Morgunblaðið - 15.08.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.08.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGUST 1976 EX8LAH0 I«?a Svokölluð transformation-spil. Sortarmerkin falla inn f mynd- ina á bakvið, en spilin eru þýzk frá 1804. Rætt við sr. Ragnar Fjalar Lárusson, sem á mikið safn spila Meðan sr. Ragnar sagði þetta sýndi hann okkur spil m.a. með landakortum og á einu þeirra gat að lita nafn íslands, eitt- hvað brenglað að vísu, en sr. Ragnar sagði að spilin vaeru ensk og hefðu Bretar líklega fengið landafræðivizkuna frá Þjóðverjum. En það hlýtur að vera dálftill handleggur að hafa komizt yfir öll þessi spil og okk- ur lék forvitni á að vita hvernig hann hefði farið að því: „Flest þeirra hef ég fengið í gegnum klúbb, sem hefur að- setur í Chicago, í gegnum hann hef ég komizt í ýmis sambönd t.d. við fleiri safnara, safnara- klúbba og kaupmenn og eru ÞEIR sem að undanförnu hafa átt leið framhjá Austurbæjarútibúi Landsbankans hafa ef til vill rekið augun í að búið er að setja upp í glugga þar sýningu á spilum. Getur þar að líta spil frá ýmsum tímum og af ýms- um gerðum. Það kom í ljós að sá sem safnað hef- ur spilunum er sr. Ragn- ar Fjalar Lárusson prest- ur í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík og hefur hann dundað við það í allmörg ár. Fyrir skömmu litu Morgun- blaðsmenn við hjá sr. Ragnari og leituðu örlít- ils fróðleiks um þetta safn hans: „Ég á orðið hátt í áttahundr- uð stokka," segir sr. Ragnar, „og eru elztu spilin um þrjú hundruð ára gömul eða allt frá 17. öld. Margs konar tilgangur hefur verið á bak við útgáfu spila og voru þau stundum til að fræða almenning, landakort eru á þeim sumum og söguleg- um atburðum eru gerð skil á öðrum.“ 1392. Sérstakir spilaframleið- endur önnuðust gerð spilanna og voru þau handgerð og mjög falleg. í fyrstu voru það aðal- lega yfirstéttir, sem eignuðust spil en þegar prentlistin kemur til sögunnar verða þau fyrst algeng og þá tekur almenning- ur að spila og spilar stundum fjárhættuspil og fleira sem kaþólska kirkjan fór að amast við. Þetta gerist um og eftir 1480. Sortamerkin, hjarta, spaði o.s.frv. hafa ekki alltaf verið eins og eru þau sem við þekkj- um og notum komin frá Frakk- landi. Þessi merki voru þrenns konar, ein gerð á Spáni og ítalíu, önnur þýzk og hin þriðja frönsk, en hana tóku Bretar upp. Sumar þessara gerða eru enn notaðar t.d. í ýmsum héruð- um Þýzkalands. í Frakklandi voru allt fram að stjórnarbylt- ingunni sérstakar gerðir fyrir hvert hérað. Það var svo ein- mitt í frönsku stjórnarbylting- unni að allar kórónur voru afnumdar af mannspilunum og var þá í staðinn farið að nota myndir ýmissa persóna, m.a. á spilum sem ég á frá 1792 en það sett er orðið mjög sjaldgæft.