Morgunblaðið - 11.08.1976, Page 14

Morgunblaðið - 11.08.1976, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. AC.ÚST 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreíðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1000.00 í lausasölu 50 hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjórn Guðmundsson. Bjórn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100 Aðalstræti 6, simi 22480 kr. á mánuði innanlands. 00 kr. eintakið. Samstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins hefur nú setið að völdum ! hart nær tvö ár. Rétt þykir í örfáum orðum að minna á undanfara þessarar stjórnar, þær forsend- ur sem leiddu til stjórnarsam- starfsins og þann árangur, sem eftir stjórnina liggur Svo sem kunnugt er gliðnaði vinstri stjórnin sundur vegna öngþveitis í efnahagsmálum og innbyrðis sundurþykkju Minnsti stjórnarflokkurinn, Samtök frjálslyndra og vínstri manna, var sá hlekkurinn, sem fyrst brast, en ..málmþreytu" gætti í þeim öllum. Fyrir- hyggjulítil stjórn efnahags- mála, að viðbættri erlendri verðbólgu og versnandi við- skiptakjörum er kom fram á árið 1974, hafði leitt þjóðina fram á brún efnahagslegs gjaldþrots Gjaldeyrisvarasjóð- ur þjóðarinnar var þurrausinn eftir margra ára góðæri, erlend- ar skuldir teknar að hlaðast upp, ríkissjóður rekinn með vaxandi halla, verðbólga komin yfir 50% á ársgrundvelli, rekstrarstaða atvinnugreina þjóðarbúsins verri en um árabil —- og við blasti hugsanlegt atvinnuleysi, sam alþjóðlegur kreppuvottur gerði að stað- reynd í flestum nágrannaríkj- um okkar Að loknum kosningum á ár- inu 1 974 var á ný reynd mynd- un vinstristjórnar. Vilji til mynd- unar slikrar stjórnar, eftir það sem á undan var gengið, mun þó hafa verið takmarkaður, jafnvel í Alþýðubandalaginu, enda á orði haft i Tímanum, að einn helzti forvigismaður þess hefði brugðið sér i laxveiði meðan á stjórnarmyndunarvið- ræðum stóð. Úrslit nýlega af- staðinna Alþingiskosninga, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vann verulega á, bentu heldur ekki til þess að slik stjórnarmyndun væri í samræmi við þjóðarvilja. Tilraunin fór þvi út um þúfur Ástand efnahagsmála krafð- ist þess hins vegar að mynduð yrði þá þegar ábyrg ríkisstjórn, er tækist á við vandann á þeim vettvangi, sem og önnur nær- tæk verkefni: útfærslu fisk- veiðilandhelginnar, að tryggja atvinnuöryggi í landinu og bæta fyrir vanrækslu liðínna ára varðandi virkjun og nýtingu innlendra orkugjafa. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru ólíkir um margt og höfðu elt grátt silfur saman um langan aldur. Engu að síður var ekki öðru stjórnarsamstarfi til að dreifa, eins og á stóð, og flokkarnir öxluðu þá ábyrgð sem þjóðín hafði lagt á þeirra herðar við kjörorðið sumarið 1974. Hin nýja ríkisstjórn tók hins vegar við erfiðu búi og risavöxnum vandamálum, sem þegar í önd- verðu var sýnt að taka mundi mörg ár að leysa eða greiða úr. Margt hefur áunnizt í stjórn- arsamvinnunni á liðnum tveim- ur árum Fiskveiðilandhelgin var færð út i 200 sjómílur og erfitt og hættulegt þorskastríð leitt farsællega til lykta með sigursamningum, eftir að land- helgisgæzlan hafði verulega styrkt samningsaðstöðu okkar í hörðum átökum. Réttur okkar til veiðistjórnunar innan 200 sjómílna er nú viðurkenndur af öllum, þ.