Morgunblaðið - 11.08.1976, Blaðsíða 16
16
MORC.UNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. AGÚST 1976
Hafnarfjörður:
Menn gerðir ábyrgir
fyrir brotum á banni
gegn hundahaldi
HEILBRIGÐISYFIRVÖLD
Hafnarfjarðar hafa auglýst I fjöl-
miðlum gildandi reglur um
hundahald f Hafnarfirði, en f
fréttatilkynningu frá þeim, sem
Mbl. hefur borizt, segir, að það sé
alvarleg staðreynd, að reglur, sem
settar hafa verið um hundahald
vfðs vegar um land, hafi verið
brotnar. Á fundi heilbrigðisráðs
Hafnarf jarðar fyrr f þessum mán-
uði var eftirfarandi bókun gerð f
þeirri von að menn sýni þann
þegnskap að virða þær reglur,
sem settar hafa verið, og taki þar
með tillit til samborgara sinna:
„6. júlf árið 1971 var staðfest af
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu ný samþykkt um
hundahald i Hafnarfirði.sem
bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafði
áður lagt fram og samþykkt. í
henni er m.a. kveðið svo á, að
hundahald skuli bannað i lög-
sagnarumdæmi Hafnarfjarðar.
Undanþágur var þó hægt að veita
blindu fólki til að hafa leiðsögu-
hund, svo og hjálparsveitum að
hafa leitarhunda með samþ. heil-
brigðisnefndar. Ennfremur var
veitt heimild til bæjarráðs að
leyfa þeim einstaklingum, sem
búsettir voru í kaupstaðnum 1.
jan. 1971, og áttu þá hund, að hafa
hundinn svo lengi, sem honum
entist aldur til, þó með ströngum
skilyrðum. Þegar samþ. sú, sem
hér hefur verið nefnd var gerð,
voru skráðir hundar samtals 22 og
hefur þeim af eðlilegum orsökum
fækkað. Hins vegar er það stað-
reynd, að þrátt fyrir ábendingar
um gildandi reglur f fjölmiðlum
og með öðrum hætti, s.s. með ftar-
legri greinargerð varðandi hunda-
hald og vandamál því samfara,
sem unnin var af héraðslæknum
og heilbrigðisfulltrúum á höfuð-
borgarasvæðinu á sl. ári, og beint
var til ráðamanna og almennings,
þá verður þrátt fyrir það ekki
annað séð en að hundum hafi
fjölgað undanfarið. Heilbrigðis-
yfirvöld Hafnarfjarðar skora þvf
á alla, sem eru með hund án leyf-
is, að virða settar reglur, sem
banna slíkt hundahald. Verði hins
vegar ekki tekið tillit til aðvarana
heilbrigðisyfirvalda á þann hátt,
sem fullnægir gildandi samþ. um
hundahald, fyrir júlflok á þessu
ári, þá mun þess verða krafizt að
viðkomandi yfirvöld sjái um að
þeir, sem brotlegir gerast sæti
ábyrgó að lögum.“
útséð væri um, að hægt yrði að
útkljá málið með vopnavaldi, og
Palestfnuarabar og Líbanar hefðu
vopnabirgðir til að halda styrjöld-
inni áfram I mörg ár, Chaoui
sagði, að bezta leiðin til að binda
enda á blóðbaðið í landinu væri
sú, að Sýrlendingar hyrfu á brott
með herlið sitt, og Líbanar yrðu
látnir sjá um friðarsamninga
sjálfir.
— Bella
Framhald af bls. 1
Löngueyju, og geisaði stormur-
inn þar með 145 kílómetra
hraða á klukkustund. Veru-
lega hafði dregið úr vindhrað-
anum þegar Bella kom yfir
Vermont og Massachusettes i
dag.
Tré rifnuðu upp með rótum í
Connecticut og Löngueyju.
Flóðbylgjur skullu á nokkrum
húsum og skemmdust þau
nokkuð, en ekkert hús eyði-
lagðist. Rafmagnslfnur slitn-
uðu víða, en búizt er við að
viðgerðum á þeim ljúki f dag.