“ Hvenær hófst þú að safna spilum? „Það eru orðin ein nítján ár sfðan en ég hef ekki lagt mjög mikla rækt við þetta á siðustu árum, eftir að ég kom til Reykjavíkur. Sjálfur spila ég ekki en þetta er eingöngu söfn- unaráhugi, þetta eru oft falleg- ir og vel gerðir hlutir. Mér er ekki kunnugt um að þetta sé áhugamál mjög margra en um einn veit ég þó, það er Guð- brandur Magnússon kennari á Siglufirði og hefur hann í hyggju að gefa út bók um íslenzk og erlend spil. Það hafa ekki komið út margar gerðir af spilum á íslandi en ég held þó að við stöndum jafnvel framar ýmsum öðrum þjóðum t.d. Norðmönnum í því að gefa út spil. Fyrstu islenzku spilin komu út 1923 með teikningum eftir Mugg. Síðar hafa nokkrir ísl. listamenn hannað spil. Eins og fyrr segir er hluti af spilasafni sr. Ragnars til sýnis i glugga Landsbanka íslands að Laugavegi 77, og er þeim vel fyrir komið og skipulega og fylgja skýringar með. Ástæða er til að hvetja fólk til að staldra þarna við, þvi margt fallegt og skemmtilegt er að skoða, öðru vísi spil en við eig- um að venjast og um margt fróðleg. Ensk landafræðispil frá 1678. Laufasortin fjallar um Amerfku. Laufadrottningin sýnir mynd af Elfsabetu I. og spilið segir frá ensku nýlendunum f Norður-Amerfku. Sr. Ragnar heldur á skinnbðk, sem hefir að geyma elztu spilin f safninu, skjaldarmerkjaspil með frönskum sortarmerkjum frá 1665. yfir- stéttin, sem áttí spil” Spil frá frönsku stjórnarbyltingunnl. Kóngar eru Genie (snilli) drottningin liberté (frelsi) gosar égalité (jafnrétti). Allar kórónur og konungatákn afnumin (1793). flest ensk, þýzk eða frönsk. Það eru ýmis sérsvrð I þessari spila- söfnun, svipað og er hjá frf- merkjasöfnurum. Margir safna aðeins spilabökunum, en ekki heilum stokkum. En yfirleitt voru bök spilanna ekki skreytt framan af, þau voru oftast auð en myndir og skreytingar á framhlið spilanna." Sr. Ragnar geymir spilin í sérstökum möppum og tekur hann úr hverjum stokki nokkur spil, s.s. mannspilin og fleiri, ef myndir eru einnig á þeim. Sfð- an raðar hann þeim í möpp- urnar og hefur hvert land út af fyrir sig, en spilin eru f plast- umslögum f möppunum til að þau verði ekki fyrir hnjaski. Þær eru orðnar allmargar, sjálfsagt nokkrir metrar í allt f hillunum. Einnig á hann nokkr- ar bækur um spil, m.a. þykkar og miklar, svipaðar orðabókum að stærð og f þær er mikinn fróðleik að sækja. En hvenær hófu menn að framleiða spil? „Elztu spil, sem varðveitt eru eru sennilega frönsk, frá árinu Ensku fræðsluspil frá 1679. Þau segja frá samtfma deilum rómversk-kaþólskra og mót- mælenda á Englandi. Spaða- kóngur, drottning, gosi og tía. ,, , , BnÁsiV *'•# iht?****&*. '/irmtrfy A-J.-Jmte tCfc Ca/tmmM. ; . / ----_ PttrtúSa.. t í grt'am* rmcm. Thm*r+(m. •5? V |. \ r~ I ■Jbip.Mjite The Eiigliflj PlaiUaúnm nti.nr twar, tl«> Contiut nt <>f Amrrica. JZ 'Vinrvu* , .JwíOn fMz , ( grw joitnn . Tttrhav. twlngbttá,—. Itetláj,.. Mg liSuti..— , ffl/trJ. Íífw NVtlwrl.tuij.a/. , prtfint ffr* Yórk V' *'v o'í( - V'/; Ht-t A'?*'«,>74-. MturyUnd—. fidtsmjrr. cturlci . fat.Afja. Wk éi TLr Caribrt or CANIBALS láLANDS IWbAflojt., ..Í Csln#' >y S* yftflij'rensh. SxiictA Vruil.— Írfttfb* {írttiúid* --frfuch. N ifvrá «r>ínril* Síarútnqu*.~~ frtnth. Sl Vj ti vrnt — Ihitcfl. A m t«S M«»m JttJuin, Sut+\Cii .* V pjt ' <?, frt* Artíck X.*nd* \C*nmd* crCfov JVaA*«.| &' yV«i * //»' t*t\~ ' - 1 gfith tu*nx> Jb&xíA*. !%e*t M.e *AnU%** (1*1CÁYC / iCnrt hc*.% 1 f C& ntlt AÍ V ftcrr* ftrmA < . UrtríðlU - Urcra . . IJY r u ; ... V. ii»oi« lírúi. kh,u. f 7>. M,;;. B *„ t» ■fuZrZ.:), \MCIU- l%d iH.iC.rmr ré* úm-t, JfjÁ T ,4upp hafi aðeius

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.