Morgunblaðið - 15.08.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.08.1976, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGUST 1976 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGUST 1976 25 JMtogttröfafrife Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Skattalöggjöf vinstri stjórnar Or^r þjóðfélags- breytingar, með og ásamt nýrri þekkingu og reynslu, sem árin færa okk- ur upp í hendur, gera það óhjákvæmilegt að taka margháttaða löggjöf þjóðarinnar til endurskoð- unar og hugsanlegra breyt- inga með hæfilegu árabili, og laga hana að breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu og réttlætiskennd almenn- ings. Lög, sem f jalla um tekju- öflun ríkissjóðs, eru dæmi- gerð um þá tegund löggjaf- ar, sem verið hefur á sífelldri hreyfingu. Þær öru breytingar, sem orðið hafa á skattalögum um langt árabil, hafa þó verið minni háttar og fremur minnt á bráðabirgðavið- gerðir en gagngera lagfær- ingu, þó misræmi og jafn- vel mismunun í tekjuskött- un hafi lengi verið land- lægt hér. Hinn almenni borgari kýs efalítið meiri stöðugleika í skattamálum, gagngerðari og heildstæð- ari endurskoðunar á tekju- öflunarleiðum og lögum ríkissjóðs, jneð nokkurra ára millibili, en festu og stöðugleika þar á milli. Með því móti sér hin al- menni borgari betur fram á veginn um sköttun bæði tekna sinna og eyðslu. Starfsemi skattstofanna verður gerð auðveldari og hagkvæmari. Endurskoðun skattalaga þarf og hverju sinni að leiða til einföldun- ar í framkvæmd, þann veg að skattaútreikningar verði hinum almenna borg- ara auðskilinn. Þau dagblöð í borginni, sem á sinni tíð studdu vinstri stjórnina, er hér sat að völdum á árunum 1971 — 1974, hæla sér af því hvert um sig þessa dagana, að fyrrum samstarfsblöð á þeim tíma hafi nú loksins fallizt á einhver meint sjónarmið í skattamálum. Alla vega er það staðreynd, sem þjóðin sýpur nú seyðið af, að vinstri stjórnin gerði enga þá breytingu á tekju- öflunarlögum ríkissjóðs, sem fyrirbyggði margum- rædda missköttun í þjóð- félaginu í dag. Skattalög- um var að vísu breytt í tíð vinstri stjórnarinnar. Og skattalögin í dag, með kost- um sínum og göllum, eru sú eina arfleifð sem vinstri stjórnin skildi eftir sig á þessum vettvangi. Þegar til að mynda Þjóðviljinn tí- undar tekjusköttun síðustu ára, í tölum og nöfnum, er hann fyrst og fremst að tala um ávexti af trjam, sem Alþýðubandalagið tók þátt í að gróðursetja á vinstri stjórnar árunum. Og af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá, segir mál- tækið. Matthías Á. Matthiesen,, fjármálaráðherra, kunn- gerði hins vegar í sjón- varpsviðtali í fyrrakvöld, að núverandi ríkisstjórn hefði í hyggju að flytja þegar í haust stjórnar- frumvarp til breytinga á skattalögum, sem ætlað er að sníða af stærstu agnú- ana á núverandi skattalög- gjöf. Frumvarp þetta á m.a. að ná til söluhagnaðar, fyrningarreglna, 'sérskött- unar hjóna og tekjuáætl- unar til skatts hjá einstak- lingum, sem hafa megin- tekjur af eigin atvinnu- rekstri. Morgunblaðið get- ur að sjálfsögðu ekki fjall- að um efnisatriði þessara væntanlegu lagabreytinga, þar sem þau liggja ekki fyrir. Hins vegar ber að fagna því að þessum mál-1 um er hreyft, og það er í samræmi við aðra viðreisn síðustu tveggja ára, að nú- verandi ríkisstjórn skuli boða þær breytingar til hins betra í íslenzkri skattalöggjöf, sem vinstri