Morgunblaðið - 15.08.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.08.1976, Blaðsíða 29
MORC.UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. AGUST 1976 29 Sjötugur á morgun: Sverrir Ragnars kaupmaður Akureyri Á MORGUN, mánudaginn 16. ágúst, verður sjötugur einn af mætustu mönnum Akureyrar, Sverrir Ragnars kaupmaður og sparisjóðsstjóri. Faðir Sverris var hinn landskunni athafnamaður, Ragnar Ólafsson kaupmaður, Jónssonar veitingamanns á Odd- eyri Ólafssonar frá Syðri-Ey á Skagaströnd. Móðir Sverris og kona Ragnars Ólafssonar var Guð- rún Jónsdóttir sýslumanns Ás- mundssonar Jónssonar prófasts 1 Odda, en kona sr. Ásmundar var Guðrún Þorgrlmsdóttir frá Bessa- stöðum, alsystir Gríms skálds Thomsen. Sverrir var fjórði I röð 11 barna Guðrúnar og Ragnars. Sverrir ólst upp á hinu mann- marga og myndarlega heimjli for- eldra sinna. Hann lauk ' gagn- fræðaprófi frá Akureyrarskóla 1922 og stúdentsprófi frá Hinum almenna menntaskóla I Reykjavík 1926. Cand.phil. frá Háskóla ís- lands 1927, en hvarf frá lögfræöi- námi eftir þrjá vetur. Var þá faðir hans fyrir skömmu látinn, en Sverrir vildi halda merki hans á lofti og tók að starfa við fyrirtæki hans. Hefur hann verið kaupmað- ur á Akureyri frá 1930. Ættlægir mannkostir, sam- viskusemi og færni í starfi, sam- fara fyrirmennsku og myndug- leik, allt þetta varð til þess, að snemma var leitað til Sverris um ýmis trúnaðarstörf bæði á vegum einkafyrirtækja og hins opinbera. Fer það orð af honum, að öllu þvf, sem hann tekur að sér, sé vel borgið og ekkert starf hafi hann innt nema vel af höndum. Hann hefur stofnað og verið i stjórn ýmissa byggingarfyrirtækja á Ak- ureyri, t.d. stjórnarformaður I Möl og sandi hf. frá 1955. Um- boðsmaður erlendra skipafélaga, svo sem Sameinaða gufuskipafé- lagsins í Kaupmannahöfn og Bergenska. Vararæðismaður hef- ur hann verið bæði Frakka og Norðmanna. Formaður Vinnu- veitendafélags Akureyrar frá 1941. Hann átti sæti I stjórn sjúkrahússins á Akureyri 1948—’62 og í rafveitustjórn 1950—'66. Umdæmisstjóri Rotaryhreyfingarinnar á íslandi 1961—’62. Sverrir átti sæti I bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 1950— ’54 og var allan þann tíma 1. varaforseti bæjarstjórnar og þurfti þá oft að koma fram fyrir bæjarins hönd, og það leysti hann af hendi af meðfæddri háttvísi og góðri kunnáttu. Hann átti sæti í bæjarráði tvö kjörtímabil þess, 1951— ’52 og 1953—’54. Var á þeim tíma mörgum stórmálum hrundið fram á vegum Akureyr- arbæjar, og nægir að nefna við- bótarvirkjun Laxár, byggingu fjórðungssjúkrahússins og efl- ingu togaraútgerðarinnar. Mun- aði um minna en liðsinni Sverris, er staðið var I sllkum stórræðum. En þess gætti hann jafnan, að kapp væri með góðri forsjá, enda öll ævintýramennska og óðagot fjarri eðli hans og skapgerð. Traustleiki, orðheldni og heiðar- leiki mættu vera meðal einkennis- orða hans, svo sem allir hafa reynt hann að, ekki síst I starfi hans sem stjórnanda Sparisjóðs