagsmorgun fund
um kofa þann á Seltjarnarnesi
sem sagt var frá í Mbl. á laugar-
daginn, en þar hefur verið svo
mikill rottugangur að nágrannar
höfðu verulegan ama af. Lögregl-
an hafði eitrað fyrir rotturnar og
dugði ekki meinna en 50 kg af
rottueitri. Á faugardaginn gaf
sfðan bæjarfógetinn út þann úr-
skurð að kofinn skyldi brenndur
af heilbrigðisástæðum og var það
gert.
—Eru þeir
að fá ’ann?
Framhald af bls. 2
langvinsælasti spúnninn Tobí.
Drýgstu veiðistaðirnir hafa
verið Klöppin og brúarsvæðið
(Breiðan og Aldan). Frá síð-
ustu mánaðamótum hafa
franskir veiðimenn stundað
ána og hafði veiði þeirra fram
að laugardeginum verið mjög
góð eða um 50 laxar og margir
þeirra mjög vænir.
ÞRASTALUNDUR.
Þegar við félagarnir glugg-
uðum í bókina i hléinu á laugar-
daginn, fundum við Þrastar-
lundarveiðina snyrtilega
skráða í fjórum línum á öftustu
síðu. Með öðrum orðum, þá
höfðu aðeins f jórir laxar veiðzt.
Sérstaklega var júlíveiðin
dapurleg og er bókaður samtals
einn lax, 13 punda, fyrir allan
mánuðinn. Við höfðum
hinsvegar heppnina með okkur
og náðum tveimur löxum og var
sá stærri þeirra 12 pundari,
jafnframt sá fyrsti á flugu á
svæðinu. Hinir fimm tóku allir
spún. Það má því kannske segja
að veiðin þarna sé heldur að
lifna eftir frekar rólega byrjun.
Stærstur hinna fáliðuðu Þrasta-
lundarlaxa fram til þessa var 19
punda hængur sem veiddist 4.
ágúst í Kúagili. í Þrastalundar-
landi er eiginlega aðeins um
einn veiðistað að ræða, Kúa-
gilið, og höfðu allir laxarnir að
einum undanskildum veiðzt
þar. Á öðrum slóðum virðist
laxinn hreinlega una sér betur
við Alviðrubakka fljótsins, sem
sézt bezt á þvl hve drjúgir
staðir Breiðan og Aldan eru frá
Alviðru, en aðeins einn lax
hafði veiðzt á sömu stöðum
hinum megin frá. Þess má geta
að á laugardaginn veiddist grá-
lúsugur lax I Soginu og má af
því ætla að nokkur ganga hafi
verið undanfarið.
BLEIKJUVEIÐI
I SOGINU.
Ef marka má veiðibókina
hefur bleikjuveiðin verið mjög
treg I sumar. Hætt er þó við að
ekki megi taka bókina of alvar-
lega i þeim efnum, þar sem
margir veiðimenn sýna ekki
silungnum þann sóma sem
hann á skilið I bókhaldinu hvað
sem því nú veldur. Þær fáu
bleikjur sem bókaðar hafa
verið í sumar hafa verið
ljómandi vænir fiskar, þetta
2—3 pund yfirleitt, annars er
oft mjög góð silungsveiði í Sog-
inu, einkum áður en að laxinn
sýnir sig á vorin. Þess má að
lokum geta að I fyrra sumar
veiddust í Soginu 593 laxar og
1974 veiddust 526 stk. Veiðin
hefur verið vaxandi ár frá ári
undanfarin sumur eftir mörg
mögur ár og illa meðferð sem
einkum stóð i sambandi við
virkjanirnar.
gug.
— Kartöflur
Framhald af bls. 2
Uppskeruhorfur á kartöflum
í ár eru nokkuð misjafnar eftir
landshlutum. Búizt er við góðri
uppskeru í Eyjafirði og í
Hornafirði en á Suðurlandi
urðu viða verulegir skaðar á
kartöflugörðum i vor vegna
hvassviðris og er ekki gert ráð
fyrir að uppskera þar verði
nema í meðallagi. Eðvald B.