stjórnin hummaði fram af sér að koma á, á þriggja ára valdaferli. Vinnulöggjöfin Gagnstætt skattalögum er vinnulöggjöfin dæmi um löggjöf, sem staðið hef- ur óbreytt áratugum sam- an, þrátt fyrir allar þjóð- lífsbreytingar. Hún er því á ýmsan hátt komin úr takt við samtímann; staöreynd- ir og veruleika liðandi stundar. Það er að vísu til siðs að tala un endurskoð- un vinnulöggjafar í miðj- um verkföllum. í annan tíma virðist vinnulöggjöfin feimnismál, sem ekki megi ræða á opinberum vett- vangi, hvað þá endurskoða með hugsanlegar breyting- ar í huga. Það er löngu orðin þörf á þvi að sníða þjóðfélaginu vönnulöggjöf eftir aðstæö- um breyttra þjóðfélags- hátta. Þetta viðurkenna flestir sanngjarnir menn, hvort heldur sem þeir eru í hópi launþega eða vinnu- veitenda. En pólitíska for- ystu hefur skort, lengst af, til að taka af skarið um eðlilega endurskoðun, sem að sjálfsögðu þarf að eiga sér stað með vitund og í samráði við aðila vinnu- markaðarins. Félagsmálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, hefur nú látið vinna að frum- drögum frumvarps að nýrri vinnulöggjöf. Hér hefur því verið stigið þarft byrjunarspor. Morgun- blaðið hefur að sjálfsögðu ekki aðstæður til að fjalla efnislega um þessi drög, fremur en fyrirhugaðar skattalagabreytingar, þar sem hvorugt er blaðinu til- tækt í einstökum atriðum. Hins vegar lýsir blaðið ánægju sinni yfir þvi að ríkisstjórnin hefur notað sumartímann til að vinna af röggsemi að þeim vanda- málum, sem efst eru á baugi með þjóðinni, til þess að vera betur í stakk búin til að leggja þau fyrir lög- gjafarþingið, þegar það kemur saman til starfa á ný í októbermánuði næst komandi. Þetta er vel þvi að á þriðja ári stjórnarsam- starfsins, sem senn fer í hönd, ráðast margar þær rúnir, sem erfitt er að spá í á líðandi stund. Helgi Hálfdanarson: Ljóð eða ekki ljóð Það þótti mér góSur sómi, að Magnús Björns- son kom að máli við mig í Morgunblaðinu þann 12. ágúst, enda þótt erindi hans að þessu sinni væri að snupra mig fyrir slæm vinnubrögð, og þó umfram allt fyrir málspjöll. Að vísu tók hann á mér með silki- hönzkum, og mætti segja mér, að þar nyti ég að ís lenzkum hætti vináttu og frændsemi. Það kvað vera slakur kristindómur að svara gagnrýni. Aldrei hef ég nú skilið það; og svo er hitt, að engan mann virði ég fremur svars en Magnús Björnsson. Þess vegna sendi ég honum nokkrar Knur um hæl. Ekki ætla ég að bera af mér ádrepu hans fyrir vinnubrögð; en á hitt get ég ekki fallizt, að ég fremji málspjöll með því að nefna þessar þýðingar mínar Ijóð. Þar segir Magnús mig ganga í berhögg við merk- ingar-hefð þess orðs. Hyggjum nánar að því. Rétt þætti mér að nota orðið „hefð" með allri gát um merkingar orða. Margt er það í máli, sem á ýmsum tímum hefur hnikað til merkingu sinni meira eða minna, svo sem alkunnugt er. Að vísu tel ég íslending- um brýna nauðsyn að sporna gegn slíkri þróun af alefli; en það er önnur saga. Hér er ekki rætt um siða- boð, heldur um skil á stað- reyndum. Og það hygg ég sé staðreynd, að merking Islenzka orðsins „Ijóð" hafi rýmkazt nokkuð nú á síð- ustu áratugum. Það fer víst ekki milli mála, að orð þetta hefur lengst af merkt söngur eða kvæði. En þar er umfram allt átt við þá reglufestu I hrynjandinni, sem kennd er við bragliði af ýmsum gerð- um og ýmislegri samskip- an. Hér skal ekki farið nán- ar út I þá sálma; en