Akureyrar allt frá 1957 til þessa dags. Ljóst er af framansögðu, að Sverrir Ragnars er fjölþættum gáfum gæddur, og hneigð til lista og fræðimennsku er honum i blóð borin. Hann er alla vega vel á sig kominn, með meiri mönnum á velli, vel íþróttum búinn, frlður sýnum og snyrtimannlegur og höfðinglegur á allan hátt. Hann kvæntist 1932 Mariu Matthlas- dóttur Einarssonar yfirlæknis I Reykjavík, fallegri, listfengri og elskulegri konu, sem fyrir skemmstu er látin. Þau eignuðust tvær dætur, Ellen og Rögnu, og Sölumaður frá okkur verður staddur: miðvikudaginn 1 8. og fimmtudaginn 1 9. ágúst aðSINDRABÆ HÖFN, HORNAFIRÐI. VALHÖLL ESKIFfRÐI föstudaginn 20 og laugardaginn 2 1 ágúst. VALASKJÁLF EGILSSTÖÐUM sunnudaginn 22. og mánudaginn 23. ágúst. HERÐUBREIÐ SEYÐISFIRÐI þriðjudaginn 24. ágúst með sýnishorn af áklæði, kögri og galloni. Verzlunin Húsmunir Hverfisgötu 82, Reykjavík, sími 13655. kippir þeim I bæði kyn um glæsi- leik og mannkosti. Milli heimilis Sverris og konu minnar lágu og liggja óslltandi vináttuþræðir, og sjálfur á ég honum þakkarskuld að gjalda fyr- ir vinsemd og stuðning. í afmælis- gjöf sendum við hjónin honum innilegustu árnaðaróskir og þakk- arkveðjur og mælum þar áreiðan- lega fyrir munn fjöldamargra annarra. Megi heill og hamingja fylgja Sverri Ragnars og öllu hans fólki um ókomna tíð. GIsli Jónsson. Tilboð í þennan Mustang árg. '70 302 cub, sjálfskiptur með vökvastýri. Til sýnis að Dugguvogi 23. Electrolux Tilboð Við bjóðum næstu daga takmarkað magn af eftirtöldum heimilistækjurn á sérlega hagstæðu verði og/eða hagstæðum greiðslukjörum: Ljósgræn heimilistæki Eldavél SG 1 60 (70 cm breið) Eldavél S.g 131 (60 cm breið) Kæliskápa KS 362 (360 Itr 1 50 cm hár) Frystiskápa FG 315(310 Itr 1 50 cm hár) Kælir/ Frystir FK 380 (380 Itr. 1 70 cm) Uppþvottavél DA-60 Gul heimilistæki Kæliskápur AKS 156 (41 0 Itr. hæð 1 70 cm) Frystiskápur AFK 1 35 (350 Itr. hæð 1 70 cm) ( Báðir skáparnir eru með 2 hurðum) Frystiskápur brúnn Frystiskápur TF 110 310 Itr (150X60X60) Frystiskápur rauður Frystiskápur TF 110 310 Itr. (150X60X60) Sambyggður kæli- og frystiskápur rauður Módel TR 70/ 55 380 Itr. alls (1 70x60x60) Eldavél Cf 750 btún Eldavél CF 750, 70 cm breið ( Er með 2 ofna, grill og klukku) Vifta hvít 70 cm breið Vifta CK 70 fyrir útblástur Rétt Tðboðs- verð verð 1 Magn 143.200 11 7.000 20 105 400 93.400 6 166 600 138 400 1 2 1 77.300 167.300 1 1 289 800 184.400 1 3 193.000 181.100 21 168 000 144.000 3 187.500 161.500 1 1 1 77.300 156.600 19 177.300 156.600 4 209 800 184.400 15 143.200 133.200 14 50 500 42.400 50 Veitum staðgreiösluafslátt frá þessu tilboðsverði Einnig bjóðum við hagstæð greiðslukjör Tilboðið stendur takmarkaðan tíma Vörumarkaðurinn hl. Ármúia 1A. Húsgagna og heimilisd S-86-11 2 Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv d S-86-113 Okkar sumarleyfi er lokið að þessu sinni HURÐIR HF., SKEIFAfíl 13, SIM/ 81655.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.