Malmquist, yfirmatsmaður
garðávaxta, sagði i gær að gera
mætti ráð fyrir að uppskeran í
ár yrði um 80 til 90 þúsund
tunnur, ef ekki brygði til hins
verra með veðráttuna. Sagði
hann að þessi uppskera ætti að
nægja landsmönnum fram i
marz eða april á næsta ári.
Landsmenn neyta árlega um
120 þúsund tunna af kartöflum
og má nefna að i fyrra var
uppskera kartaflna mjög léleg
eða aðeins 50 þúsund tunnur en
árið áður varð metuppskera,
100 þúsund tunnur.
Blaðamaður Mbl. ræddi í gær
við nokkra kartöflubændur og
leitaði frétta af uppskeruhorf-
um í ár. Sævaldur Valdimars-
son, Sigluvik á Svalbarðseyri,
sagðist hafa byrjað að taka upp
á sunnudag og mjög góðar
horfur væru nú með kartöflu-
uppskeruna. Hann bjóst við að
menn færu sér þó hægt við að
taka upp fyrstu dagana. Sagði
Sævaldur að uppskeran væri
nú þremúr vikum- til hálfum
mánuði fyrr á ferðinni yfirleitt
og þó talað hefði veið um met-
uppskeru árið 1974, sagðist
hann gera ráð fyrir milli 30 til
40% meiri uppskeru hjá
kartöflubændum i Eyjafirði i
ár.
Almennt verður hafizt handa
við að taka upp kartöflur í
Eyjafirði í byrjun september.
Tók Sævaldur fram að þá mætti
gera ráð fyrir að kartöflurnar
hefðu náð hámarks sprettu og
tækju þá að springa og
skemmast.
Yngvi Markússon, Oddsparti
i Þykkvabæ, sagði að erfitt væri
að segja fyrir um hvernig upp-
skera kartaflna í Þykkvabæ
yrði i haust. Bæði er að veruleg-
ar skemmdir urðu á garðlönd-
um um Jónsmessuleytið vegna
hvassviðris og siðustu dægur
hefði verið mikið úrfelli þar, og
ef ekki tekur að þorna má gera
ráð fyrir að úrkoman dragi úr
uppskerunni. — Annars vantar
okkur aðallega sólina og það er
öruggt að uppskeran hér í
Þykkvabænum verður ekki
meiri en i meðalári og ég gæti
nefnt 35 þúsund tunnur. Hér
verður ekki farið að taka upp
fyrr en upp úr mánaðamótum
ágúst—september, sagði Yngvi
að lokum.
— Vöruskipta-
jöfnuður
Framhald af bls. 32
fyrir 8.097,5 milljónir, en inn fyr-
ir 8.082,3 milljónir króna í júní-
mánuði. Þar af var útflutningur
álmelmis fyrir 1.457 milljónir
króna. Af innflutningnum frá
áramótum eru skip fyrirferðar-
mest eða að verðmæti 1.262,7
milljónir króna, flugvélar 46,5
milljónir og til raforkufram-
kvæmda 204,4 milljónir króna. Þá
nam innflutningur til íslenzka ál-
félagsins h.f. 279,4 milljónum
króna.
Þá ber að geta þess, að við
samanburð við utanríkisverzl-
unartölur 1975 verður að hafa í
huga, að meðalgengi erlends
gjaldeyris í júní 1976 er talið vera
10,4% hærra en þaö var í sama
mánuði 1975, og i janúar-júr'
1976 14,5% hærra.
— Nytin
Framhald af bls. 32
um í heild hafi la'kkað um 20
lítra á dag, sagði Sveinn Sig-
mundsson, f jósameistari í
Laugardadum í Hraungerðis-
hreppi í samtali við Mbl. í gær.
Sveinn sagði að veðráttan
væri nú með þeim haUti að
kýrnar tylldu illa á beit og vart
væri því um annað að ræða en
hýsa þær að einhverju leyti og
gefa þeim. — Á þessum tíma
er ekki hægt að ná nytinni hjá
kúnum upp sem nokkru
nemur, þó ættu þær að rétta
nokkuð við ef veðrið skánar.