um þessa merkingu virðast orðabækur yfir íslenzkt mál að fornu og nýju vera sam- dóma, að orðabók Sigfúsar Blöndals meðtalinni, allt þar til orðabók Árna Böðv- arssonar, sem út er gefin af Menningarsjóði 1963, bæt- ir við nýrri merkingu; „Ijóð- rænn texti, þótt I lausu máli sé". Augljóst er, að ekki hefur Árni séð sér ann- að fært en að viðurkenna þá merkingar-rýmkun ls- lenzka orðsins „Ijóð" sem orðin var að staðreynd með formbyltingu þeirri ( skáld- skap, sem nokkur ung skáld höfðu rutt braut fyrr á þessari öld. Hitt er svo ann- að mál, hvernig hver og einn metur hverja tegund Ijóðforms. Um það skal ekki rætt að sinni. Þegar öllu er á botninn hvolft, verður ekki séð, að okkur Magnús greini á um annað en merkingarsvið orðsins „Ijóð". Svo mætti virðast, sem formbyltingin í íslenzkri Ijóðagerð hafi farið fyrir ofan garð hjá Magnúsi vini mínum. Ég veit að vísu, að því fer víðs fjarri; Magnús fylgist betur en svo með framvindu Ijóð- skapar á íslandi. Mér er líka vel um það kunnugt, að á þeim vettvangi þykir hon- um ekki allt vakurt þó riðið sé. En það er hans einka- mál. Og að svo komnu þyk- ist ég hvorki þurfa að biðja hann né móðurmálið afsök- unar, þótt ég leyfði mrfir að nota orðið „Ijóð" svo sem ég gerði Sagnfræði hinna yngstu SAGAN OKKAR heitir bók sem Rikisútgáfa námsbóka hefur sent frá sér, endurnýjaða, textahöf- undur Ólafur Þ. Kristjánsson. Þetta er bók 1 allstóru broti, myndskreytt og litprentuð og ætl- uð ungum sögulesendum eða eins og segir í inngangi: „Sagan okkar er samin og gefin út í þeim til- gangi að kynna yngri nemendum grunnskóla nokkra atburði og þætti í sögu lands og þjóðar." Ólafur Þ. Kristjánsson hefur áður sett saman kennslubækur í sögu — handa unglingum — og farist Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON það vel úr hendi. Hér er honum meiri vandi á höndum því viðbúið er, formálsorðunum samkvæmt, að þessi bók veiti mörgu barni fyrstu innsýn í króka og kima þjóðarsögunnar. námu í barnaskóla íslandssögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu sem kom út I tveim bindum 1915—16, síðan oft endurprentuð. Sú ís- landssaga hafði þann augljósa kost I för með sér að vera lipur- lega samin, læsileg. Einnig var hún samin í anda sjálfstæðisbar- áttunnar og þeirrar rómantísku söguskoðunar sem ríkti hér á lið- inni öld og fram eftir þessari, í raun og veru fram undir seinna stríð; mikið um persónusögu; af- reksmenn að fornu og nýju látnir vera þolendur og gerendur sög- unnar, nánast öll atburðarás tengd persónu þeirra; og þess konar saga átti vel við nemendur og kennara 1 gamla daga. Svipuðu máli gegndi um „ís- lendingasögu" Arnórs Sigurjóns- sonar sem kom út 1930—31 og ætluð var þroskuðu fólki 1 héraðs- skólum. Hún var sýnilega samin með það sjónarmið fyrir augum að nemendurnir hefðu þegar áður en þeir komu 1 skóla lesið Islend- ingasögurnar, Landnámu og Sturlungu. Hverju gegndi slikt nú? Vonlaust! í „Sögunni okkar" er fyrst stikl- að á meginatriðunum í sögu þjóð- arinnar lfkt og í eldri islandssög- um, síðan tekur við alhliða þjóð- Framhald á bls. 37 Rey kj aví kurbréf ^Laugardagur 14. ágúst Vorbros við þinglausnir. — Vonandi blífur brosið á vetrarvertíðinni, sem framundan er. Máske er ekki sfður þörf á þvf að brosa f umferð stjórnmálanna — og sýna háttvfsi og tillitssemi — en á „þúsund holu þvottabrettunum", sem kallast þjóðvegir