Morgunblaðið - 11.08.1976, Síða 10

Morgunblaðið - 11.08.1976, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1976 „Við höfum ekki undan að byggja yfir mannskapinn Á barnaheimilinu. Efst frá vinstri fóstrurnar Katrfn, Hólmfrfður og Matthildur. Ljósm. Ms. garðrækt. Við erum búin að búa hér í mpira en 20 ár, en garðinum byrjaði ég á fyrir um 15 árum. Þúrfður sýndi mér gróðurhúsið, þar voru risavaxnar dalíur og begóníur og fleiri jurtir. „Nei, við höfum enga upphitun hér nema hvað við kveikjum stundum á raf- magnsofni á veturna, ylurinn frá sólinni nægir annars alveg.“ Bak við búðarhúsið var ma,t- jurtagarður og gróðurreitur til að koma græðlingum til í. „Ég held það sé töluverður áhugi fyrir görðum hér á Hvols- velli. Hingað hefur stundum kom- ið ráðunautur frá Selfossi og fyr- irlestrar hans verið vel sóttir.“ Þegar ég kvaddi Þuríði, leysti hún mig út með gulrótum, beint úr moldinni. Það var ekki ónýtt að hafa þær til að bíta í á leiðinni heim. Tveir strákar voru í djúpum samræðum undir vegg en voru þó til i að spjalla örlftið við blaða- mann frá Mogganum. Þeir hétu Kristján og Sæmundur. Kristján 55 HVOLSVÖLLUR er einn þeirra bæja, sem hrað- ferðalangar þjóta fram hjá án þess á líta til hægri eða vinstri. Stundum er þó e.t.v. áð í kaupfélaginu eða komið við á viðgerðaverk- stæðinu (og þá af illri nauðsyn), en fæstir þykj- ast hafa tíma til að staldra þar við, að aka — svo ekki sé nú minnzt á að ganga — inn i bæinn og litast þar um. En það er snoturt og snyrtilegt á Hvolsvelli. Kaupstaðurinn stendur vestan Þverár, á völlunum sunnan undan Stórólfs- hvol. Þar bjó til forna Stór- ólfur Hængsson og hans sonur Ormur, sá er gat sér frægðarorð fyrir að vera meiri sláttumaður en þekkzt hafði fyrr eða síðar. Á Stórólfshvol er kirkja, þar þjónar Sr. Stefán Lár- usson prestur í Odda. Upp á hvolnum eru leyfar af vindmyllu frá fyrirraf- magnsárunum, en í hléi við hann stendur ásamt kirkj- unni læknisbústaðurinn. Félagsheimili Hvolhreppinga heitir HvoII og stendur við þjóð- veginn. Þar eru haldin böll og erfisdrykkjur og þar er til húsa skrifstofa hreppsins. Oddvitinn heitir Ólafur Sigfússon og það virtist liggja beinast við að heilsa Ólafur Sigfússon oddviti. fyrst upp á hann til að spyrjast fyrir um lifið áHvolsvelli. „Fyrstu húsin voru reist hér um 1932, þá var hafin verzlun á Hvolsvelli. En nú losa íbúar bæj- arins 500. Hér hefur orðið gifur- leg uppbygging síðustu fimm ár- in. Flest er þetta fólk úr sveitun- um hér í kring, en þó ekki ein- göngu. Hér búa t.d. átta fjölskyld- ur úr Vestmannaeyjum og ég veit ekki betur en þær verði hér áfram. Kaupfélag Rangæinga er lang- stærsti atvinnuveitandinn. Það rekur verzlun, bílsverkstæði, tré- og járnsmíðaverkstæði auk ýmiss iðnaðar svo sem húsgagnasmíði og bólstrun. Nú, mikið af fólki vinnur náttúrlega uppi i Sigöldu. Já, öllum virðist liða vel hérna. Hér er næg atvinna og við höfum ekki undan að byggja yfir mann- skapinn. í fyrra voru steyptir grunnar undir 11 hús og í sumar hefur verið úthlutað 10 nýjum lóðum. Það er gott að byggja hér, gjöldin eru lág og jarðvegur er hagstæður. Og ég vildi ekki eiga heima ann- ars staðar," sagði Ólafur að lok- um. Ég labbaði inn I bæinn, það var enginn á ferli í rigningunni, nema einn og einn bíll að skjótast milli húsa. Loks heyrði ég hamarshögg og rann á hljóðið, hitti fyrir Elías Tómasson frá Uppsölum. Hvar er allt fólkið? „Þeir, sem ekki eru að vinna, og það eru flestir, eru nú ekkert að spóka sig á götum úti,“ sagði Elías. Hann sagðist vera að byggja við geymsluhúsnæði. „Annars vinn ég á rafmagnsverk- stæðinu," bætti hann við. ,Jú, það er ósköp friðsælt hérna og rólegt, kannske of rólegt fyrir suma. En það er þá alltaf hægt að skella sér til Reykjavíkur, þetta er ekki svo langt núna eftir að steypti vegur- inn kom meir en hálfa leiðina." Áfram var haldið upp götuna. Flest húsanna voru ný, sum jafn- vel enn í byggingu en flest eiga þau sameiginlegt að búið er að ganga frá lóðunum, rækta ofur- litla túnskika i kring