Morgunblaðið - 11.08.1976, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1976
Eiríkur Guðmundsson
frá Dröngum—Minning
Fæddur 7. janúar 1895.
Dáinn 25. júní 1976.
l'pp til þín faðir fórna eg hóndum.
til födurhjartans hendir allt
frá heimsku, synd og hrekkjabrögðum.
í heiminum er dimmt og kalt.
en hollt og gott að halla sér.
minn herra (iuó að hrjósti þér.
M.J.
Eiríkur var borinn og barn-
fæddur að Dröngum í Árnes-
hreppi í Strandarsýslu, sonur
merkishjónanna Guðmundar
Pétrussonar bónda á Dröngum og
konu hans Önnu Jakobínu Eiríks-
dóttur frá Haugum í Miðfirði.
Guðmundur og Jakobfna eignuð-
ust fjögur hraust og mannvænleg
börn; Steinunni, gift Jóni Lýðs-
syni hreppstjóra á Skriðnesenni
og er hún ein eftir á lífi af þeim
systkinunum; Önnu, sem var
seinni kona Sigurjóns Sigurðsson-
ar kaupfélagsstjóra og síðar
bankafulltrúi í Reykjavík; Finn-
boga, kvongaður Guðrúnu Diö-
reksdóttur, og Eirík, sem var
yngstur þeirra systkinanna. Auk
þess ólu þau hjónin upp þrjú fóst-
urbörn.
Mér er það fyllilega ljóst, að
saga Eiríks, þessa dugmikla at-
hafnamanns, verður ekki sögð í
stuttri minningargrein, það getur
aldrei orðið nema fátæklegt hrafl
um litríkan bændahöfðingja sem
Eiríkur var. Eitt er víst að Eiríkur
verður ekki gelymdur af sveit-
ungum sínum sem urðu honum
samferða, eða öðrum þeim er
kynntsut honum náið, slíkur var
eldmóður hans í starfi, kjarkur
hans og karlmennska, einbeittur
áhugi hans á þjóðmálum, ást hans
á sögu lands og þjóðar, karl-
mannslund hans og hjálpfýsi við
þá sem minna máttu sín. Hann
var maóur raunsær og gerði sér
ljósa grein fyrir kostum landsins
og göllum þess, enda hagaði hann
bústörfum sínum jafnan eftir því.
Hann trúði á framtfð íslenska
bóndans og átti þá ósk heitasta að
hann mætti verða um ókomna
framtíð bústólpi og búlandstólpi.
Hann var hetja í lund, tvíelfdur i
starfi og trúr sinni stétt og um
fram allt traustur heimilisfaðir. I
þessu ljósi mun minningin um
Eirík geymast meðal ættingja og
vina meðan þeim endist aldur.
Eiríkur var snemma tápmikill
unglingur og röskur til allra
verka, enda þurfti hann ungur að
árum á því að halda því föður
sinn missti hann fjórtán ára gam-
all. Það var honum mikið áfall þvf
hann elskaði og virti föður sinn.
Eftir föðurmissinn vann hann
móður sinni undir stjórn hennar
og Finnboga bróður síns til ársins
1916 er hann gékk að eiga eftirlif-
andi konu sína Karítas Ragnheiði
Pétursdóttur frá Veiðileysu.
Ungu hjónin hófu búskap fyrst í
stað á hluta úr jörðinni Dröngum,
eða til ársins 1925, að þau tóku við
allri jörðinni þegar frú Jakobína
brá búi og fluttist að Skriðnes-
enni til Steinunnar dóttur sinnar.
Þau Eiríkur og Ragnheiður
voru mjög samhent og sýndu
fljótt hvað í þeim bjó og hvers
þai’ uu megnug, að þau hugs-
uðu a stórt ug mundu ekki una við
smátt, enda var nægilegt olnboga-
rými fyrir ung og framsækin hjón
á Dröngum, enda blómgaðist bú
þeirra með hverju árinu sem leiö,
þrátt fyrir erfiða tíma. Eirfkur
var enda, sem fyrr segir, ham-
hleypa til vinnu bæði á sjó og
landi og Ragnheiður hagsýn bú-
kona.