hér á landi. Alla vega er rétt að forðast árekstra á hengibrún verðbólgunnar og viðskiptahallans. — Hér brosa frá vinstri talið: Gils Guðmundsson (Alb. en ekki K), Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra, Karvel Pálmason (SFV), Gunnar Thoroddsen iðnaðar- og orkuráðherra, Sigurlaug Bjarnadóttir (S), Garðar Sigurðsson (Alb.) og Jón Helgason (F). Sumri hallar Hin náttlausu sumardægur eru að baki. Dag er tekið að stytta. Skammdegisskuggarnir eru í aug- sýn. Innan tíðar rikir íslenzka haustið í náttúu landsins og veðurfari. Bölsýnir menn stað- hæfa jafnvel að haustið segi til sín vor- og sumarlangt. Slíkir menn þreyja sinn sálræna dum- bung jafnvel á sólmánuði. Satt er það að vísu að íslenzka sumarið er dyntótt. Það hafa sunnlenzkir bændur mátt reyna i ár og reynd- ar einnig tvö undanfarin ár. Það gleymir á stundum þeim við- komustað, sem við íslendingar erum vistaðir á. Annálar tala um „sumarið sem aldrei kom". I aðra tíð er það siðbúið. Eitt góðskáldið okkar sagði m.a.: „Undir septembersól sá ég sumarið fyrst.“ Og oftar en skyldi er það óstöðugt og óútreiknanlegt eins og ástir mislyndra hjóna. Engu að síður eru vorið og sum- arið þær árstfðir, sem hugur okk- ar stendur frekast til. Öll höfum við lifað þær unaðsstundir, er is- lenzk náttúra skartar sínu feg- ursta í sumarsól Þær stundir eru gjöfulli en gull þó þær gleymist oftar en skyldi í grámyglu regn- tfðar eða náttmyrkri norðlenzkrar stórhríðar. En þrátt fyrir allt er sumarið ekki aðeins að baki á haustmánuðum, heldur ekki síður framundan, handan eins misseris eða svo, sem ekki er langur spotti af eilífðinni. Haustið á einnig sína fegurð. Litagleði íslenzkrar náttúru er máske aldrei meiri né eins hríf- andi og þá. Það getur jafnvel átt sina mildu veðurblíðu, hauststill- ur. Jafnvel veturnn með sin mjallhvítu fjöll býður upp á margt það, sem nýta má bæði til gagns og gamans. Og landið okkar á sterk ítök í hugum okkar, vetur, sumar, vor og haust. Þessi itök verða sennilega ^ldrei augljósari eða auðfundnari en þá er tslend- ingurinn gistir framandi slóðir. Um það vitna margar hendingar, sem varðveizt hafa f geymd þjóðarinnar: „... eins og íslend- ing dreymi undir erlendum hlyni, mjallhvíta jökla í mánaskini... “ Þar sem vötn falla í norður Það rignir ekki jafnt yfir rétt- látá og rangláta. Sólin misskiptir varma sínum. Norðanlands og austan hefur sumarið enn einu sinni skartað sinu fegursta. Gras- vöxtur og heyverkun hefur verið með albezta móti vfðast hvar — þar sem vötn falla í norður. Kartöfluuppskera er og sögð fyrr á ferð og í meira lagi. Öðru máli gegnir sunnanlands og vestan, máske einkum á Suðvesturlandi. Þar hefur þriðja votviðrasumarið háð heyverkun, svo viða horfir til hreinna vandræða af þeim sök- um. Vonandi rætist úr um heyskaparaðstæður — en úr þvi sem komið er verður heyfengur fjölmargra bænda naumast gott fóður. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, segir máltækið. Þegar illa árar í íslenzkum land- búnaði, jafnvel þegar aðeins er um staðbundna eða tímabundna erfiðleika að ræða, verður og flestum hugsandi mönnum ljós- ara en ella sú þýðing sem búskap- urinn hefur fyrir þjóðárbúið og hver voði væri á ferð, ef landbún- aður legðist af, eins og stöku „sér- vitringur" æskir eftir. Landbúnaður undirstaða atvinnu margra þéttbýlisbúa Landbúnaður var um aldir sú atvinnugrein, sem tilvera þjóðar- innar grundvallaðist á. Enn í dag er hann ómissandi hlekkur í verð- mætasköpun þjóðarbúsins. Við ríkjandi viðskiptakjör, gjaldeyris- stöðu og erlenda skuldasöfnun, hefði það ráðið baggamuninn til hins verra, ef við hefðum þurft að flytja inn og greiða af rýrnandi útflutningstekjum okkar allar þær afurðir, sem landbúnaðurinn leggur f þjóðarbúið. Þær stundir hafa og komið og geta komið enn að slfka vöru sé hvergi að fá. Landbúnaður er ekki einvörð- ungu atvinnugjafi búandfólks, heldur stórs hluta íbúa þéttbýlis- ins. Nær allir þéttbýlisstaðir á Is- landi byggja tilveru sína að hluta til á iðnaðar- og verzlunarþjón- ustu við nærliggjandi landbúnað- arhéruð sem og úrvinnslu land- búnaðarafurða. Sum kauptún eru raunar alfarið háð landbúnaðin- um. Landbúnaðurin leggur iðnaði okkar til margvísleg hráefni; einnig útflutningsiðnaðinum, svo sem ullar- og skinnaiðnaði, sem eru vaxandi liðir í gjaldeyrisöflun okkar. Hann skapar og, beint og óbeint, ófá atvinnutækifæri I opinberri þjónustu, í iðnaði, verzl- un og raunar víðar. Þetta er hér nefnt í framhaldi af hugleiðing- um um sumarið og heyskapinn, sökum þess að glámskyggnir ein- staklingar, slitnir úr tengslum við brauðstrit venjulegs fólks, hafa klifað á þeim möguleika að flytja inn landbúnaðarafurðir í stað þess að framleiða þær í landinu. Jafnari kosningaréttur Það er engum vafa undirorpið að landsbyggðarfólk býr á marg- an hátt við verri aðstæður en ibú- ar Reykjavfkur og nágrennis. Þar kemur margt til greina: misjöfn menningarleg þjónusta, minni menntunarmöguleikar, erfiðar samgöngur, hærra vöruverð (flutningskostnaður og söluskatt- ur á flutningskostnað) og sitthvað fleira. Sjálfsagt og eðlilegt er að taka mið af þessari staðreynd við ýmsar ákvarðanir stjórnvalda til að jafna metin. Á hinn. bóginn hefur sigið svo í ójafnaðarátt um mismunandi kosningarétt landsmanna, þétt- býlisfólki í óhag, að varla verður lengur við unað. Kjósandi í Reykjaneskjördæmi hefur t.d. naumast nema Vt úr raunveruleg- um atkvæðisrétti samborgara sfns á Vestfjörðum. — Eðlilegt er að strjálbýlið búi við einhvern um- framrétt við kjörborðið, þar sem þéttbýlið nýtur nærveru stjórn- sýslunnar. En flestir eru þó sam- dóma um, að mál hafi nú þróazt út I hreinar öfgar í þessu efni. Nýlega birti blaðið Ingólfur áskorun 1249 kjósenda í Reykja- neskjördæmi, þar sem segir m.a.: „Að afloknum síðustu Alþingis- kosningum er kjósendafjöldi að baki hvers kjördæmakjörins þing- manns þessi: Meðaltal fyrir land- ið allt að Reykjaneskjördæmi frá- töldu 2349 kjósendur, en i Reykja- neskjördæmi 4602 kjósendur að baki hvers kjördæmakjörins þing- manns. Þetta er ólýðræðislegt." Þá birtir blaðið viðtal við Jón Skaftason, þingmann Fram- sóknarflokksins, sem segir m.a.: „í öllum lýðfrjálsum menningar- þjóðfélögum eru það talin grund- vallarréttindi, að kosningaréttur þegnanna sé sem jafnastur. Að vísu eru víða ákvæði í kosninga- lögum, er kveða á um gildismeiri atkvæði úr dreifbýli en I mesta þéttbýli og rökstutt með því, að þeir sem i þéttbýli búa nái betur til valdamiðstöðva með sín mál en hinir, sem fjær eru. En um þetta eru þó settar almennar reglur og þessi gildismunur atkvæða er inn- an hóflegra marka. Ég er sam- mála þessu sjónarmiði. Ég gæti þann veg vel hugsað mér að 1H atkvæði af höfuðborgarsvæðinu þyrfti á móti 1 atkvæði úr strjál- býli, svo