Þar sem vindhviðurnar urðu
harðastar lágu trjástofnar
þvert yfir aðalumferðaæðar,
og olli það nokkrum töfum
þegar fólk var að fara til vinnu
í morgun.
— 300 féllu
Framhald af bls. 1
til. Árásin hefur mælzt vel fyrir f
Rhódesfu, og er henni þar jafnvel
líkt við árás ísraefsmanna á Ent-
ebbe flugvöll í Uganda á dögun-
um.
Erlendir fréttamenn f Rhódesfu
telja, að hér sé um að ræða mann-
skæðustu átök við l^ndamærin
frá því að skæruliðar reyndu að
steypa stjórn Ian Smiths af stóli
árað 1972.
Öljósar fregnir hafa borizt af
þvf, að 60 til 80 Frelimo-hermenn
hafi gert árás á rhódesískar her-
búðir í Inyangafjöllum s.l.
fimmtudag og hafi þar verið beitt
eldflaugum og stórskotaliði. Sög-
ur fara ekki af mannfalli, en
Rhódesíumenn segja, að Frelimo
hafi ekki valdið meiriháttar
óskunda.
— Mjólkurbúðir
Framhald af bls. 2
þjónustu við neytendur, þar
sem stór svæði yrðu trúlega
mjólkurlaus, eftirlit með
mjólkurvörum versnaði og
verð trúlega hækkaði.
Þá bentu fundarmenn einn-
ig á að þeir sem harkalegast
yrðu fyrir barðinu á þessari
lokun, væru gamalt fólk og lág-
launafólk, sem byggi í gömlu
bæjarhlutunum og hefði ekki
bfl til umráða.
Samþykkt var að hefja sam-
eiginlega baráttu starfsstúlkna
f mjólkurbúðum og áhugafólks
úr hópi neytenda til að fá
Mjólkursöluna til að halda
rekstri búðanna áfram. Til að
skipuleggja starfið var kosinn
starfshópur, sem í eiga sæti 4
starfsstúlkur og 3 úr hópi neyt-
enda.
Nú hefur verið ákveðið að
boða til opins fundar þeirra,
sem leggja vilja lið baráttunni
gegn lokun mjólkurbúða, og
verður hann I Lindarbæ
fimmtudagskvöldið 12. ágúst
kl. 20.30.
— 77 árgerðin
Framhaldaf bls. 2
um 2,4 millj. kr. og gert væri ráð
fyrir 6% hækkun f haust. Hins
vegar fengju þeir nú Volvo 66 og
Volvo 343. Fimm bílar af gerðinni
Volvo 66 væru reyndar komnir til
landsins og kostuðu 1500 þús., en
fyrsti bíllinn af Volvo 343 kæmi
til landsins í september. — Sá bill
mun kosta um 1900 þús. kr. og nú
þegar er hreint gífurleg eftir-
spurn eftir þeim bfl, sagði Asgeir.
Hann kvað Velti vera búinn að
selja um 120 bfla það sem af væri
árinu og væri það miklu meiri
sala en þeir hefðu átt von á í
upphafi árs.
Halldór Kristinsson hjá Heklu
kvað fyrirtækið eiga von á fyrstu
bílunum af árgerð 1977 í október-
nóvember, og vitað væri um 4%
hækkun á bilunum þá.
—Salan hjá okkur hefur gengið
mjög vel og er orðinn 20% meiri
en á sama tfma í fyrra og við
gerum ráð fyrir að selja 320 til
330 bila á árinu.
Hekla flytur einkum inn bíla
frá Volkswagen eins og Golf,
Passat og Audi, ennfremur verð-
ur að sjálfsögðu haldið áfram að
flytja inn gömlu góðu bjölluna,
sagði Halldór.
Þorbergur Guðmundsson hjá
Sveini Egilssyni h.f. sagði, að
fyrstu bílarnir frá Ford f Banda-
rikjunum kæmu sennilega í sep-
tember og ennfremur myndi 77
árgerðin af Escort og Granada
koma til landsins f september frá
Evrópu. Á hinn bóginn kæmi
1977 árgerðin af Cortinu ekki fyrr
en í október til nóvember.