Þau hljónin Eiríkur og Ragn-
heiður eignuðust átta börn og eru
sjö þeirra á lffi. Son sinn, Aðal-
stein, misstu þau uppkominn. Hin
eru. Guðmundur, kvongaður Val-
gerði Jónsdóttur, Anna Agústa,
gift Magnúsi Jónssyni, Anna
Jakobína, gift Kára Þ. Kárasyni,
Lilja Guðrún gift Friðbert Elí
Gíslasyni, Elín gift Aðalsteini
Arnólfssyni, Pétur kvongaður
Svanhildi Guðmundsdóttur og
Álfheiður gift Þóri Krístinssyni.
Þetta var stór og fríðui in.pur, en
það gefur auga leið, að ol i mun
vinnudagur hjónanna hafa orðið
langur og strangur til þess að geta
fætt og klætt barnahópinn sinn
meðan þau voru að vaxa úr grasi.
því þá voru ekki styrkirnir frá því
opinbera eíns og nú til dags, en
það hafa kunnugir sagt mér, að
aldrei hafi orðið búsvelta í
Drangaheimilinu og segir það
sína sögu um dugnað þeirra
hjóna. Þegar börnin uxu upp og
fóru að geta rétt foreldrum sfnum
hjálparhönd hefur róðurinn að
sjálfsögðu léttst, enda þótt ég sé
ekki viss um að vinnudagurinn
hafi styttst til muna. Sjálfsagt á
fjölskyldan sameiginlegan heið-
urinn af því er sú stund rann upp,
að Drangaheimilið var talið með
efnuðustu og myndarlegustu
heimilum í Árneshreþpi. Á bak
við það liggur mikil hetjusaga,
sem ekki þarf skýringar við.
Drangar munu hafa verið talin
allgóð bújörð, þar er geysilega
mikill trjáreki, dágott æðarvarp,
selalagnir og kjarngott beitiland,
en jörðin var mannfrek og erfiðir
aðdrættir og þá að sjálfsögðu
einnig erfitt að koma afurðum
búsins frá sér. Það er löng leið frá
Dröngum til Norðurfjarðar, hvort
heldur farið er á sjó eða landi, en
á Norðurfirði hafði Eiríkur aðal-
viðskipti sín. Hann varð því að
kaupa og flytja heim á hausnótt-
um matarforða og aðrar nauðsynj-
ar til vetrarins og slátrið í slátur-
tiðinni. Þetta allt flutti hann á
opnum báti og er ekki ólíklegt að
stundum hafi Eiríkur orðið að
stíga krappan dans við ægisdætur
því oft gerast veður válynd norð-
ur þar þegar haustar að, en alltaf
sigldi Eiríkur skipi sinu heilu í
höfn, færandi varninginn heim.
Ég spurði Eirík einu sinni að því
hvort þetta hefðu ekki verið hálf-
gerðar glæfraferðir. Svarið var
stutt". „Við strandamenn erum
góðir sjómenn." Ég held að Eirík-
ur hafi ekki kunnað að hræðast
meðan hann var í fullu fjöri og þó
var hann maður gætinn að hverju
sem hann gekk.
Þau Drangahjónin voru rómað-
ir gestgjafar og oft var gestkvæmt
hjá þeim á sumrin og margt um
manninn. Öfgalaust má segja að
oft á tíðum hafi þau slegið upp
veislu fyrir gesti sína og leitt þá
að hlöðnu matborði með gómsæt-
um íslenskum mat og stundum
mun brjóstbirta hafa fylgt með,
en þó í hófi. Þegar staðið var upp
frá borðum gekk Eiríkur að orgel-
inu og byrjaði að spila og vildi
helst fá alla gestina til að taka
lagið. Eirikur spilaði vel, var
músíkalskur og hafði fallega
söngrödd. Auk þess sem hann var
hrókur alls fagnaðar var hann
ræðinn og hafði frá mörgu að
segja. Ég undraðist oft hvað hann
var fróður um ýmsa menn úti i
heimi, sem sett höfðu svip á sam-
tíð sína. Óhætt mun að fullyrða að
margir, karlar og konur, hafa átt
og eiga bjartar og fagrar minning-
ar um gleðistundirnar hjá
Drangahjónunum og börnum
þeirra, enda urðu þau hjónin vin-
amörg.