á m. helzta andstæð- ingi okkar á þessu sviði, Stóra- Bretlandi. í árslok, er sex mán- aða samningar við Breta renna út, má segja, að réttur okkar sé algjör. til þeirra ráðstafana, er við teljum þörf á. Fiskverndar- sjónarmiðum hefur verið fylgt eftir með löggjöf um nýtingu fiskveiðilandhelginnar og margháttuðum • reglugerðum um friðunarsvæði, veiðarfæri og veiðisókn. Híns vegar hefur orðið, vegna viðblasandi efna- hagslegra staðreynda, að meta fiskverndunaraðgerðir frá fleiru en einu sjónarhorni. Verulegi fjármagni hefur og verið varið til fiskleitar og tilraunavinnslu. Rannsóknir og framkvæmdir á sviði orkumála, á sviði vatns- aflsvirkjana, tengingar orku- svæða og jarðvarmanýtingar hafa ekki í annan tíma verið meiri, þrátt fyrir erfiða stöðu í ríkisfjármálum. Hitaveita i ná- grannabæjum Reykjavíkur, á Reykjanesi, byggðalína norður, og virkjunarframkvæmdir i öll- um landsfjórðungum tala sínu málí i því efni. Margháttuðum aðgerðum hefur verið beitt á sviði efna- hagsmála og ríkisfjármála og horfur eru á að hallalaus ríkis- búskapur náist á þessu ári — í fyrsta skipti um árabil. Þjóðin sýndi hug sinn til vestræns varnarsamstarfs á ótvíræðan hátt, bæði í Alþingis- kosningunum 1974 og í al- mennri undirskriftasöfnun. Nú- verandi ríkisstjórn hefur tryggt framgang þjóðarviljans í þessu efni meðfarsælum hætti. Þrátt fyrir innflutt og heima- tilbúin vandamál á sviði efna- hags- og atvinnumála hefur tekizt að tryggja atvinnuöryggi um land allt. Þannig hefur full atvinna verið hér til staðar á sama tima og víðtækt atvinnu- leysi herjar á flestar þjóðir Vestur- og Norður-Evrópu. Þó ekki væri nema þessi árangur einn af núverandi stjórnarsam- starfi þá væri hann bæði um- tals- og þakkarverður við þær aðstæður sem ríkisstjórnin hef- ur þurft að starfa við. Siðustu mánuði hafa batn- andi viðskiptakjör leitt til veru- lega minni viðskiptahalla þjóð- arinnar út á við en á liðnum misserum og árum. Nauðsyn- legt er að nýta hærra afurða- verð nú til að ná enn betri árangri á þeim vettvangi sem og að grynnka á erlendri skuldasöfnun. Hærra afurða- verð hlýtur að renna fyrst um sinn til að greiða umframeyðslu okkar á liðnum árum. Erfiðlegar hefur gengið að ráða niðurlögum verðbólgunn- ar, þó einnig þar hafi nokk*ur árangur náðst, einkum á síð- ustu mánuðum liðins árs. En fulla atvinnu hefur þjóðin að nokkru leyti keypt með hóflegri verðbólguhömlum en víða er- lendis. Enginn vafi er þó á því, að baráttan gegn verðbólgunni hlýtur að verða eitt höfuðvið- fangsefni stjórnvalda i næstu framtíð, ef þau þekkja sinn vitjunartíma. Áframhaldandi aðhald í samneyzlu er og óhjá- kvæmilegt sem og að leiðrétta skattalöggjöf okkar til sam- ræmis við réttlætiskennd þjóð- arinnar. Menn hafa að sjálfsögðu mismunandi skoðanir á og af- stöðu til núverandi rikisstjórn- ar. Enginn sanngjarn maður getur þó annað en viðurkennt að henni hafi um flest vel til tekizt, miðað við aðstæður í þjóðarbúinu og viðskiptakjör út á við Haldi