dæmi sé nefnt. En núver- andi ástand er hneisa og það á ekki að þola lengur." Sem dæmi nefnir þingmaðurinn að „eftir sfðustu kosningar hafi sýnt sig, að kjósandi i fámennasta kjördæmi landsins hafi haft fjórfaldan at- kvæðaþunga (atkvæðisrétt) á borð við kjósanda í Reykjanes- kjördæmi." Mál er að linni slfkum ójöfnuði og stjórnarskrárnefnd láti málið til sfn taka. Hafréttar- ráðstefnan Ekki er vafi á því að ákvarðanir Bandarikjaþings og stjórnar um útfærslu auðlindalögsögu sinnar í 200 sjómílur, innan mjög skamms tíma, og þær umræður, sem fram hafa farið á Bandaríkjaþingi um það mál, hafa mjög styrkt stöðu strandríkja á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. En þrátt fyrir þessi og önnur jákvæð teikn á lofti er það hald margra að samkomulag um nýjan alþjóðleg- an hafréttarsáttmála sé engan veginn gefið mál f yfirstandandi fundalotu ráðstefnunar. Einn fund kunni enn að þurfa til, öðru hvorum megin við nk. áramót, áð- ur en boðað verði til lokafundar til að staðfesta endanlegt sam- komulag. Hér um verður þó ekk- ert fullyrt. Og vel kann svo að fara, þrátt fyrir allt, að lyktir ná- ist nú. í ræðu sem Hans G. Andersen sendiherra, formaður islenzku nefndarinnar á hafréttarráðstefn- unni, hélt í aprflmánuði sl., paéðir hann um fimm meginstoðir væntanlegs sáttmála: 1) 12 mílna landhelgi, 2) óhindraða umferð um sund, 3) afmörkun land- grunnsins, 4) 200 sjómílna efna- hagslögsögu (þ.á m. fiskveiðilög- sögu), 5) sérstakar reglur varð- andi hið alþjóðlega hafsbotns- svæði. Sendiherrann sagði og, efnislega, að meginhættan lægi í því að ýmis rfki, síðbúin til stuðnings við 200 sjómflna auðlindalögsögu, geri til- raunir til að veikja sjálft hugtak- ið; reyni að opna möguleika til að vefengja ákvarðanir strandríkis, ef efnisreglur eru ekki nægilega ljósar varðandi einhliða rétt til veiðistjórnar og verndunar fisk- stofna, þ.e. -nýtingar fiskveiði- landhelginnar. Þessvegna skiptir það öllu máli, að ákvarðanir strandríkis varðandi auðlindir á viðkomandi svæði verði endanleg- ar, eins og ráð er fyrir gert í núverandi texta (eða tillögu að texta). Umsagnir fulltrúa okkar á ráðstefnu þeirri, sem nú er nýhaf- in, benda til bjartsýni fremur en svartsýni í því efni. Verðbólgan og skuldasöfnun Á tímum svonefndrar við- reisnarstjórnar, sem sat að völd- um rúman áratug, tókst að halda hallalausum rfkisbúskap og verð- bólguvexti innan við 10—12% að ársmeðaltali. Þótti þó verðbólgu- vöxturinn ærinn. Vinstri stjórnin tók við góðu búi úr höndum þeirrar stjórnar, gildum gjaldeyrisvarasjóðum, auk þess sem gott árferði og hag- stæð viðskiptakjör léttu henni róðurinn allt fram á árið 1974. Þá tók útflutningsverð að lækka og kaupmáttur útflutningstekna þjóðarinnar að rýrna, allverulega. Þann veg var og haldið bæði um rikisfjármál og stjórn efnahags- mála í heild, að stjórnarstefnan þoldi engin utanaðkomandi áföll. I stað gjaldeyrisvarasjóða, sem vöru uppurnir, hrönnuðust upp erlendar skuldir. 1 stað hallalauss rikisbúskapar var i komið botn- laust sukk og umframeyðsla i ríkisbúskapnum. 