En tímarnir breytast og ekkert
stendur í stað. Sú stund rann upp
að börnin fóru að tínast á brott úr
föðurgarði eins og algengt er,og í
sama mund hófst fólksflóttinn úr
sveitunum til kaupstaðanna og
skildi eftir sig djúp spor, sem
seint munu gróa og mun vafalitið
verða talinn dapur kafli á blöðum
sögunnar. Árið 1947 voru þau
hjónin orðin svo liðfá að þau
ákváðu að bregða búi og fluttust
suður og settust að á Akranesi, en
Eirikur festi ekki rætur þar, hug-
urinn var heima á Dröngum, þar
sem hann hafði alið allan sinn
aldur. Hvernig gat hann sætt sig
við að æskuheimilið hans, Drang-
ar, stæði í eyði og grotnaði niður?
Snorri sagði — „Ut vil ek“, en
Eiríkur sagði: Heim að Dröngum
Góður drengur, glaólyndur,
hlýr og siðfágaður er genginn. —
Erling Lang-Jensen var danskur
að ætt, fæddur í Kvislemark, þar
sem faðir hans var kennari. Hann
var yngstur af átta systkinuqi en
af þeim hafa látist þrír bræður á
s.l. einu og hálfu ári. Ellefu ára
gamall var hann sendur á „Sorö
Akademi" og þaðan útskrifaðist
hann stúdent átján ára gamall.
Frá Sorö fór hann til Haderslev
sem lærlingur í apóteki, síðan til
náms í lyfjafræði við háskólann í
Kaupmannahöfn og lauk þar
prófi árið 1935. Ári seinna kom
hann til islands og starfaði í
nokkra mánuði í lyfjabúðinni Ið-
unni en var lengst af í Laugavegs
Apóteki eða tæp þrjú ár. Frá ár-
inu 1939 — 1961 vann hann í
apóteki í Kaupmannahöfn, þar til
hann varð apótekari í Ruds-
Vedby á Sjálandi.
Erling var mjög vinsæll og vel
vil ég. Það varð því úr, að árið
1950 fluttust þau hjónin aftur
norður að Dröngum og bjuggu
þar til ársins 1953. Á þessum ár-
um mun Eirikur hafa sannfærst
um, að bú, að hans skapi yrði ekki
rekið á Dröngum af fárra manna
höndum, svo og hitt að ekkert
barna hans mundi verða til þess
að taka við jörðinni þegar kraftar
hans þyrtu. Þau hjónin kvöddu
því jörðina sína í síðasta sinn.
ekki sársaukalaust, og fluttust
suður. Á næstu árum byggðu þau
sér myndarlegt hús i Kópavogi,
þar sem Eirríkur bjó til dánar-
dægurs. Síðastliðið ár var heilsa
hans þrotin og hann þráði hvíld.
Eftir að Eirikur hafði verið
kvaddur við fjölmenna athöfn í
Fríkirkjunni hér i Reykjavík var
kista hans flutt norður að Arnesi,
þar sem hann var kvaddur af
sveitungum sínum. sem fjöl-
menntu við jarðarförina.
Eiríkur var mikill og einlægur
trúmaður, aldrei hálfvolgur þar
frekar en á öðrum sviðum, og
fagrar voru hugmyndir hans um
framhaldslífiö í landi ka'rleikans.
Nú þegar hann er hoffinn sjónum
okkar í gegnum móðuna miklu, að
fótskör sjálfrar lífsuppsprettunn-
ar, kveðjum við hann meö hlýjum
huga og biðjum góðan Guð að
blessa og varðveita eftirlifandi
konu hans, börn og barnabörn.
Með þeirri bæn kveðjum við
hjónin Eirík og þökkum honum
allar góðu og glöðu samveru-
stundirnar.