stjórnin jafn vel á spilum siðara helming kjörtima- bils síns þarf hún ekki að kvíða dómi þjóðarinnar. Hálfnað kjörtímabil éStót. THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER Hræðsla við jarðskjálfta grípur um sig í Tokyo Næturmynd frá Tokyo TOKYO — Þráfaldlega hefur því verið spáð, að miklar og alvarlegar jarðhræringar verði í höfuðborg Japans innan tíðar. Ef þeir spá dómar reynast á rökum reistir, hvernig fer þá fyrir borgarbúum, sem eru 12 milljónir talsins? Eru líkur til þess, að meirihluti þeirra komist lífs af? Á þessari öld hefur Tokyo verið endurbyggð tvívegis. Í fyrra skiptið lögðu jarðskjálftar hana i rúst, og i siðara skiptið var hún endurbyggð eftir að hafa orð ið illa úti i sprengjuregni síðari heimsstyrjaldarinnar. Eins og sak ir standa er mjög erfitt að koma þar við slysavörnum eða vinna raunhæft hjálparstarf. „Stóri skjálftinn" gæti komið hvenær sem er að áliti Kozo Kim- ura jarðskjálftafræðings, en hann starfaði til skamms tíma við jarð- skjálftadeild veðurfræðistofnunar innar i Japan. Kimura er jafnvel svo sannfærður um, að hans sé ekki langt að bíða, að hann hefur flutzt búferlum langt frá höfuð- borginni. Sumum kann að virðast þetta tiltæki hans harla sérvizku- legt, en hann er hins vegar ekki einn um þá skoðun, að snarpur jarðskjálfti geti orðið í Tokyo inn- an tiðar, heldur er það samdóma álit flestra jarðskjálftafræðinga. ,, Jarðskjálftinn mun hafa ómældar hörmungar i för með sér," segir Kimura. ,,Afleiðíngarn ar verða ekki einungis þær, að hús og stórbyggingar hrynja unnvörp um, heldur mun vatnsveita og orkuveitukerfi að líkindum fara úr skorðum og þungamiðja þessarar stórborgar bresta gersamlega." Þegar jarðskjálftarnir miklu urðu i Tokyo árið 1923, létu 140.000 manns lífið. Á þeim eftir Mark Murray tima, sem siðan er liðinn, hefur ibúafjöldi borgarinnar rúmlega þrefaldast, og tíu sinnum fleiri en þá búa að meðaltali á hverjum ferkilómetra Þá er umferð á göt- um borgarinnar fjögurþúsundfalt meiri en árið 1923. Samkvæmt opinberum áætlun- um myndi a.m.k. hálf milljón manna láta lifið í Tokyo og grennd, ef mikill jarðskjálfti riði þar yfir. Þykja þessar áætlanir bera vott um talsverða bjartsýni, og Keihachiro Shimizu prófessor i Chiba, telur að allt að því 10 milljónir manna gætu látið lifið í jarðskjálftum á þessu svæði. Slysavarnaráð ríkisins telur, að um 30.000 eldar muni brjótast út samtimis, ef jarðskjálfti verður á matmálstíma. Hinn griðarlegi vöxtur Tokyo- borgar hefur magnað stórlega þau vandamál, sem af jarðskjálfta kynnu að hljótast. Jarðskorpan, sem borgTn stendur á, hefur aldrei verið álitin sérlega traust, og ekki hefur það bætt úr skák, að lagðar hafa verið griðarmiklar neðanjarð arbrautir og stór verzlunarhverfi hafa verið reist neðanjarðar. Sum helztu verzlunarhverfi borgarinnar standa á landssvæðum, sem ræst hafa verið fram. Borgarstjórn Tokyo telur, að jarðskjálfti, sem upptök eigi í námunda við Tokyo, myndi leggja i rúst öll mannvirki i tveggja kíló metra radíus, áður en eldarnir myndu brjótast út. Að sjálfsögðu myndi algert öngþveiti skapast á götum borgarinnar, en um þær fara daglega um 