1 stað „hóflegs" verðbólguvaxtar, 10 til 12% meðalhækkunar á ári, var komin óðaverðbólga, um og yfir 50%. Rekstrargrundvöllur allra okkar atvinnuvega var að riðlast — og við blasti hugsanlegt atvinnu- leysi, í svipuðum mæli og varð í mörgum nágrannalöndum okkar. Óþarfi er að tfunda þessar stað- reyndir frekar. Þær brenna á flestra baki enn í dag og segja til sfn sjálfar. Viðskiptabati sá, sem nú blasir við, hverfur þvi í umframeyðslu og skuldasöfnun fyrri ára, í stað þess að koma fram i batnandi lífskjörum þjóðarinnar, sem ella hefði orðið. Og það tekur þjóðina langan tíma enn að greiða upp vinstristjórnar víxlana. Hálfnað kjörtímabil Kjörtimabil núverandi Alþingis er hálfnað. Núverandi ríkisstjórn fyllir annað ár sitt 28. þessa mán- aðar. Það er því ekki úr vegi að varpa ljósi á nokkur þau kenni- leiti, sem varðað hafa veg hennar. 0 — 1. Otfærsla fiskveiðiland- helginnar í 200 sjómílur. Ný lög- gjöf um nýtingu fiskveiðiland- helginnar. Reglugerðir um friðuð veiðisvæði, skyndilokanir ann- arra ofl. Umfangsmikil fiskileit og vinnslutilraunir í því skyni að beina veiðisókn i aðra fiskstofna en þá, sem fullnýttir eru, sem þegar hefur gefið nokkra raun, sbr. loðnuveiðar og vinnslu nyrðra, könnun á úthafsrækju- miðum og tilraunavinnslu á kol- rnunna og spærlingi. 0 — 2. Þorskastríð, sem þróazt hafði að mörkum þess að manns- lif vóru i hættu, var leitt til far- sælla lykta með sigursamningum er náðu aðeins til sex mánaða. Samningum, sem fólu i sér ótviræða viðurkenningu á 200 mílna fiskveiðilandhelgi okkar og óskoruðum rétti okkar til veiði- stjórnar innan hennar að þeim tíma loknum. Samningum, sem tryggðu, að herskipaíhlutun verð- ur aldrei framar beitt á íslands- miðum. Samningum, sem fólu í sér framkvæmd bókunar sex, þ.e. tollfríðinda fyrir íslenzkar sjávar- afurðir á Evrópumörkuðum. Og sem síðast en ekki sízt bægðu óþolandi hættuástandi frá lög- gæzlumönnum okkar á hafinu. 0 — 3. Tekizt hefur að tryggja fulla atvinnu um allt land, þrátt fyrir aðsteðjandi efnahagsvanda, innflutta og heimatilbúna verð- bólgu, versnandi viðskiptakjör og víðtækt atvinnuleysi í öllum nágrannalöndum okkar. Við ríkj- andi aðstæður er sá árangur bæði þakkar- og eftirtektarverður. 0 — 4. Aðhaldsstefna hefur verið tekin upp f ríkisbúskapnum með þeim árangri, að gert er ráð fyrir hallalausum ríkisbúskap á þessu ári — i fyrsta skipti um árabil. • — 5. Verðbólguvöxtur, sem á síðasta ári vinstri stjórnar var kominn yfir 50%, var á síðustu mánuðum liðins árs talinn 25% og verður ef að líkum lætur 30% að meðaltali yfirstandandi ár. Hér hefur þvi miðað i rétta átt, þótt hægt fari, enda mótaðgerðir inn- an þeirra marka að ekki leiði til atvinnusamdráttar. 0 — 6. Viðskiptabati út á við hefur þegar sagt til sín, fyrst og fremst í hækkuðu verði útflutn- ingsafurða okkar. Hann mun þó fyrst um sinn mæta skuldasöfnun og eyðslu fyrri ára en naumast koma fram að marki í batnandi lífskjörum fyrr en jöfnuður hefur náðst á ný. 0 — 7. Margyfirlýstur meiri- hlutavilji þjóðarinnar um aðild að Atlantshafsbandalaginu og vestr- ænt varnarsamstarf hefur hlotið staðfestingu f gjörðum núverandi rikisstjórnar. 0 — 8. Stórstigar framkvæmd- ir hafa átt sér stað á sviði jarð- varmanýtingar og vatnsaflsvirkj- ana, sem setja munu svip á fram- tíðarstöðu þjóðarinnar: í gjald- eyrissparnaði, iðnaðaruppbygg- ingu og lægri húshitunarkostnaði heimilanna. Enn eru að visu mörg og vand- leyst viðfangsefni framundan. Þar ber hæst verðbólguna og við- skiptahallann. En með samhug og samtakamætti getur þing og þjóð þokað þeim verkum til rétts veg- ar, ef vilji og þor er fyrir hendi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.