Magnús Sigurðsson í Birt-
ingaholti í Hrunamannahreppi
sagði að kýrnar hjá sér hefðu
tapað nytinni verulega í
rigningunum síðustu daga. —
Þessi minnkun kemur nú fyrr
en undanfarin ár og það er
ekki gott útlit fyrir að hægt
verði að ná upp nytinni á ný.
Hjá mörgum bændum verða
lítil not af háarsprettu, vegna
þess hversu heyskapur hefur
gengið stirðlega en háin hefur
oft komið í góðar þarfir, þegar
tið versnar á haustin. Bændur
verða því margir hverjir fyrir
tilfinnanlegu fjárhagstjóni af
þessum sökum, sagði Magnús
að lokum.
—Milljón stolið
Framhald af bls. 32
reglan véiina á Mallorka eftir
aðeins tvo daga.
Ingólfur Guðbrandsson sagði að
almenningi stæði ógn af þeirri
innbrota- og afbrotaöldu, sem nú
virtist riða yfir íslenzkt þjóðfélag.
Stórinnbrot væru framin og
enginn virtist óhultur. „Nauðsyn
ber til,“ sagði Ingólfur," að
almenningur bindist samtökum
um að hafa hendur í hári þessa
óaldarlýðs. Og til þess að hvetja
fólk til að vera vel á verði og í þvi
skyni að reyna að fá þetta innbrot
hjá Útsýn upplýst hef ég ákveðið
að veita þeim sem kemur lög-
r.eglunni á sporið þannig að þjóf-
urinn náist, veruleg verðlaun,
sólarlandaferð fyrir tvo eftir eig-
in vali.“
— Veðrabreyting
Frámhald af bls. 32
Samkvæmt upplýsingum Knúts
Knudsens veðurfræðings var i
gær ekki hægt að sjá fyrir neina
breytingu á þessu veðurlagi.
Áfram verður sem sagt vætutið á
Vestur- og Suðurlandi og fyrir
norðan og austan verður áfram
sama bjartviðrið. Á Akureyri var
í gær 15 stiga hiti, einnig á Sauð-
árkróki og á Egilsstöðum. Þá var
17 stiga hiti á Vopnafirði. Reyk-
víkingar urðu hins vegar að láta
sér nægja 9 stig.
— Stríðshætta
Framhald af bls. 1
Samkvæmt skoðanakönnun í
kvöldblaði i Aþenu mundu flestir
íbúar höfuðborgarinnar styðja
valdbeitingu í deilunni við Tyrki.
Panayotis Lamrias, blaðafull-
trúi grísku stjórnarinnar, sagði að
Grikkir mundu einnig fara þess á
leit við Alþjóðadómstólinn í Haag
að hann kvæði upp úrskurð um
mörk landgrunnsins á Eyjahafi.
- Lá ósjálfbjarga
Framhald af bls. 32
Að sögn Pálma hefur bróðir
mannsins, sem einnig er á gam-
als aldri, helzt samband við
þennan gamla mann, sem hér
um ræðir. En vegna lasleika
hafði hann ekki komizt til hans
alla siðustu viku. Það var svo
síðdegis á laugardag, að komið
var að manninum. Var þá rétt
aðeins lífsmark með honum.
Hann bærði aðeins -varirnar,
eins og hann vildi segja eitt-
hvað en hann gat ekki komið
upp nokkru orði. Lögregla og
sjúkralið voru þegar kvödd á
vettvang og var gamli maður-
inn fluttur undir eins á Landa-
kotsspitala. Hann er mikið veik-
ur, lamaður hægra megin eftir
heilablóðfallið og með legusár á
höfði og mjöðm, því hann hefur
allan tímann legið i sömu stell-
ingum. Mátti sjá á ummerkjum,
að maðurinn hafði reynt að
krafsa i kringum sig en ekkert
getað hreyft sig úr stað. Þar
sem maðurinn lá, hafði
linoleum-gólfdúkur bráðnað.
Maðurinn er enn rænulaus og
talinn i lifshættu.
14 særðust í sprengjutilræði í Kaíró:
Hugsanlegt að Líbýu-
menn hafi verið að verki
Kafró — 8. ágúst — Reuter.