2.5 milljónir öku- tækja. Litið hefur farið fyrir skipulagn- ingu bæja og borgarhverfa i Japan og ægir þar öllu saman. í Tokyo eru iðnaðar- og íbúðarhverfi sam- tengd og tvinnuð á furðulegasta hátt. í iðnaðarhéraðinu Keihin, sem stendur við Tokyoflóa á milli stórborganna Tokyo og Yoko- hama, er aðeins steinsnar á milli íbúðarhúsnæðis annars vegar og verksmiðja, birgðastöðva og olíu hreinsunarstöðva hins vegar. Skipulagsmálaráðuneytið hefur þó gert kunnugt, að heppilegra sé að hafa gott bil á milli íbúðarhúsnæð is og iðnfyrirtækja. Fyrir tveimur árum var skýrt frá þvf í opinberri skýrslu hver yrðu afdrif fbúanna á þessu svæði, ef til alvarlegra náttúruhamfara kæmi, og voru það ófagrar lýsingar. Var því spáð, að sprengingar í olíu geymum myndu granda þeim flestum, en þeir sem eftir lifðu, myndu fljótlega !átast af völdum eiturgass og annarra eiturefna, sem dreifast myndu yfir svæðið. Úthverfin við Tokyo austan verða, sem eru afar þéttbýl, standa verst að vigi, ef jarðskjálfti verður, en þau eru mörg undir sjávarmáli. Varnaraðgerðir beinast nú mjög að þvi að treysta flóð- garða til að reyna að koma í veg fyrir að sjávarföll færi landið í kaf. Rikisstjórnin hefur mjög ein- dregið hvatt fólk til þess að geyma matvæli og lyfjabirgðir á hand hægum stöðum til að gripa til, ef til jarðskjálfta kæmi. Hefur fólk almennt orðið við þeirri beiðni, að því er talið er. Mjög brýnt er að útbúa skýli og byrgi fyrir fó!k, ef önnur óhöpp fylgja i kjölfar jarð- skjálftans, svo sem eldar, flóð og annað þess háttar. Gert hefur ver- ið ráð fyrir, að fólk geti leitað hælis á ýmsum opnum svæðum i borginni, en það er álitamál, hvort þau reynast fullnægjandi sem slík, ef mikil skelfing og ringulreið skapast. íbúar Sumida Ward, sem er eitt af austustu úthverfum Tokyo, þar sem flóðahættan er mest, eiga samkvæmt nýjustu áætlunum að leita skjóls á opnu svæði fyrir framan keisarahöllina. Þurfa þeir því að fara um 7 km vegalengd, og getur ferðin tekið nokkrar klukku- stundir fyrir börn og lasburða fólk, enda þótt allt sé með felldu. Menn binda nú vonir við, að manntjóni verði helzt afstýrt með góðu og traustu viðvörunarkerfi gegn jarðskjálftun. Veðurfræðistofnunin hefur ákveðið að setja upp 20 hárnæma jarðskjálftamæla víðs vegar um landið. Þegar hafa fjórir verið sett- ir upp og hafa sannað gildi sitt með þvi að segja nákvæmlega fyr- ir um jarðhræringar. Jarðskjáíftamælar þessir eru bandariskir að gerð og voru upp- haflega notaðir til að mæla jarð- hræringar vegna kjarnorkuspreng inga neðanjarðar. Þeir sýna hinar minnstu hreyfingar á jarðskorp- unni. Á hinn bóginn lætur almenning- ur sér ekki nægja nýjustu tækni og vísindi i þessum efnum. Hann leitar trausts í alls konar forspám og fyrirboðum, eftir því sem hræðslan magnast. Hiroyoshi Mukihara er 75 ára að aldri og hefur alla ævi reynt að segja fyrir um jarðhræringar Hann segist sjá sérkennilegan regnboga 5—24 klukkustundum fyrir jarðskjálfta. Siðasta spá hans skeikaði aðeins um 20 minútur, en þá sagði hann með dags fyrir- vara fyrir um nokkuð snarpan jarðskjálfta íTokyo. Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.