Ekki kvað Þorbergur alveg séð
hverjar hækkanir yrðu á bflunum
en 5—8% væri nokkuð sennilegt.
— Það verða ekki miklar breyt-
ingar á Ford bílum, hvorki banda-
rfskum né evrópskum, Þó er ein
undantekning, en það er Cortina,
sem kemur á markaðinn f breytt-
um búningi.
Sveinn Egilsson hefur flutt hátt
f 500 bfla til landsins á þessu ári
og hefur fyrirtækið vart getað
annað eftirspurn af ýmsum
ástæðu'm.
— Afbragðsafli
Framhald af bls. 28
afla. Afli dragnótabátanna var
nokkuð jafn allan mánuðinn.
I júlí voru gerðir út 156 (156)
bátar til fiskveiða frá Vestfjörð-
um, 114 (117) stunduðu veiðar
með handfæri, 25 (18) réru með
línu, 7 (11) með dragnót og 10
(10) með botnvörpu.
Heildaraflinn i mánuðinum var
nú 7.479 lestir, en var 5.114 lestir
f júlímánuði f fyrra. Er heildarafl-
inn á sumarvertíðinni þá orðinn
13.659 lestir, en var orðinn 11.790
lestir á sama tfma f fyrra.
Af heildaraflanum í júlí var afli
skuttogaranna 4.453 lestir. Er afli
skuttogaranna á sumarvertíðinni
þá orðinn 7.891 lest eða um 58%
af heildaraflanum, sem borizt
hefir á land.
— Spinola
Framhald af bls. 1
hann af forsetaembætti.
Snemma árs 1975 var hann
ákærður fyrir þátttöku í mis-
heppnaðri stjórnarbyltingu
hægri aflanna, og flúði þá land.
Hann var sviptur hershöfð-
ingjatign og skipun um hand-
töku hans gefin út. Hann settist
að f Brasilíu og hefur dvalizt
þar síðan.
Mario Soares forsætisráð-
herra Portúgals hefur látið f
ljósi þá skoðun, að Portúgalir
eigi að láta hina misheppnuðu
byltingartilraun hægri manna
svo og samskonar aðgerðir
vinstri manna, sem fóru út um
þúfur í nóvember á sfðasta ári,
falla í gleymskunnar dá. Aðrir
herforingjar sem þátt tóku í
byltingartilraun hægri manna
árið 1975, eru nú frjálsir í
Portúgal.
— Skrímslið
Framhald af bls. 1
þegar borið þann árangur að
hún væri ekki lengur brandari
heldur alvörumál.
Þótt ekki tækist að finna
Nessie með hinum fullkomnu
tækjum leiðangursmanna segir
Rines að tveir menn á báti hafi
séð Nessie um miðjan sfðasta
mánuð. Þeir sögðust hafa verið
umkringdir af fimm kryppum
svo Nessie virtist ekki vera ein
á ferð.
Dr. Rines segir rannsóknirn-
ar hafa leitt i ljós að nokkur
skrímsli séu í vatninu og þótt
þau hafi ekki komið nógu nærri
til þess að hægt væri að taka af
þeim ljósmyndir hafi verið
lagður grundvöllur að árang-
ursríkri rannsókn f framtfð-
inni.
Tveir Skotar munu hafa dag-
legt eftirlit með hlustunarstöð-
inni. Ef eitthvað óvenjulegt
gerist fara starfsmenn vísinda-
stofnunarinnar í Boston til
Loch Ness til að kanna málið.
Jóhannes
skoraði - en
Celtic tapaði
GLASGOW liðin tvö, Rangers og
Celtic kepptu I gær f úrslita-
keppni liðanna f borginni um
„Glasgow Cup“. Rangers vann
leikinn með þrem mörkum gegn
einu. Jóhannes Edvaldsson skor-
aði eina mark Celtic f leiknum. 1
keppninni, um „Glasgow Cup“
taka aðeins þátt félögin fimm f
borginni, en þau eru auk Rangers
og Celtic, Queenspark, Partick
Thistle og Clyde.