og jafnvel gróðursetja blóm. Ofarlega við götuna stendur eldra hús, um- kringt litriku blómahafi, á blett- inum var lítil tjörn og rekaviða- drumbar, fyrir hornið gægðist gróðurhús. Hér hlaut að búa einn upphafsmaður garðræktar á Hvolsvelli og ekki hægt að fara fram hjá án þess að hitta hann. Þarna reyndist búa annar lög- regluþjónn staðarins, sem reynd- ar var ekki heima, hann hafði farið í sjúkraflutning til Reykja- víkur. Ég hitti konu hans, Þuríði Kristjánsdóttur frá Seljalandi undir Eyjafjöllum. Meira en hitti, því hún bauð mér upp á kaffi og kökur af gamaldags og elskulegri gestrisni. „Já, ég hef alltaf haft áhuga á sagði það væri „ofsagaman" að eiga heima á Hvolsvelli, vissi þó ekki hvort hann ætlaði alltaf að vera þar. Hvað þeir gerðu i sum- arfriinu. „Það er alveg nóg að gera, við erum voða mikið í fót- bolta,“ sögðu þeir báðir. Og með hvaða liði haldið þið? „Meinarðu íslenzku?" Já. „Akranesi, auðvitað." En þá út- lenzku? „Liverpool, maður, á Hvolsvelli halda allir með Liver- pool.“ En er ekki fótboltalið á Hvols- velli? „Jú, Hekluliðið, en þeim gengur nú ekki vel. Það er liklega vegna þess að svo margir, sem Eltas Tómasson Fjölþætt rannsókn á íslendingum 5,15 kr. til 9,35 fyrir hvert kíló af loðnu MANNFRÆÐISTOFNUN Há- skóla tslands efndi til ráðstefnu I Reykjavík dagana 22.—28. júlf s.l. Ráðstefnuna sóttu vfsinda- menn frá Kanada, Bandarfkjun- um og tslandi og var fjallað um hugmyndir og tillögur varðandi fyrirhugaðar samanburðarrann- sóknir á Vestur-Islendingum og tslendingum. Háskólarektor opnaði ráðstefn- una, sem haldin var í Háskólan- um. Fulltrúar fjölmargra fræði- greina sóttu fundina, t.d. þjóð- fræði, félagsfræði, læknisfræði, lífeðlisfræði og ættfræði. Meðal þeirra, sem héldu fyrirlestra, má nefna dr. John Matthiasson, pró- fessor við háskólann í Manitoba, sem fjallaði um menningarlegar, félagslegar og sálfræðilegar hlið- ar mannlífs í Norður-Ameríku og á Islandi, dr. Carolyn Matthison frá háskólanum í Winnipeg, seni' talaði um Konur og frjáls félags- samtök i Islenzku bæjarsamfélagi I Kanada, og prófessor Sigurjón Björnsson, Háskóla íslands. sem talaði um Rannsóknir á stéttar- byggingu á íslandi. Margir fleiri töluðu á ráðstefnunni, bæði inn- lendir og erlendir og voru umræð- urnar líflegar. Fundarmenn samþykktu að vinna saman að framkvæmd rann- sóknanna og skulu þær hefjast í „Vatnabyggðum“ Islendinga í Kanda. Ákveðið var að halda áfram þeim rannsóknum vestan- hafs sem dr. Jens Ó.P. Pálsson, forstöðumaður Mannfræðistofn- unarinnar, hefur þegar hafið, en hann var einn frumkvöðull ráð- stefnunnar. Nióurstöður þeirra rannsókna, sem hann hefur gert, og nýjar undirbúningsrannsóknir verða lagðar fyrir næsta undir- búningsfund, sem ráðgert er að halda I Winnipeg næsta sumar. Er ætlunin að ganga þar frá skipulagningu þessara umfangs- miklu rannsókna. FRÉTTATIL- KYNNING. YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið lágmarksverð á loðnu veiddri til bræðslu frá og með 1. ágúst til 31. desember 1976 og er það miðað við fituinnihald loðnunnar á bil- inu 5,15 krónur til 9,35 króna. Fituinnihaldið skal ákveðið af Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins eftir sýnum, sem tekin eru sam- eiginlega af fulltrúa veiðiskips og fulltrúa verksmiðju, eftir nánari fyrirmælum Rannsóknastofnun- ar fiskiðnaðarins. Verðlagning loðnunnar er sem hér segir. Sé fituinnihald loðn- unnar innan við 6% er verð hvers kg 5,15 krónur, á bilinu milli 6 og 7% er verð hvers kg 5,45 krónur, 7% til 8% 5,75 krónur, 8% til 9% 6,05 krónur, 9% til 10% 6,35 krónur, 10% til 11% 6,65 krónur 11 til 12% 7,10 krónur, 12 til 13% 7,55 krónur, 13 til 14% 8,00 krónur, 14 til 15% 8,45 krónur, 15 til 16% 8,90 krónur, 16% og yfir er verðið kr. 9,35 fyrir kíló. Nýja verðið miðast við loðnuna komna í löndunartæki verk- smiðju og ennfremur segir í frétt frá verðlagsráði sjávarútvegsins, að ekki sé heimilt að nota dælu eða blanda vatni eða sjó í loðnuna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.