Gott er að ylja sér við minning-
una um góðan og mikilhæfan
dreng. Jakob Jónasson.
látinn. Fólk laðaðist að honum og
bar traust til hans og ég veit aö
hann var mjög vinsæll í Ruds-
Vedby. Hér á Islandi eignaðist
hann mikið af góðum vinum.
Hingað sótti hann líka konu sína,
Hrefnu Ásgeirs, sem lengi vann í
Laugavegs Apóteki. Ég minnist
þess þegar Hrefna frænka kom
með hann heim til okkar í fyrsta
sinn. Við systurnar vorum hálf
feimnar við þennan útlenda
mann en feiipnin fór fljótt af okk-
ur því Erling talaði íslensku svo
við hættum að hugsa urn hann
sem útlending. Reyndar minnist
ég þess ekki að hafa hitt dana sem
talaði fslensku réttar en Erling.
Ég tók líka eftir því að hann vissi
meira en margur fslendingurinn
um landið. Hann hafði ferðast
mikið hér og meðal annars farið á
hestum inn á öræfi. Hann dáði
fegurð landsins og féll vel við
fólkið og alltaf sagði hann heim
og heima, þegar hann talaði um
Island.
Þegar Erling fór frá Íslandi tók
hann með sér tvær konur sem
hann elskaði, — Hrefnu sína sem
Framhald á bls. 25
ATHYGLl skal vakin á því,
aö afmælis- og minningar-
greinar verða aö berast blað-
inu með góðum fyrirvara.
Þannig verður grein, sem
birtast á í miövikudagsblaöi,
að berast í sfðasta lagi fyrir
hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í
sendibréfsformi eða bundnu
máli. Þær þurfa að vera vél-
ritaðar og með góðu línubili.
t
Dóttir mín
GUÐBJÖRG BJARNADÓTTIR
Laugavegi 70,
Reykjavík
andaðist í Borgarsjúkrahúsinu i
Reykjavik mánudaginn 9 þ m
Bjarni Marteinsson
frá Eskifirði
+ Eiginkona mín, móðir tengdamóðir og amma VILHELMÍNA HELGADÓTTIR Melgerði 30 andaðist á Landspítalanum að morgni 1 0 ágúst
Fyrir hönd okkar allra Elias Pálsson
+
Eiginmaður mmn.
SKÚLI KRISTMUNDSSON
Safamýri 50
andaðist í Landakotsspítala 10 ágúst
Birna Björnsdóttir
+
Faðir okkar
JÓHANN KR. ÓLAFSSON
trésmiður s
lést að heimili sínu, Litla Skarði, 7 ágúst Útförin verður gerð frá
Dómkirkjunni i Reykjavík laugardaginn 14 ágústkl 10.30 f.h.
Gróa Jóhannsdóttir
Rannveig Jóhannsdóttir
Þórarinn Jóhannsson
+
Öllum þeim fjölmörgu er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför
HALLDÓRU MAGNÚSDÓTTUR
Staðarhóli, Aðaldal
sendum við innilegt þakklæti
Svandís Hannesdóttir
Hólmfríður J. Hannesdóttir Höskuldur A. Sigurgeirsson
Sigríður I. Hannesdóttir Garðar Guðmundsson
María G. Hannesdóttir Hermann Hólmg^irsson
Helga Þórarinsdóttir
og barnabörn
Ólafur Karlsson
+
Utför systur ukkar
GUÐLAUGAR GUÐLAUGSDÓTTUR
Laugavegi 28D
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1 2 ágúst kl 1 30
Sigurrós Guðlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
+
Þökkum innilega auðsýnda vinsemd og hluttekningu við andlát og
jarðarför
GUÐMUNDAR Á JÓHANNSSONAR
fyrrv. vélstjóra
Smyrlahrauni 14, Hafnarfirði
Þuríður Sigurðardóttir
börn, tengdabörn og barnabörn
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og viharhug við andlát
og útför
KRISTÍNAR SIGURJÓNSDÓTTUR
Bergstaðastræti 51
Ágústa Júlíusdóttir
Bára Steingrimsdóttir Svavar Guðnason
Kristín Halla Haraldsdóttir Hilmar Jónsson
Minning—Erling
Lang-Jensen
i