— Ylræktarver
Framhald af bls. 28
ingar en einnnig aðrar blómplönt-
ur fyrst f stað. Framleiðslan yrði
flutt flugleiðis til HoIIands með
vikulegum ferðum. Aætlað er að
20—30 manns mundu vinna við
verið.
Að sögn dr. Björns hefur stærð
og gerð gróðurhúsanna f vérinu
verið ákveðin, en eftir er að
ákveða gerð hitalagna, þar 'sem
þær verða að vera frábrugðnar
þvf sem Hollendingarnir eru van-
ir vegna aðstæðna hérlendis.
Sagðist dr. Björn Búast við þvf að
héðan færi verkfræðingur á næst-
unni til að ganga frá þessu atriði.
Hollenzka fyrirtækið Voskamp
en Vrijland hefur samvinnu við
blómasölufyrirtækið Moolenaar,
sem er stór aðili á hollenzka
blómamarkaðinum, en sá markað-
ur er, sem kunnugt er einn sá
stærsti sinnar tegundar í heimi.
Fyrirtækið reisir árlega gróður-
hús á um 400 hekturum lands. I
samningsdrögum þeim sem nú
liggja fyrir er ráðgert að Hollend-
ingarnir annist markaðsmál og
sölu afurða ylræktarversins, auk
þess að reisa húsin og eiga fjórð-
ung fyrirtækisins.
Dr. Björn Sigurbjörnsson sagði
að lokum að ef í byggingu ylrækt-
arversins yrði ráðizt og vel tækist
til með rekstur þess, gæti það
orðið byrjun á stórfelldri hagnýt-
ingu jarðvarma á tslandi til út-
flutningsframleiðslu á þessu
sviði.
— Varað við
Framhald af bls. 15
konur á þessu svæði séu komnar
þrjá mánuði á leið.
Italska stjórnin hefur sagt að
hún muni ekki leggjast gegn
fóstureyðingum á svæðinu þar
sem lög heimili slíkt i tilfellum
sem þessum. Kaþólska kirkján
hefur harðlega gagnrýnt þessar
hugmyndir og lýst eftir sjálfboða-
liðum til að taka vansköpuð börn í
fóstur.
Stjórnin úthlutaði i dag 40.000
milljónum lfra í aðstoð til svæðis-
ins. I Seveso hófu verkamenn
búnir grfmum og hlffðarfötum
brottflutning hættulegra eitur-
efna úr svissnesku verksmiðjunni
sem eitrið lak úr eftir sprengingu.
— Tónlistarfólk
Framhald af bls. 5
komu á óvart. „Xanties" eftir Atla
Heimi Sveinsson sýndi okkur
nútfmatónlistina í öllum sínum
margbreytileik bæði I blæstri,
hljómum, tali og söng og úr varð
hrffandi og spennandi heild. Hér
var leikið f dimmum sal við
logandi kertaljós til þess að fram-
kalla Ijóðræna og „mystiska
stemmningu“, og það eina, sem að
má finna, er, að textinn, sem lista-
mennirnir flytja, heyrðist illa í
hinum stóra sal. En þrátt fyrir
þessa vöntun, var bæði tónlistin
og flutningurinn frábær fulltrúi
fyrir nýja norræna og islenzka
tónlist.“
Gagnrýnin í „Politiken“ er
mjög á sömu leið. Ber hún yfir-
skriftina „Unaður með flautu og
flygli".
Hollendingur reynir
að lagfæra Perlu
„ÞAÐ hefur ýmislegt komið á
daginn, sem ekki var nógu vel
gert úti I Hollandi og maður frá
fyrirtækinu IHC Smit Engeering,
er nú að reyna koma þessu heim
og saman," sagði Halldór Jónsson
stjórnarformaður Námunnar hf.
þegar Morgunblaðið spurði hann
hvort eitthvað hefði kornið út úr
athugunum Hollendinganna á
breytingum á Perlu, en sem
kunnugt er hefur skipið vart
komizt frá bryggju frá þvf það
kom úr breytingunum vegna
lélegrar vinnu og svika að sögn
eigenda skipsins.
Halldór sagði, að komið hefði i
ljós, að ýmsir hlutir hefðu verið
vitlaust settir saman og ynni nú
Hollendingurinn að því að koma
Ófært um
Kaldadal og
Uxahryggi
VEGURINN um Uxahryggi er nú
lokaður vegna vatnavaxta og rign-
ingar undanfarinna daga og sama
er að segja um leiðina yfir Kalda-
dal. Ekki er vitað um skemmdir á
öðrum vegum vegna tfðarfarsins
að undanförnu. Reynt verður að
gera við Uxahryggjaleið og
Kaldadalsveg strax og hægt er en
búast má við að það geti tekið
nokkra daga.
Frímerkjasýn-
ing á næsta ári
FÉLAG frfmerkjasafnara,
Reykjavfk, hefur ákveðið að
gangast fyrir frfmerkjasýningu f
Reykjavfk á næsta ári í tilefni 20
ára afmælis félagsins, en félagið
var stofnað 11. júnf 1957.
Sýningin verður haldin í Álfta-
mýrarskóla dagana 9.—12. júnf
1977 og hefur verið valið nafnið
Frímex ’77
Þeir sem vilja koma efni á
sýninguna eða afla sér annarra
upplýsinga geta haft samband við
formann sýningarnefndar,
Guðmund Ingimundarson, Boga-
hlfð 8, R.
hlutunum rétt saman, aðrir hlutir
hefðu verið vanstilltir og þar
fram eftir götunum.
Ekki vildi Halldór neitt tjá sig
um, hvort Hollendingarnir væru
tilbúnir að greiða skaðabætur
vegna þessara frátafa skipsins, en
sagði að hann vonaði að málið
leystist sem fyrst.
Enn í lífshættu
eftir slys
84 ára gamall maður, sem varð
fyrir bifreið á Snorrabraut f
fyrradag, liggur enn Iffshættu-
lega slasaður á gjörgæzludeild
Borgarspftalans.
Gamli maðurinn^gekk yfir göt-
una á móts við útsölu ÁTVR, og
varð þar fyrir bfl. Hlaut hann
mikil meiðsli, mörg beinbrot og
innvortis meiðsli. Slæmt skyggni
var þegar atburðurinn gerðist, en
það var síðdegis á mánudaginn.
— Líbanon
Framhald af bls. 1
væri litið. Ef flutningar fólks úr
búðunum gætu farið fram, og þvf
yrði komið í öruggt hæli f vestur-
hfuta Beirút, er talið, að draga
mundi úr áróðurshernaði í sam-
bandi við flóttamannabúðirnar,
og horfur á samningaviðræðum
mundu verða betri.
Síðustu tvo dagana hefur fólk
verið flutt úr búðunum, og er það
aðallega um að ræða gamalmenni,
konur og börn. Hægri menn segja
að um 2.700 manns hafi verið
fluttir úr búðunum síðustu tvo
sólarhringa, en hlutlausir aðilar
telja, að sú tala sé of há. Utvarps-
stöð, sem er á valdi hægri manna,
greindi frá því í dag að foringi úr
liði Palestjnuaraba hefði komizt
út úr búðunum með 200 manns í
dag, en ekki var sagt hvort þar
var um að ræða skæruliða eða
flóttamenn.
Kamal Jumblatt, leiðtogi vinstri
manna á Lfbanon, sagði i gær-
kvöldi, að forsenda þess, að setzt
yrði að samningaborði, væri að
Sýrlendingar hyrfu brott með
hersveitir sínar frá Libanon.
Leiðtogi kommúnistaflokksins í
Líbanon, Nicolas Chaoui, hvatti
til þess í dag, að stjórnmálaleg
lausn yrði fundin á deilu stríðs-
aðila í landinu. Hann sagði, að